Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Birtíng og
fílahattur
Sinfóníuhljómsveit íslands
Verk eftir Jón Leifs,
Grieg og Sibelius
MYNPLIST
Nýlistasafniö
MYNDVERK
Lothar Pöpperl, Sigríður Hrafnkels-
dóttir, Hlynur Helgason, Gallerí
Gúlp. Til 18. febrúar. Aðgangur
ókeypis. Opið frá 14-18 alla daga.
ER INN í Nýlistasafnið kemur
blasir við röð smámynda eftir Þjóð-
verjann Lothar Pöpperl, sem eru
líkastar stefi við eitt tilbrigði.
Nefna má þetta naumhyggju, en
er þó af öðrum meiði því grunn-
hugsunin er önnur, meira hrein
formhugsun og málverk en minna
innsetning.
Eitthvað eru þessar myndir
þessa eintóna tvíleiks framandi og
seinteknar, hrærðu lítið við mér
þrátt fyrir endurtekna skoðun, því
þær virkuðu meira á mig sem til-
raunir í listaskóla en mótuð lista-
verk, jafnframt virtust lítil átök að
baki þeirra.
Þótt innsetning Sigríðar Hrafn-
kelsdóttur í gryfjunni skeri sig vart
mikið úr því sem maður er vanur
á þessu sviði á seinni tímum er hún
svo vel sett upp í rýminu, að hún
nær að kveikja þar líf. Þá býr lista-
konan yfir tærri myndhugsun sem
hún leitast við að útvíkka í hinum
mismunandi efnum og gefa nöfnin
á myndunum það ótvírætt til
kynna; „Bráðinn sykur og tré“
(1996), „Bómullarefni og silíkon"
(1994), „Fílahattur og steinsteypa"
(1995), „Gólfdúkur og ullargarn"
(1995) og „MDF og herrafataefni"
(1994).
Sigríður vísar til þess, að hún
leiti eftir möguleikum í því tví-
ræða, ekki endanlegri lausn. Það
má til sanns vegar færa því hér
er aftur um eins konar tvíleik að
ræða, almenna hönnun í nýrri efna-
samsetningu sem þó er jafn nálæg
okkur og sjálf viðfangsefnin. Hinn
sjónræni tvfleikur er þannig áleitið
viðfangsefni í list þeirra Pöpperl
og Sigríðar, en útfærslan er næsta
ólík, því í fyrra fallinu er um klass-
ískan vinnslumáta að ræða, en í
hinu seinna er ferlið nútímalegra
og þó einnig almennara, sem kem-
ur beint úr smiðju hinna samhæfðu
listaskóla.
Það er mikil hætta á því að út-
koman verði alls staðar eins, þegar
listaskólarnir hafa komið upp
ákveðnum staðli um hvað sé fram-
bærilegt á hverjum tíma, „in“ eins
og það nefnist, því þá er um þegn-
skyldu við trúvillu í listinni að ræða
fremur en nýja og ferska trúvillu.
Menn verða að athuga að hvar-
vetna er verið að koma upp tilbún-
um stefnumörkum, í anda eins kon-
ar viðurkennds hópeflis og mynd-
ræns marxisma sem boðar að til-
gangurinn helgi meðalið, en síður
einstaklingshyggju og uppreisn
gegn viðteknum gildum og jafn-
framt hinum samhæfðu listaskól-
um. Mesta vandamál framsækinna
listamanna á síðustu tímum er
þannig að hrista af sér miðstýring-
una og hafna þeirri forsjárhyggju
sem mjög er farin að ryðja sér
rúms. Gerir hinar stóru alþjóðlegu
sýningar að eins konar sjónrænu
fjölleikahúsi þar sem stjórnendurn-
ir ráða öllu og listamennirnir eru
sem strengbrúður. Listin er að
komast í sjálfheldu eins og kerfíð
var í austri, sem nú er ein tjúkandi
rúst og ættu menn að draga af því
nokkurn lærdóm. Þetta er einfald-
lega ný tegund af listrænni ánauð,
þar sem hver sá er brýtur regluna
er óvinur kerfísins og ber að tor-
tíma.
Þetta er sett hér fram vegna
þess, að í myndhugsun Sigríðar
kemur fram viss ferskleiki sem hún
ætti frekar að reyna að ganga út
frá en að vinna sér hylli „kommiser-
anna“, sem eru jafn óvægir og
óskeikulir um ágæti sitt og ráð-
stjómin var í austri
Ganga má út frá að rýmið í
gryfjusalnum sé of opið fyrir þessa
innsetningu og of langt á milli ein-
stakra eininga framkvæmdarinnar,
en það skapar einnig vissa og raf-
magnaða óvissu og hulin tengsl.
