Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 21 Sumar á Sýrlandi ÞESSA dagana er nemend- afélag FB að setja upp stór- sýningu í tilefni tuttugu ára starfsafmælis skólans. Við uppfærsluna hefur hvergi verið tii sparað. Sýningin sem um er að ræða nefnist „Sum- ar á Sýrlandi" eftir hljóm- plötu þeirra Stuðmanna, sem kom út fyrir tuttugu og fimm árum. Handritið er samið af Guð- mundi Rúnari Kristjánssyni sem getið hefur af sér gott orð fýrir • svipuð störf en á síðasta ári leikstýrði hann „Litlu hryllingsbúðinni". Verkið er hvort tveggja leiksýning og söngleikur í senn. Tónlistin er undir stjórn Valgeirs Guðjónssonar sem hefur endurútsett mörg laganna og sett í nýjan bún- ing. Um dansinn sjá þær Kolbrún Ýr Jónsdóttir frá Dansskóla Heiðars og Guðný S. Guðjónsdóttir sem kemur frá Jazzballettskóla Báru. Þær eru báðar nemendur við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Söngleikurinn verður frumsýndur í íslensku óper- unni þann 20. febrúar og aukasýningar verða 22. og 23. febrúar. Norræn ljóð- list á ensku í LOK síðasta árs hóf göngu sína í Bretlandi tímarit helg- að kynningu norrænnar ljóð- listar í enskumælandi lönd- um. Tímaritið ber heitið Jo- urnal of Comtemporary Ang- lo-Scandinavian Poetry, og ritstjóri þess er Sam Smith. í þessu fyrsta hefti eru með- al annars efnis ljóð eftir nor- rænu skáldin Werner Aspenström, Oyvind Berg, Kjell Espmark, Irene le Heg- arat, Henrik Nordbrandt, Elisabeth Rynell, Solveigu von Sehultz, Lennart Sjö- gren, Staffan Söderblom, Piu Tafdrup, Tomas Tranström- er, Lindu Vilhjálmsdóttur og Sigurð A. Magnússon. Birt eru fjögur ljóð eftir hvort þeirra Lindu og Sigurð. í dómi sem birtist í enska listatímaritinu Wire er ein- ungis minnst á einn hinna norrænu höfunda. Þar segir: „Ljóð Sigurðar A. Magnús- sonar, Barn týnist, er dapur- legt en listilega samið verk, sem að mínu mati bar hæst í heftinu." Fimmtudags- kvöld með Kvennakór Reykjavíkur FIMMTUDAGSKV ÖLD Kvennakórs Reykjavíkur á haustönn byrja aftur næst- komandi fimmtudag þann 15. febrúar kl. 20.30 í húsnæði kórsins á Ægisgötu 7. Þetta kvöld er með Sibyl Urbancic, en hún kennir við Tónlistarháskólann í Vínar- borg. Sibyl hefur dvalið hér undandarna viku og þjálfað Vox feminae sönghópinn. Allir eru velkomnir á með- an húsrúm leyfir, hlusta á söng, þiggja kaffiveitingar og taka lagið saman. LISTIR GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR Síðustu sýningar á Glerbrotum NÚ ERU aðeins eftir tvær sýning- ar á Glerbrotum eftir Arthur Mill- er, sem frumsýnt var í Þjóðleikhús- inu á liðnu hausti. Glerbrot er nýj- asta leikrit þessa vinsæla leik- skálds, sem nú stendur á áttræðu, og þykir með hans bestu verkum. Verkið víkur nú af stóra sviðinu fyrir næstu frumsýningum Leikendur í Glerbrotum eru Sig- urður Siguijónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Arnar Jónsson, Ragn- heiður Steindótsdóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir og Helgi Skúla- son. Lýsingu hannar Páll Ragnarsson, höfundur leikmyndar og búninga er Siguijón Jóhannsson, þýðandi verksins er Birgir Sigurðsson og leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Síðustu sýningar á Glerbrotum eru 17. og 25. febrúar. AÐEINS tvær sýningar eru eftir á Glerbrotum eftir Arthur Miller. á raftækjum og eldhúsáhöldum SVIMANDI AFSLATTUR ALLT AÐ NOKKUR VERÐDÆMI: ToV.fí'0 Kælir og frystir, mál: 179x59x60. Fullt ver& kr. 69.900. ÚtsöluverS kr. 48.900. K frys^P^ * * . %C^qO- HE 605 ofn - MP 604 hellur. Rétt verð kr. 117.800. Útsöluverð kr. 79.900. Fjöldi annarra setta á góðu verði. DAEWOO örbylgjuofnar, 10 gerbir Útsöluverð frá kr. 16.915. Ótrúlegur fjöldi áhalda fyrir örbylgjuofna mei allt aö 70% afslætti. Þurrkarar (Iíhb útiitsgaiiaðir) Kétt verð kr. 39.900 Útsöluverð kr. 29.900 WA 202 1200 snúninga. WA 365 1300 snúningar. Rétt ver5 kr. 91.600. Rétt ver& kr. 98.900. Útsöluverð kr. 75.888. Útsöluverö kr. 78.900. Fáðu bér úrvals vél á einstöku verði. Verö frá: 1.990 Verö frá 1.290. Handþeytari Stálpottar. Fullt verá kr. 2.790. 30% afsláttur. Útsöluveró kr. 1.990. Verulega gott verá. Eldavélar HSC 613 eldavél með keramikhellum - blástur Fullt verð kr. 89.900 Útsöluverð kr. 74.300 Uppþvottavélar 12 manna uppþvottavélar með smávægilegum útlitsgalla. Útsöluverð frá kr. 49.900 Ávaxtapressur. Vöfflujárn. Ver& frá kr. 2.690. Ver& frá kr. 2.990. Ath.: Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur frá útsöluverði. Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn af hverri vörutegund að ræðal Einar Farestveit & Co hf. Borgartúni 28 Símar 562 2901 og 562 2900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.