Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgin þarf að veita 6 milljarða í holræsi AÆTLAÐUR heildarkostnaður vegna nauðsynlegra framkvæmda við aðalholræsakerfíð í Reykjavík, svo það uppfylli þær kröfur sem borgar- yfírvöld gera og kveðið er á um í EFTA- og EBE-sáttmálum frá 1991, er 8.440 milljónir króna. Um síðustu áramót hafði Reykjavíkurborg varið 2,2-2,3 milljörðum króna til endur- bóta á holræsakerfínu. Viðbótar- kostnaður við holræsakerfíð er því rúmir sex milljarðar kr. Guðrún Ag- ústsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir að tekjur sem fáist af holræsa- gjaldi verði eingöngu varið til hol- ræsaframkvæmda. Næstu þijú ár að minnsta kosti leggi Reykjavíkurborg mun meira fé til þessara fram- kvæmda en tekjumar af holræsa- gjaldinu verða. í greinargerð gatnamálastjóra og borgárverkfræðings kemur fram að nú er stefnt að því að aðalútrásir holræsakerfísins verði þijár og hreinsistöðvar við þær allar, þ.e. við Ánanaust, á Laugamestanga og á Geldinganesi. Útrásimar munu ná 2-4 km út frá ströndinni. Aðalræsin meðfram ströndinni, hreinsistöðvar, dælustöðvar og útrás- ir ásamt yfirfallsútrásum, enu taldar kosta 6.050 milljónir króna. í þessari áætlun er miðað við hreinsistöðvar með síum sem teljast jafngilda fyrsta þreps hreinsun ef viðtaki, þ.e. sjór, er talinn síður viðkvæmur. Reynist hins vegar nauðsynlegt að bæta við annars þreps hreinsun er viðbótar- kostnaðurinn áætlaður 1.500 milljón- ir kr. fyrir hveija hreinsistöð, eða samtals 4,5 milljarðar kr. Þátttaka nágrannasveitarfélaganna vegna framkvæmdanna við Ánanaust er áætluð 320 milljónir kr. 120 millj. kr. dælustöð stendur ónýtt Guðrún segir að þannig geti stað- ið á framkvæmdum að sum árin verði varið minni flármunum til þessa verkefnis en borgin hefur af holræsagjaldinu. Önnur ár verði meiru varið til framkvæmdanna en tekjurnar eru. Að jafnaði verði varið 703 milljónum króna til verksins á ári þar til því lýkur, að meðtöldum vaxtakostnaði og afborgunum af þeim lánum sem sérstaklega hafa verið tekin vegna þessa verkefnis. „Samkvæmt þeirri áætlun sem við höfum núna, og að því gefnu að framlag fáist úr ríkissjóði, verða framkvæmdir á þessu ári 60 milljón- um krónum undir þeim tekjum sem koma inn vegna holræsagjaldsins, en tæpum 400 milljónum kr. yfír tekjunum á næsta ári. 1998 stefnir í að framkvæmdir verði 80 milljónir kr. yfír tekjunum af holræsagjald- inu,“ sagði Guðrún. Guðrún segir að 120 milljónir kr. hafí verið lagðar í dælustöð við Skeljanes í Skeijafirði á sínum tíma. „Hún stendur ónotuð og það vantar tengingar við hana. Það er dýrt fyr- ir borgina að ráðast í illa ígrundaðar framkvæmdir. Reykjavíkurborg tók lán fyrir þessari fjárfestingu sem nú er greitt af án þess að dælustöð- in sé nýtt. Það er þessi heildarsýn að framkvæmdir verði sem hag- kvæmastar sem embættismenn borgarinnar vilja að borgaryfírvöld hafí að leiðarljósi," sagði Guðrún. Svipting flugrétt- inda staðfest í dómi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun Flugmála- stjómar um að svipta Öm Johnson til bráðabirgða rétti til að starfa í loftfari. Öm var stjómandi flugvélarinnar TF-ULF þegar hann lét lendingarhjól hennar snerta hafflöt við Kjalames með farþega um borð 26. nóvember síðastliðinn. í kjölfar þessa atviks svipti Flugmálastjórn Örn til bráða- birgða rétti til að stjóma loftfari. Með bréfí til Héraðsdóms 14. des- ember sl. bar Örn ákvörðun Flug- málastjómar undir Héraðsdóm Reykjavíkur og gerði þær kröfur að umrædd bráðabirgðasvipting yrði felld úr gildi og málskostnað- ur yrði greiddur úr ríkissjóði. Málið komið í hendur ríkissaksóknara Fiugmálastjóm taldi Öm hafa gerst brotlegan