Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ UM GREIÐSLU SKAÐABÓTA FYRIR LÍKAMSTJÓN Hér fer á eftir greinargerð sem Morgunblað- inu hefur borízt frá Bjama Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi um greiðslu skaða- bóta fyrir líkamstjón: Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson VEGNA umsagnar Sambands is- lenskra tryggingafélaga (SÍT) til allsherjarnefndar Alþingis um til- lögur Gests Jónssonar hæstaréttar- lögmanns og Gunnlaugs Claessen hæstaréttardómara um breytingar á skaðabótalögum nr. 50/1993 fór stjóm SÍT þess á leit við mig að ég hefði umsjón með athugun á áhrifum tillagna þeirra á bótafjár- hæðir. Skilaði ég stjórn SÍT skrif- lega stuttri samantekt um helstu niðurstöður hinn 8. desember auk þess að kynna niðurstöður á fundi. Beiðni allsherjarnefndar um um- sögn mun hafa borist SÍT með bréfí dagsettu hinn 15. nóvember, og var fyrst áskilið að umsögn yrði skilað ekki síðar en 1. desember en sá '• frestur var svo framlengdur um fáa daga. Skammur tími gafst því til útreikninga og skoðunar þegar þess er gætt að eftir var að safna saman gögnum. Sú vinna hófst nánast strax í kjölfar bréfs allsherj- arnefndar. Stærstur hluti skaða- bóta vegna líkamstjóns hérlendis er greiddur af bifreiðatryggingum, og var ákveðið að takmarka athug- unina þar við, einnig í ljósi hins skamma tíma sem til stefnu var. Af blaðaskrifi lögmanns sem birtist í vikunni fyrir jól þykir mér ljóst að samantekt mín hafi farið víðar en ég átti von á og fæ ég ekki betur séð en að nokkurs mis- skilnings gæti í meðferð lögmanns- ins á niðurstöðum mínum og reynd- ar öðrum atriðum. Þykir mér því óhjákvæmilegt að fá birtar nokkrar athugasemdir til skýringar. Samanburður bótareglna Fyrst vil ég nefna að megin markmið athugunarinnar var að bera saman annars vegar bótaregl- ur skaðabótalaga 50/1993 og hins vegar bótareglur samkvæmt breyt- ingartillögum Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessen. Var enda yfir- skrift samantektar um niðurstöður: „Athugun á áhrifum tillögu Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessen til breytinga á skaðabótalögum á bótafjárhæðir vegna líkamstjóna í lögboðnum bifreiðatryggingum.“ Ekki var ætlunin að leggja mat á hvort iðgjöld bifreiðatrygginga væru nægjanleg til að standa und- ir tjónum greinarinnar og kostnaði eða hvort eitthvað væri þar um- fram, enda gáfu þau gögn sem aflað var ekki forsendur til þess. Úrvinnsla sem fram fór var í raun mjög einföld og ætti varla að gefa tilefni til deilna. Safnað var upplýsingum varðandi líkamstjón - sem orðið hafa frá gildistöku skaðabótalaga 50/1993. Fyrir þau tjón þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir voru reiknaðar bætur eftir þeim reglum sem fram koma í hinum umræddu tillögum og nið- urstaðan borin saman við bætur samkvæmt gildandi skaðabótalög- um. Svo greint sé í stuttu máli frá niðurstöðum athugunarinnar má skipta þeim tjónum sem athugunin náði til í þrjá flokka. í fyrsta flokk falla þau líkamstjón sem bætt hafa verið í iögboðnum bifreiðatrygging- um eftir reglum gildandi skaða- bótalaga þar sem uppgjöri er lokið. Um þessi tjón lágu fyrir sundurlið- aðar upplýsingar um greiðslur þeirra bótaflokka sem til álita koma, samkvæmt reglum skaða- bótalaga um líkamstjón, auk nægra upplýsinga um tjónþola til að unnt væri að reikna út bótagreiðslu sam- kvæmt tillögum Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessens. Upplýs- ingar bárust um 244 tjón, og hækk- un frá reglu skaðabótalaga var 46% fyrir flokkinn í heild, tjón frá síð- ara árshelmingi 1993 voru 119 og hækkun þeirra tæp 50%. Meðaltjón