Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Styrkir til fyrirtækja
vegna átaksverkefna
REGLUGERÐ hefur verið gefín út
sem heimilar Atvinnuleysistrygginga-
sjóði styrkveitingar til sveitarfélaga
og fyrirtækja sem standa í átaksverk-
éfnum og hafa skilyrði fyrir styrkveit-
ingum úr sjóðnum verið hertar til
muna, að sögn Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra. ■
Það nýmæli hefur verið sett inn í
reglugerðina að sveitarfélög eða fyrir-
tæki, sem njóta styrks úr sjóðnum til
þess að ráða til sín fólk af atvinnuleys-
isskrá, þurfa nú að útvega starfsfólk-
inu atvinnu lengur en sem nemur
styrktímabilinu. „Fyrirtæki eru mun
líklegri en sveitarfélög til þess að skapa
störf til frambúðar. Ataksverkefni
sveitarfélaga felast fyrst og fremst í
tímabundinni vinnu," segir Páll.
Atvinnuleysistryggingasjóður tek-
ur aðeins við umsóknum um styrki
til átaksverkefna frá sveitarfélögum
en ekki fyrirtækjum og svo verður
áfram. Þó geta sveitarfélög sótt um
styrki fyrir hönd þriðja aðila að upp-
fylltum mjög ströngum skilyrðum, að
sögn félagsmálaráðherra, sem fela
það meðal annars í sér að styrkurinn
verði ekki til þess að raska samkeppn-
isstöðunni, um sé að ræða einhvers
konar nýsköpun og að fyrirtækið heiti
því að halda fólkinu í vinnu lengur
en sem nemur styrktímabilinu.
Morgunblaðið/RAX
Afsökunarbeiðni
í FYRRADAG birtist hér í blaðinu
bréf þar sem skorað var á Ómar
Ragnarsson að bjóða sig fram til
embættis forseta Islands. Höfundur
bréfsins var sagður vera Rósalín
Tómasdóttir, Drangshlíð 1, Akur-
eyri.
I ljós er komið að Róslín Tómas-
dóttir, sem þar er búsett, hefur
ekki skrifað þetta bréf og því um
að ræða fölsun og misnotkun á
nafni hennar. Handrit það, sem
Morgunblaðið hafði undir höndum,
gaf hins vegar ekki tilefni til að
ætla að brögð væru í tafli.
Morgunblaðinu þykir leitt að
hafa valdið Róslín Tómasdóttur
þessum óþægindum og biður hana
afsökunar á mistökunum, svo og
Ómar Ragnarsson sem einnig var
þolandi í þessum ljóta leik.
Ritstj.
*
A röskri
göngu
ÞÓTT dagarnir lengist hægt og
bítandi dylst engum að vetur kon-
ungur situr enn í ríki sínu og því
er eins gott að vera vel dúðaður
útivið eins og unga stúlkan á
ísafirði. Hún lætur ekki byrðarnar
aftra sér frá þvi að nota tvo jafn-
fljóta til að komast klakklaust á
milli áfangastaða í vetrarstillunni.
Nýr lyfjaflokkur gefur vonir
í baráttunni gegn HIY-smiti
Dæmi um að
veiran hverfi
INNAN skamms er væntanlegt á lyfjamarkað hérlendis nýtt banda-
rískt lyf sem hefur ásamt tveimur skyldum lyfjum skilað verulegum
árangri við að halda alnæmissjúkdóminum í skefjum. Um er að ræða
nýjan lyfjaflokk, sem kallast einu nafni próteasahamlar, og er notaður
með eldri lyfjum sem hafa verið notuð svo sem AZT og skyld lyf, en
þau torvelda alnæmisveirunni að komast inn í kjarna frumunnar. Nýi
lyfjaflokkurinn hindrar hins vegar veiruna.að komast út úr frumunni.
„Að undanförnu hefur komið
fram við rannsóknir að með því
að gefa þessi lyf saman næst
miklu betri árangur en áður hefur
sést í að halda veirunni niðri,"
segir Haraldur Briem, yfírlæknir
smitsjúkdómadeildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur. „Enn eru forvamir
að vísu besta aðferðin við að smit-
ast ekki, en þetta er merkur áfangi
í langri þróun lyfja.“
Dregur úr sjúkdómslíkum
„Bæði er hægt að minnka veiru-
magnið miklu meira en áður og í
sumum tilvikum er mjög erfítt að
fínna veiruna með þeirri tækni
sem við höfum yfir að ráða í dag,“
segir hann.
Lyfín hafa verið í þróun undan-
farin ár og í fyrra sótti Haraldur
ráðstefnu þar sem þau voru kynnt,
en þá voru þau á seinasta tilrauna-
stigi. Síðan hefur það verið reynt
á mönnum með fyrrgreindum ár-
angri.