gegn ákvæðum loftferðalaga með óheimilu lág- flugi yfir Kjalarnesi. Að mati Flugmálastjórnar var um mjög vítavert athæfi að ræða. Málinu var vísað til RLR til rannsóknar og talsmaður Flugmálastjómar hefur upplýst við munnlegan flutning málsins að ríkissaksókn- ari hafí nú fengið málið til með- ferðar. Öm sagði fyrir dómi að hann hefði flogið rúmlega 400 klukku- stundir óhappalaust og aldrei- fengið áminningu eða kæru. Kvaðst Öm hafa umrætt sinn ver- ið að æfa ákveðna tegund nauð- Iendinga eða snertilendingu á vatni og við þær aðstæður sé nauð- synlegt að fara niður fyrir 500 feta flughæð. Kvaðst Öm margoft hafa æft slíkar nauðlendingar og geta sýnt fram á það með eðlis- fræðilegum rökum að ekki væri um hættulegt athæfí að ræða. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að hafa beri í huga að flugvél Arnar sé ekki gerð til lendinga á vatni og hafí hann réttlætt athæfí sitt með vísan til eðlisfræðilögmála sem ekki hafa hlotið skoðun íslenskra flugmála- yfírvalda. Því beri að fallast á það mat Flugmálastjórnar að rétt hafi verið að svipta hann til bráða- birgða rétti til að starfa í loftfari. Morgunblaðið/Kristinn Talsmaður samgönguráðuneytis Kanada um Canada 3000 Islendinga að ákveða umfang leiguflugs ÍSLENSKUM stjórnvöldum er í sjálfsvald sett hvort þau leyfa kanadíska flugfélaginu Canada 3000 að taka farþega við millilend- ingu hér og flytja til Evrópu, þar sem Canada 3000 er leiguflugfélag. Aðrar reglur gilda hins vegar um áætlunarflug, líkt og flug Flugleiða til Kanada. Þetta sagði Larry LaFleur, hjá kanadíska samgönguráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Canada 3000 hefur fengið leyfí til að taka farþega um borð hér á landi tvisvar í viku á leið sinni til Kanada, en óskaði jafnframt eftir heimild til að taka farþega um borð á leið til Evrópu. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, hefur sagt að félagið geti ekki fengið slíkt leyfi án breytinga á loftferðasamningi sem íslendingar gerðu við Kanada á síðasta ári. Ekki stæði á íslenskum stjórnvöldum hvað þetta varðaði. Larry LaFleur sagði að Canada 3000 væri leiguflugfélag og það væri undir íslenskum stjórnvöldum komið hve víðtækar heimildir félagið fengi. „Hvert ríki hefur fullan rétt á að stjórna leiguflugi í samræmi við eigin reglur. Ef Canada 3000 eða annað leiguflugfélag sækir um að fá að fljúga til íslands, þá er það alfarið í höndum íslenskra stjórn- valda að afgreiða þá umsókn. Það hefur ekkert með flug Flugleiða til Kanada að gera. Það er áætíunar- flug, sem þarf að fara með í sam- ræmi við loftferðasamning eða ann- að samkomulag ríkja.“ Larry LaFleur sagði að það væri á misskilningi byggt að gagnkvæm- ur loftferðasamningur væri í gildi milli landanna. „Ríkin hafa undirrit- að viljayfírlýsingu, sem heimilar Flugleiðum að fljúga tvisvar í viku tiI-Montreal og/eða Halifax og félag- inu er í sjálfsvald sett hvenær það hefur- flugið. Ekkert kanadískt flug- félag hefur lýst áhuga á áætlunar- flugi til íslands. Flugleiðir geta starfað í samræmi við viljayfirlýsing- una þar til breyting verður á.“ Þvegið enn og aftur í HLÁKUNNI, sem verið hefur undanfarna daga, hefur myndast vatnselgur og slabb á götum borgarinnar. Leysingarvatnið er æði tjörumengað og tjaran festist á bílunum. Því þarf alltaf að vera að skola af fararskjótunum, ella festisttjaran í lakkinu. Á mynd- inni er Rúnar Guðmundsson leigubifreiðastjóri að skola óhreinindin af bíl sínum. Kæra vegna HM Yfirlýsing- ar að vænta „STJÓRN Handknattleikssambands Islands sendir frá sér yfírlýsingu á næstu dögum vegna þessa máls,“ sagði Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær vísaði ríkissaksóknari