Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fínleg ljóðræna TONLIST Tónlistarfclag Akureyrar ÍSLENSK SÖNGLÖG Tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju laugardaginn 10. febr- úar kl. 17. A efnisskránni var Dic- hterliebe eftir Robert Schumann og íslensk sönglög eftir Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar Ragn- arsson, Arna Thorsteinsson og Sig- fús Einarsson. Flytjendui' vom Mich- ael Jón Clarke baritónsöngvari og Richard Simm píanóleikari. MICHAEL Jón Clarke hefur starfað á Akureyri um 24ra ára skeið sem fiðlu- og söngkennari og kór- og hljómsveitarstjóri. Á síðustu árum hefur hann einbeitt sér sérstaklega að söngnum og vakið verulega athygli fyrir, er skemmst að minnast framgöngu hans í sálumessu Durufflés ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju og söngs hans með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í verki Oliver Kent- ish, Mitt fólk, sem var þjóðargjöf Breta til íslendinga á 50 ára lýð- veldisafmælinu. Richard Simm hefur starfað í Skagafirði og Ak- ureyri í 7 ár sem píanóleikari og kennari. Hann hefur haldið fjölda tónleika í Bretlandi, Bandaríkjun- um og íslandi og hlotið viðurkenn- ingar, m.a. fyrir túlkun sína á verkum Chopins. Simm hefur einnig unnið töluvert að útsetning- um á verkum ýmissa tónskálda fyrir tvö píanó sem virt útgáfufyr- irtæki eins og CPP/Belwin og Williamson Music hafa gefið út. Þeir félagar eru sem sagt í hópi hinna vel menntuðu útlendinga sem halda að miklu leyti uppi tón- listarlífinu í mörgum dreifðari byggðum landsins. Tónleikarnir hófust á meistara- verki Roberts Schumanns, Dicht- erliebe, 16 laga flokki við ljóð Heine. Hér eru allar bestu hliðar Schumanns til staðar; fínleg ljóð- ræna sem birtist á öllum skölum tilfinningalífsins og frábærlega útfærður píanóundirleikur sem ekki aðeins styður við laglínur söngvarans heldur einnig dregur fram, í eftirspilum flestra laganna, hin fínni blæbrigði ljóðsins. Flutn- ingur félaganna var mjög góður, þeir drógu skýrt fram allar and- stæður og uppbyggingu verksins og náðu að magna upp sterk áhrif. Björt og falleg baritónrödd Michaels á mjög vel við lög Schum- anns og píanóleikurinn var vel útfærður. Eftir hlé var komið að íslensku sönglögunum. Efnisskráin var tví- skipt: Unglíngurinn í skóginum og Mamma ætlar að sofna eftir Jór- unni Viðar við ljóð Halldórs Lax- ness og Davíðs Stefánssonar, Komdu og Haust eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Þorsteins frá Hamri og Thors Vilhjálmssonar og Lauffall Hjálmars H. Ragnarssonar við ljóð Snorra Hjartarsonar. Þessi lög unnu vel saman og buðu upp á ýmsa túlkunarmöguleika. Rómantík Jórunnar, glettni og gáski Atla Heimis og íhugult lag Hjálmars gáfu þeim félögum tæki- færi til að sýna ýmsar hliðar á list sinni og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi til tekist. Að lokum fluttu þeir klassísk sönglög eftir Áma Thorsteinsson og Sigfús Einarsson sem iokuðu efnisskránni á einkar fallegan hátt. Rúsínan í pylsuendanum var svo aukalagið Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldal- óns með nýjum undirleik eftir Ric- hard Simm þar sem hann fór svo sannarlega á kostum. Þetta voru góðir tónleikar og Akureyringar geta verið stoltir af því að eiga listamenn á borð við þá sem hér um ræðir. Eitt kemur þó óneitanlega upp í hugann á tónleikum sem þessum, en það er ástand hljóðfæris Tónlistarfélags- ins sem orðið er hálfrar aldar gam- alt og hefur svo sannarlega skilað hlutverki sínu. Því miður er ekki um betra hljóðfæri að ræða í bæn- um og úr því þarf að bæta. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson aiiðvcldiiri í iiicðlöriiin cii þú licldur. Sími 362 ÍÍ4ÍÍ4 Mlaslífí 10 ÚTSALAN í FULLUM GANGI 30-70% afsláttur • íþróttavörur • íþróttaskór • Leikfimifatnaður Póstsendum ® flSTuno ® SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Austurver sími 568 4240 .x-fsSi.,.