„Þetta þýðir fyrst og fremst að
verulega dregur úr sjúkdómslíkum
manns sem er smitaður af HIV-
veirunni, þ.e. að hann fái aðrar
sýkingar vegna þeirra skemmda
sem veiran vinnur á ónæmiskerf-
inu. Von manna er sú að með
þeim hætti verði hægt að halda
þessum sjúkdómi niðri, en það er
of skammur tími liðinn til að hægt
sé að fuliyrða um slíkt. Þetta er
ekki lækning á alnæmi sam-
kvæmt okkar vitneskju, en menn
spyrja sig hvaða þýðingu það
hafi að finna ekki veiruna í ein-
hverjum hluta sjúklinga. Liggur
þá veiran í dvala eða hverfur hún
með tíð og tíma?“ segir Haraldur.
Lyfíð sem er væntanlegt fékk
flýtimeðferð hjá bandarískum yf-
irvöldum og hefur verið á þarlend-
um markaði í nokkum tíma. Har-
aldur segir að ávinningur af notk-
un þess hafí verið talinn svo mik-
ill að litið hafi verið framhjá þeirri
staðreynd að ekki sé búið að þaul-
prófa aukaverkanir.
Kostar um 80 þúsund á
mánuði
Lyfið verður notað með AZT
og DDI og DDC, sem eru eldri lyf
á markaðinum, auk þess sem ver-
ið er að reyna nokkur önnur lyf.
Haraldur segir að reiknað sé með
að mánaðarmeðferð með lyfínu
kosti um 46 þúsund krónur, sam-
kvæmt upplýsingum frá umboðs-
aðila þess. Lauslega áætlað verði
heildarkostnaður við lyfjameðferð
um 80 þúsund krónur á mánuði.
„Þetta er enginn óskaplegur
kostnaður en þó það mikill að ef-
ast má um að fátækar þjóðir þar
sem sjúkdómurinn er útbreiddur
geti nýtt sér lyfið," segir hann.
Um 15-20 einstaklingar koma til
greina með að reyna lyfíð þegar
það kemur á markaðinn, en ekki
hefur verið rætt um að alnæmis-
sjúklingar sem eru vel á sig komn-
ir fái það strax.
I Bandaríkjunum hefur besti
árangur tilrauna verið sá að hjá
85% þeirra sem fengu samsetta
ljfy'ameðferð var vart hægt að
greina veiruna.
A meðal aukaverkana má nefna
ógleði, höfuðverk, briskirtilsbólgur
og taugaóþægindi á borð við doða.
Felld úr gildi verklagsregla sem gilt hefur við innheimtu skipulagsgjalda af fjöleignarhúsum
Sá fyrsti í stafrófinu
verði ekki lengur
gerður ábyrgur
RÍKISBÓKHALD og Fasteignamat
ríkisins hafa fellt úr gildi verklags-
reglu við innheimtu skipulagsgjalda
fyrir nýbyggingar í eigu fleiri en
eins eiganda eftir athugasemd frá
Tómasi Inga Olrich alþingismanni.
Tómas Ingi telur að ólöglega hafí
verið staðið að verki með því að
innheimta heildarupphæð skipu-
lagsgjalds af einum eiganda, þ.e.
fyrsta þinglýsta eigandanum í
starfrófsröðinni, án frekari skýr-
inga. Hann hefur komið á framfæri
fyrirspurn til fjármálaráðherra á
Alþingi um hversu mörgum þing-
lýstum eigendum nýbygginga í eigu
fleiri en eins eiganda hafi verið
gert að standa skil á skipulagsgjöld-
um sem þeim beri ekki að greiða
nema að hluta.
Tómas Ingi segir að hann hafi
af tilviljun komið að málinu sem
fjárhaldsmaður ellilífeyrisþega á
Akureyri. Hann hafi aðstoðað ellilíf-
eyrisþegann við að greiða skipu-
lagsgjöld, eða 0,3% brunabótamats
af eignarhlut hans, í nýleglegu hús-
næði eldri borgara fyrir um tveimur
árum. Honum hafi hins vegar
brugðið þegar ellilífeyrisþeginn hafí
falið honum að greiða fyrir sig
reikning að upphæð 37.749 kr.
vegna skipulagsgjalds fyrir tengi-
byggingu við húsnæðið fyrir síðustu
jól.
Eftir að hafa fengið reikninginn
í hendurnar fór Tómas Ingi fram á
skýringar fjármálaráðuneytis og
umhverfisráðuneytisins vegna inn-
heimtunnar enda taldi hann ekki
lagastoð fyrir því að krefja ellilífeyr-
isþegann um allt skipulagsgjaldið.
