Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 39 MINNINGÁR ur maður. Ég minnist þess þegar hann missti vin sinn Baldur Waage. Óli kom til okkar um kvöldið og fór að tala um lát Baldurs, hvað það hefði borið brátt að. Allt í einu stoppaði Óli og þegar ég leit á hann sá ég tár renna niður vanga hans. Nú er komið að okkur að kveðja Óla. Við hjónin viljum votta konu hans Reynheiði og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Vertu sæll, Óli. Trausti Einarsson. Kær vinur hefur kvatt. Ég eignaðist þig fertugan og missti þig sextugan. Ljúf voru þessi ár, en allt of fá. Nú langar mig að þakka þér allar gleðistundirnar, sem við áttum saman, eftir að við pabbi þinn bundumst vinaböndum. Allt í einu var ég orðin rík. Fékk þig sem son og þijú elskuleg ömmu- börn, sem öll hafið reynst mér gleði- gjafar. Það var alltaf hlýja í orðun- um „sæl mútta“ og „sæl amma“. Allar þinar íjölskyldur og vinir sýndu mér meiri kærleika og ein- lægni en ég held að ég hafi átt skilið. Ég man alltaf hvað pabbi þinn var stoltur, þegar vinir hans í Karlakór Keflavíkur kölluðu „kem- ur engillinn hans Hjalta", þegar við vorum að koma á skemmtanir hjá kórnum. Þær voru margar ljúfar stundirnar Óli minn Þór, sem við áttum saman í kórferðum og á skemmtunum í þeim félagsskap. Þá varst þú oft hrókur alls fagnað- ar. Þeim stundum fækkaði of fljótt. Þeir hafa fagnað þér, með söng, kórfélagarnir sem farnir voru á undan ef ég þekki þá rétt. Hvað mér þótti vænt um, Hjalti minn og Lóa, þegar þið komuð á nýársdag, með pabba þinn og hans fjölskyldu. Þá skynjaði ég að þetta var síðasta faðmlagið okkar. Elsku vinir, Reynheiður og ömmubörnin mín, ég votta ykkur samúð mína. Guð veri með vinum okkar. Vertu sæll Óli minn Þór. Þín mútta, Anna Magnúsdóttir Nú er sárt að hugsa til þess að hann afi minn, Óli Þór Hjaltason, er dáinn. Ég á margar góðar minn- ingar um hann og langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Afi var ekki bara góður vinur heldur líka vinnufélagi. Við unnum saman í þijú sumur og var það ánægjulegur tími. Afi leiðbeindi mér oft en aldrei hækkaði hann hljómmikla röddina eins og ég heyrði hann stundum gera við aðra. Þegar mamma og pabbi fóru einu sinni til útlanda vorum við systurn- ar hjá afa og ömmu í pössun og lærði ég þar margt, þar á meðal borðsiðina sem afi hafði gaman af að kenna. Minningar mínar um afa eru full- ar af gleði og hlýju og kveð ég þig, afi, með virðingu og þakklæti. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hólmfríður María Hjaltadóttir. Nú þegar Óli Þór Hjaltason er horfinn yfir móðuna miklu, eftir erfiða baráttu við óvæginn sjúk- dóm, finnum við fyrir tómarúmi í hugum okkar og er það undarleg tilhugsun að eiga ekki eftir að finna þann ferska andblæ sem fylgdi hon- um í lífinu. Við hjónin kynntumst Óla Þór fyrir um það bil átta árum, er hann giftist Reynheiði Runólfs- dóttur eftiríifandi eiginkonu sinni. Það má segja að fljótt hafi mynd- ast sterkt og gott vinasamband, og börnum okkar varð hann fljótt sem kær afi. í fyrsta sinn er yngri son- ur okkar kallaði hann afa, varð drengurinn hálf vandræðalegur en á eftir fékk hann hlýtt faðmlag og þar með staðfestingu á því að hann mætti kalla hann