Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 Áður var nefndur Hilmir Snær í hlutverki sveitapiltsins Pierrots. Hann má nefna aftur, svo góður var hann. Og í mótleik við hann átti Ólafía Hrönn frábæra takta og kostuleg hopp. Ingvar E. Sigurðsson sýnir í hlutverki Don Carlosar að honum er fleira lagið en að leika sannan karl- mann. Hann er bráðfyndinn sem pempíuleg tildurrófa og með ólikind- um liðugur! Samleikur Ingvars og Hilmars Jónssonar (Don Alonse), í hlutverkum bræðra hinnar sviknu Elvíru, var á nótum fáránleikans og gekk ágætlega upp sem slíkur. Hópur leikara af yngri kynslóðinni var í aukahlutverkum og gerðu þau öll vel og áttu sum eftirminnilega takta, og má þar nefna Magnús Ragnarson sem lék sendiboðann með leppinn af kóm- ískri list. En til að iofið, beri ekki leik- arana ofurliði má geta þess að frum- sýningarskrekkur virtist í liðinu, því nokkuð var um rangar innkomur og hik í textaflutningi. En slíkt ætti að slípast fljótt af. Uppfærslan er öll byggð upp kring- um stakar senur sem hver um sig er þaulhugsuð bæði sjónrænt og leik- rænt. Leikstjórinn „vinnur einsog skáld“ segir á einum stað í leikskrá og ég get tekið undir það og þá ligg- ur beint við að líkja einstaka senum við ljóð, til að mynda leik Sganarelle við blævæng og ljós, sem er afar ljóð- ræn sena sem eykur vídd við bæði persónuna og sýninguna í heild. Sviðið er það sama nær alla sýning- una út í gegn: Leikmyndin er um- gjörð um mikið rými, sem gerir mikl- ar kröfur til leikaranna að fylla það með hreyfingum sínum og röddum. Sterk bassarödd Jóhanns nýtur sín vel í þessu rými og það sama er að segja um vandaða raddbeitingu Sig- urðar. Hópsenur koma einnig vel út, hver leikari hefur nægt pláss til að nýta. Helst er að þetta mikla rými komi niður á kvenröddunum sem virka veikar og eiga á hættu að hverfa í tómið ef þeim er beitt á venjulegum styrk. Þetta háði Eddu Heiðrúnu Backman í hlutverki Elvíru; rödd hennar náði hvorki að fylla út í rým- ið né að yfirgnæfa tónlistina sem spiluð var undir tali hennar. Sýningin tekur um þrjá tíma í flutn- ingi og vera kann að einhveijum þyki það fiilliangur tími. Ég varð vör við að ýmsum gestum þótti leikurinn dragast heldur á langinn, en sjálf var ég á valdi leiksins allan tímann og leiddist aldrei. Leikritið sjálft hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ómark- visst að byggingu, sundurlaust og gloppótt. En ég segi bara: Það virk- ar, (komið til okkar gegnum þijár aldir og þijá áratugi) hvað sem Arist- óteles segir um rétta byggingu leik- verka. Soffía Auður Birgisdóttir Jólatónleikar í Arbæjarkirkju KÓR Árbæjarkirkju og bamakór Ár- bæjarsafnaðar halda jólatónleiká í Árbæjarkirkju í kvöld, fimmtudags- kvöldið 28. desember, kl. 20.30. Á efnisskrá eru m.a. innlend og erlend jólalög ásamt Pastoral-mótettu eftir Dittersdorf. Stjórnendur kóranna eru þau Sigrún Steingrímsdóttir og Guðlaugur Viktorsson. Einsöngvarar eru Einar Clausen, Fríður Sigurðardóttir, Guðlaugur Viktorsson og Halla S. Jónasdóttir. Hljóðfæraleikarar eru Laufey Sigurð- ardóttir, 1. fiðla, Sigríður Hrafnkels- dóttir, 2. fiðla, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir, selló, María Cederborg, flauta, og Douglas A. Brotchie, píanó. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. ------♦ ♦ «----- „Mysingssamloka með sveppum“ LEIKKLÚBBURINN Saga á Akur- eyri frumsýndi á annan í jóium ung- iingaleikritið „Mysingssamloku með sveppum". Leikritið verður sýnt í Dynheimum í desember og janúar. Leikritið, sem er eftir Jón St. Krist- jánsson, gerist á heimavistarskóla fyrir unglingsstúlkur og íjallar um ástir, andaglas, útbrot, línur, sveppi og annað sem heijar á gelgjur. Leik- stjóri er Skúli Gautason. I í » LISTIR Nýstárlegur Don Juan, sem virkar! Morgunblaðið/Kristinn „SAMLEIKUR þeirra Sigurðar [Sigurjónssonar] og Jóhanns [Sig- urðarsonar] var með mestum ágætum og hreyfingar þeirra vel úthugsaðar og samhæfðar,“ segir meðal annars í dómnum. LEIKXIST Þjóðlcikhúsið DONJUAN EÐA STEINGESTURINN EFTIR MOLIÉRE íslensk þýðing eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Rimas Tuminas. Aðstoð- arleikstjóri og túlkur: Ásdis Þórhalls- dóttir. Leikmynda- og búningahönn- uður: Vytautas Narbutas. Tónlist: Faustas Latenas. Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Sigurður Siguijónsson, Edda Heiðrún Backman, Helgi Skúlason, Hilmar Jónsson, Hilmir Snær Guðnason, Hjálmar H(jálmars- son, Ingvar E. Sigm-ðsson, Ólafía • Hrönn Jónsdóttir, Þórhallur Sigurðs- son, Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Ingi Hilmars- son, Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld, Kristján Franklín Magnús og Magnús Ragnarsson. Þriðjudagur 26. desember. SÚ skoðun að endurtekningin geti gert mann bijálaðan virðist vera ein af þeim hugmyndum sem hinn lithá- enski leikstjóri Rimas Tuminas leggur til grundvallar uppfærslu sinni að Don Juan eða Steingestinum eftir Moliére. Aðrar grundvallarhugmyndir sínar hefur hann viðrað í viðtölum, svo sem hugmyndir um rétt og rangt í siðferði- legri breytni, um listina að lifa og um vald meðalmennskunnar. En það er hugmyndin um endurtekninguna sem við blasir bæði í efni og umgjörð þessarar sýningar. „Þú ert alltaf að segja það sama,“ stynur sveitastúlkan Charlotte (Ólafía Hrönn Jónsdóttir), örvæntingarfull og þreytt, við unnusta sinn Pierrot (Hilm- ir Snær Guðnasofl), þegar hann kvart- ar yfir því að framkoma hennar sé ekki eins og vænta má af elskandi konu. Og leikstjórinn undirstrikar kvörtun hennar rækilega með því að endurtaka, ekki einu sinni heldur tvisvar, alllangt samtal þeirra hjúa, sem fyrir vikið verður að einni skemmtilegustu senu leiksins, óborg- anlega fyndin í þrítekningunni - enda fara þau Hilmir Snær og Ólafía Hrönn þar bæði á kostum. Lífsháttur sá sem Don Juan stund- ar og er frægur fyrir, felst einmitt í endurtekningu; að táldraga konur, eina á fætur annarri, með endalausu ferli endurtekinna orða og gjörða - og hann er orðinn þreyttur á því! Jafnvel við það að ganga af vitinu. Sá Don Juan sem fer um á sviði Þjóð- leikhússins (Jóhann Sigurðarson) er þunglyndur flagari. Lengi framan af húkir hann hreyfingarlaus, þungur og sinnulaus, vafínn inn í teppi eða - klæddur svörtu, og starir út í bláinn, eða les. Það eina sem fær hann til að sýna lífsmark er umræðan um iðju hans, táldragelsið. Vel að merkja umræðan en ekki iðjan sjálf, á henni er hann orðinn langþreyttur eins og sjá má af tilburðum hans þegar hann fer á fjörumar við Charlotte. En umræðan (eða orðræðan) um kven- semina kveikir svo um munar í Don Juan; það rennur á hann stigvaxandi æðksvo að þjónninn hans, Sganarelle (Sigurður Siguijónsson), sér þann kost vænstan að leggja á hann bönd til að hemja þessa maníu sem hefur tekið við af þunglyndinu. Siík túlkun á Don Juan kemur svo sannarlega á óvart og er ærin ástæða að óska Rimas Tumjnas leikstjóra til hamingju með það: í góðri samvinnu við Jóhann Sigurðarson býður hann áhorfendum upp á nýjan og ferskan Don Juan, sem er ekki svo lítið afrek þegar höfð er í huga löng og sterk hefð í túlkun á þessari frægu persónu leikbókmenntanna. Eins og fram kemur í leikskrá er löng og gróin hefð fyrir því að túlka Don Juan, hinn ómótstæðiiega flagara, sem uppreisn- armann eða sem elskhugann eilífa. En Rimas Tuminas býður upp á túlk- un sem hæfir nútímanum fullkom- lega. Hvernig á að sýna elskhugann eilífa í heimi þar sem það að fara á fjörumar við konu krefst ekki lengur neinnar kúnstar af hálfu karlmanns- ins? í heimi þar sem listin að táldraga hefur tapað fyrir „fijálsum" ástum? Hvemig á að sýna uppreisnarmann á tímum tómhyggju og sinnuleysis? Sú leið að sýna Don Juan sem þunglynd- issjúkling með manískar tilhneigingar gengur fullkomlega upp, að mínu mati, og ásamt öðmm þáttum þessar- ar óvenjulegu