Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 38. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tyrkland Afram viðræður Ankara. Reuter. MESUT Yilmaz, leiðtogi Móður- landsflokksins, sem fer nú með stjórnarmyndunarumboð í Tyrklandi, ákvað í gær að halda áfram viðræð- um við Velferðarflokkinn, flokk heit- trúaðra múhameðstrúarmanna, eftir fund með Necmettin Erbakan, leið- toga flokksins. Kosið var í Tyrklandi 24. desem- ber á síðasta ári en enn hefur ekki tekist að ná saman meirihlutastjórn. Telja margir fréttaskýrendur að við- ræður Yilmaz og Erbakans séu síð- asti möguleikinn til stjórnarmyndun- ar líkt og þingið er skipað. Nái þeir ekki saman verði að halda þingkosn- ingar á ný. Til þessa hafa flestar viðræður um stjórnarmyndun ekki varað lengur en í klukkustund. Fundur þeirra Yilmas og Erbakans stóð hins vegar í þrjár klukkustundir og hefur það vakið upp vonir um að stjórn kunni að vera í burðarliðnum. Reuter. UNG stúlka kannar heiðursvörð austurrískra hermanna, sem bíða eftir því að leggja af stað til Bosníu. Þar verða þeir undir stjórn Atlantshafsbandalagsins fyrstir austurrískra hermanna. Haagdómstóllinn boðar ákærur gegn múslimum Gramm hættur Washington. Reuter PHIL Gramm, öldungadeildarþing- maður frá Texas, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur að sækjast eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins. Gramm vildi ekki lýsa yfir stuðn- ingi við neinn annan frambjóðanda en gagnrýndi íhaldsmanninn Pat Buchanan fyrir að vilja verndar- stefnu í viðskiptamálum. Sagðist Gramm aldrei eiga eftir að geta stutt slíka stefnu þar sem hún væri í eðli sínu andstæð því sem Repúblikana- flokkurinn stæði fyrir. Gramm hafði lagt allt kapp á að vinna sigur á kjörfundi repúblikana í Louisiana og var það mikið áfall fyrir hann er Buchanan varð þar efstur. ----------» ? ?--------- Pale, Haag. Reuter. BOSNÍU-Serbar hafa slitið öllu sam- bandi við NATO-herliðið vegna framsals tveggja serbneskra for- ingja til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Tilkynnt var í gær, -að á næstu vikum verði einnig birtar stríðsglæpaákærur á hendur nokkr- um múslimum én fyrstu réttarhöldin munu byrja 7. maí nk.. John Kirkwood ofursti og tals- maður NATO í Sarajevo sagði, að samskiptin við Serba væru nú sama og engin og væri sendinefnd þeirra á förum frá borginni. Annar tals- maður NATO, Mark Rayner undir- ofursti, sagði þessa stöðu vera mjög alvarlega enda hefðu helstu tals- menn Serba ekkert látið í sér heyra í sex daga. Með þessu eru Serbar að mót- mæla framsali tveggja foringja, Djordje Djukics herforingja og Aleksa Krsmanovics ofursta, til dómstólsins í Haág en þeir eru sak- aðir um stríðsglæpi. Karadzic, for- seti Bosníu-Serba, sagði í gær í Pale, höfuðstað Serba, að með hand- töku mannanna hefðu fyrirheit Day- ton-samkomulagsins um ferðafrelsi verið að engu gerð. „Við getum ekki tekið þátt í við- ræðum um framtíð landsins á sama tíma og verið er að handtaka serb- neska foringja," sagði Karadzic en sjálfur er hann á skrá yfir eftirlýsta stríðsglæpamenn ásamt Ratko Mladic, yfirhershöfðingja Serba. Richard Goldstone, aðalsaksókn- ari stríðsglæpadómstólsins, sagði í gær, að búast mætti við ákærum á hendur nokkrum Bosníu-múslimum fyrir striðsglæpi á næstu vikum en til þessa hafa 45 Serbar og sjö Kró- atar verið ákærðir. Jafnframt var tilkynnt, að fyrstu stríðsglæparéttarhöldin hæfust 7. maí nk. þegar Bosníu-Serbinn Dusan „Dusko" Tadic kæmi fyrir réttinn en hann var handtekinn í Þýskalandi. William Perry, varaarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í Wash- ington í gær, að hermenn NATO- liðsins í Bosníu myndu fá fyllri upp- lýsingar um menn, sem grunaðir væru um stríðsglæpi, til að þeir gætu tekið þá, yrðu þeir á vegi þeirra. NATO-liðið myndi hins vegar ekki leita þá uppi. Lét Perry þessi orð falla eftir að fréttir birtust um, að Karadzic hefði farið óáreittur um ýmsar varðstöðvar í Bosníu. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, og fleiri þingmenn hafa krafið Bill Clin- ton forseta skýringa á þessum frétt- um um að Karadzic hafi farið um varðstöðvar NATO-hersins óhindr- aður . Maccanico mistokst Róm. Reuter. ANTONIO Maccanico skilaði í gær stjórnarmyndunarumboði til Oscars Luigis Scalfaros, forseta ítalíu, og sagði að tveggja vikna viðræður við flokkabandalög á vinstri og hægri kanti stjórnmálanna hefðu engan árangur borið. Stefnir nú allt í kosn- ingar. Maccanico sagði blaðamönnum að hann væri „afar bitur" yfir því að tilraunirnar til að mynda stjórn á þverpólitískum grunni til að leggja drög að breytingum á stjórnarskrá og kosningalöggjöf skyldu hafa farið út um þúfur vegna pólitískra hindr- aha. Scalfaro þarf nú að ákveða hvort hann hyggst leysa upp þingið, sem setið hefur í tæp tvö ár, og boða kosningar í apríllok, einum þremur árum á undan áætlun. ítölsk dagblöð spáðu því að kosið yrði 21. eða 28. apríl. Forsetinn á þess einnig kost að fela einhverjum öðrum stjórnar- myndunarumboð eða reyna að fá Lamberto Dini, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra 11. janú- ar, til að sitja áfram út júní. Kasparov með betri stöðu Fíladelfíu. Reuter. GARRÍJ Kasparov háði í gær fjórðu skák sína við IBM-ofurtölv- una „Deep Blue", sem talin er vera öflugasta skáktölva er smíðuð hefur verið og reiknar út 100 millj- ónir leikja á hverri sekúndu. Seint í gærkvöldi mátu skáksér- fræðingar stöðuna svo að Kasp- arov, sem lék með hvítu, hefði nokkuð betri stöðu en tölvan, sem lék slavneska vörn. Var talið að Kasparov hefði komið henni nokk- uð úr jafnvægi með óvenjulegum riddaraleik í fjórða leik. Tölvan vann fyrstu skákina í þessu sex leikja einvígi, Kasparov aðra en jafntefli var í þriðju skák- inni. Verðlaunaféð er 33 milljónir. Reuter Jeltsín á heimaslóðum BORIS Jeltsín Rússlandsforseta var innilega fagnað er hann kom til heimaborgar sinnar Jekater- ínborgar í gær. Fastlega er gert ráð fyrir að hann muni lýsa því þar yfir í dag hvort hann gefi kost á sér í forsetakosningunum síðar á árinu. Evrópuþingið vill þrengja að Hollywoodefninu Strassborg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær tillögur um að herða reglur um að meirihluti dagskrár evrópskra sjón- varpsstöðva skuli vera evrópskt efni. Þannig vill þingið þrengja að utanaðkomandi sjónvarpsefni, einkum Hollywoodkvikmyndum og öðru bandarísku efni. Þingið hefur rétt til sameigin- legrar ákvörðunar, ásamt ráðherr- aráði Evrópusambandsins, um breytingar á tilskipun ESB frá 1989 um sjónvarpsefni. Þingið vill að skilyrði laganna um að sjón- varpsstöðvar helgi meirihlutann af dagskrá sinni evrópsku efni verði framfylgt með „lagalega skilvirkum hætti". Núverandi la- gatexti gerir eingöngu ráð fyrir að sjónvarpsstöðvar uppfylli þetta Ráðherraráð and- vígt breytingnm skilyrði „þar sem því verður við komið." Eftir að Frakkar hættu von- lausri baráttu sinni fyrir hertum reglum í þessu efni á síðastliðnu ári, samþykkti ráðherraráðið á fundi í nóvember að breyta ekki lögunum frá 1989. Nú gæti því orðið þörf á samningaviðræðum þingsins og ráðherraráðsins um málið. Framkvæmdastjórn ESB hefur tilkynnt þinginu að hún styðji afstöðu ráðherraráðsins. Evrópuþingið vill einnig herða reglur um sjónvarpsauglýsingar og sjónvarpsmarkaði og að sambæri- legar reglur gildi fyrir nýja miðla á borð við alnetið. Samtök frjálsra sjónvarpsstöðva í Evrópu sögðu á blaðamannafundi að þau hörmuðu þessa niðurstöðu Evrópuþingsins og að hætta væri á að þetta myndi leiða til að alls- herjar reglur yrðu settar um aug- lýsingamarkaðinn. Slíkt myndi draga úr fjárfestingu og fækka atvinnutækifærum. Sögðu forystu- menn samtakanna það bera ótrú- legri skammsýni vott hjá Evrópu- þingmönnum ef þeir teldu þessar aðgerðir eiga eftir að koma sjón- varpsiðnaðinum til góða til lengri tíma litið. ¦ Frönsk útvarpslög/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.