afa. Svona var Óli Þór, þó yfirborðið væri hijúft á stundum var ávallt stutt í brosið og hlýjuna. Hann var einn af þeim mönnum sem hafði ákveðnar skoð- anir á lífinu og tilverunni, eklci síst í stjórnmálum. Við minnumst hans sem trausts og góðs félaga, manns sem alltaf var hægt að leita til, hvort sem var að rétta hjálparhönd eða að ræða málin í góðu tómi. Við hjónin og börn okkar færum Reyn- heiði og börnum hans, Hjalta, Ólafi Eyþór og Ingibjörgu, tengdabörn- um og bamabörnum okkar innileg- ustu kveðjur. Á kveðjustundinni langar okkur að þakka skemmtilega samfylgd og viljum við kveðja með þessu ljóði eftir Tómas Guðmunds- son. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem h'efði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Magnús Jón og Sigurósk Hulda Svanhólm. I dag fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju útför vinar míns og söngfé- laga úr Karlakór Keflavíkur, Óla Þórs Hjaltasonar. Andlát hans kom okkur ekki á óvart sem fylgst höfð- um með baráttu hans við þennan ólæknandi sjúkdóm upp á síðkastið. Óli Þór gekk undir lungnaskurð fyrir tveimur árum, í fyrstu var haldið að komist hefði verið fyrir meinsemdina en svo var ekki. Ég átti þess kost að vinna mikið með Óla Þór í sambandi við uppbygg- ingu félagsheimilisins, hann átti sæti í byggingarnefndinni frá upp- hafí og sat í stjórn kórsins í níu ár á meðan á byggingunni stóð. Það er ekki hallað á neinn þó fullyrt sé að Óli Þór átti mestan þátt í því að koma félagsheimili kórsins upp, fjáröflun sem hann stóð fyrir í því sambandi var með eindæmum og dugnaðurinn eftir því. Óli Þór hafði mikinn og sterkan persónuleika, það sópaði að honum hvar sem hann fór, hann var mikill að vallar- sýn og hafði sterka og djúpa rödd, þess vegna virkaði hann hijúfur í viðmóti við fyrstu sýn, hann var beinskeyttur og gat verið harð- skeyttur ef á þurfti að halda, ófeim- inn að láta skoðanir sínar í ljós, var þá fastur fyrir og ákveðinn. Þeir sem kynntust Óla Þór áttu þar góðan og traustan vin. Eftlr að Óli Þór fluttist til Hafn- arfjarðar var hugur hans ávallt hér á Suðurnesjum, ef eitthvað rofaði til hjá honum með heilsuna var hann strax kominn hingað til að vinna hjá Hjalta syni sínum og það gerði hann á meðan kraftar leyfðu. Ég heimsótti hann fyrir nokkrum dögum, hann spurði strax hvernig kórstarfið gengi, það glaðnaði yfir honum þegar ég sagði að nú værum við að syngja inn á geisladisk og það gengi vel með rekstur félags- heimilisins. Þegar litið er til baka koma upp í hugann skemmtilegar minningar frá ógleymanlegum samverustundum með Óla Þór bæði í utanlands- og innanlandsferðum kórsins þar sem hann var þá alltaf hrókur alls fagnaðar, albúinn að taka þátt í öllu sem vakti gleði og hlátur. Af mörgu er að taka, t.d. þegar þeir nafnarnir Óli Erlings dönsuðu saman stríðsdansinn í Klakksvík við mikinn fögnuð við- staddra í Færeyjaferð kórsins um árið. Mér er ógleymanleg veiðiferð sem við Óli Þór fengum að taka þátt í þegar Karlakórinn fór í söng- ferðalag til Kanada fyrir 10 árum, þá var okkur boðið í laxveiði í Kyrrahafínu og var það heilt ævin- týri þó minna hafi farið fyrir veið- inni sjálfri. Að leiðarlokum þökkum við fé- lagarnir þér, kæri vinur, áralanga