Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ_________________ BRÉF TIL BLAÐSINS Er öllum raunveru- lega sama hvert Vesturlönd stefna? Um vonlausu fíkniefnabaráttuna og ábyrgð vísindastóðsins Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: HIN nýja skýrsla Karls Steinars Valssonar afbrotafræðings um stigaukningu fíkniefnavandans á ekki að þurfa að koma neinum manni á óvart. Það eru mörg ár og áratugir síðan flestum hugsandi framsýnum mönnum varð Ijóst í hvaða óefni stefndi. Reyndar má færa allsannfær- andi rök fyrir því að sjá hefði mátt þessa stóru og afdrifaríku helstefnu vestrænnar menningar fyrir a.m.k. 200-300 árum. En hvorki almenn- ingur þá eða stjórnvöld né hinir sömu aðilar í dag vildu eða vilja sjá hvað raunverulega er að, að því er best verður séð. Og því verður ekkert gert í málinu. Eða réttara sagt fátt er hægt að gera gegn vágestum þessum, sem gengu í bæinn með þeirri hljóðlátu en af- drifaríku stefnubreytingu sem átti sér stað á sautjándu öldinni og eignuð er vísindamönnum heims- ins, nefnilega þá að ræna mann- kynið bæninni, trúnni og sambandi sínu við Guð, líkunum á framhalds- lífinu eftir dauðann og annan til- gang í lífínu. Þessi hljóðláta en að sama skapi afdrifaríka stefnubreyt- ing forðum heitir á fínu sagnfræði- máli Upplýsingastefnan. Og lifir sú svikamylla góðu lífi í mennta- kerfinu Vesturlanda í dag. Félagsleg vandamál - andleg vanlíðan Bróðurpartur félagslega vanda- mála Vesturlanda í dag, s.s. glæpir, ofbeldi, fíkniefnaneysla, innbrot, sjálfsvíg og flest auðgunarbrot, ásamt hinni sálarlegu stórvanlíðan, sem hijáir stóran hluta yngri kyn- slóðarinnar hér, eru skilgetið af- kvæmi þeirrar stefnu hinna stein- geldu vísindahjörðar heimsins að ræna mannkynið trúnni sinni. I þess stað átti hið villuráfandi mannkyn að trúa á sjálft sig og standa héðan í frá á eigin löppum. Og nú vita allir hvernig fór um sjóferð þá. Allar aldirnar frá upphafi þessa menningarstórslyss voru raddir efasemdarmanna um hrun sið- menningarinnar með þessari af- drifaríku stefnubreytingu, þ.e. að slíta samband mannsins við sér æðri og kærleiksríkari vitsmuna- verur sem hægt væri að leita til (m.a. með bæninni) kæfðar með frösum á borð við: „Það hafa alltaf verið til dómsdagsspámenn í ver- öldinni. Það er ekkert nýtt!“ Og því var Guði kastað fyrir róða. En hefði nokkurn mann ca árið 1700 grunað í hvaða sporum við stæðum nú um aldamótin 2000 í hruni siðmenningarinnar? Örugg- lega alls engan á þeim tímum nema þá allra svartsýnustu. Engan venjulegan mann hefði órað fyrir því hver tíðni glæpa, morða, lík- amsárása, og annarra helstefnuein- kenna menningarinnar yrði þessum 300 árum síðar. Og mun nokkurn óra fyrir því hvernig þetta verður orðið árið 2100 eða bara eftir önn- ur 300 ár, árið 2300? Örugglega engan heldur. Og allir verða alltaf jafnhissa á því hve ástandið er allt- af að versna. Á því verður hins vegar engin breyting. Horft til framtíðar Gerumst smáspámenn. Hvernig ætli umhverfis verði hér eftir önnur 300 ár? Og nú veit ég að á alveg sama hátt og gerðist öll síðustu 300 árin að blindu sauðirnir munu kveða upp úr um, a.m.k. í huga sínum, áður en þeir klára að lesa greinina, að hér sé nú enn einn dómsdagsspá- maðurinn á ferðinni. Og rétt er það líka. En munurinn á honum og ný- aldarspámannaflórunni er að líkleg- ast hefur hann rétt fyrir sér. Því hann styðst að langmestu leyti við einfalda sagnfræði. Ég spái því að verði ekki einhver ósýnileg mannúðarbylgja eða trúarvakning búin að eiga sér stað (með öllum þeim ósköpum sem bókstafstrúarliðinu fylgir, að frá- gengnu því að Guð sjálfur eða geimverurnar verði ekki búnar að grípa inn í óumflýjanlega atburða- rás hér) sem breyta mun hjólinu stóra og stefnu okkar tegundar í dag, þá verði ástandið í Evrópu og líklegast hér á landi einnig, orðið eins og nú þegar er orðið í sumum borgum Bandaríkjanna í dag, nefnilega: Víggirt hverfi fólks sem efni hefur á því að reka