Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 21
Sumar á
Sýrlandi
ÞESSA dagana er nemend-
afélag FB að setja upp stór-
sýningu í tilefni tuttugu ára
starfsafmælis skólans. Við
uppfærsluna hefur hvergi
verið tii sparað. Sýningin sem
um er að ræða nefnist „Sum-
ar á Sýrlandi" eftir hljóm-
plötu þeirra Stuðmanna, sem
kom út fyrir tuttugu og fimm
árum.
Handritið er samið af Guð-
mundi Rúnari Kristjánssyni
sem getið hefur af sér gott
orð fýrir • svipuð störf en á
síðasta ári leikstýrði hann
„Litlu hryllingsbúðinni".
Verkið er hvort tveggja
leiksýning og söngleikur í
senn. Tónlistin er undir
stjórn Valgeirs Guðjónssonar
sem hefur endurútsett mörg
laganna og sett í nýjan bún-
ing. Um dansinn sjá þær
Kolbrún Ýr Jónsdóttir frá
Dansskóla Heiðars og Guðný
S. Guðjónsdóttir sem kemur
frá Jazzballettskóla Báru.
Þær eru báðar nemendur við
Fjölbrautaskólann í Breið-
holti.
Söngleikurinn verður
frumsýndur í íslensku óper-
unni þann 20. febrúar og
aukasýningar verða 22. og
23. febrúar.
Norræn ljóð-
list á ensku
í LOK síðasta árs hóf göngu
sína í Bretlandi tímarit helg-
að kynningu norrænnar ljóð-
listar í enskumælandi lönd-
um. Tímaritið ber heitið Jo-
urnal of Comtemporary Ang-
lo-Scandinavian Poetry, og
ritstjóri þess er Sam Smith.
í þessu fyrsta hefti eru með-
al annars efnis ljóð eftir nor-
rænu skáldin Werner
Aspenström, Oyvind Berg,
Kjell Espmark, Irene le Heg-
arat, Henrik Nordbrandt,
Elisabeth Rynell, Solveigu
von Sehultz, Lennart Sjö-
gren, Staffan Söderblom, Piu
Tafdrup, Tomas Tranström-
er, Lindu Vilhjálmsdóttur og
Sigurð A. Magnússon. Birt
eru fjögur ljóð eftir hvort
þeirra Lindu og Sigurð.
í dómi sem birtist í enska
listatímaritinu Wire er ein-
ungis minnst á einn hinna
norrænu höfunda. Þar segir:
„Ljóð Sigurðar A. Magnús-
sonar, Barn týnist, er dapur-
legt en listilega samið verk,
sem að mínu mati bar hæst
í heftinu."
Fimmtudags-
kvöld með
Kvennakór
Reykjavíkur
FIMMTUDAGSKV ÖLD
Kvennakórs Reykjavíkur á
haustönn byrja aftur næst-
komandi fimmtudag þann 15.
febrúar kl. 20.30 í húsnæði
kórsins á Ægisgötu 7.
Þetta kvöld er með Sibyl
Urbancic, en hún kennir við
Tónlistarháskólann í Vínar-
borg. Sibyl hefur dvalið hér
undandarna viku og þjálfað
Vox feminae sönghópinn.
Allir eru velkomnir á með-
an húsrúm leyfir, hlusta á
söng, þiggja kaffiveitingar og
taka lagið saman.
LISTIR
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
Síðustu sýningar
á Glerbrotum
NÚ ERU aðeins eftir tvær sýning-
ar á Glerbrotum eftir Arthur Mill-
er, sem frumsýnt var í Þjóðleikhús-
inu á liðnu hausti. Glerbrot er nýj-
asta leikrit þessa vinsæla leik-
skálds, sem nú stendur á áttræðu,
og þykir með hans bestu verkum.
Verkið víkur nú af stóra sviðinu
fyrir næstu frumsýningum
Leikendur í Glerbrotum eru Sig-
urður Siguijónsson, Guðrún S.
Gísladóttir, Arnar Jónsson, Ragn-
heiður Steindótsdóttir, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir og Helgi Skúla-
son.
Lýsingu hannar Páll Ragnarsson,
höfundur leikmyndar og búninga
er Siguijón Jóhannsson, þýðandi
verksins er Birgir Sigurðsson og
leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir.
Síðustu sýningar á Glerbrotum
eru 17. og 25. febrúar.
AÐEINS tvær sýningar
eru eftir á Glerbrotum
eftir Arthur Miller.
á raftækjum og eldhúsáhöldum
SVIMANDI AFSLATTUR ALLT AÐ
NOKKUR VERÐDÆMI:
ToV.fí'0
Kælir og frystir, mál: 179x59x60.
Fullt ver& kr. 69.900.
ÚtsöluverS kr. 48.900.
K
frys^P^
* *
. %C^qO-
HE 605 ofn - MP 604 hellur.
Rétt verð kr. 117.800.
Útsöluverð kr. 79.900.
Fjöldi annarra setta á góðu verði.
DAEWOO
örbylgjuofnar, 10 gerbir
Útsöluverð frá kr. 16.915.
Ótrúlegur fjöldi áhalda fyrir
örbylgjuofna mei allt aö
70% afslætti.
Þurrkarar (Iíhb útiitsgaiiaðir)
Kétt verð kr. 39.900
Útsöluverð kr. 29.900
WA 202 1200 snúninga. WA 365 1300 snúningar.
Rétt ver5 kr. 91.600. Rétt ver& kr. 98.900.
Útsöluverð kr. 75.888. Útsöluverö kr. 78.900.
Fáðu bér úrvals vél á einstöku verði.
Verö frá:
1.990
Verö frá
1.290.
Handþeytari Stálpottar.
Fullt verá kr. 2.790. 30% afsláttur.
Útsöluveró kr. 1.990. Verulega gott verá.
Eldavélar
HSC 613 eldavél
með keramikhellum - blástur
Fullt verð kr. 89.900
Útsöluverð kr. 74.300
Uppþvottavélar
12 manna uppþvottavélar
með smávægilegum útlitsgalla.
Útsöluverð frá kr. 49.900
Ávaxtapressur. Vöfflujárn.
Ver& frá kr. 2.690. Ver& frá kr. 2.990.
Ath.: Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur frá útsöluverði.
Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað
magn af hverri vörutegund að ræðal
Einar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 Símar 562 2901 og 562 2900.