vináttu og traust og frábært starf í þágu Karlakórs Keflavíkur. Um leið og við Elsa þökkum þér allar ógleymanlegar samverustundir á liðnum árum sendum við öllum þín- um aðstendendum hugheilar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Óla Þórs Hjaltasonar. Jóhann Líndal. Traustur og ötull liðsmaður Alþýðuflokksins, Óli Þór Hjalta- son, er fallinn frá. Með honum er genginn atorkusamur flokksfé- lagi, sem aldrei lét sig muna um að taka til hendi þegar baráttan fyrir jöfnuði og bræðralagi var annars vegar. Leiðir okkar Óla Þórs lágu fyrst saman fyrir um það bil hálfum þriðja áratug, þegar hann var í fararbroddi Keflavíkurkrata. Síð- ustu árin var heimili hans hins vegar í Hafnarfirði og okkar sam- fundir urðu tíðari. Við áttum ein- att tal saman um stöðu flokks og framtíðarhorfur, hvort heldur við hittumst á flokksfundum ellegar þegar hann leit inn á skrifstofu mína. Óli Þór hafði glöggan skiln- ^ ing á flokksstarfinu og einkum var hann í essinu sínu í kringum prófkjör og kosningar, enda hann vinmargur og átti létt með að tala við fólk. Stundum hafa menn á borð við Óla Þór Hjaltason verið nefndir kraftmiklir kosningasmal- ar og í hugum sumra hefur slíkt heiti yfir sér neikvæða merkingu. Það er hins vegar langur vegur frá því að svo sé. Óli Þór var ein- faldlega duglegur, blátt áfram og einarður í baráttu sinni fyrir vel- ferð flokks og frambjóðenda og taldi ekki eftir sér að eiga orðræð- ur við náungann. Hann sagði stundum við mig að nútímaaðferð- ir í kosningabaráttu, heilsíðuaug- lýsingar í dagblöðum og eilífar sjónvarpsauglýsingar, drægu úr nauðsynlegum beinum og millil- iðalausum samskiptum frambjóð- enda, flokksmanna og kjósenda. Ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér. Ég kveð Óla Þór Hjaltason með söknuði. Ég veit að líkamleg heilsa hans var farin að bila hin síðustu misseri, en andinn var óbugaður. Innilegustu samúðarkveðjur til eftirlifandi ættingja, venslamanna 1 og vina. Blessuð sé minning Óla Þórs Hjaltasonar. Guðmundur Árni Stefánsson. SVEINBJORN ERLINGSSON + Sveinbjörn Erl- ingsson fæddist í Vestmannaeyjum 28. mars 1913. Hann lést í hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík 8. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Erlingur Filip- pusson, f. 13.12. 1873 í Kálfafell- skoti í Fljótshverfi, þá vélsmiður í Vest- mannaeyjum, síðar grasalæknir í Reykjavík, d. 25.1. 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir, f. 11.7. 1881 á Gils- árvöllum, Borgarfirði eystra, d. 27.5.1934 í Reykjavík. Systk- ini Sveinbjarnar eru: Jón, vél- stjóri, f. 25.4. 1908, fórst með es. Heklu 29.6. 1941; Gissur Ólafur, þýðandi, f. 21.3. 1909; Stefanía, húsmóðir, f. 21.4. 1910, d. í Vancouver, Kanada, 2.10.1992; Gunnþórunn, f. 10.8. 1911, húsmóðir; Þorsteinn, f. 21.7. 1914, vélsiníðameistari; Soffía, f. 2.6. 1916, d. 7.6. 1916; ÓIi verkamaður, f. 10.7. 1917, d. 17.12. 1955; Ásta Kristín, grasalæknir, f. 12.6. 1920; Soffía, hús- móðir, f. 24.9. 1922; Regína Magðalena, húsmóðir, f. 30.9. 1923; Einar Sveinn vélstjóri, f. 3.3. 