í flokknum öllum var um ein millj- ón króna. í öðrum flokki eru þau líkams- tjón sem urðu á síðari hluta árs 1993, en ekki eru að fullu upp- gerð, þar sem starfsmenn tjóna- deilda vátryggingafélaganna treystu sér til að sundurliða áætlun og þær greiðslur sem búið er að inna af hendi með sama hætti og gert var fyrir uppgerð tjón. í þess- um flokki voru 215 tjón, og fékkst hér hækkun sem var 50%. Meðal- tjón vár hér um 1,7 milljónir króna. I þriðja flokknum eru svo loks þau tjón frá síðari árshelmingi 1993 þar sem starfsmenn tjónadeilda töldu sig ekki geta skipt áætlun og þeg- ar framkomnum greiðslum niður á einstaka flokka eða veitt upplýs- ingar sem nægðu til að reikna bætur samkvæmt hinum fyrirliggj- andi tillögum, og féllu í þennan flokk 587 tjón, sem að meðaltali voru um ein milljón króna. Fyrir þessi tjón var að sjálfsögðu ekki unnt að reikna hlutfallslega hækk- ' un. Ekki sýnist hins vegar ástæða til að ætla að hækkun þessara tjóna myndi verða lægri en í hinum flokk- unum. Hækkun verður á þeim tjón- um þar sem varanleg örorka eða varanlegur miski er reiknaður, slík tjón eru almennt lengi í uppgjöri, og mætti því fremur geta sér þess til að hækkun verði hér heldur meiri en minni. Hér var þó valið að nota sama hlutfall og fyrir upp- gerð tjón sem heild, þ.e. 46%. Um skiptingu tjónanna milli þessara þriggja flokka og önnur atriði réði mat starfsmanna tjóna- deilda viðkomandi vátryggingafé- lags, og var af minni hálfu ekki farið yfir gögn sem vörðuðu einstök mál, til þess gafst enginn tími og enda vandséð að aðrir séu betur til þess fallnir að meta hin einstöku mál en það fólk sem unnið hefur að þeim. Hækkun slysatjóna í lögboðn- um bifreiðatryggingum vegna breytinga sem lagðar eru til Til að fá mat á heildarhækkun var valið að miða aðeins við þau tjón sem urðu á árinu 1993, enda má ætla að það gefi heildstæðustu mynd af áhrifum breytinganna. Samkvæmt því sem að ofan var rakið fæst það mat að hækkun verði að meðaltali nálægt 50%. Má segja það megin niðurstöðu athug- unarinnar, og hefur mér vitanlega ekki verið um hana deilt. Það skal áréttað að hér er átt við líkamstjón sem heild, en ekki bætur vegna varanlegrar örorku og varanlegs miska eingöngu. Ef eingöngu væri miðað við þau slys sem af hlýst varanleg örorka eða varanlegur miski fengist meiri hækkun, en slíkt væri að sjálfsögðu ekki raun- hæft mat á heildaráhrifum. Sam- kvæmt þessum niðurstöðum myndu tillögur Gests Jónssonar og Gunn- laugs Claessens því leiða til stór- felldrar breytingar á núverandi skaðabótarétti varðandi bætur fyrir líkamstjón. Um áhrif.breytinga á iðgjald Slysatjón í lögboðnum ökutækja- tryggingum hafa verið um 60% af heildartjónum. Má því samkvæmt framangreindu mati um hækkun líkamstjóna meta hækkun heildar- tjóna í lögboðnum bifreiðatrygg- ingum nærri 30%. í vátrygginga- starfsemi er það svo að iðgjöld hljóta að ráðast af tjónabótum sem greiddar eru, og verður því al- mennt að álykta að svo mikil hækk- un tjónabóta hljóti að kalla á veru- lega hækkun iðgjalda. Hversu* mikla hækkun iðgjalda þarf til að vega upp tiltekna hækk- un tjóna ræðst einnig af því hvert er hlutfall kostnaðar, og hvert tjón- hlutfali var fyrir hækkun. Til þess að blanda ekki slíkum hugleiðing- um, sem eru í raun óviðkomandi því sem hér er til athugunar, í umræðuna var valið að reikna hér hækkunarþörf miðað við að afkoma tryggingafélaganna versnaði ekki, eins og segir í þeirri samantekt sem ég skilaði til SÍT. Notaði ég tjón síðari árshelmings 1993 til að reikna út mat á líkamstjónum í lögboðnum bifreiðatryggingum á ársgrundvelli ef farið hefði verið eftir