Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 47 GREINARGERÐ að í því verða minni sveiflur en í einstökum tilvikum, og oft er með góðum árangri hægt að spá fyrir um meðaltal eftir fyrri reynslu þó ógerningur sé að segja fyrir um einstök tilvik. Oft er það einnig svo að það er niðurstaða heildarinnar sem máli skiptir en ekki hin ein- stöku tilvik. Þegar tjón eru áætluð í upphafi er einmitt farið þannig að. Með vísan til fyrri reynslu er meðaltjónið fundið, og sú áætlun notuð fyrir hin óþekktu tjón. A endanum fer það svo að vegna sumra tjóna eru greiddar hærri bætur en áætlað var og vegna ann- arra lægri, og vegna sumra verða engar bætur greiddar. í reynd skiptir það því ekki öllu máli þó vitað sé að einhver þeirra tjóna sem skráð hafa verið verði aldrei bætt. Ef hlutfall þeirra er svipað frá ári til árs leiðir þetta aðeins til lægra mats á meðaltjóni, en skekkir ekki heildarmat. Þannig er það rangt að mat á heildartjónum hljóti að vera ofmetið sem nemur þeim tjón- um sem niður falla, sú er alls ekki raunin. Að áætla einhveijar bætur fyrir öll skráð tjón er þannig ekki óréttmæt aðferð til að hækka mat heildartjóna, heldur afar hvers- dagsleg hagnýting meðaltals. Þó seint verði sjálfsagt ofmetin þau not sem hafa má af meðaltölum við ýmsa hagnýta reikninga, er ég ekki frá því að telja megi óþarflega djúpt í árinni tekið að nota lýsingar- orðið stórbrotið um þá reikniaðferð eins og gert er í grein lögmannsins sem í var vitnað. Hér er eins og áður sagði um einfalda og vel- þekkta reikniaðferð að ræða. Hafa t.d. lögmenn um langa hríð nýtt í kröfugerðum sínum niðurstöður svipaðra aðferða við mat á væntan- legu vinnutekjutapi, og kemur það því spánskt fyrir sjónir ef lýsa á slíkar aðferðir óalandi og ófeijandi við áætlanir tilkynntra tjóna. Ef litið er til reynslu undangeng- inna ára af áætlunum íslenskra tryggingafélaga vegna tilkynntra líkamstjóna má sjá að áætlun um tveimur árum eftir lok tjónstíma- bils hefur farið mjög nærri því sem síðar var greitt (hér er að sjálf- sögðu átt við heildaráætlun, ekki áætlanir einstakra tjóna). I ljósi þess hlýt ég að telja öldungis frá- leitt að ætla að hugsanlegt sé að nú muni allt í einu rúm 60% af þeirri fjárhæð sem áætluð er vegna líkamstjóna síðari árshelmings 1993 hreinlega falla niður! Það er því ekki aðeins að rökstuðningi fyrir hinu meinta stórfellda ofmati tjóna sé áfátt, heldur má sjá að þær fullyrðingar leiddu af sér nið- urstöðu sem hlyti að teljast reyfara- kennd. Lokaorð Þær ályktanir sem dregnar voru af fyrirliggjandi gögnum í þeirri samantekt sem skilað var til stjóm- ar SÍT standa því óhaggaðar. Vissulega hefði verið æskilegt að rýmri tími hefði gefíst til skoðunar og frekari úrvinnslu á niðurstöðum og söfnunar ýtarlegri gagna, og vonandi gefst tími til þess í fram- haldinu. Þær niðurstöður sem fyrir liggja benda þó mjög ótvírætt til þess að umræddar tillögur til breyt- inga á skaðabótalögum 50/1993 muni leiða til mjög hækkaðra bóta frá því sem nú er, og að í fram- haldi af því verði einnig að reikna með verulegri hækkun iðgjalda bif- reiðatrygginga. Reglur skaðabótaréttar um upp- gjör líkamstjóna geta varðað flesta þegna þjóðfélagsins, hvort heldur beint sem tjónþola eða tjónvalda eða þá sem þátttakendur í áhættu- dreifingu trygginga með greiðslu iðgjalda. Það skiptir miklu að vel takist til um lagaramma sem settur er um þennan málaflokk, og að hann sé þannig gerður að hann geti lengi staðið. Setning núverandi skaðabótalaga var meðal annars gagnrýnd fyrir þær sakir að ekki hefði komið nægjanlega breiður hópur að samningu þeirra, og efni þeirra hefði ekki verið kynnt með þeim fyrirvara sem dygði til að öll sjónarmið næðu að koma fram. Fæ ég ekki betur séð en sömu gagn- rýni megi beina að vinnubrögðum ef samþykkja ætti fyrirliggjandi tillögur um breytingar laganna. Ég vil leyfa mér að telja að enn sé nokkuð verk óunnið varðandi lagasetningu um skaðabótarétt á íslandi. Eftir því sem ég fæ best séð er enn órannsakað Hvert verður raunverulegt íjártjón manna í ís- lensku samfélagi sem verða fýrir örorku. Meðan svo er hlýtur að skorta nokkuð jarðsamband í um- ræður um hvort greiddar séu fullar bætur fyrir fjártjón, og hefur mér þótt þess gæta nokkuð í ýmsum þeim skrifum sem sést hafa um það mál. í nágrannalöndum okkar störf- uðu nefndir manna um nokkra hríð við undirbúning setningu skaða- bótalaga, skiluðu áfangaskýrslum, og áttu sér stað miklar umræður um þá vinnu meðal lögfræðinga og annarra sem láta sig slík mál skipta. Sýnist varla óskynsamlegt að sú leið yrði nú reynd hér, og gætu þá núverandi skaðabótalög, álitsgerð þeirra Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessens og raunar framkomnar ábendingar fleiri aðila orðið grunnur að því starfí. Einnig yrði svo gerð ítarleg athugun á raunverulegu fjártjóni þess fólks sem verður fyrir örorku, með tilliti til annarra bóta, skattareglna og þeirra atriða annarra sem þar skipta máli. Höfundur er trygginga- stærðfræðingur. % afsláttur Jólaskraut, jólakerti, jólatréskúlur, jólapappír, jólaskreytingaefni o.fl. (á meðan birgðir endast) 381526 STGR. Á N VSK Mundu tvöfalda afskrtft af flárfestingum ársins 1995! Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp://www. apple. is Listaverð 483.400 Tilboðsverð 346.750 stgr. eða Opið 30. desemberjrá 10 til 18 Gamlársdag frá 10 til 12 ; Apple-umboðið Listaverð 629.400 Tilboðsverð 475.000 stgr. eða Misstuekki afþessu! Besta tilboð ársins 19951 278.514 STGR. Á N VSK 7500 Power Macintosh 7500/100 1 gigabœtis barðdiskur 16 megabceta vinnsluminni Fjórhraða geisladrif Apple Vtsion 1710 (nýr 17' litaskjár með Trintron-myndlampa) Hnappaborð og mús 8500 Power Macintosh 8500/120 2 gigabceta barðdiskur 16 megabceta vinnsluminni Fjórbraða geisladrif Apple Vision 1710 (nýr 17' litaskjár með Trintron-myndlampa) Hnappaborð og mús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.