1926. Eftirlifandi kona Sveinbjarnar er Guðný Guðjónsdótt- ir, verkstjóra í Reykjavík Þórólfssonar og konu hans Guðlaugar Pálsdótt- ur. Börn Sveinbjarnar og Guðnýjar eru Guðlaug sjúkra- þjálfari, gift Höskuldi Jónssyni forstjóra, og Valur vélvirki, áður kvæntur Valdísi Jónsdótt- ur; þau skildu. Barnabörnin eru fjögur, Þórður, Sveinbjörn og Jón Höskuldssynir og Guðjón Valur Valsson. Útför Sveinbjarnar fór fram í kyrrþey. DAUÐANN ber að með ýmsu móti. Ymist gerir hann ekki boð á undan sér, kemur snöggt og óvænt einsog reiðarslag og skilur þá sem eftir lifa harmþrungna og einsog í losti, eða hann hefur langan aðdraganda, smádregur þrótt úr þeim sem hann vitjar, uns yfir lýkur og kemur þá sem vinur og læknir þrauta. Þann- ig var andláti Sveinbjarnar bróður okkar háttað. Fyrir allmörgum árum tók hann að kenna Parkin- sonsveiki, þess sjúkdóms, sem hægt og sígandi dró úr honum máttinn uns hann að síðustu hafði rænt hann mættinum til að tjá sig á mæltu máli. Honum var dauðinn lausn og líkn frá þrautum. Sveinbjörn fluttist fimm ára gamall ásamt móður sinni og þrem bræðrum frá Borgarfirði eystra til Reykjavíkur, vorið 1918. Haustið áður hafði faðir okkar flust suður með Jón, elsta soninn. Sveinbjörn ólst upp í sístækkandi systkinahópi á Haukalandi, syðst í Vatnsmýr- inni. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann var orðinn liðtækur að hjálpa til við garðrækt og mótekju, að ekki sé talað um söfnun jurta, eftir að faðir okkar tók að stunda grasalækningar sem aðalstarf, enda var hann kappsamur og ötull til alls sem hann tók sér fyrir hend- ur. Snemma varð hann áhugasam- ur skákmaður. Elduðu þeir tíðum grátt silfur á þeim vettvangi, hann og Þorsteinn, árinu yngri en Svein- björn. Ekki leið á löngu þar til þeim nægði ekki að tefla hvor and- spænis öðrum við skákborð, heldur tóku að iðka blindskák af kappi langt innanvið fermingu. Þótt ekki tækju þeir upp manntafl sem keppnisíþrótt urðu þeir furðu leikn- ir skákmenn, og tjóaði fáum að etja við þá kappi á þeim vettvangi. Gissur, næstelsti bróðirinn, kennir þeim um að hann guggnaði innan fermingaraldurs á þessari íþrótt, þar sem hann stóð hvorugum þeirra snúning, þótt Qórum árum væri eldri en Sveinbjörn. Sögð er saga, úr ferð fjölskyld- unnar frá Borgarfirði til Reykjavík- ur með gamla es. Sterling. Við synirnir ungu, Gissur níu ára, Sveinbjörn fimm og Þorsteinn tæp- lega fjögurra, undum okkur illa í uppsölusvækjunni neðanþilja, þar sem móðir okkar lá og mátti sig ekki hræra, þótt sá yngsti, Óli Filippus, yrði að láta sér vistina þar lynda, enda ekki orðinn árs- gamall. Strákarnir kusu heldur að ærslast uppi á dekki, en þar sem Gissur óttaðist að þeir yngri kynnu að fara sér að voða, tók hann það til bragðs að binda Svenna og Dodda saman og tjóðra þá við aft- urmastrið. Þorsteinn lætur þess getið nú er leiðir skilja að þetta tjóðurband hafí reynst óvenju- traust, því þeir bræður hafa alla ævi verið tengdir nánari böndum en gerist og gengur, jafnvel milli systkina og hafa þau bönd ekki síður tengt fjölskyldur þeirra. Þegar Sveinbjörn hafði aldur til settist hann í barnadeild Kennara- skólans og naut þar góðrar hand- leiðslu Ásgeirs Ásgeirssonar og Steingríms Arasonar, sem þá kenndu kennaraefnum og höfðu umsjón með æfingadeildinni. Sveinbjörn var ágætum námsgáf- um gæddur, sem síðar nýttust vel í Iðnskólanum