Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
FRÁ tónleikunum.
■MLÁÆ ' & ^’QIB
ÍÍ*ÉpI§ÍémW í lf|?f í h iMii
Hátíð í bæ
TÓNLIST
iláskólabíó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Shostakovitsj
Verdi, Ravel, Rossini, Goiuiod, Moz-
art og Tsjaikovskí. Einsöngvarar:
Sigrún Hjáimtýsdóttir, Kristinn
Sigmundsson og Jón Rúnar Arason.
Einleikarar: Guðný Guðmundsdótt-
ir og Bryndis Halia Gylfadóttir.
Stjómandi var Bemharður Wilkin-
son og kynnir Sverrir Guðjónsson.
Þriðjudagurinn 13. febrúar, 1996.
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR er yf-
irskriftin og tilefnið væntanleg ferð
hljómsveitarinnar til Bandaríkj-
anna. Tónleikarnir hófust á hátíð-
arforleik eftir Shostakovitsj er
hann samdi 1954. Stíll þessa verks
er mjög á sömu nótum og forleikur-
inn að Ruslan og Ludmilla eftir
Glinka og harla ólíkur öðrum verk-
um meistarans. Verkið var hressi-
lega flutt.
Kristinn Sigmundsson hóf söng
sinn með aríu Filips, Ella giammai
m’amo, úr Don Carlos eftir Verdi
og gerði það á alvörugefinn og
hátíðlegan máta, náði sannarlega
að túlka það stóra í tónmáli Ver-
dis. Bryndís Halla Gylfadóttir lék
sellóeinleikinn, sem gegnir ákveðnu
hlutverki í þessu drama, þar sem
faðir og sonur keppa um ástir sömu
konunnar. Bryndís náði að undir-
strika mjög fallega þann einmana-
leik Filips konungs, er bjó í áhrifa-
miklum söng Kristins.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng aríu
Violettu, Sempre libere, úr La trav-
iata eftir Verdi. Undir það síðasta
í aríunni á að heyrast til Alfredo
utansviðs og var ekki annað vitað
en því yrði sleppt á tónleikunum.
Alls óvænt heyrðist knallandi ten-
órrödd utansviðs og stuttu síðar
birtist ungur tenórsöngvari, Jón
Rúnar Arason, og vakti þessi
óvænta innkoma hans mikla at-
hygli, ekki síst vegna þess að hér
er á ferðinni mikið efni í stórtenór.
Sigrún söng aríuna af glæsibrag,
svo að bæði stórkostlegur söngur
hennar og óvænt innkoma Jóns
Rúnars voru í raun hápunktur tón-
leikanna.
Tzigane eftir Ravel var leikið af
Guðnýju Guðmundsdóttur konsert-
meistara og þrátt fyrir að einleiks-
forspilið væri að mörgu leyti vel
flutt af Guðnýju, en þó ekki eins
vel og oft áður, var samspil hennar
og hljómsveitarinnar ekki gott og
hljómsveitin auk þess á köflum allt
of sterk.
Kristinn söng síðan aríu don
Basilioar, La calunnia, eftir Rossini
og fór þar á kostum í leikrænni
túlkun og söng. Fyrri hluta tónleik-
anna lauk með aríu Júlíu, Je veux
vivre, úr Rómeó og Júlíu, eftir
Gounod, sem Sigrún söng frábær-
lega vel.
Eftir hlé lék hljómsveitin forleik-
inn að Töfraflautunni eftir Mozart
og var leikur sveitarinnar í heild
mjög góður. Sigrún söng aríu næt-
urdrottningarinnar af glæsibrag og
Kristinn In diesen heil’gen Hallen,
eitt fegursta lag óperubókmennt-
anna, en saman sungu Sigrún og
Kristinn dúett Giovannis og Zerlinu
eftir meistara Mozart. Sigrún og
Kristinn eru stórkostlegir söngvar-
ar og væri sannarlega eftirsóknar-
vert að fá að sjá þau saman í óperu-
uppfærslu og þá með öðrum ís-
lenskum stórsöngvurum. Slík sýn-
ing gæti orðið eftirminnilegur stór-
viðburður, sannkölluð hátíð í bæ.
