Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR SIG URÐSSON fræðslu safngesta á Landsbóka- safni um áratuga skeið - má hér nefna einstæða bóka- og korta- söfnun hans, en hann lét sér eink- um annt um söfnun ferðabóka um ísland. Varð safn hans um þau efni að lokum hið mesta og merk- asta í einstaklingseigu hér á landi. Mun það vonandi nýtast mörgum fræðimönnum á komandi árum. Enda þótt alkunnugt yrði er tímar liðu, að Haraldur Sigurðsson væri afreksmaður í íslenskum menningarfræðum - einkum þeim, er lúta að rannsókn kortagerðar af því landi, sem kennt er við eld og ísa - og hann næði smám sam- an viðurkenningu á því sviði og væri m.a. heiðraður af Háskóla íslands (doktorsnafnbót 1980), var hann alla tið hógvær maður og lítil- látur og miklaðist ekki af yfirburð- um sínum. Útgáfustörf sín fyrir Ferðafélagið, sem ritnefndarmaður Árbókar um langt skeið, vann hann einnig löngum í kyrrþey þótt þar munaði sannarlega mikið um ráð hans og skarpskyggni. Hann var manna best fallinn til þess lýjandi þolinmæðisverks, er veit að lestri prófarka, og við grandskoðun og leiðréttingar ritverka annarra manna nutu sín til fullnustu orð- kynngi hans og smekkvísi á ís- lenskt mál. Mun það vera mat þeirra manna, er best til þekktu, að á þeim vettvangi hafí hann, er átti að vísu allnokkra en þó tak- markaða skólagöngu að baki, stað- ið flestum langskólagengnum mönnum á sporði, og reyndar skar- að framúr í mörgum þeim efnum, er aldrei verða lærð í neinum há- skóla. Á allra efstu árum sínum - löngu eftir að setu hans í ritnefnd Árbókar Ferðafélagsins lauk - var Haraldur enn ómissandi handrita- og prófarkalesari þess rits (ásamt öðrum góðum mönnum) og hollur ráðgjafí ritstjóra, og var svo nokk- uð fram á það ár, sem nú er senn liðið. Verða langvinn störf hans að Árbók seint fullþökkuð af hálfu félagsins. En Haraldur var þar að auki góður höfundur. Átti það jafnt við um nákvæm og vandunnin fræði- rit, svo sem stórvirkið-Kortasögu íslands, sem lengst mun halda nafni hans á lofti, og alþýðlegt lesmál um fróðleiksefni, eins og best sannaðist á þeirri árbók Ferðafélagsins, er hann ritaði sjálf- ur og fjallaði um hans gamla heimahérað, Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar (1954). Þá má einnig minnast þess, að hann átti prýðilega ritgerð í Árbók 1988, þar sem hann fjallaði af kunnáttu og list um Veiðivötn. Hefði félag- inu tvímælalaust verið mikill feng- ur að fleiri skrifum Haralds í Ár- bók. Utan vébanda Ferðafélagsins vann Haraldur jafnframt að ýms- um útgáfumálum, sem hér verða ekki rakin nema hvað sérstaklega skal minnt á þýðingarstörf hans, er voru umtalsverð og mörgum kunn. Má sannarlega fullyrða, að ekki hafí verið kastað höndum til þeirra bókmenntastarfa. Haraldur sat lengi í stjóm Ferðafélags íslands, árum saman sem ritari, og reyndist þar ráðholl- ur og farsæll. Hógværð og prúð- mennska einkenndu samstarf hans við aðra stjómarmenn, sem og aðra þá, er hann hafði samskipti við á vettvangi félagsins. Þótt Haraldur sæktist ekki eftir opinberam virðingarmerkjum fór hann þó ekki varhluta af þeim, enda var hann þeirra verðugur. Ferðafélagsmenn kjöra hann heið- ursfélaga að stjómarstörfum hans loknum og á áttræðisafmæli hans, 4. maí 1988, var honum tileinkuð vönduð útgáfa félagsins á Ferða- bók Magnúsar Grímssonar fyrir sumarið 1848, sem var merkilegt framlag þess mæta fræðimanns (síðar prests á Mpsfelli) til jarð- fræðirannsókna á íslandi í árdaga þeirra fræða. Var þeim, er að út- gáfu bókarinnar stóðu, mætavel kunnugt um að Haraldur kunni vel að meta þetta fræðiverk Magnús- ar, er fram til þessa hafði verið hulið sjónum flestra manna. Ferðafélagsmenn munu vissu- lega lengi hafa minningu Haralds Sigurðssonar í heiðri, en um lang- an aldur munu einnig þeir varðar, er hann reisti á fræðaleiðum sín- um, halda nafni hans á lofti meðal þjóðarinnar. Hafí hann heila þökk fyrir fómfýsi sína og langvarandi og margvísleg elju- og trúnaðar- störf í þágu Ferðafélags íslands. Eftirlifandj eiginkonu Haralds, Sigrúnu Ástrósu Sigurðardóttur, t Móðir okkar og tengdamóðir, INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis á Jófrfðarstaðavegi 7 lést'að morgni 