Þannig mætti alveg ætla að ein-
staka verk nyti sín mun betur í
öðru umhverfi þar sem hintmiðuð
nálgun væri meiri.
Hlynur Helgason sýnir á sér
nýja hlið á palli, í formi nokkurra
stórra ljósmynda, sem hann nefnir
„birting hlutanna". Telst það rétt-
nefni, því á kolsvörtum grunni glitt-
ir í ljós er varpar dularfullu birtu-
flæði á húsasamstæðu. Þetta er í
sjálfu sér áhrifaríkur gjörningur,
en hér kemur tvennt til sem dregur
mátt úr honum, tækninni er ábóta-
vænt hvað upplímingu myndanna
snertir, en þar má ekkert fara úr-
skeiðis ef áhrifin eiga að komast
til skila. Og svo er myrkrið full
slétt og hart, andar ekki eins sem
kolniðamyrkur gerir þó undantekn-
ingarlaust. Þannig verður þetta
áþreifanlegt tilbúið myrkur, síður
óáþreifanlegt tóm flauelssvarts lit-
MYND eftir Hlyn Helgason.
ar sem er dekksti tónninn í litakerf-
inu.
Allan SÚMTsalinn hefur Hlynur
svo tekið undir eina allsheijar inn-
setningu þar sem undnir' klæða-
strangar eru girtir og traustlega
skorðaðir kruss og þvers um sal-
inn, svo skoðandinn kemst hvergi
og stendur vandræðalegur á stiga-
skörinni. Honum leyfast þó nokkur
skref og þá sér hann stafi á nokk-
urs konar hengirúmaformunum,
rekur augun í ýmsar áleitnar skrif-
aðar tilvísanir, sem koma eins og
af himnum, því þær eiga lítið skylt
við hina sjónrænu opinberun.
„Þreifaðu á maganum á mér. And-
aðu hraðar. Rektu hnéð upp undir.
Taktu þétt um rassinn. Ekki gráta
svona, slappaðu af.“ Þetta hefði
listamaðurinn þurft að skilgreina
betur því að hið óstjórnlega andríki
fer hér forgörðum. Sama er að
segja um gjörninginn úti í porti,
því hann fer að öllum líkindum fram
hjá flestum.
Það eru litlar skrifaðar upplýs-
ingar um þessa gjörninga í safninu
að venju og þó svo þeir kunni að
vera augljósir og skiljanlegir þeim
sem hafa lært formúluna eru þeir
jafn óskiljanlegir almenningi og
það er misvísandi að gleyma rúsín-
unum í jólakökuna.
Það er svo frekar slakt til frá-
sagnar fyrir hið hámenntaða lista-
fólk, að bera verður lof á framsetn-
inguna í gestaherberginu, þar sem
Gallerí Gúlp er til húsa þessa dag-
ana. Þar vantar hvergi útskýringar
á einstökum þáttum fram-
kvæmdarinnar og tilfallandi gjörn-
ingum á öldurhúsum og út um all-
ar trissur. Annað mál er, að þetta
er leikur þar sem gerendurnir eru
í aðalhlutverkinu og skemmta sér
konunglega að því er virðist og
vissulega er gaman að öllu slíku
flippi, sem er eins og framlenging
bernskunnar svo sem og öll list er
í kjama sínum.
Bragi Ásgeirsson
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabíói í
kvöld kl. 20 verða leikin verkin
Galdra-Loftur, forleikur eftir Jón
Leifs, Píanókonsert í a-moll eftir
Edward Grieg og Sinfónía nr. 2
eftir Jean Sibelius. Hljómsveitar-
stjóri er Osmo Vánská og einleik-
ari Ilana Vered.
Þau tónverk sem leikin verða á
tónleikunum næstkomandi
fímmtudagskvöld eru sýnishorn
af þeirri tónlist sem hljómsveitin
mun ieika í tónleikaferð sinni í
Bandaríkjunum.
Jón Leifs varð á unga aldri fyr-
ir miklum áhrifum af leikriti Jó-
hanns Siguijónssonar, Galdra
Lofti. Á námsárum sínum í Þýska-
landi gerði hann drög að tónlist
við leikritið sem hann lauk síðan
við árið 1925 og nefndi Hljómleik-
ar við Galdra Loft op. 6. Árið
1928 samdi hann sjálfstæðan for-
leik að verkinu og það er hann sem
fluttur verður á tónleikunum. I
forleiknum heyrist klukknahljóm-
ur, sálmasöngur, særingar, graf-
arhljóð og þrumugnýr.
Sumarið 1868 dvaldi Grieg, sem
þá var nýkvæntur," ásamt fjöl-
skyldu sinni á sveitabýli í Söllerröd
í Danmörku. Á því ljúfa sumri
samdi Grieg píanókonsert sinn.