Bernharður Wilkinson er góður
tónlistarmaður og stjórnaði með
töluverðum tilþrifum, þó flutningur
þess sem hljómsveitin lék ein væri
mikið í ætt við rútínuleik, þ.e. án
skáldlegra tilþrifa. Sem undirleik-
ari (accompanist) vantaði nokkuð
á öryggi Bernharðs, sérstaklega í
Tzigane Ravels.
Tónleikunum lauk með lokakafl-
anum í þeirri fjórðu, eftir Tsjai-
kovskí, glæsiverki sem hljómsveitin
lék mjög vel, þó helst til um of
beint áfram, af þeirri taktfestu sem
ekki er alls kostar viðeigandi í róm-
antískri tónlist, t.d. þegar þjóðlagið
(í b-moll) birtist. Þar hefði mátt
slaka aðeins á taktfestunni, þó
undirleikur strengjanna sé mettað-
ur óróa þeim sem einkennir í raun
allt verkið. Sama má segja þegar
vitnað er til upphafsstefs sinfón-
íunnar og allt dettur í dúnalogn,
áður en tónskáldið tekur flugið aft-
ur og lýkur verkinu með „bravura"
tilþrifum. Sem sagt kaflinn var
glæsilega leikinn en nokkuð beint
af augum, án þess að staldrað
væri við málsgreinaskil.
Jón Ásgeirsson
70 ára afmæli Karla-
kórs Reykjavíkur
Söng-
hátíð í Há-
skólabíói
í TILEFNI af 70 ára afmæli sínu
heldur Karlakór Reykjavíkur
sönghátíð í Háskólabíói laugar-
daginn 17. febrúar nk.kl. 16.
3. janúar síðastliðinn voru liðin
70 ár frá stofnun kórsins, en
hann var stofnaður af Sigurði
Þórðarsyni tónskáldi og 36 söng-
mönnum í Bárunni í Reykjavík.
Sönghátíðin er fyrsta verkefni
kórsins á afmælisárinu. Onnur
verkefni framundan eru m.a.
tónleikar í apríl, söngferð um
Norðurland í maí og útgáfa á
geisladiski í haust, þar sem Krist-
inn Sigmundsson, Kristján Jó-
hannsson og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir syngja með kórnum.
Margir einsöngvarar og kórar
heiðra Karlakór Reykjavíkur
með söng sínum á afmælishátið-
inni í Háskólabíói. Einsöngvarar
á tónleikunum eru: Ásgeir Ei-
ríksson, bassi (kórfélagi), Björk
Jónsdóttir, sópran, Sieglinde
Kahmann, sópran, Signý Sæ-
mundsdóttir, sópran, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran, og Sig-
urður Björnsson, tenór.
Auk Karlakórs Reykjavíkur og
eldri félaga í kórnum koma eftir-
taldir kórar fram: Karlakórinn
Fóstbræður, Kvennakór Reykja-
víkur og Drengjakór Laugarnes-
kirkju. Stjórnendur eru Friðrik
S. Kristinsson, Páll P. Pálsson,
Árni Harðarson og Margrét
Pálmadóttir.
Sem dæmi um efnisskrána má
nefna, að Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur „Draumalandið" eftir
Sigfús Einarsson og „ísiandslag"
eftir Björgvin Guðmundsson.
Ásgeir Eiríksson syngur „Nótt“
eftir Árna Thorsteinsson og Si-
eglinde Kahmann syngur „Wien,
du Stadt meiner Traume" eftir
Sieczynski. Þá syngja Karlakór
Reykjavíkur og Fóstbræður sam-
an „Brennið þið vitar“ eftir Pál
ísólfsson.
Forsala aðgöngumiða er í Há-
skólabíói, Bókaverslunum Ey-
mundssonar og í Pennanum.
Miðaverð er 1.500 krónur.
Námskeið
um kirkju-
tónlist
í NÆSTU viku hefst á vegum
Endurmenntunarstofnunar
Háskólans kvöldnámskeið um
kirkjutónlist fyrir almenning.