og vélstjóraskólan- um, þaðan sem hann útskrifaðist sem vélstjóri 1935, en bætti síðan við námi í rafmagnsdeild skólans og lauk þaðan prófí 1938. Að loknu námi réðst Sveinbjörn sem vél- stjóri, fyrst á togara, en starfaði á stríðsárunum lengstum á skipum Eimskipafélags íslands. Síðar gerð- ist hann vélstjóri á skipum Jökla hf., Vatnajökli og Drangajökli, þá yfírvélstjóri á ms. Önnu Borg sem hf. Kol og salt átti og gerði út, en þegar sú útgerð lagði upp laupana starfaði hann sem yfirvélstjóri á dönskum skipum um nokkurra ára skeið. Sjómennsku sína endaði hann sem vélstjóri á varðskipunum, þar sem hann meðal annars tók þátt í þorskastríðinu við Breta á áttunda áratug aldarinnar. Sam- viskusemi Sveinbjarnar og hæfni sem vélstjóra var viðbrugðið. Hann lagði metnað sinn í starfíð og var einkum fyrirhyggjusamur um að öll aðföng til véla og viðhalds væru með þeim hætti að vel væri fyrir öllu séð. Ennfremur starfaði hann nokkuð við vélsmíðar, aðallega með Þorsteini bróður sínum, sem lengi annaðist uppsetningu og viðhald frystihúsa og mjólkurvinnslustöðva auk annarra verkefna víða um land. Það var Sveinbimi mikið gæfu- spor er hann kvæntist Guðnýju Guðjónsdóttur sem allan þeirra næstum því 56 ára búskap bjó manni sínum og bömum hlýlegt og listrænt heimili sem hún stýrði af ástúð og smekkvísi. Fyrstu hjúskap- arárin vom þau í sambúð við for- eldra Guðnýjar, reistu sér síðan í félagi við þau vandað tvílyft hús við Efstasund, þar sem þau bjuggu öll þangað til eftir andlát Guðjóns, höfðu síðan skamma viðdvöl í Álf- heimunum, uns þau festu kaup á húsinu við Kambsveg 35, þar sem Guðný býr enn. í því húsi andaðist Guðlaug móðir hennar. Það segir nokkuð um þau hjón, Sveinbjöm og Guðnýju, að þau slepptu ekki hend- inni af foreldrum hennar þegar elli sótti að og kraftar þurrn, og áttu þau því láni að fagna að njóta umönnunar og ástúðar dóttur sinnar og tengdasonar í heimahúsum uns yfír lauk. Eftir að leiðir skildi með Val og Valdísi tóku þau að sér ung- an son þeirra og ólu hann upp að mestu sem sitt eigið barn. Svein- björn var góðum gáfum gæddur, víðlesinn, urínandi góðrar tónlistar og áhugasamur um hvaðeina sem til framfara mátti horfa. Þótt hann hafi ekki látið til sín taka að marki á opinbemm vettvangi hafði hann fastmótaðar skoðanir á þjóðmála- sviðinu og skipaði sér þar í sveit sem hann taldi þá sem minni mátt- ar voru helst eiga skjóls að vænta. Hann var einarður í framkomu og frábitinn fláttskap og sýndar- mennsku. Hann kom jafnan fram einsog hann var klæddur og hélt fram skoðunum sínum af einbeitni við hvem sem í hlut átti. Ráðvendni og réttsýni vom honum í blóð borin. Sveinbjörn er sá fímmti tólf systkina til að kveðja þennan heim, sjö emm við enn eftir, öll komin á efri ár og höfum ásamt honum skil- að löngu ævistarfi. Þess er að vænta að ekki þurfi lengi að bíða uns þau okkar sem enn lifa hafí einnig safn- ast til feðra sinna og mæðra, og dvelji eftir það héma megin grafar einungis í minni afkomendanna, þar til að lokum yfír dregur hulu gleymskunnar. Svo er mannlegu lífí háttað, kynslóðir hverfa og nýjar taka upp þráðinn úr höndum þeirra sem á undan gengu. Systkinin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.