Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 15 NEYTENDUR ÚRVERINU Ekkert frauð Frauðplast virðist hafa rutt sér til rúms á íslandi, hver svo sem stendur á bak við þá byltingu. Frauð er notað í bakka á veitingastöðum, undir skyndimat og til að senda mat í fyrirtæki. Það er í einnota kaffibollum (þvi það er svo freistandi að þíta stykki úr þeim eða pota í gegnum þá með blýanti). Og þú ferð ekki út í búð núorðið nema koma heim með 3-10 frauðplastpakka. Einn bakki undir kjötfarsið, annar undir ýsuflakið og jafnvel undir grænmeti eins og einn vesælan chilipipar eða þrjá litla tómata á tilboðsverði. Til hvers? Til hvers? Ég spyr vegna þess að frauðplast er ein skaðlegasta uppfinning sem gerð hefur verið fyrir umhverfið. Og eina svarið sem mér dettur i hug er að (eins og allar óþarfa pakkningar) eigi það að gera vöruna girnilegri í búðinni eða láta hana líta betur út í innkaupa- pokunum á leiðinni heim. Frauð eyðist ekki í náttúrunni þótt þú standir yfir því í fimm hundruð ár. Og ef það er ekki brennt eða grafið þá á það til að fjúka útá sjó þar sem það molnar og veldur miklum skaða á dýrum hafsins sem halda að þarna sé morgunkorn. Nú, ef þér finnst frauðið gera vörurnar í búðinni girnilegri, þá skal ég segja þér hvernig það er búið til. Frauð er úr bensóli sem er unnið úr koltjöru. Því er breitt i stýren og síðan er sett inní það lofttegund sem gerir það að frauði. Lofttegundin er annað hvort pentan sem er loftmengandi eða HCFC-22 sem á þátt í að eyða ósonlaginu. Sem sagt alfarið vond hugmynd og ein af þeim sem þerst til okkar um það bil sem allir aðrir í heiminum eru að spá i að leggja hana niður. Eru plastpokar þá skárri undir fiskflakið? Af tvennu illu, já. Hvað geri ég þegar afgreiðslumaðurinn eða konan gera sig líkleg til að setja ýsuflakið á frauðplastbakka? Þú ræskir þig og afþakkar bakkann kurteislega og ef þú hefur kjark til þá segirðu af hverju. Fyrir lengra komna er ekki úr vegi að láta skoðun sína í Ijós við verslunareigandann. Grænmeti þarf hvorki að setja i bakka né plastpoka. Þú getur sett það laust ofan í körfuna og tyllt á það vigtunarmiðanum ef vikomandi búð vigtar ekki við kassann. í stuttu máli: Ekkert frauð. Maria Ellingsen PLÁSTUR Landsbjargar sem seldur er í Þinni verslun. Plástur til eflingar björgunarstarfs LANDSBJÖRG, landsamband björgunarsveita, hefur hafið inn- flutning á plástri til heimiiisnota, og verður hann seldur í verslunark- eðjunni Þín verslun. Nokkrar tegundir verða seldar í búðunum og bera þær heitin vatns- fælinn plástur, barnaplástur, sótt- hreinsigrisja og gæðaplástur. Þín verslun og Landsbjörg hafa gert með sér samkomulag um að hagn- aður af sölunni renni til eflingar björgunarstarfs um allt land. Plásturinn er í umbúðum merkt- um á íslensku og stendur á þeim: „Með því að kaupa þessa vöru styrk- ir þú björgunarsveitarstarf á ís- landi.“ Hann er fáanlegur í 18 versl- unum í Reykjavík og einnig í Þinni verslun á Selfossi, Ólafsvík, ísafirði, Hnífsdal, Siglufirði, Nesjum Homa- fírði og i Keflavík og Bolungarvík. Morgunblaðið/Þorkell LOÐNU pakkað fyrir markigðinn í Rússlandi. Vinnsla fyrir Japan hefst væntanlega i dag. Samvinna um loðnu- frystingu í Hafnarfírði Júlli Dan og Júpíter sjá Dagstjörnunni og Hraðfrystistöð Þórshafnar fyrir loðnu ÁSGEIR Kristins- son segist hafa gaman af loðnu- vertíðum. FYRSTI dagur Guðrúnar Maríu Harðardóttur í vinnunni var á miðvikudag. FYRSTI loðnufarmurinn í sam- starfsfyrirtæki Hraðfrystihúss Þórshafnar og Dagstjörnunnar var tekinn til vinnslu í Hafnarfirði í gærmorgun. Samstarfið er tilkom- ið vegna þess að of langt þótti að sigla loðnunni norður til Þórshafn- ar, að sögn Soffíu Árnadóttur verkstjóra sem kemur frá Þórs- höfn. „Þess vegna kom Hraðfrysti- stöð Þórshafnar sér líka upp fryst- iaðstöðu í Hafnarfirði.