Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 72

Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 72
A.fl þegor þörf krefuri RAFBAKHJARL OPIN KERFI HF Sími: 567 1000 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Deildarstjóri hjá Tryggingastofnun Margir telja að ekki borgi sig lengur að vinna UTGJOLD almannatrygginga vegna tekjutrygginga hafa farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum. Einn- ig virðist færast í vöxt að aldraðir hætti störfum og telji að ekki borgi sig lengur að vinna vegna tekjuteng- ingar í skattkerfinu að mati Hilmars Björgvinssonar, deildarstjóra lífeyr- isdeildar Tryggingastofnunar ríkis- ins (TR). Hilmar segir í inngangi að í nýút- komnu riti TR, Staðtölur almanna- trygginga, þar sem safnað hefur verið saman ýmsum uppiýsingum úr rekstri almannatryggingakerfisins, að hér sé um mjög alvarlegar stað- reyndir að ræða. Hilmar telur að aukin útgjöld vegna tekjutryggingar stafi einkum af því, að aldraðir eigi erfiðara með að fá vinnu, þegar atvinna minnkar ár frá ári. „Þetta hefur það í för með sér, að Iaunatekjur aldraðra lækka og tekjutrygging viðkomandi fólks hækkar að sama skapi. Þá virð- ist það fara í vöxt, að aldraðir hætti störfum, þegar þeir átta sig á því, að launatekjur þeirra eru skattlagðar í upphafi, gegnum staðgreiðslukerfí og.síðan hafa tekjumar lækkunar- áhrif gagnvart eililífeyri og tekju- tryggingu. Margir hafa á orði, að það borgi sig ekki lengur að vinna. Er hér um mjög alvarlegar stað- reyndir að ræða,“ segir Hilmar. Á ámnum 1992-1994 hækkaði tekjutiygging vegna ellilífeyrisþega úr um 4,4 milljörðum kr. á ári í tæpa 4,9 milljaröa og tekjutrygging vegna örorkugreiðslna úr um 1,2 milljörðum í tæpa 1,5 milljarða. Fram kemur í ritinu að sé aldurs- samsetning þjóðarinnar í dag borin saman við nágrannaþjóðimar komi í ljós, að Svíar séu elstir en Islending- ar yngstir. „Almennt séð fækkaði á ámnum 1981 til 1993 í yngstu ald- urshópunum á Norðurlöndum og því er spáð, að þessi þróun haldi áfram til ársins 2025. Á móti kemur, að í öllum löndunum fjölgar í aldurs- flokknum 65 ára og eldri og sérstak- lega meðal kvenna. Þessi sömu ár hefur hópurinn 18 ára til 64 ára verið nokkuð stöðugur en spár sjá fram á fækkun í hópnum fram til ársins 2025,“ segir Hilmar í riti Tryggingastofnunar. Morgunblaðið/Dagur Nú er frost á Fróni MJÖG kalt hefur verið norðan- lands að undanförnu og þarf að leita aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um meira frost. Á Grímsstöðum mældist frostið 29,0 gráður á Celcius aðfaranótt þriðjudags og í fyrrinótt var frostið þar 28,7 gráður. Aðeins einu sinni hefur frostið orðið meira á Grímsstöðum, 29,5 gráð- ur,15. mars 1962. I Möðrudal mældist 32,3 gráða frost aðfaranótt þriðjudags sl. og 31,5 gráðafrost í fyrrinótt. í jan- úarlok 1988 mældist frostið í Möðrudal 32,5 gráður en 15. mars 1962 var það 33,2 gráður að sögn Þórönnu Pálsdóttur veðurfræð- ings. Þó ber að geta þess að í Möðrudal var ekkert mælt árin 1964 til 1976. Þóranna segir að þetta mikla frost megi rekja til mikillar stillu og mikillar útgeisl- unar vegna hæðar yfir landinu. Frostið minnkar ekki fyrr en fer að blása. Frosthörkunum taka ekki allir fagnandi, en það gera þeir þó áreiðanlega, félagarnir sem voru að klífa í Grafarfossi í Kistufelli á aðfangadag, þar sem þessi mynd var tekin. ■ Frost fór í 32,3°/4 Flugnmferð- arstjórar funda FUNDUR stóð í allan gærdag hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu ríkisins og flugumferðarstjóra. Þórir Einars- *h—son ríkissáttasemjari sagði við Morg- unblaðið seint í gærkveldi að staðan í viðræðunum væri viðkvæm og tví- sýnt um úrslit. Hann sagði að reynt yrði að halda viðræðum áfram ef það væri talið þjóna einhveijum tilgangi. 