tillögum Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessens. Hér var mið- að við greidd og áætluð tjón sem upplýsingar bárust um í fyrr- greindri athugun, þá meðaltals- hækkun sem getið var um, ásamt hlutfalli tryggingastofns sem at- hugunin tók til og einnig tekið til- lit til upplýsinga um fjölda umferð- arslysa á fyrra og síðara árshelm- ingi. Sú hækkun líkamstjóna sem þannig reiknaðist á ársgrundvelli var svo mæld sem hlutfall af ið- gjöldum ársins 1993 til að fá út mat á hækkunarþörf, miðað við fyrrgreinda viðmiðun. Fullyrðingar um stórfellt , ofmat líkamsljóna Niðurstaða um hækkun tjóna sem hlutfall af iðgjöldum var í fyrr- nefndu blaðaskrifi dregin í efa á þeirri forsendu að þær upplýsingar um tjón sem athugunin byggist á feli í sér stórfellt ofmat og er þar haldið fram að rétt mat á tjónum sé aðeins um helmingur þess sem mér reiknaðist tiL Sú skoðun byggist á-þyf að hald- ið er fram að fjðldi líkamstjóna sé stórum ofmetinn, og einnig að þær meðaltjónsupphæðir sem tilgreind- ar eru hljóti að vera of háar. Því er í fyrsta lagi haldið fram af lögmanninum að auk þess að íslensku vátryggingafélögin skrái öll tjón sem upplýsingar fást um með lögregluskýrslum, tjónaskýrsl- um einkaaðila og öðrum leiðum, áætli þau einnig „fjölda“ ótil- kynntra slysa í árslok, og þannig séu fengnar þær tölur um fjölda sem vátryggingafélögin gefa upp í umræðum um fjölda tilkynntra bótaskyldra umferðarslysa. Hér er á ferðinni nokkur mis- skilningur um notkun hugtaksins ótilkynnt tjón í vátryggingarekstri. Reynsla sýnir að í árslok þegar loka þarf reikningum tryggingafé- laga eru ekki fram komnar allar tilkynningar um tjón sem orðin eru og valda munu bótaskyldu í fram- tíðinni. Fyrir skuldbindingum sem af þeim tjónum hljótast þarf að sjálfsögðu að ætla, og er það gert með því að leggja til hliðar tiltekna fjárhæð. Er þá miðað við reynslu fyrri ára. Eftir því sem lengra líður frá tjónstímabili fjölgar hinum til- kynntu tjónum, og samhliða er áætlun fyrir hin ótilkynntu lækkuð. Aldrei eru hins vegar skráðar tjóna- færslur með ímynduðum tjónþola, og þær síðan taldar með tilkynntum tjónum. Þannig eru í þeim tjónum sem upplýsingar fengust um í þeirri könnun sem hér er til umræðu engin tjón að finna sem teljast til ótilkynntra tjóna. Hér er líka rétt að geta þess að áætlanir fyrir ótil- kynnt tjón eru engan veginn sér íslenskt fyrirbæri, heldur eru þær viðhafðar i öllum löndum í vátrygg- ingarekstri. Eftirlitsaðilar vátrygg- ingafélaga gera oftar en ekki kröfu til þess að gert sé sérstaklega ráð fyrir slíkum skuldbindingum. Einnig er fullyrt að aðeins 40% skráðra slysa leiði til bóta fyrir örorku, og að í þeim 60% tilvika sem eftir eru verði annaðhvort eng- ar eða svo smávægilegar kröfur um að ræða að engu máli skipti fyrir tjónkostnað í heild. Við þessa fullyrðingu sýnist mér sitthvað að athuga. Ekki er óumdeilt að hlut- fall skráðra slysa þar sem um er að ræða varanlega örorku sé ekki hærra en 40%, eða að unnt sé að segja að svo hafi verið gegnum árin eins.og haldið er fram í grein lögmannsins. Hið rétta er að til eru upplýsingar frá einu vátrygginga- félagi um stighækkandi hlutfall slíkra tjóna á liðnum árum. Síðustu upplýsingar þar sem mikill hluti. tjóna er kominn fram eru fyrir tjón- árið 1990, og var þá hlutfallið orð- ið nærri 40%. Er það mat starfs- manna tjónadeilda annarra félaga að þetta hlutfall muni í þeirra félög- um reynast hærra. Einnig gleymast kröfur vegna missis framfærenda, sem geta orðið háar og þess ber líka að geta að ekki er unnt að segja að allar kröfur aðrar séu smávægilegar. Tjón þar sem greiddar eru