Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 45 _____MIIMIMIIMGAR_ EYGLÓ KRISTJÁNSDÓTTIR + Eygló Kristj- ánsdóttir fædd- ist í Njarðvík 24. desember 1942. Hún lést á heimili sínu 4. febrúar síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fella- og Hóla- kirkju 12. febrúar. MEÐ ÖRFÁUM orðum langar okkur að kveðja Eygló Kristjánsdóttur. Eygló hafði starfað hjá ISAL í 17 ár. Þegar við minnumst Eyglóar kemur upp í hugann sér- stakur áhugi hennar á Þýskalandi, landi og þjóð. Hún hafði núna síð- ari árin ferðast mikið með Grét- ari, eftirlifandi eiginmanni sínum. Hún heillaðist af Þýskalandi og fór þangað oftsinnis. Eygló las sér til um þá staði sem hún hugðist heim- sækja og lærði meira að segja þýsku hjá Námsflokkunum til að búa sig undir ferðalög sín. Þetta lýsir Eygló vel. Eygló var vandvirk og hafði gaman af handavinnu hverskonar. Núna nýlega hafði hún sótt nám- skeið í bútasaumi og kom með afraksturinn til að sýna okkur sam- starfskonunum, við urðum að von- um hrifnar af handverkinu og lýst- um áhuga okkar á að læra. Eygló var fljót til, bauð okkur heim og kenndi okkur. Eygló talaði hispurslaust við fólk og kom til dyranna eins og hún var klædd. Þannig minnumst við hennar og biðjum góðan Guð að styrkja Grétar, synina þrjá, tengdadætur, barnabörn og móður í þeirri miklu sorg sem þau þurfa nú að takast á við, eftir þetta ótímabæra fráfall Eyglóar. Með þökk fyrir samveruna, Samstarfskonur hjá íslenska álfélaginu hf. Eygló vinkona okk- ar er látin. Okkur setti hljóð þegar okkur var tjáð andlát hennar sem bar mjög sviplega að. Við sem vorum heima hjá henni síðastliðinn laugardag sáum hana hressa, káta og fulla af lífskrafti. Ekki datt okkur í hug þá, að það yrði í hinsta sinn sem við áttum eftir að sjá hana, því Eygló lést daginn eftir. Það getur verið svo stutt milli gleði og sorgar, milli lífs og dauða, enginn veit hvenær kallið kemur. Okkur langar að minnast þessarar kæru vinkonu okkar í fáeinum orðum. Gott var að sækja Eygló heim. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd ef eitthvað var um að vera. Eygló lét sér annt um útlit sitt, hún var ávallt fallega klædd án tilgerðar. Eygló var mik- il hannyrðakona og bar heimili hennar þess vott. Hún var heil- steypt persóna og viðkvæm í lund. Fagurkeri var Eygló og unni hún fögrum listum. Það er nú stórt skarð höggvið í vinahópinn við fráfall Eyglóar en við erum henni innilega þakklát fyrir allar góðu samverustundirn- ar, hún var góð vinkona, góðar minningar eigum við um hana sem við munum varðveita í hjörtum okkar um ókomin ár. Við vottum Grétari og sonum samúð okkar og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson) Kveðja, Hólmfríður og Sigurmunda. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dagskrá Bridshátíðar 1996 BRIDSHÁTÍÐ verður sett kl. 19:00, föstudagskvöldið 16. febr- úar. Áð þessu sinni mun Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, setja mótið. Tvímenningskeppnin, sem er Monrad-barómeter, með þátt- töku 120 para, 30 umferðir, þrjú spil á milli para, alls 90 spil, hefst að lokinni setningu og verður spilað til 00:30 á föstu- dagskvöld, 12 umferðir, alls 36 spil með smákaffihléi. Klukkan 11:00 á laugardagsmorgun hefst spilamennska að nýju og spilað verður til kl. 13:53 og þá verður gert matarhlé til kl. 15:00. Síðan er spilað til 16:53 og þá gert örlítið kaffihlé til 17:20 og tví- menningnum lýkur síðan kl. 19:03. Verðlaunaafhending verður að lokinni sveitakeppninni mánu- dagskvöldið 19. febrúar kl. 20:00. Þijú efstu pörin fá verðlaunagripi til eignar og átta efstu pörin hljóta peningaverðlaun, samtals 10.350$. 