82 flugumferðarstjórar hafa sagt upp störfum og koma uppsagnimar til framkvæmda um áramót. Upp- sagnir um 30 flugumferðarstjóra hafa verið framlengdar um þijá mánuði, en óvissa ríkir um hvort þeir mæta til starfa 1. janúar. Við lá að upp úr samningaviðræðum slitnaði fyrir jól, en þá var haldinn 18 tíma samningafundur hjá ríkis- sáttasemjara. ■ Vilja miða/2 ■♦------- Tvennt á slysadeild ÁREKSTUR varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar í Hafnarfírði seint í gærkvöldi. Tveir fólksbílar rákust á við umferðarljós og eru þeir mjög mikið skemmdir eftir slysið og hugsanlega ónýtir. ►—’Xarl og kona voru í öðrum bílnum og slösuðust þau bæði og voru flutt á slysadeild. Að sögn lögreglu var álitið að þau væru ekki alvarlega slös- uð. Talið er að hvorugt þeirra hafí verið í bílbelti. Einn var í hinum bíln- um og slapp hann við meiðsl. Ekki er ljóst hvað olli slysinu, en bílarnir komu úr gagnstæðri átt. Annar þeirra sveigði til vinstri og lenti á bflnum sem kom úr hinni áttinni. Framkvæmdastjóri VSI um vísun í launaþróun í Dagsbrúnarsamningi Mistök urðu í ritvinnslu og að engu hafandi Morgunblaðið/Sigurgeir * Ismávur í Vestmannaeyjum ÞESSI ísmávur kom í heim- sókn til Vestmannaejja um jólin og gerði sér mat úr fisk- úrgangi sem hann fann við fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum. Frekar óvenjulegt er að sjá ísmáv svo sunnarlega, en heimkynni hans eru í löndum við Norður-íshaf. ísmávur er alhvítur með svarta díla að ofan og fellur vel inn í lands- lag á norðurslóðum. ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að mistök við ritvinnslu séu ástæða þess að gengið hafi verið frá kjarasamningi Dags- brúnar með viðbótarákvæði þar sem talað sé um að forsendur hans séu launa- og verðlagsþróun. Enginn ágreiningur hafi hins vegar verið milli vinnuveitenda og Dagsbrúnar urn að þarna hafi mistök átt sér stað, og því til staðfestingar megi benda á að þegar Dagsbrún gaf út kjarasamn- ing sinn hafi þessu ákvæði verið sleppt og sama orðalag verið notað og í samningum annarra sambanda og félaga. „Það hefur enginn ágreiningur verið milli Vinnuveitendasambands- ins og Dagsbrúnar um að þetta við- bótarákvæði í Dagsbrúnarsamn- ingnum voru mistök í ritvinnslu og að engu hafandi, eins og hinn út- gefni samningur Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambandsins ber augljóslega með sér,“ segir Þórar- inn. í Morgunblaðsfrétt 24. desember var haft eftir lögmanni Dagsbrúnar í máli félagsins fyrir Félagsdómi að í Dagsbrúnarsamningnum sé sjálfstæð grein um forsendur hans þar sem vísað sé til launaþróunar. Launanefnd hafi ekki metið þessar forsendur fyrir samningi Dagsbrún- ar, sem séu gerólíkar öðrum samn- ingum. Þórarinn sagði að ekki hvarflaði að sér að þessi ritvinnslumistök hefðu einhver áhrif fyrir Félags- dómi. „Félagsdómur hefur auðvitað aðgang að hinum útgefna samningi sem Dagsbrún hefur gefið út, sem er hin klára vísbending og skýring á því um hvað menn sömdu, enda var engin umræða við neitt félag Alþýðusambandsins um einhver frávik frá hinum almenna texta eða meiningu," sagði hann. Klippt vitlaust saman án þess að nokkur tæki eftir því Þórarinn sagði að ritvinnslu- mistökin mætti rekja til þess að gengið hafí verið frá samningstext- um í tölvu áður en undirritaðir voru alls átta samningar á vinnumarkaði 21. febrúar. Fram á seinustu stundu hafí menn verið að klippa og skeyta saman textum. Fulltrúar Dagsbrún- ar hafi eingöngu lýst þeirri sérstöðu að þeir teldu óeðlilegt að sett yrði inn í samninginn ákvæði um að hann teldist samþykktur ef ekki kæmu fram athugasemdir. „Þess vegna var það ákvæði fellt út en þegar verið var að klippa þetta sam- an endurprentaðist hluti úr gamalli hugmynd, sem hafði verið hafnað einhvern tíma á samningsferlinu. Þetta klipptist vitlaust saman og kom inn sem aukagrein, án þess að nokkur tæki eftir því. Auðvitað er ekki gott að svona gerist en menn hafa ekki látið það trufla sig fyrr en lögmaður Dagsbrúnar tekur þetta upp núna,“ segir Þórarinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.