einkalög- reglu og nk. einkaher til að verjast „skrílnum“ fyrir utan verndarsvæð- ið sitt. Því almenna lögreglan mun á engan hátt geta ráðið lengur við ástandið. Brynvarðir bílar munu aka börnunum í víggirta skólana og þar verða vopnaðir verðir sem skjóta hvern þann á færi sem ætlar að ráðast inn á skólalóðina og hef- ur ekki sýnt skilríki við herhliðið. Og fyrir utan víggirtu svæðin verða þeir sem ekki munu hafa ráð á þessari rándýru þjónustu og þar verður villimennskan margföld því sem er í Harlem í dag. Ég spái því reyndar að það verði engin 300 ár þangað til. Það verða varla nema 100 til 150 ár þangað til borgir í Evrópu verða byijaðir á þessari þróun fyrir alvöru. Ástandið í dag má skrifa á reikning vísindamanna Hvers vegna stendur á því að öll alvöruumræða um hver hin raunverulegu vandamál Vestur- landa í dag eru alltaf kæfð í fæð- ingu? Og samt versnar ástandið alltaf. Það þarf ekki nema einfalda reikningslist til að framlengja línu- rit fíkniefnaneyslu, ofbeldis, einelt- is, glæpa, sjálfsvíg_a, lyfjaneyslu, fírringar og annarr'a óleysanlegra þjóðfélagsvandamála til að sjá í algert óefni stefnir. Gjörsamlega er útilokað að ætla það að sam- neyslan muni geta leyst þessi vandamál. Algerlega útilokað. Það þyrfti að margfalda (líklega fjór- eða fimmfalda) skattheimtu til að stöðva þróunina bara í dag ef fara á sósíal-leiðina til að forðast afleið- ingar þessarar pólitíkur, sem hægt væri að öðru leyti með einfaldri stefnubreytingu vísindasjóðsins og þeirra sem ráða menntakerfum heimsins: Nefnilega að gefa mann- kyninu Guðinn sinn aftur og sam- bandið við hann. Þá lagast flest þessi vandamál frekar fljótlega nið- ur í viðráðanleg mörk. Margfalt meira en þetta hrokafulla guðleys- is-menntahrokastóð grunar. Á reikning vísindamanna- og flestra menntamanna heimsins er hægt að skrifa ástandið í dag. Og það verður hægt að bæta viðþótar- hnignuninni næstu 300 árin á þeirra innistæðulitla reikning einnig. Mun- um það þegar fjárveitingar til þess- ara helstefnu-, vísinda- og skóla- mála eru ákveðin. Það þarf greini- lega að fara að skilyrða þá peninga meira en gert er greinilega í dag. Eða hvað finnst þér? Viltu búa í þjóðfélagi sem stefnir leynt og ljóst í þessa sömu átt áfram eins og ekkert hafi í skorist? Nei takk. Ekki ég. Ómögulega takk fyrir! MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, skólastjóri Sálarrannsóknarskólans. FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 61 iHiuiuiqctr í HAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFELAGSINS ‘Útdráttwr 24. desember 1995 HONDA CIVIC. Verðmæti 1.550.000 kr.: 95240 BIFREIÐ EÐA GREIÐSLA UPP í ÍBÚÐ. Verðmæti 1.200.000 kr.: 65184 ÚTTEKT HJÁ VERSLUN EÐA FERÐASKRIFSTOFU. Verðmæti 100.000 kr.: 138 8038 27480 43005 51492 66984 84843 100241 113914 134025 410 9689 29682 43705 52253 69133 85786 102646 116072 136037 2155 10335 30922 44315 54229 69159 86196 103630 116601 137828 2360 14171 31295 44766 54248 69975 87316 105182 121392 139420 3769 15098 33427 45370 56185 73540 88267 105245 121473 140091 3773 15620 33995 45608 56404 76509 89971 106414 123748 144947 3940 16941 35595 46818 58635 77708 90857 106459 126635 145010 4093 17422 37333 47382 58827 78752 90906 107693 131687 147408 5156 19164 38823 48491 61211 79598 91338 107965 131821 147568 5438 21130 39159 49481 61814 82243 97240 107966 131946 147799 6183 21433 40677 51009 62860 82871 98403 109113 132314 148668 7799 25378 41071 51447 66941 83328 99934 112502 132932 151739 GSM FARSÍMAR, Philips. Verðmæti 57.800 kr.: 521 28414 62825 78784 91378 98386 114452 119399 124638 136214 1196 28733 64861 79206 93687 101298 115336 119452 129685 136844 16871 31951 69742 90997 94656 105768 116547 122336 130883 144608 24129 47162 71433 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 562 1414 ‘iKi'ahbanieinnfélagið þakkar land&mamumv reittan Muðnitig Krabbameinsfélagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.