26. desember. Guðrún Helgadóttir, Ingólfur Helgason, Þórkatla Óskarsdóttir, Jóhanna Helgadóttir, Hjalti Einarsson, Gísli Helgason, Theresía Viggósdóttir, Unnur Helgadóttir, Gunnbjörn Svanbergsson, Arnar Helgason, Lára Sveinsdóttir, Bjarni Kristinn Helgason, Viðar Helgason, Louise La Roux, Gerður Helgadóttir, Jóhannes S. Kjarval, Leifur Helgason, Sigrún Kristinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSÓTTIR, sem lést í Sjúkrahúsi Hólmavíkur 22. desember, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn 29. des- ember kl. 14.00. Rútuferð verður frá B.S.f. kl. 8.00 sama dag. Guðmundur R. Jóhannsson, Ragnheiður Harpa Guðmundsdóttir, Atli Már Atlason, Ingimunda Maren Guðmundsdóttir, Örn Gunnarsson, Jóhanna Björg Guðmundsdóttir, María Mjöll Guðmundsdóttir. MINNINGAR era færðar hugheilar samúðar- kveðjur Við fráfall hans. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags íslands. Kveðja frá Landsbókasafni íslands - Háskðlabókasafni Haralds Sigurðssonar verður ávallt minnst sem eins mætasta starfsmanns Landsbókasafns Is- lands, en þar var hann bókavörður á áranum 1946-78, síðast deildar- stjóri í þjóðdeild safnsins. Þegar sá sem þetta ritar byijaði að vinna í Landsbókasafni, hafði Haraldur nýlega látið af störfum. Við voram lítt kunnugir þá, en ég þekkti hann af verkum hans, kortasögunni miklu, þýðingum og öðrum ritstörfum, og sem mikinn bókamann. Við höfðum átt lítils- háttar samskipti og hann tekið mér Ijúfmannlega, er ég kom sem gestur á handritadeild að grúska. Atvik urðu til þess, að við áttum eftir að kynnast betur næsta hálf- an annan áratug, er við unnum saman að útgáfu nokkurra rita. Útgáfustörf létu Haraldi vel, enda naut sín þá smekkvísi hans, greind og næmi fyrir íslensku máli, yfír- burðaþekking á mörgum sviðum og reynsla frá ungaaldri af bóka- gerð. Mér er kunnugt um, að marg- ir leituðu í smiðju til Haralds við fræðiiðkanir sínar, og hygg ég að svo hafi verið alla tíð. Það er gæfa stofnun eins og Landsbókasafni að hafa innan sinna vébanda slíkan starfsmann, sem var sjálfur fræði- maður og skildi því vel þarfir fræði- mannsins. Það mátti glöggt heyra á Har- aldi, þótt hann væri kominn á eftir- laun, að hann fylgdist grannt með í Landsbókasafni, honum þótti vænt um safnið og vildi veg þess sem mestan. Á stundum heyrðist mér hann kvíða nokkuð sameining- unni við Háskólabókasafn, ef vera kynni, að þjóðbókasafnshlutverkið yrði undir við breytingamar. Von- andi verður það ekki, en framtíðin verður að skera úr um það. Við opnun Þjóðarbókhlöðu afhentu hann og kona hans, Sigrún Á. Sig- urðardóttir, hinu nýja safni að gjöf mikið safn bóka og annarra gagna um landakort og sögu þeirra, sem hann hafði dregið að, er hann vann að kortasögunni og síðar. Gildi þessarar gjafar verður seint ofmet- ið, enda verða þessar bækur kjöl- festa við uppbyggingu kortadeildar í nýja safninu. I mínum huga var Haraldur Sig- urðsson fulltrúi alls hins besta í gamla Landsbókasafninu. Lands- bókasafn kveður nú mikilhæfan starfsmann og velgjörðamann og þakkar trúmennsku og góðan hug í garð safnsins fyrr og síðar. Þorleifur Jónsson, forstöðu- maður aðfangadeildar. Á því ári, sem nú er senn liðið, hafa þrír af eldri forystumönnum Ferðafélags íslands til margra ára látist. í vor lést Einar Þ. Guðjohn- sen fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, á miðju sumri Davíð Ólafsson forseti þess á áranum • 1976-1985 og nú er moldaður Haraldur Sigurðsson, fyrram stjómarmaður og ritari félagsins. Allir skildu þessir menn, þótt ólík- ir væra, eftir sig mikið starf, sem félagið mun lengi búa að. Haraldur var þaulreyndur ferða- maður er hann kom til liðs við Ferðafélagið, sem mun hafa verið um 1950, en þá fór hann að taka þátt í ferðum þess. Áður hafði hann stundað ferða- mennsku til margra ára í nokkuð þröngum hópi er þeir nefndu Úti- legumannavinafélagið. Taldi það félag postullega tölu. Vinir hans þá vora helstir Jón Bjamason rit- stjóri, Grímur Magnússon læknir og Bjöm Þorsteinsson sagnfræð- ingur. Þeir félagar fóra um landið, byggðir þess og óbyggðir fótgang- andi og bára allan búnað með sér. Vora þetta eins eða margra daga ferðir, þá stundum