uppsetningar gerir hún sýninguna eina þá eftirminnilegustu sem undirrituð hefur lengi séð. Og það er vel við hæfi að láta sjálfa orðræðuna vera það púður sem kveik- ir ástríðu Don Juans; þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta ailt um texta. Texta sem er í eðli sínu fijó- samur og endalaus kveikja hugmynda fyrir snjallan leikhúsmann eins og Rimas Tuminas. Texta sem er lista- vel þýddur yfir á íslensku af Jökli Jakobssyni. Þríeykið frá Litháen: Tuminas leik- stjóri, Narbutas leikmynda- og bún- ingahönnuður og Latenas tónskáld, endurtaka leikinn frá því fyrir tveim- ur ámm þegar þeir settu hér upp eftirminnilega sýningu á Mávi Tsjek- hovs. Þessi sýning minnir á hana, þótt gjörólík sé. Handbragðið leynir sé ekki. Þeir eiga allir þrír heiður skiiinn fyrir sinn hlut í þessari sýn- ingu. Tónlist Latenas er seiðmögnuð og hrífandi og á stóran þátt í að skapa sýningunni stemmningu. Leikmynd Narbutas er afar falleg og gefur upp- færslunni svip sem er klassískur jafn- framt því að sýna hina óhjákvæmilegu hningnun sem er hin eiginlega um- gjörð leikfléttunnar. Stóran þátt í því að láta leikmyndina virka á að sjálf- sögðu ljósamaðurinn, Bjöm Berg- steinn Guðmundsson, sem lýsti leik- myndina af list, en stöku sinnum virt- ist sem lýsing á leikara væri óná- kvæm. En ekki eiga síst skilið lof hinir íslensku leikarar sem flestir vom frá- bærir og margir hveijir í hlutverkum ólíkum þeim sem leikhúsáhorfendur hafa áður séð þá spreyta sig á. Að öðmm ólöstuðum held ég að óhætt sé að segja að Sigurður Siguijónsson í hlutverki þjónsins Sganarelle hafi verið stjama kvöldsins. Það er í raun Sganarelle sem er aðalpersóna þess- arar uppfærslu. Þar kemur til sú ákvörðun leikstjórans að láta Don Juan vera að miklu leyti óvirkan, jafn- vel hreyfíngarlausan í útjaðri sviðs- ins. (Hann sníður einnig af texta Don Juans til að efla þessa túlkun sína.) Sigurður var stórkostlegur í túlkun sinni á hinum auðmjúka, stéttvísa þjóni sem ber kvíðboga fyrir örlögum húsbónda síns og reynir eftir fremsta megni að leiða honum fyrir sjónir villu lífemis hans. Sigurður er sem sniðinn í hlutverkið; allt látbragð hans hitti beint í mark og kitlaði óspart hlátur- taugar áhorfenda. Samleikur þeirra Sigurðar og Jóhanns var með mestum ágætum og hreyfingar þeirra vel út- hugsaðar og samhæfðar. Sganarelle hermir eftir húsbónda sínum í sífellu og endurspeglar hann og sýnir okkur hann í skoplegu ljósi; í raun og vem rífur hann niður í sífellu þá mynd sem Don Juan reynir að draga upp af sjálf- um sér á þeim augnablikum sem rof- ar til í þunglyndisástandi hans. Ein slík sena er leikur þeirra félaga með vopn húsbóndans, sverðaskak sem leysist upp í kostulegan dans og er með skemmtilegustu atriðum sýning- arinnar. Ljóðasam- keppni Lista- hátíðar FRAMKV ÆMD ASTJÓRN Listahátíðar í Reykjavík, sem haldin verður í júní á næsta ári, hefur efnt til ljóðasam- keppni. Skila verður ljóðunum í síðasta lagi 1. janúar 1996 og má hvert skáld senda eitt, tvö eða þijú ljóð undir sama dul- nefni í umslagi merkt „Ljóða- samkeppni". Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Fyrstu verðlaun 150 þúsund krónur Dómnefnd velur Ijóð til verð- launa og útgáfu en úrval ljóða sem berast í samkeppnina verð- ur gefið út á bók á hátíðinni. Úrslit verða kunngjörð við setningu hátíðarinnar 21. maí 1996 og verða þrenn verðlaun veitt: 1. verðlaun 150.000 kr. 2. verðlaun 100.000 kr. og 3. verðlaun 50.000 kr. Dómnefnd skipa Silja Aðal- steinsdóttir rithöfundur, Vil- borg Dagbjartsdóttir skáld og Kristján Árnason dósent. Jólasýning í Bolshoi Reuter TVÆR aðalstjörnur Bolshoi-ballettsins, Nadezd- ha Gratsjova og Alexander Uvarov, dansa aðal- hlutverkin í nýrri uppfærslu á Rómeó og Júlíu, sem frumsýnd var í Moskvu á jóladag. Farnar eru troðnar slóðir í uppfærslunni, sem þykir einkar sígild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.