í kynningu segir: „Nám-
skeiðið nefnist „Kirkjan ómar
öli“: Ýmis andlit kirkjutónlist-
ar. í því er gerð grein fyrir
gi'undvelli kirkjutónlistarinnar
í helgihaldi safnaðanna og
sýnd þróun hennar yfir í mess-
ur meistaranna og önnur stór-
virki kirkjutónmíenntanna.
Sérstaklega er fjallað um
kirkjutónlistina á íslandi í
tímans rás og hlutverk hennar
jafnt í trúarlegu sem félags-
legu tilliti og kynnt þau kirkju-
tónverk sem flutt vérða í
Reykjavík í nálægð páskahá-
tíðarinnar."
Leiðbeinendur verða þau
Margrét Bóasdóttir söngkona
og kennari við guðfræðideild
HI og Kristján Valur Ingólfs-
son rektor Skálholtsskóla, auk
gesta. Námskeiðið verður
haldið fimm fimmtudagskvöld
og hefst hinn 22. febrúar.
Eldri útgáfan
af Dersú
Usala
KVIKMYNDIN Dersú Úsala
verður sýnd í bíósalnum
Vatnsstíg 10 næstkomandi
sunnudag kl. 16.
Myndin er byggð á ritum
V. Ársenjevs, sem kannaði
meðal annars frumskóga
Austur-Síberíu. í einni af
rannsóknmarferðum sínum á
þessum slóðum kynntist Ars-
enjev Dersú Úsala sem frá er
sagt í myndinni.
Þessi kvikmynd, sem sýnd
verður á sunnudag, var gerð
á sjötta áratunum í Sovétríkj-
unum, löngu áður en hinn
frægi japanski leikstjóri Kú-
rosawa vann þar að sinni víð-
frægu mynd um Dersú Úsala.
Aðgangur að bíósýningum
MÍR á sunnudögum er ókeypis
og ölium heimill.
Morð og
matrígalar
ÞRIÐJA sýning í Höfundasmiðju
Leikfélags Reykjavíkur verður laug-
ardaginn 17. febrúar í Borgarleik-
húsinu. Fluttur
yerður einþátt-
ungurinn Hvern-
ig dó mamma
þín? eftir Ingi-
björgu Hjartar-
dóttur. Sýningin
hefst kl. 16.
Ingibjörg hef-
ur skrifað leikrit
fyrir atvinnu- og
áhugaieikhús og
einnig nokkur útvarpsleikrit. Hún
skrifaði mikið á árum áður fyrir ieik-
félagið Hugieik.
Þátttakendur í Höfundasmiðjunni
eru alls 17 og verða frumsýningar
á tveggja vikna fresti, annan hvern
laugardag, fram á sumar.
Ingibjörg
Hjartardóttir
KARLAKÓR Reykjavíkur heldur mikla sönghátíð í Háskólabíói á laugardag.
Byltíng í baráttunni
virt hrukkurnar!
Melíbiose
Á augu: Eye Contour
Á andlit: Light Texture og
Enrich Texture.
(ÍTSÖUJST4ÐrR: Akrancs Apótek, Akureyrar Apótck, Apótck Auslurbæjar, Apótck Austurlands, Árbæjar Apótck, Blönduós Apótck, Borgar Apótck, Borgarncs Apótck, Brciölioltö Apótck, Garöabæjar Apótck, Grafarvogs
Apótck, Háalcitis Apótek, Hafnar Apótek Höfn, Hafnarflaröar Apótek, Heba Siglufiröi, Holts Apótek. Hraunbergs Apótek, Húsavíkur Apótek, Hygea Reykjavíkur Apóteki, Iöunnar Apótek, Ingólfs Apótek, ísafjaröar Apótek,
Kefiavíkur Apótek, Kópavogs Apótck, liiugarncsapótck, I^fsala Hólmavíkur. Lyfsala Vopnafjaröar, Uvfsalan Stöövarfiröi, Mosfclls Apótck, Ncsapótck Eskifiröi, Nesapótck Ncskaupstaö, Nes Apólck Scll|arnam„ Noröurbæjar
Apótek, Ólafsvíkur Apótek. Sauöárkróks Apótek, Selfoss Apótek, Slykkisliólms Apótek, Vestmannaeyja Apótek, Vesturbæjar Apótek.
#
IÁCMARKS OFN/EMI
ENCIN ILMEFNI