Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Eftirmæli um gleymda þorska í GREIN sem birt var í Morgunblaðinu í lok desember síðastlið- ins fjallaði ég m.a. um gildi fijósemi þorsk- stofnsins fyrir viðgang hans. Í greininni leiddi ég að því líkur að mjög óhagstætt væri að vemda ókynþroska fiska á kostnað kyn- þroska fiska og studd- ist ég þá eingöngu við lifandi fiska. Þar sem ekki komu fram í greininni öll þau rök sem ég tel mig hafa á Sveinbjöm Jónsson hendinni tel ég nú tímabært að bæta um betur með nýjum hug- myndum. Eins og allt annað í náttúranni er þorskurinn stórmerkilegt sköp- unarverk. Það sem mér hefur þótt einna merkilegast við eðli hans, og tala ég þá sem sjómaður, er að hann étur allt sem hann getur, þ.m.t. eigin tegund og að hrygn- umar hrygna tveim milljónum hrogna eða meira (en ekki sex hrognum og nokkur hundruðum til vara). Þar sem ég er þeirrar trúar að náttúran, skaparinn, viti undan- tekningalaust alltaf hvað hún er að gera hafa þessi einkenni leitað mjög á hugsanir mínar af og til undanfarin ár og nú er svo komið að ég get ekki þagað lengur þó svo að afrakstur hugsana minna sé eflaust mjög ófullkominn. Það ætti reyndar að vera hlutverk vís- indamanna að leggja fram nýjar tilgátur og sanna kosti þeirra umfram ríkjandi kenningar í heimi þar sem allur sannleikurinn verður aldrei höndlaður eða þá breytist frá degi til dags en þeir sem mál- ið varðar verða þá bara að fyrir- gefa mér þótt ég reyni af veikum burðum að fylla örlítið út í þögn þeirra. Engar tölur sem ég mun nota í röksemdafærslu minni eru réttar (nema annað sé tekið fram) en það skiptir ekki svo miklu máli því skekkjumörkin þurfa að vera svo mikil til að það nægi til að hrinda tilgátum mínum að öllu leyti. Hvert einstakt hrogn í öllum þeim aragrúa hrogna sem til fellur við hveija hrygningu þorskstofns- ins hefur inni að halda sinn hluta arfbera til að reyna að verða stór þorskur en aðeins örlítið brot af þeim mun lifa af framskeið ævi sinnar og ná skjóli í þeim hópi þorska sem nær þriggja ára aldri (og lifir í tryggum heimi 18% nátt- úrulegra affalla upp frá því(?)). En það era ekki þeir sem lifa sem ég ætla að gera að aðalpersónum þessarar greinar heldur allur sá aragrúi lítilla þorska sem drepast og ég vil ekki viðurkenna að hafi lifað til einskis. Við skulum byija á því að búa til plat-hrygningarstofn. Segjum að hann sé t.d. 200 þús. tonn og að meðalþyngd hverrar hrygnu sé 8 kg og hver þeirra hrygni 2 milljónum hrogna. Heildar hrogna- fjöldinn verður þá: (100 milljón kg/8) sinnum 2 milljónir = 25.000.000.000.000. (25 milljón milljónir) og nú byijar leikurinn. Vegna þess að ég tel ekki þörf á að hver hrygna eigi nema 6 þriggja ára nýliða og geri mér að einhveiju leyti grein fyrir ferli nátt- úralegra affalla leyfi ég mér að fullyrða með innan við 0,2% fráviki að 99,8% af hrognafjöldanum nái ekki eins árs aldri sem þorskar. Þetta er rétt tala sem hefur mikið gildi þegar fjallað er um hetjurnar okkar sem féllu fyrir göfugan málstað en hefur hverfandi gildi þegar fjallað um er forréttindahópinn sem lifði a f. Við skulum nú skoða nánar 1.000 einstaklinga hóp og segja að einn þeirra lifi af eins árs afrnælið (sem er innan gefinna skekkjumarka) og verði þá 10 grömm að þyngd(?). Við skulum ekki vera kröfuhörð fyrir hönd hetjanna okkar og leggja til að meðalárgangur þeirra sem féllu hafi verið 10% af árangri forréttindaeintaks- ins eða 1 gramm. Og nú skulum við gleyma þessum eina aftur og leyfa honum að fljóta með á einu grammi. Hvaða afreksverk vann hópurinn allur sem mér finnst svo mikilvægt að það megi ekki gleym- ast? Jú, þeir fluttu 25 milljón tonn ofar í vistkerfi hafsins á einu ári og hafa sjálfsagt þurft að éta eitt- hvað meira aflægri stigum kerfis- ins til að geta það. „Ég bíð þess með óþreyju,“ segir Svein- björn Jónsson, „að einhver sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar þeysi fram á ritvöllinn og afhjúpi fákunnáttu mína fyrir sjálfum - mér og alþjóð.