Morgunblaðið - 28.12.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 28.12.1995, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 í blaðinu 31. desember nk. og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og íullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk BARNAGETRAUN ' 1 r& (ætluð öllum á aldrinum 5-11 ára). 1. Leikföng að eigin vali frá verslunum Leikbæjar ab andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. tmaUNGAGETBAUN (ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára). 1. Fataúttekt að eigin vali frá versluninni Sautján að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. o. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. mm , /...***; ' FULLORÐINSGETRAUN ÍÉSfc (ætluð öllum á aldrinum 18 ára og eldri). 1. Vöruúttekt að eigin vali frá versluninni Útilífi að andvirði 20.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Vöku-Helgafelli að andvirði 10.000 kr. 3. Geislaplötur að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar vekjaraklukku merkta Morgunblaðinu. kl. 16.00 mániM m 15. jjanúar. >. >• "V- Pmwar JHH - kjarni málsins! AÐSEIMDAR GREIIMAR íhalds- Straumar HINN 29. nóvem- ber birtist grein í Morgunblaðinu eftir Kristin nokkurn And- ersen sem kýs að kalla sig fulltrúa íhaldsins hér í Hafnarfirði í menningarmálum. Kristinn rekur þar aðdraganda endur- ráðningar Sverris Ól- afssonar, menningar- málafrömuðar okkar Hafnfirðinga, sem for- stöðumanns á lista- miðstöðinni Straumi. Af einhverjum dul- arfullum ástæðum, sem undirrituðum eru alveg huldar, virðist íhaldinu hér í Hafnarfirði skyndilega vera orðið mjög umhug- að um listamiðstöðina Straum, nú einhverjum árum síðar, eftir að hafa bæði reynt að selja, gefa og níða hana niður, kannski hafa þeir áttað sig á því frábæra starfi sem fram hefur farið þar undir styrkri stjóm Sverris og Alþýðuflokksins. Til upprifjunar fyrir Kristin, hugðist Hafnarfjarðarbær selja Straum á sínum tíma, en fyrir atbeina AI- þýðuflokksins og atorku og dugnað Sverris var staðurinn byggður upp frá grunni sem listamiðstöð og að mestu með sjálfboðavinnu Sverris og hafnfirskra listamanna. Straumur sem og Hafnarfjörður var þá í algjörri niðurníðslu eftir áratuga óstjórn íhaldsins í Hafnar- firði enda var sú stjóm gjarnan kennd við ísöld sakir stöðnunar. Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni enda er Kristinn talsmaður síðasta íhaldsmeirihluta hér í Hafnarfirði sem kenndur var við vesöld, sú stjórn var reyndar oft- ast nær viðutan, eins og Kristinn opinberar alþjóð á síðum Morgun- blaðsins, um menningarmál okkar Hafnfírðinga. Kristinn virðist hafa verið eitt- hvað viðutan á fundum menning- armálanefndar, þar sem starfslýs- ing og endurráðning Sverris var til umræðu, og hefur ekki enn átt- að sig á því að endurráðning Sverr- is var afgreidd á fundunj menning- armálanefndar og samþykkt sam- hljóða með hans atkvæði. Kristinn virðist ekki vita að forstöðumaður hefur ætíð starfað undir styrkri stjórn listamiðstöðvarinnar Straums, sem var skipuð þremur embættismönnum bæjarins. Kristni hlýtur að bregða illilega við þá vitneskju, að engri umsókn listamanna um vist á Straumi hef- ur verið hafnað hingað til, eins og Kristinn upplýsir lesendur Morg- unblaðsins ranglega um í grein sinni. Forundran Kristins hvað varðar frétt Hafnarfjarðarbæjar um end- urráðningu Sverris í ölíum fjölmiðl- um er ekki skrýtin í ljósi þess, að það virðist alveg hafa gleymst að upplýsa þá félaga um að búið væri að aflétta fréttabanni af Sverri og störfum hans, sem hefur varað í tæp tvö ár. Kristni verður einnig tíðrætt um uppvakningu fyrri valdhafa á menningarmálanefnd Hafnarfjarð- ar, sem er hin versta tímaskekkja sbr. opinberar ályktanir samtaka íslenskra listamanna. Skoðun Kristins í þeim málum, er gott dæmi um þá miðstýr- ingar- og stórabróður- áráttu sem einkennir stefnu íhaldsins hér í Hafnarfírði. Einn menningar- málafulltrúi gæti gegnt þessu hlutverki miklum mun betur og haft skilvirkari yfirsýn yfír menningarmál bæjarins. Rétt er að benda á, að menn- ingarmálanefndir í þeirri mynd, sem Kristinn bendir á, eru gott dæmi um þá afturhaldsstefnu sem íhald- ið fylgir, þar sem menningarmála- nefndir í þeirri mynd eru að syngja sitt síðasta um gjörvallan heim, þar sem þær hafa drepið allt frum- kvæði einstaklinga í menningar- málum, gert allt menningarlíf mið- Sverrir er fram- kvæmdastjóri alþjóð- legrar listahátíðar í Tór- ínó, segir Magnús Haf- steinsson, og eykur það hróður Hafnarfjarðar. stýrt, einlitt og þungt í vöfum, og hafa þar að auki tilhneigingu til að vera ákaflega kostnaðarsamar fyrir viðkomandi bæjarfélög. í tíð fyrri meirihluta máttu nokkrir alþýðuflokksmenn þola þung högg og stór á opinberum vettvangi fyrir það eitt að starfa innan vébanda Alþýðuflokksins. Gekk það svo langt, að í mörgum tilfellum varð þessi aðför vart flokkuð undir annað en „galdra- brennur" og opinberar aftökur. Þetta er þeim mun alvarlegra og siðlausara, þegar haft er í huga, að þeir einstaklingar, sem fyrir þessum ósköpum urðu, hafa lagt meira en margur annar til velferð- ar Hafnarfjarðar með virkri þátt- töku í bæjarmálum. Einn þessara aðila er Sverrir Ólafsson myndlistarmaður. Það er því erfitt fyrir marga, sem hnútum eru kunnugir, að fýlgjast með þess- ari aðför að Sverri og störfum hans og upplognum sökum á hend- ur honum í því mikla uppbygging- arstarfi, sem hann hefur átt hvað mestan þátt í; starfi, sem hefur komið Hafnarfirði á landakortið sem menningarbæ og nýtur virð- ingar meðal listamanna hér heima. Hróður Sverris í menningarmálum og stjórnun hans á tveimur listahá- tíðum í Hafnarfirði hefur borist víða um heim og hefur hann feng- ið mörg atvinnutilboð frá útlönd- um. Sverrir hefur nú þegið að ger- ast framkvæmdastjóri alþjóðlegrar listahátíðar í Tórínó á Ítalíu til næstu tveggja ára og auka þar með enn frekar á hróður Hafnar- fjarðar sem menningarbæjar. Höfundur er formnður Alþýðu- flokksfélags Hafnarfjarðar. Magnús Hafsteinsson Líf 03 list fjölbreytiteg tistaverk myndir - keramik Opið kl. 12-18 virka daga, sími 567 3577, Stangarhyl 7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.