Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 27

Morgunblaðið - 28.12.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 27 LISTIR Tilraunatónlist TONLIST J a z z DOFINN mjómsveit Hilmars Jenssonar. Flytjendur: Hilmar Jensson gítar, Tim Berne, altósaxófónn, Chris Speed, tenórsaxófónn og klari- nett, Andrew D’Angelo, altósaxó- fónn og bassa klarinett, Skúli Sverrisson bassi, Jim Black, trommur. Útgefandi Jazzís, 1995. Upptaka og hljóðblöndun fór fram í Systems II Brooklyn í New York í júní 1995. HILMAR Jensson hefur glatt áhugamenn um tilraunatónlist af því tagi sem hann fæst við með mörgum tónleikum hér á landi. Skemmst er að minnast tónleika Hilmars með sömu tónlistarmönn- um og leika á Dofinn á Rúrek djass- hátíðinni síðastliðið haust. Sjö lög eru á Dofmn, öll eftir Hilmar nema eitt sem er spuni hans og Skúla. Mikið er um end- urtekningar á tiitölulega einföldum tónaröðum, stundum með hljóma- grunnum undir en stundum án þeirra. Hilmar nær skrítnum tónum úr gítarnum sem stundum minnir reyndar á sítar. Fyrr en varir smell- ur tónlistin inn í örlítið „grúv“ eða jafnvel laglínuígildi á stundum. En þetta eru raunar örstutt augnablik. Þanþol þess sem hefur verið sett fram er kannað til hlítar og án þess að dvalist sé lengi í kunnug- legu landslagi rytma og harmóníu. Tónlist Hilmars verður að nálg- ast með allt öðrum hætti en flest annað. Hún vekur stundum upp sýnir af tónlistarmanni sem að kvöldi dags situr við hljóðfæri sitt og nennir ekki að spiia það sem hann kann og hefur spilað svo oft áður. Hann sækir á ný mið og dreg- ur úr djúpunum alls kyns furðu- fiska. Þetta er ekki ný tónlist í þeim skilningi að hún hafi ekki verið iðkuð áður. Margir djasstón- listarmenn hafa fengist við svipaða hluti í mismunandi núönsum, allt frá Albert Ayler til Bill Frisell, fyr- ir utan alla þá sem hafa hljóðritað fyrir ECM-útgáfuna. Tónlist Hilm- ars er ný í þeim skilningi að leitað er á ný mið í tónsköpun og hann er orðinn viðurkenndur víða um heim fyrir sitt framlag til framsæk- innar djasstónlistar. Oft er leikið of veikt á saxófóna á Dofinn. Þá koma fram fölsk tón- brigði, eins og í Tingle, Tingle sem gefur tónlistinni dulmögnuð áhrif. I Tingle, Tingle er einmitt að finna einna frískustu sprettina út úr og inn í íhyglina sem verkið er. Hljóðfæraleikur er allur mjög þroskaður. Stundum er hann jafn- vel hefðbundinn - það er spilað sterkt eða veikt, stakkato eða bundnir tónar en svo eru gerðar ' tilraunir með jaðartóna, reynt er að kljúfa einn tón í tvo og fleira í þeim dúr. Tónlist Hilmars gegnir talsverðu hlutverki því ef enginn væri til að kanna nýja stigu í tónmáli, ef eng- ar tilraunir hefðu verið gerðar, væri engin frarúþróun. Umslagið myndu margir telja óspennandi en það er algjörlega í takt við þá heimspeki sem skín út úr Dofmn — að hafna því viðtekna og gera tilraun til að umbylta fag- urfræðinni. Guðjón Guðmundsson Eitt brúð- kaup og fæðing KVIKMYNPIR Rcgnboginn/ Isafjarðarbíó NÍU MÁNUÐIR „NINE MONTHS" ★ ★ Leikstjórn og handrit: Chris Colum- bus. Aðalhlutverk: Hugh Grant, Jul- ianne Moore, Robin Williams, Jeff Goldblum. 20th Century Fox. 1995. HUGH Grant lifir í furðulegri gerviveröld í nýjustu gamanmynd sinni, Níu mánuðum. Hann er uppa- tetur sem finnst líf sitt fullkomið; rauði sportbíllinn, gömlu vínyl- hljómplöturnar, kötturinn, menn- ingarlegt starf, æðisleg kærasta. Það finnst ekki kaffiblettur í þess- ari veröld. Og Grant nýtur þess eins og lítið barn með allar nýju afmælisgjafirnar. Svo kemur rot- höggið. Kærastan er ólétt. Þau munu eignast bam. Hinn fullkomni uppaheimur springur í loft upp. Barn! Það er verra en geisladiskar. Það er eins og banvænn sjúkdómur. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Chris Columbus (Aleinn heima) einfaldar bæði persónur og atburðarás auðvitað mjög til að draga fram skýrar andstæður milli hins kærulausa uppalífs annars vegar og fjölskyldulífs, sem er hryllilegur kostur í þessari sögu. Einföldun er ágæt en hér gengur hún of langt og myndin verður ein- feldingsleg og ómerkileg og vanda- málin gervileg. Hugh er á fertugs- aldri og mesta hræðslan við að eignast barn er að missa æsku- blómann. Hann þarf að skipta á æðislegum sportbílnum fyrir æðis- legan fjölskyldubíl. Hann þarf hugsanlega að gefa eitthvað eftir af tennistímum. Nú á þetta sjálfsagt að vera fyndið en virkar það sjaldan undir stjórn Columbusar. Hugh Grant er hér enn einu sinni í hlutverki breska aumingjans, einhvern veginn hræddur við allt umhverfi sitt, breytingar, kærustuna, missa kött- inn sinn, og er farinn að endurtaka sig talsvert svo maður veit ná- kvæmlega að hveiju maður gengur orðið. Þegar við bætist að hann fær væmnustu andartökin í myndinni og þessi mynd býður sannarlega upp á nokkur slík, er maður farinn að hlæja að honum á kolröngum forsendum. Aukaleikararnir eru miklu skemmtilegri eins og Tom Arnoid, sem er frísklegur fjölskyldufaðir og sérstaklega Robin Williams í hlutverki rússnesks fæðingalæknis, sem virðist aldrei vita hvað hann er að gera. Myndin nær sér tals- vert á strik í seinasta hlutanum eftir þungan millikafla og verður ijörug og fyndin. En maður þarf að bíða lengi eftir því hún vakni til lífsins. Arnaldur Indriðason Þeir sem keyptu hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. hafa aukið eign sína um 60% á síðustu 12 mánuðum. Kaupverð 1. des. 1995 260.000 Gengishækkun á einu ári 60.000 Arður 5% gr. í okt. 95 11.111 Skattaafsláttur gr. í ágúst 95 90.000 Samtals eign 1. des. 1995 421.111 Heildarauktiing 62% Þú þarft aðeins eitt símtal til þess að tryggja þér hluta- bréf í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. Kaupverðið má setja á boðgreiðslur VISA/EURO. Auðlindarbréf fást hjá Kaupþingi hf., Kaupþingi Norðurlands hf., í Búnaðarhankanum og sparisjóðunum. KAUPÞING HF - elsta og stærsta verðbréfafyrirtæki larulsins • •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.