Sennilegt þykir að Grieg hafi haft
píanókonsert Schumanns, sem
einnig er í a-moll, að fyrirmynd,
en á námsárum sínum í Þýska-
landi var Grieg mikill aðdáandi
Schumanns. Þótt píanókonsertinn
fengi afbragðsviðtökur þegar
hann var frumfluttur í Kaup-
mannahöfn í apríl 1869 var Grieg
ekki ánægður með þessa fyrstu
gerð og átti hann eftir að gera
ótal breytingar þar til sú útgáfa
leit dagsins ljós sem nú er jafnan
Osmo Vanska Ilana Vered
leikin. Sumir tónlistarfræðingar
hafa gengið svo langt að telja
píanókonsertinn eitt fullkomnasta
tónverk í allri uppbyggingu og
gerð sem samið hefur verið fyrir
þessa samsetningu, þ.e. píanó og
hljómsveit.
Sibelius var á fertugsaldri þegar
hann samdi aðra sinfóníu sína. I
sinfóníunni sameinast ítalskur
andblær og norrænar ástríður.
Verkið er tileinkað velgjörðar-
manni tónskáldsins, Axel Carpel-
an, barón. Carperlan hafði veruleg
áhrif á líf og starf Sibeliusar bæði
í andlegum og veraldlegum efnum.
Carpelan skipulagði m.a. fjársöfn-
un til að Sibelius gæti ferðast til
Ítalíu árið 1901 en þar hóf hann
smíði sinfóníunnar. Sagt hefur
verið að í sinfóníunni sé Sibelius
að lýsa landi sínu og þjóð í vakn-
andi frelsisþrá.
Píanóleikarinn Ilana Vered er
fædd í Israel. Fimmtán ára gömul
útskrifaðist hún með láði frá Tón-
listarháskólanum í París. Síðar
nam hún við Juillard-tónlistarskól-
ann í New York. Hún var ein af
fyrstu vinningshöfunum í Alþjóð-
legrí keppni ungra einleikara. II-
ana hefur komið fram með helstu
hljómsveitum vestan hafs og aust-
an undir stjórn manna eins og
Mstislav Rostropovich, Zubin
Mehta, Leonard Slatkin o.fl.
Tímarit
• ÚT ER kominn 16. árgangur
Sagna, tímarits um söguleg
efni. | því má finna brot úr bíó-
sögu íslands í tilefni af 100 ára
afmæli kvikmyndarinnar, en Egg-
ert Þór Bernharðsson ritar
greinina íslenskur texti og er-
lendar kvikmyndir. Einnig má
finna grein um mannkynbætur og
sögu reiðhjólsins sem flutninga-
farartækis í Reykjavík. Tvær rit-
gerðir tengjast miðöldum og fjallar
önnur um íslenskar kirkjubygg-
ingar á miðöldum en hin um siða-
skiptin. Einnig eru greinar um
sóknina gegn sullaveiki og holds-
veiki og barneignir íslenskra
kvenna í byijun 19. aldar. Helgi
Ingólfsson og Magnús Hauksson
skrifa um sagnfræðina sem skáld-
skap.
Sagnir koma úr einu sinni á árí
og í tímaritinu er að finna fjölda
mynda. Það er að þessu sinni 80
bls. ogfæst hjá Sögufélagi íFisch-
ersundi, Máli og menningu á
Laugavegi ogBóksöIu stúdenta
ogkostar 1.500 krónur.
viltu hqfa hœgindastólinn?
Permuform er ekki síðra oð innan en utan...
Ármannsfell býður þessar glæsilegu íbúðirtil sölu í Grafarvogi og Kópa-
vogi. (búðirnar eru afhentar fullbúnar með öllum innréttingum, sérinngangi
og þvottahúsi í íbúð. Hagstætt verð, lán frá seljanda og húsbréf þýða
greiðslubyrði sem þú ræður auðveldlega við.
2ja herbergja
íbúðin er afhent fullbúin en á mynd-
Kaupverð 6.200.000 inni má sjá persónulega útfærslu á
Undirritun samnings 300.000 Permaform íbúð.
Húsbréf 70% (f 25 ár) 4.340.000
Lán seljanda* 1.000.000
Við afhendingu 560.000 ** *
Meðal greiðslubyrði á mán** 32.913
*Veitt gegn traustu fasteignaveöi, vextir 7,4% til 20 ára.
**Ekki tekiö tillit til vaxtabóta sem geta numiö allt
aö 15.000 kr. á mánuöi
Armannsfell hf.
Funahöfda 19 ■ sími 587 3599
http://nm.it/armf0ll