Hann tekur í bréfí til fjármálaráðu-
neytisins fram að skjólstæðingur
sinn sé einn af 81 þinglýstum íbúa
hússins og sé eignarhluti hans sam-
kvæmt upplýsingum frá Fasteigna-
mati 1,4286%. Eignarhluti skjól-
stæðingsins í tengibyggingunni sé
179.761 kr. og 0,3% skipulagsgjald
af því séu 539 kr.
„Ljóst er að S þessu tilfelli hafa
þinglýstir eigendur húseignarinnar
ekki verið krafðir um skipulags-
gjald eins og lög mæla fyrir um,
heldur hefur ríkissjóður gert einn
íbúann greiðsluskyldan fyrir öllu
gjaldinu. Eftir því sem næst verður
komist er ástæðan fyrir þessari inn-
heimtuaðferð sú, að nafn viðkom-
andi íbúa er fremst samkvæmt staf-
rófsröð," segir Tómas Ingi í bréfínu
og tekur fram að ef íbúinn hefði
greitt skipulagsgjaldið athuga-
semdalaust, eins og gera verði ráð
fyrir að gerist í flestum tilvikum,
ekki síst þegar um aldraða sé að
ræða, hefðu væntanlega ekki orðið
nein eftirmál.
Tómas óskar m.a. eftir því í bréf-
unum að fá að vita í hve mörgum
tilfellum greiðendur skipulagsgjalds
hafi orðið fyrir því að vera krafðir
um heildarskipulagsgjöld á fast-
eign, sem þeir eigi aðeins, að hluta,
á árinu 1995.
Fasteignamati falið að svara
erindi
Umhverfisráðuneytið leitaði upp-
lýsinga hjá sýslumanninum á Akur-
eyri um framkvæmd innheimtunn-
ar. Sýslumaðurinn minnir hins veg-
ar í bréfi frá 17. janúar á að gerð
hafi verið breyting á álagningu
skipulagsgjalda á árinu 1995 á
þann veg að Fasteignamat ríkisins
taki á móti öllum gögnum virð-
ingaraðila, þ.e. tryggingafélag-
anna, þeir vinni úr þessum gögnum
og sendu ríkisbókhaldi sem annist
álagningu og innlestur í tekjubók-
haldskerfið. Síðan sendi Ríkisbók-
haldið út gíróseðla án afskipta emb-
ættisins. Frám kemur að innheimtu
gjaldsins sé frestað á meðan málið
sé í athugun hjá viðkomandi aðilum.
Svarbréf ráðuneytanna barst
Tómasi Inga um síðustu mánaða-
mót. í bréfi fjármálaráðuneytisins
kemur fram að samkvæmt upplýs-
ingum frá Ríkisbókhaldi og Fast-
eignamati ríkisins hafi það verið
verklagsregla að þegar fleiri en einn
eigandi sé skráður að nýbyggingu
sé skipulagsgjaldið lagt á þann sem
fyrstur komi fram sem þinglýstur
eigandi á fasteignamati, sé þing-
lýstur eignaskiptasamningur ekki
fyrir hendi. Hafí eigendur hins veg-
ar gert með sér eignaskiptasamning
sé gjaldið lagt á eigendur í samsvar-
andi hlutföllum og eignaskiptingin
segj til um.
Ennfremur kemur fram í svar-
bréfum ráðuneytanna að á fundi
Ríkisbókhalds og Fasteignamats rík-
isins, 23. janúar, hafi verið ákveðið
að gera þær breytingar sem nauð-
synlegar séu í samráði við Skýrslu-
vélar ríkisins á þann veg að þegar
fleiri sameigendur séu um eina fast-
eign verði skipulagsgjald lagt á
hvem eiganda fyrir sig en ekki á
einn fyrir hönd allra sameigenda.
Tómas Ingi hefur enn ekki fengið
svör við því í hve mörgum tilfellum
greiðendur skipulagsgjalds hafi orð-
ið fyrir því á síðasta ári að vera
krafðir um heildarskipulagsgjöld af
fasteign sem þeir ættu aðeins að
greiða að hluta. Umhverfisráðuneyti
hefur hins vegar bréflega tilkynnt
honum að Fasteignamati ríkisins
hafi verið falið að svara erindinu.
Tómas Ingi ítrekaði erindi sitt í
fyrirspum til fjármálaráðherra 14.
febrúar. Hann spurði ennfremur
m.a. hvort umrædd verklagsregla
styddist við lagaheimildir eða teldist
ólögleg. Að síðustu spurði Tómas
Ingi hvernig ráðherra hyggist
bregðast við ef í ljós kæmi að ein-
hveijir greiðendur opinberra gjalda
hefðu borið fjárhagslegan skaða af
framangreindum innheimtuaðferð-
um.
í
>
I
I