frá kæru HSÍ á hendur Halldóri Jóhannssyni um ætlaðan 20 millj. kr. fjárdrátt. HM-nefndin óskaði eftir því við RLR að könnuð yrðu viðskipti Hall- dórs og Sparisjóðs Mývetninga. RLR sendi máiið til ríkissaksóknara, sem sagði rannsóknargögn ekki gefa til- efni til frekari aðgerða. Mikill áhugi á að reisa hótel á Fljótsdalshéraði Félag stofnað um byggingu nýs hótels á Egilsstöðum Egilsstöðum. Morgunblaðið. VÍÐA ERU umræður í gangi um hótelbyggingar á Fljótsdalshéraði. Búið er að taka ákvörðun um byggingu nýs hótels á Egilsstöðum, á Hallorms- stað eru fyrirhugaðar framkvæmdir um sjálf- stæða viðbyggingu Barnaskólans á Hallorrhsstað sem gæti nýst sem heilsárshótel og uppi eru hug- myndir um að vænlegt væri að reisa hótel við Lagarfljót í Fellabæ. Bæjarstjóm Egilsstaðabæjar hefur samþykkt að gerast aðili að hlutafélagi um byggingu nýs hótels á Egilsstöðum og leggja fram kr. 18.750.000,- sem hlutafé. Aðrir aðilar sem hafa þegar samþykkt aðild að félaginu eru: Ferðaskrif- stofa íslands, Ferðamiðstöð Austurlands, Kaupfé- lag Héraðsbúa og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Kostnaður við- fyrirhugaða hótelbyggingu er um 150 milljónir króna. Fyrsti áfangi hótelsins mun hafa 36 herbergi auk þjónustueininga. Gert er ráð fyrir að tvöfalda herbergjafjölda síðar. Einar Rafn Haraldsson, formaður bæjarráðs Egilsstaða sem hefur unnið að undirbúningi við stofnun fé- lagsins, segir þessa skoðun að byggja nýtt hótel á Egilsstöðum hafa fengið góðan hljómgrunn. „Það er álit manna að það sé tímabært að byggja gott og frambærilegt hótel. Það er ekkert nýtt hótel af þessarri stærðargráðu á leiðinni frá Akur- eyri til Kirkjubæjarklausturs." Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er og að hótelið verði staðsett við Miðvang eða í hjarta bæjarins en staðsetning verður endanlega ákveð- in þegar stjórn félagsins tekur til starfa. Stofn- fundur félagsins verður haldinn á Egilsstöðum í dag. Vantar betri nýtingu á Hallormsstað Búið er að vinna rekstraráætlun fyrir Vallahrepp um viðbótargistirými við Barnaskólann á Hall- ormsstað. Katrín Ásgrímsdóttir, formaður at- vinnumálanefndar Vallahrepps, segir að um sé að ræða sjáfstæða viðbyggingu við skólann sem hafi 22 herbergi. Hugmyndin sé að hægt verði að samnýta hana sumarhótelinu en nota þetta nýja rými sem möguleika fyrir ráðstefnu- og fundagistingu yfir vetrartímann. Katrín segir litla gistingu í boði á Hallormsstað eins og er og sé reksturinn að mörgu leyti óhagkvæmur af þeim sökum. „Menn eru bjartsýnir og sammála um að Hallormsstaður sé vænlegur kostur til að dvelja á, möguleikar fyrir afþreyingu eru góðir, hér er sundlaug, íþróttahús og svo skógurinn og fljótið með sína óendanlegu möguleika." Eftir er að kynna hugmyndina fyrir sveitarfélögum og hugs- anlegum hluthöfum en það verður gert á næst- unni. Gangi það eftir að menn séu hlynntir hug- myndinni verður hafist handa við framkvæmdir strax í vor og opnað í júní 1997. Hótelbygging í Fellabæ? Hugmyndir hafa verið uppi um að reisa hótel í Fellabæ og að hótelið verði staðsett við Lagar- fljótið. Jón Ragnarsson, hótelstjóri á Hótel Órk og Hótel Norðurlandi, hefur verið að kanna mögu- leika á byggingu hótels í landi Skipalæks við Lagarfljót. Hann segir hugmyndina vera stutt á veg komna. Hann sé að skoða fjármögnunarleið- ir, markaðsmál og staðsetningu hótelsins. Jón telur þetta svæði vera vænlegt fyrir hótel, það sé m.a. gott að fara í dagsferðir frá þessum stað. Hann segist hafa mikinn áhuga á þessu máli og hafi væntingar um að það geti orðið að veruleika í framtíðinni, en segir ekkert meira um málið að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.