1. verðlaun 3.200$, 2. verðlaun 2.200$, 3. verðlaun 1.600$, 4. verðlaun 1.100$, 5. verðlaun 700$, 6. verðlaun 500$, 7. verð- laun 300$, 8. verðlaun 250$, 9. verðlaun 200$, 10. verðlaun 150$, 11. verðlaun 150$, 12. verðlaun 150$. Auk þess verða aukaverðlaun fyrir hæstu skor í umferð 1-10, 11-20 og 21-30 150$ á par, samtals 450$. Opna Flugleiðamótið í sveita- keppni hefst kl. 13:00 sunnudag- inn 18. febrúar. Spilaðar verða 10 umferðir með 10 spila leikj- um. Sveitum verður raðað saman Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRÁ BRIDSHÁTÍÐ í fyrra. Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jóhannsson spila gegn George Mittleman og Fred Gitle- man. Hinir fyrrnefndu unnu silfurverðlaunin í sveitakeppninni en Mittleman og Gitleman voru í sigursveit Zia Mahmood. eftir Monradfyrirkomulagi, þ.e. sveitir með svipaðan stigafjölda eigast við. í fyrstu tveimur um- ferðum ræður þó hlutkesti hvaða sveitir spila saman. I 3. umferð er raðað eftir úrslitum í 1. um- ferð og í 4. umferð er raðað miðað við stöðuna eftir tvær umferðir. Sex umferðir verða spilaðar á sunnudag með matarhléi eftir 4 umferðir, kl. 19:00 til 20:30. Sveitakeppninni verður haldið áfram kl. 13:00 mánudaginn 19. febrúar og spilaðar fjórar síðustu umferðirnar. Spilamennsku lýkur kl. 19:15 og verður verðlaunaaf- hending fyrir hvoratveggju keppnina kl. 20:00. Fyrirliðar sveitanna fá í upp- hafi móts eyðublöð þar sem úr- slit hverrar umferðar eru skráð og er áríðandi að þessum eyðu- blöðum sé skilað til keppnisstjóra um leið og úrslitin liggja fyrir svo hægt sé að birta stöðu í mótinu. Á þessi blöð eru einnig færð gullstig spilaranna og eru fyrir- liðar beðnir að merkja greinilega hveijir spiluðu viðkomandi leik og muna að setja kennitölur allra spilaranna á blaðið. Efsta sveitin fær verðlauna- gripi til eignar og varðveitir Flugleiðabikarinn næsta árið. Að auki hljóta fimm efstu sveit- irnar peningaverðlaun, samtals 7.300$. 1. verðlaun 3.000$, 2. verðlaun 2.000$, 3. verðlaun 1.200$, 4. verðlaun 800$, 5. verðlaun 300$. Valdir leikir úr opna Flugleiða- mótinu verða sýndir á sýningar- töflu í Auditorium. Tilkynnt verð- ur jafnóðum hvaða sveitir eigast við í töfluleikjum og fer það eftir stöðu í mótinu. Áhorfendum er einnig heimilt að horfa á við spilaborðin í opnum sal en þeir eru vinsamlega minnt- ir á að fara eftir settum reglum. Reykingar eða önnur tóbaks- neysla eru ekki leyfð í spilasölun- um. Keppnisstjórar á Bridshátíð eru Sveinn R. Eiríksson og Jakob Kristinsson. Reiknimeistarar eru Steingrímur Gautur Pétursson og Sveinn R. Eiríksson. Mótstjóri er Elín Bjarnadóttir. SVIPMYNDIR Hveifisgötu 18, simi 552 2690 FERMINGARMYNDATOKUR Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu ■kjarni máisins! voc* JÞmatsös*. flZZA VOGA tílJVFA ytxiA IIDÝFA ibþl PÍTU5Ó5* VOGA ,yo.GA IDÝFA yOGA IDÝFA [VOGA NVNv íslenskt H já takk VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.