“ (Gefðu þeim 0,1 gramm og þeir flytja samt 2,5 milljónir tonna.) Ef hrygningarstofninn sem ég byijaði með hefði verið 400 þús. tonn hefði afrekið orðið tvöfalt meira eða 50 milljón tonn (5) og ef hrygningarstofninn hefði verið 800 þús. tonn hefði afrekið jafnað heildarveiði mannkynsins um þess- ar mundir eða 100 milljón tonn. Þó ég taki ekki inn í myndina neinar breytingar sem ég veit að fylgja ijölgun og sé ekki að velta mér upp úr ónákvæmni gefinna forsenda læt ég engan segja mér að fijósemi einstaklinganna í þorskstofninum skipti ekki vera- legu máli fyrir afrakstursgetu hans hversu merkilegur sem sá maður annars væri sem það reyndi. Ég vil þvert á móti halda því fram að frjósemi þorsksins sé að miklu leyti fæðuöflunartæki sem hann notar annaðhvort beint fyrir sjálfan sig eða til viðskiptajöfnunar við aðra fiska hafsins og mér finnst líklegt að hagnaður hans af stóram hrygningarstofni skili sér miklu fyrr inn í stofninn en venjulegur vaxtarhraði einstaklinganna segir til um. í ferli sköpunarinnar fóra sumir fiskar á þurrt land og þróuðust þar áfram í hinar ýmsu áttir. Sumir fóra aftur í hafíð og héldu ferð sinni áfram þar. Leiða má að því líkur að skíðishvalir séu afkomend- ur eðla sem voru grasbítar á þurra og að tannhvalir séu afkomendur eðla sem voru rándýr á þurra. Ef við segjum að síldin og loðnan og fleiri slíkir fiskar séu grasbítar hafsins verður þorskurinn að flokk- ast undir að vera bæði grasbítur og rándýr. Hann er bæði ljón og lamb, þess vegna þarf hann öll þessi hrogn. Hann neitar að sér- hæfa sig eins og sumir aðrir í þessu lífí en veðjar í staðinn á öli sviðin. Það kæmi mér ekki á óvart þótt matarvenjur og fijósemi þorsk- stofnsins gerði honum kleift að Iifa jafnt einn físka í hafinu sem í sam- spili við aðra fiska. Svo er fyrir að þakka aragrúa lítilla þorskhetja sem tilbúnar era að falla í valinn eftir vel unnin störf til að einhveij- ir félagar þeirra geti vaxið áfram og orðið að vonarpeningum í aug- um fiskifræðinga sem leggja glað- ir til að hrognafullum mæðrum þeirra verði fórnað til að nærtækur vaxtarhraðamismunur við beina og fallega affallalínu skili þeim ár- angri á pappírnum og þjóðin geti þakkað þeim og herrum þeirra stjórnmálamönnunum fyrir að „bjarga þorskstofninum". (Löng og innihaldsrík setning, ekki satt?) Þar sem ég hef enn ekki rekist á svör við tilgátum mínum úr fyrri grein minni er ég farinn að halda að eitthvað í framsetningu minni hafí farið fyrir bijóstið á þeim sem eiga að vita mest um þessi mál meðal þessarar þjóðar. Ég er því tilbúinn að falla strax frá „næstum því ákæru um landráð“ sem fram kom í þeirri grein ef það gæti orð- ið til að losa um pennana. Ég bíð þess með óþreyju að einhver sér- fræðingur Hafrannsóknastofnunar þeysi fram á ritvöllinn og afhjúpi fákunnáttu mína fyrir sjálfum mér og alþjóð og komi þannig í veg fyrir að ófullkomnar tilgátur mínar festi rætur í jarðvegi þagnar þeirra. Það er skylda þeirra að gera það því þeir geta ekki ætlast til að aumingja stjórnmálamenn- irnir séu að vasast í svona málum. Höfundur er sjómaður á Súganda- firði. \ Plastkort og kortavélar greiðslukort - félagakort nafnskírteini - sjúkrakort ognú GJÖRVAKORT Greiðslumiðill og upplýsingabanki framtíðar. Otto B.Arnarehf. ÁRMÚLA 29, 108 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 • FAX: 588 4696 Bjóbum marga góba hluti meb 30% afslætti á afsláttarstandinum. yCíMtdcc ynZfitcc tœúcfaencoL PELSINN Kirkjuhvoli - simi 552-0160 elluborð # Venjulegar hellur. # Með rofum. # 2 hraðsuðuhellur. # Keramik helluborð # Með rofum. # Aðvörunarljós. Umboðsmenn um allt land. Opið alla virka daga kl. 9—18, laugardag kl. 10-16. OmífomJhm SUÐURLANDSBRAUT 16, 108 RVIK, SIMI 588-0500 RAFHA—TEBA DAGAR 16.-29. FEBRÚAR Á AKUREYRIOG í REYKJAVÍK Okkar ráðgjafi verður staddur á Akureyri hjá RADÍÓ-NAUSTI á fimmtudaginn og fóstudaginn (16.-17. febrúar) Idavélar # 50 og 60 sm breiðar. # Grill og grillteinn. # Með og án blásturs fnar með helluborði # Venjulegt helluborð. # Keramik helluborð. # Með og án blásturs. # Grill/grillteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.