þjáningabætur fyrir langan tíma, tímabundið vinnu- tekjutap, kostnaður vegna læknis- meðferðar og annars geta hæglega numið nokkrum hundruðum þús- unda króna og jafnvel milljónum. Slík mál eru því miður nokkuð mörg. Mestur misskilningur kemur þó fram í því að halda fram að í flokki 1 og 2 hljóti að vera að finna vel- flest þau tjón sem urðu á síðari hluta árs 1993 og leiða muni til bóta vegna varanlegrar örorku og því megi álykta að vegna tjóna sem talin eru í flokki þrjú verði engar eða litlar bætur greiddar. Þessi niðurstaða sýnist fengin með því annars vegar að reikna sér til að tjón í flokki 1 og 2 séu um 37% af heildarfjölda tjóna ársins 1993 í athuguninni, og hins vegar með þeirri fullyrðingu um að nú hljóti verulega miklar upplýsingar að vera komnar fram um flest mál frá síðari hluta 1993 þar sem greiddar verði kröfur vegna varan- legrar örorku eða^miska. Fyrst er að nefna að lögmönnum ætti að vera vel kunnugt um að það algengt er að örorkumálum ljúki fyrr en liðin eru a.m.k. þijú ár frá slysdegi og á það ekki síst við um hin stærri mál. Líklega hefur sá tími sem bíða þarf þar til unnt er að meta örorku endanlega fremur lengst en styst við að taka upp fjárhagslegt örorkumat. Hafi ekki legið fyrir mat á miska- og örorkustigi og hafi starfsmenn tjóndeilda ekki treyst sér til að meta það sjálfir eftir fyrirliggjandi gögnum hafa slík mál án efa hafn- að í flokki þijú, þar eð án upplýs- inga um miska- eða örorkustig er ekki unnt að reikna bætur sam- kvæmt gildandi skaðabótalögum (eða samkvæmt tillögum Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claess- ens). Sú staðreynd að hlutfall mála í flokki 1 og 2 af heildarfjölda til- kynntra tjóna er svipað og það hlut- fall sem lögmaðurinn gefur sér að sé hlutfall örorkumála af heild er óheppileg tilviljun, því hún leiðir lögmanninn á villigötur. Ef fylla á það hlutfall sem haldið er fram að sé óumdeilt að gerist upp með var- anlegri örorku er með því líka full- yrt að í þessum hópum sé ekki önnur mál að finna en þau sem gerð eru upp með örorku. Enn verð- ur að árétta að í athuguninni var beðið um upplýsingar um öll mál sem búið var að gera upp, og öll mál sem tjónadeildir töldu sér fært að gefa sundurliðaðar upplýsingar um, ekki eingöngu mál þar sem örorka kom við sögu. í flokki 1 og 2 eru því vissulega mörg mál án varanlegrar örorku. Það er líka þeim sem til þekkja ljóst að þar sem meðaltjón er ekki nema um ein milljón króna hljóta mörg mál að vera meðal hinna uppgerðu tjóna í flokki 1 sem gerð hafa verið upp án örorku, og sömu ályktun má reyndar draga af stærð meðaltjóns í flokki tvö. Er því þegar af þessum ástæðum engan veginn unnt að álíta að í þessum tveimur flokkum séu öll mál þar sem greiddar verða bætur vegna varanlegrar örorku. Einnig verður að minna á að alls ekki er óumdeilt að af skráðum tjónum félaganna endi aðeins 40% með örorku, það hlutfall er væntan- lega hærra. Um gerð áætlana fyrir tilkynnt tjón Ef til vill er ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um vinnubrögð við áætlanir fyrir þau tjón sem tilkynnt eru til vátryggingafélaganna. Nú er það svo að þegar tjón eru fyrst skráð eru alla jafna ónógar upplýs- ingar fyrirliggjandi til að ákvarða með nokkurri vissu um endanlega bótafjárhæð í hveiju einstöku tjóni. Slíkir erfiðleikar eru ekkert eins- dæmi, á það rekumst við víða að ekki liggi allar staðreyndir fyrir í upphafi og að afdrif einstakra mála eða einstaklinga séu óviss. Við slíkar aðstæður er nærtækt að grípa til meðaltalsreikninga, en meðaltalið hefur þann eiginleika
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.