“ Skipin Júlli Dan og Júpiter, sem eru í eigu Hraðfrystihúss Þórs- hafnár, munu landa hjá samstarfs- fyrirtækinu. í gærmorgun kom Júlli Dan að landi með fullfermi eða um 400 tonn af loðnu. „Grandi fékk meirihlutann af aflanum í þetta skipti,“ segir Hreinn Sigurðsson, eigandi Dag- stjörnunnar. „Grandi getur tekið við meiru en við og er fyrr tilbú- inn. Við höfum komist að sam- komulagi við þá um að þeir fái hluta af afla okkar skipa og við hluta af afla þeirra skipa til að tryggja jafna vinnslu." 50 manns í vinnu Soffía segir að samstarfsfyrir- tækið verði starfrækt á þessari loðnuvertíð og muni hafa nóg hrá- efni svo lengi sem veður og veiðar leyfi. Það sé mjög mikilvægt fyrir Hraðfrystistöð Þórshafnar að hafa aðstöðu á því svæði sem hrogna- loðnan sé. „Hrognafyllingin mældist í morgun 14%,“ segir hún. „Þessi fyrsti farmur fer á Rússland. Loðnan var orðin of slegin eftir 20 tíma siglingu til að komast á Japansmarkað.“ Hreinn bætir við: „Frá og með deginum á morgun munum við hinsvegar frysta loðnu á Japansmarkað.“ Hann segir að loðnan sé senni- lega að ganga mjög hratt suður með landinu núna og það fari að verða mikill þungi í frystingunni. „Það verður minni sigling og betri loðna,“ segir Soffía. Að þeirra sögn munu 50 manns vinna á tveim vöktum á vertíðinni þegar lætin byrji. „Þar af eru tíu fastráðnir," segir Hreinn og bætir við: „Það var enginn vandi að fá fólk í vinnu.“ Ný hraðpökkunarlína Þau segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að samstarfsfyrirtækið verði starfrækt í framtíðinni. Fry- stigetan hafi verið aukin um helm- ing eða upp í 50 til 60 tonn fyrir þessa vertíð. Einnig hafi verið fest kaup á nýrri hraðpökkunarlínu frá Landsmiðjunni, sem muni spara starfsfólk og auka afköst.“ „Það verður ekkert mál að flytja hana norður þegar vertíðinni lýkur og svo suður aftur þegar hún hefst næst,“ segir Soffía. „Ef veður helst gott ætti þetta að verða mjög góð vertíð,“ segir Hreinn. „Það er nóg af loðnu og við ættum að geta afkastað miklu. Það má því segja að við séum tilbúin í slag- inn.“ Að sögn Hreins er Dagstjarnan eftir sem áður fyrst og fremst nið- ursuðuverksmiðja og er ætlunin að sjóða þar niður loðnu: „Við ætlum fyrst að byggja okkur upp af loðnu sem hráefni í niðursuð- una. Þetta er heilsársverkefni og við erum með stóran samning um útflutning á miklu magni. Þannig að horfur eru mjög góðar.“ Munar miklu í afköstum „Þessi nýja lína hlýtur að breyta miklu,“ seg- ir Ásgeir Kristinsson flokksstjóri. „Við erum að prufukeyra hana og það vantar dálítið upp á að hún komist í lag. Það mun- ar miklu í afköstum að fá þessa línu og allt verður mun þægi- legra.“ Hann segist halda að loðnuvertíðin eigi eftir að verða ágæt: „Það er bara með ís- lendinga að ef einn græðir fara allir í það sama. Það eru svo margir að beijast um hráefnið. Einnig eru frystitogararnir að taka vinnu af fólkinu í landi. Það væri nær að koma upp meiri frystiað- stöðu í landi.“ Ásgeir segir annars að hann hafi gaman af loðnuvertíðum. „Þetta _er mikil keyrsla," segir hann. „í raun ósköp svipað því að vera á sjónum þegar mesti hasar- inn er.“ Skemmtileg vinna „Ég byijaði núna í dag og hef aldrei unnið við þetta áður,“ segir Guðrún María Harðardóttir. „Þetta er ekki svo mikil vinna enn sem komið er, þótt auðvitað komi tarnir.“ Hún segist hafa verið atvinnu- laus og ákveðið að sækja um. „Mig hefur alltaf langað til að prófa þetta,“ segir hún. „Mér fínnst þetta mjög skemmtileg vinna.“ Það er samt ekki eins og Guð- rún hafi ekki komið nálægt sjávar- útvegi áður. Hún hefur m.a. unnið við saltfísk og í frystihúsi fyrir vestan. „Þetta er öðruvísi vinna,“ segir hún. „Fiskurinn er mikið minni og svo er hann ekki unninn eins mikið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.