-, ——'— Rosenthal - w*" Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð við allra hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. Ljósmynd/ívar Þórhallsson LEIKENDUR í Veðrið klukkan álján Snúður og Snælda sýna tvo einþáttunga LEIKFÉLAGIÐ Snúður og Snælda frumsýnir einþátt- unganna Veðrið klukkan átján eftir Henning Nielsen og Hátta- tíma eftir Philip Johnson í Ris- inu, Hverfisgötu 105, laugardag- inn 17. febrúar kl. 16. 1 kynningu segir: „Þetta er á yfirborðinu sakleysislegur leikur þar sem allt virðist snúast um veðrið og regnhlífaeign lands- manna, en þegar nánar er að gætt kraumar ýmislegt undir niðri. Seinni einþáttungurinn heitir Háttatími og er eftir breskan höfund, Philip Johnson. Segir þar af ekkju nokkurri, sjötugri og við bestu heilsu, sem undirbýr það af krafti að leggjast í kör, við misjafnar undirtekir þó.“ Alls taka átta leikarar þátt í þessari sýningu Snúðs og Snældu; þau Anna Tryggvadótt- ir, Bella Sigurjónsson, Brynhild- ur Olgeirsdóttir, Sigmar Hró- bjartsson, Sigríður Soebech, Sig- rún Pétursdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir og Þorsteinn Ólafs- son. Leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir og ljósahönnuður er Kári Gíslason. Sýningar verða í Risinu, sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga og hefjast kl. 16. ESAB Allt til rafsuðu = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur, bæði TÆKl, VÍR og FYLGIHLUTI. Forysta ESAB er trygging fyrir gæðum og góðri þjónustu. Fólk Nýr aðstoðar- leikhússljóri Leikfélags Reykjavíkur ■SIGRÚN Valbergsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur frá og með næsta leikári. Hún hefur þegar hafið störf til undirbúnings næsta leikárs. Sigrún er fædd 21. febrúar 1948. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1968, fyrri hluta upp- eldis- og kennslu- fræði frá Há- skóla íslands 1969 og leikara- prófi frá Leik- listarskóla Þjóð- leikhússins 1970. Frá 1970-1978 bjó hún í Þýskalandi. og stundaði nám í leikhúsfræðum við Kölnarhá- skóla (1975-1978). Á námsárun- um í Köln vann hún einnig við leik- hús í Berlín og fyrir sjónvarps- stöðvarnar WDR í Köln og NDR í Hamborg. Frá 1978 hefur Sigrún komið víða við í íslensku ieiklistar- lífi. Frá 1981 hefur Sigrún sett upp 25 leiksýningar, bæði hjá at- vinnu- og áhugaleikhúsum, þar af hefur hún tvisvar sett upp sýningar hjá Havnar Sjónleikarfélagi í Færeyjum. Einnig hefur hún leik- stýrt hjá Útvarpsleikhúsinu. Sigi-ún sat í stjórn Alþjóða áhugaleikhúsráðsins (1985-1993) sem fulltrúi Norðurlandanna, frá 1984 hefur hún setið í stjórn Leik- listarsambands íslands, frá 1989 sem formaður þess. 1990-1992 var hún formaður Leiklistarsambands Norðurlanda. Sigrún er gift Gísla Má Gísla- syni, rafmagnsverkfræðingi og bókaútgefanda, og eiga þau tvö börn. Listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur WBJARNI Jónsson hefur verið ráð- inn iistrænn ráðunautur hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Bjarni er fæddur árið 1966 á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófí frá Fjölbrautaskó- lanum á Akra- nesi árið 1986. Hann hóf haustið 1987 nám við Ludwig-Max- millians Uni- versitat í Miinchen. Þar lagði Bjarni stund á leikhús- fræði, nútímasögu og norræn fræði. Árið 1989 hlaut hann verðlaun fyrir leikrit sitt Korkmann í leikritasam- keppni Leikfélags Reykjavíkur sem haldin var í tengslum við opnun Borgarleikhúss. Bjarni lauk mag- ister-prófi frá háskólanum í Miinchen árið 1992. Bjarni starfaði hjá Hahn- Produktion sumarið 1993 og vann við uppsetningar borgarleikhússins í Frankfurt og Schiller-leikhúss- ins íBerlín á leikhúshátíðinni í Salz- burg. Árið 1994 frumsýndi Skaga- leikflokkurinn leikrit Bjarna, Mark. VEGLA Glersteinn á góðu verði ÁÍFÁÐOftGf KMARRARVOGI 4 •« 568 6755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.