Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREIEMAR ORÐIÐ atvinnuleysistrygging er notað yfir bætur sem greiddar eru atvinnulausum. Þetta er slíkt öfug- mæli að furðulegt má teljast að það skuli notað í þessu samhengi. Orðið merkir í raun trygging fyrir atvinnu- leysi. Þrátt fyrir að allir geri sér grein fyrir því böli sem atvinnuleysi veld- ur, er lítið sem ekkert gert til þess að sporna við því. Ráðamönnum þjóðarinnar er þó sjaldan orða vant þegar kosningar eru í nánd. Þá lofa þeir í sífellu hvers kyns atvinnuupp- byggingu og ijölgun starfa. Hins vegar virðast þeir gjörsneyddir hug- myndum og siðferðisþreki að kosn- ingum loknum. Niðurstaðan er því sú að ekkert er að gert og atvinnu- leysi eykst. Erfiðleikar við að fjármagna At- vinnuleysistryggingasjóð hvíla eins og mara á ráðherrum og að sjálf- sögðu verður sjóðurinn að standa við skuldbindingar sínar. En hefur virkilega ekki hvarflað að mönnum að til sé betri leið til að ráðstafa peningum Atvinnuleys- istryggingasjóðs? Að- ferð, sem skilar ein- staklingum og þjóðfé- laginu betri möguleik- um og framtíð. Aðferð, sem gerir þeim sem í atvinnuleysi lenda möguleika á að öðlast reisn sína og virðingu á ný. Þessi leið er vissu- lega til. Jón Erlendsson, yfir- verkfræðingur Upplýs- ingaþjónustu Háskóla íslands, hefur undan- farin ár kynnt nýja að- ferð, sem tengir saman atvinnu og símenntun. Hún leiðir til fjölgunar atvinnutæki- færa og betur menntaðs og hæfara þjóðfélags. Þjóðfélags fólks sem er tilbúið til að taka þátt í samkeppn- inni sem stöðugt er að aukast í heim- inum. í þessu sambandi mætti nefna, að Indverjar eru að verða einhveijir stærstu útflytjendur tölvuhugbún- aðar í heiminum og banka nú ótt og títt á dyr Evrópumarkaðar- ins með hvers kyns pakkalausnir. Aðferð Jóns Erlends- sonar er í sjálfu sér sáraeinföld, eri hún er líka djörf og kostar hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum, launþegum og ekki síst hjá rikisvaldinu. Hugmyndin byggist á atvinnutrygginga- kerfi. Því má skipta í tvennt. Annars vegar öryggisnet, sem fjár- magnað yrði af sjóði sem kæmi í stað núverandi Atvinnu- leysistryggingasjóðs. Sjóðurinn myndi nánast eingöngu fjármagna vinnu eða verkefni. Hins vegar yrði sú krafa gerð til allra þátttakenda í kerfinu, að þeir öfluðu sér atvinnu- tengdrar þekkingar án afláts allt líf- ið. Að auki yrði sú krafa gerð að Þetta er aðferð sem ger- ir þeim er í atvinnuleysi lenda, segir Friðbert Traustason, mögulegt að öðlast reisn sína og virðingu á ný. allir sem færir væru um slíkt ynnu að því að þróa og skapa hvers kyns sjálfstæð atvinnutækifæri, stór eða smá eftir atvikum og efnum. Dýr eða ódýr. Hver maður myndi sníða sér stakk eftir eigin efnahag og öðrum forsendum. Þeir sem litla menntun hefðu gætu hugað að ein- földum heimilisiðnaði sem vinna mætti að á heimilum. Meira mennt- að fólk ynni að því að skapa sér tækifæri við hvers kyns þekkingar- störf, svo sem útgáfu, sérhæfða ráð- gjöf og ýmislegt þess háttar. Hver einasti þátttakandi í kerfinu, þ.e. hver einasti vinnandi maður, yrði á hinn bóginn að sinna símenntun og tækifærasköpun á einhvern viðun- andi hátt. Hver einasti maður myndi þannig vita nákvæmlega að hvaða verkum hann gengi ef hann missti hefðbundna vinnu sína og gengi þannig að nýjum verkefnum daginn sem það gerðist. Laun hans eða bætur færu niður fyrir markaðslaun í flestum tilvikum. Enginn myndi á hinn bóginn missa gersamlega sam- band við vinnu og verkefni eins og nú er og þurfa að leita á vit hvers kyns sérfræðinga til að leita hugg- unar og stuðnings. Ráðamenn hafa lengi trúað því, eflaust samkvæmt upplýsingum færustu hagfræðinga, að nauðsyn- legt sé að hafa hæfilegt atvinnu- leysi til þess að halda niðri verð- bólgu. Þeir trúa því að ef eftirspurn eftir vinnuafli aukist, þá hækki laun og slíkt sé í öllum tilvikum hvati á verðbólgu. Grundvöllur þessara hugmynda er hið svonefnda „Phillips-samband". Margir hafa mjög svo efast um réttmæti þessar- ar kenningar, þar sem með henni er fjöldi fólks dæmdur út af vinnu- markaðinum. Afleiðingarnar eru margvísleg félagsleg vandamál sem eru þjóðfélaginu mjög dýr. Besta lausnin er að sjálfsögðu að allir hafi störf við sitt hæfi og auki stöðugt hæfni sína og þekk- ingu með símenntun. Símenntunin er einmitt grundvöllurinn í kenning- um Jóns Erlendssonar. Tímabært er að atvinnurekendur, launþegahreyfingin og ríkisvaldið taki höndum saman um að hrinda hugmyndum Jóns í framkvæmd, áður en við föllum á tíma. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna. Atvinnutrygging - ekki atvinnuleysistrygging Friðbert Traustason ÍSLENSKI LÍFEYRISSJÓÐURINN DOMUR ER FALLINN ÞÉRÍHAG - lífeyrissjóðsframlag sjálfstæðra atvinnurekanda er nú frádráttarbært! i 1 Islenski lífeyrissjóðurinn - hæsta raunávöxtun 1 séreignasjóða verðbréfafyrirtækja 1991,1992,1993 og 1994 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hnekkt þeirri lagatúlkun skattayfirvalda að atvinnurekstrarframlag einyrkja til lífeyrissjóðs falli ekki undir rekstrarkostnað. Það misrétti sem ríkt hefur milli rekstrarforma varðandi lífeyrissjóðsmál er því væntanlega úr sögunni. Hafir þú ekki greitt í lífeyrissjóð til þessa - þá er rétti tíminn núna! Með því að sýna fyrirhyggju í lífeyrismálum tryggir þú þér tekjur á eftirlaunaárunum. li LANDSBRÉF HF. ttthí - ithx^>t hti : Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUDURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.