við erfíðar að- stæður. Á þeim áram vora margra daga gönguferðir ekki komnar í tísku, enda allur búnaður til slíkra ferða ekki með sama hætti og nú er. Má því með nokkurri vissu telja að þeir félagar hafi verið meðal brautryðjenda um slíkan ferða- máta. Úr ferðum þeirra félaga hef ég heyrt margar skemmtilegar og ævintýralegar frásagnir sem ekki er hægt að tíunda í stuttri minning- argrein. Haraldur ferðaðist aldrei í slæmu veðri, taldi sig enda aðeins þekkja þijár tegundir veðurs: þokkalegt, sæmiiegt og afbragðs- veður. Það kom fyrir að þeir félag- ar lentu í ýmsum erfíðleikum, þó aldrei í hættu. Reyndi þá stundum á þolrifin og hyggindin. Ekki þekktu þeir lóran, farsíma eða gervihnattasendingar, aðeins kompás og kort. Leitarflokkar vora þeim með öllu óþarfír enda villtust þeir aldrei og úr ferðum þeirra urðu aldrei hetjufrásagnir. Ár á öræfum uppi vora þá næstum allar óbrúaðar, þá þótti gott ráð að láta + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, INGIBERT PÉTURSSON múrarameistari, Hjallabraut 41, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt jóladags. Aðalheiður Þóra Sigurðardóttir, Hildur Björg Ingibertsdóttir, Svala Ingibertsdóttir, Berglind Ingibertsdóttir, Pétur Kr. Árnason, Úlfhildur Þorsteinsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG CLAUSEN kaupmaður, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. desember kl. 10.30. Lára Clausen, Árni S. Kristjánsson, Herluf Clausen, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðrún Clausen, Jón R. Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. Harald kanna vöðin. Hann þótti með afbrigðum góður vatnamaður og fundvís á vöð. Þegar Haraldur er á miðjum aldri fer gönguferðum þeirra fé- laga að fækka. Réðu því ýmsar ástæður. Fór hann þá að ferðast með Ferðafélagi íslands, en þar kynnist ég þessum ágætis manni. Vegna mikillar þekkingar á land- inu, sem hann unni svo mjög, sögu þess, menningu, tíðaranda og ör- lögum genginna kynslóða var hann meðal skemmtilegustu ferðafé- laga. Haraldur lét ekki mikið fyrir sér fara, enda maðurinn hógvær, en einhvern veginn var það svo að hann dró flesta að sér með sinni ljúfmannlegu framkomu, enda fé- lagslyndur, þó fremur seintekinn til náinna kynna. Ég átti þess kost að fara marg- ar ferðir víða um landið með Har- aldi og naut því vel þekkingar hans, sem hann var óspar á að miðla. Er komið var að kvöldi í eitthvert sæluhúsanna eða fjalla- kofa var hann manna skemmtileg- astur. Eitt sinn er við gengum saman um hið grýtta Ódáðahraun spurði ég Harald hvort hann væri svona grýttur vegurinn sem biði okkar að lokum. „Það má hamingj- an vita, en við höfum nú báðir gaman af ferðalögum," var svarið. Haraldur var gæddur þeirri gáfu að gera alvarlegustu mál skemmti- leg. Þannig er vel þekkt innan Ferðafélagsins þegar honum var falið að freista þess að fá Davíð Ólafsson seðlabankastjóra til að taka að sér forastu félagsins eftir að Sigurður Jóhannesson i lést snögglega. Þá reið á miklu fyrir félagið að til forystu veldist réttur maður. Þótt Davíð og kona hans hefðu ferðast mikið með félaginu vora þeir Haraldur ekki kunnugir. Er Haraldur kom á fund Davíðs á skrifstofu hans ásamt öðrum stjórnarmanni hóf hann málaleitan sína með þessum orðum: Við tveir sem hér eram komnir eram ekki þeir bógar að við treystum okkur til að fremja bankarán með neinum árangri. Áftur á móti teljum við okkur geta rænt bankastjóra. Ekki er að orðlengja það að erindi hans var vel tekið. Þessir tveir áttu eft- ir að verða nánir vinir. Haraldur naut ekki langrar skólagöngu. En með því að ávaxta vel sitt pund varð hann einn virt- asti hugvísindamaður sinnar kyn- slóðar. Merkur maður skrifaði um Harald sjötugan: „Hann er sann- kallaður menntamaður" og bætti við:..menntamaður og menntað- ur maður er sitt hvað“. Kona Haralds er Sigrún Á. Sig- urðardóttir, ættuð úr Ólfusi, mikil ágætis kona, dugnaðar ferðamað- ur á yngri áram. Þar var jafnræði með þeim hjónum. Hún studdi mann sinn vel til starfa. Hygg ég að hlutur hennar í hinu mikla verki ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEfÐIR HÓTEL LIFTLEIDIK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.