Morgunblaðið - 15.02.1996, Page 36

Morgunblaðið - 15.02.1996, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Svan- hildur Helga- dóttir fæddist á Skarði í Skötufirði við ísafjarðardjúp 9. janúar 1904. Hún lézt á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfara- nótt laugardagsins 10. febrúar síðast- liðinn. Móðir hennar var Karitas María Daðadóttir hús- freyja á Skarði, f. 7. sept. 1882, d. 18. apríl 1907, dóttir Asgerðar Einarsdóttur hús- freyju og Daða Eggertssonar bónda á Borg í Skötufirði. Fað- ir Kristínar yar Helgi Guðjón Einarsson bóndi á Skarði, f. 2. júní 1876, d. 20. júlí 1936, sonur Kristínar Olafsdóttur Thor- berg húsfreyju og Einars Hálf- danarsonar snikkara og bónda á Hvítanesi við Skötufjörð. Systir Kristínar var Kristjana, f. 29. ágúst 1902. Hún var gift Jóni Óskari Þórarinssyni. bónda á Skarði og síðar útgerðar- manni á Isafirði. Kristín giftist 28. sept. 1928 Þórði Ólafssyni formanni og útvegsbónda frá Strandseljum í Ögurhreppi. Þórður var sonur Guðríðar Hafliðadóttur hús- freyju og Ólafs Kr. Þórðarson- ar bónda í Strandseljum. Börn Kristínar og Þórðar eru: 1) Helgi Guðjón, f. 3.2. 1929, verkfræðingur, kvæntur Thor- gerd E. Mortensen hjúkrunar- fræðingi frá Færeyjum og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. 2) Guðrún, f. 21.6. 1930, d. 26.9. 1984, kennari, var gift Guðbjarti Gunnarssyni kenn- ara, börn þeirra eru tvö og barnabörnin þrjú, þau slitu samvistum. 3) Cecilía, f. 25.8. 1931, d. 27.3. 1990, deildarstj. DAGARNIR hjá afa og ömmu á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði hafa verið hveijir öðrum líkir undanfarin ár. í huga dóttursonar sem barns og síðar fullorðins manns hafa þau ávallt verið sem eitt í sama um- hverfi en skyndilega hefur orðið breyting. Kristín Svanhildur Helga- dóttir amma er dáin og Þórður afi Ólafsson frá Odda situr einn eftir. Amma var á tíræðisaldri og í sjálfu sér kom andlát hennar ekki á óvart en ætíð var mikið líf í kring- um þessa blíðu, smávöxnu og grönnu konu. Lítil íbúð þeirra á Njálsgötu stóð öllum opin meðan þau bjuggu þar og var oft margt um manninn, bæði í mat og gist- ingu. Þangað voru allir velkomnir og þar var gott að vera. Börn hins hraða nútíma sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga afa og ömmu eiga mikið. Þeir eldri og hjá byggingarfull- trúa í Reykjavík, átti einn son, sonar- börnin eru þrjú og sonarsonarbarn eitt. 4) Þórunn, f. 5.3. 1933, starfs- maður Ferðafélags Islands, var gift Hjálmtý Péturssyni kaupmanni, d. 24.10. 1974, börn þeirra eru tvö og barnabörnin tvö. Fóstursonur Krist- ínar og Þórðar er Sigurður Þ. Guð- mundsson, f. 12.3. 1931, stýri- maðirr, kvæntur Kristínu Ein- arsdóttur og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn. Kristin missti móður sina þriggja ára gömul. Hún ólst upp hjá föður sínurn á Skarði og föðursystur, Ólöfu Svan- hildi, sem gerðist bústýra hjá bróður sinum eftir konumiss- inn. Kristín nam barnaskóla- lærdóm í farskóla í Ögurhreppi og einn vetur í barnaskóla á ísafirði. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reylgavík. Hún stundaði farkennslu og saumaskap við Djúp í nokkur ár og heyskap með föður sínum á sumrum; gerðist fanggæzla hjá Þórði Ólafssyni í tvö vor. Eftir að þau giftust reistu þau heimiii sitt í Odda i Ögurvík og bjuggu þar til ársins 1943, á ísafirði 1944-1947, í Reykja- vík 1947-1984, á Boðahlein við Hrafnistu DAS í Hafnarfirði til 1993. Hafa síðan dvalið á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði. Kristín tók þátt í félagsstarfi i Ögurhreppi meðan hún átti heima þar. Útför Kristínar Svanhildar verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi i dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. reyndari hafa svo mikið að gefa og gefa sér tíma til að sinna þeim yngri og óþolinmóðari. Umhyggjan er mikilvægt veganesti og lærdóm- urinn sem af henni hlýst gleymist aldrei. Verk gamla fólksins ber að hafa í heiðri og amma á miklar þakkir skilið fyrir það sem hún lagði af mörkum á langri lífsleið. Heimil- ið á Njálsgötu var miðpunktur fjöl- skyldunnar, grunnurinn sem aldrei brast og afkomendur hafa notið. Árin fyrir vestan voru fyrir daga litla snáðans úr Vesturbænum og dvölin á Grettisgötunni festist lítið í minni barnsins en mest snerist um Njálsgötuna. Á árum áður þótti langt að fara úr Vesturbænum en engu að síður var samgangurinn mikill. Þá var bíll óþekkt fyrirbæri í fjölskyldunni en notast við stopul- ar strætisvagnaferðir eftir skóla og síðar reiðhjólið. Amma bauð yfir- leitt alltaf upp á brauð með osti ásamt öðru gómsætu og sínalco eða appelsín að eigin vali að drekka. Og svo var spilað; marías, tveggja manna vist eða eitthvað annað. Manni þegar afi var kominn heim úr vinnunni og ljögurra manna vist um helgar og á stórhátíðum. Marg- ar lopapeysurnar voru mátaðar og þó langt sé um liðið síðan sú síð- asta var pijónuð kemur hún enn að fullum notum. Amma mátti alltaf vera að því að sinna barnabörnunum en með gestakomurnar í huga, matseldina, uppvaskið án uppþvottavélar, frá- ganginn og pijónaskapinn er ótrú- legt hvað hún hafði mikinn tima fyrir aðra. Þrátt fyrir ys og þys var aldrei kvartað. Þjónustulundin og það að gera vel við vini og vanda- menn var fyrir öllu. Sú var tíð að flestir ef ekki allir fjölskyldumeðlimir hittust nær hvern virkan dag í hádeginu í hlý- legu íbúðinni á Njálsgötunni og fengu að borða. Heitan mat og graut á eftir. Þetta var fastur punktur og nauðsynlegur í tilver- unni. Litið í Moggann, dægurmálin rædd, hlustað á fréttirnar. Þarna komu stórir menn og mikilsmetnir, minni spámenn, en allir jafnir. Þó að amma blandaði sér hvorki í póli- tískar deilur né rifist um hlutina hafði hún einhvern veginn stjórn á þessu öllu saman. Hún var trúuð og vel upp alin, hafsjór af fróðleik, einkum ættfræði, og sagði gjarnan að Kvennaskólinn í Reykjavík hefði verið góður skóli. Lítil stúlka í Vesturbænum sá aldrei föðurömmu sína en lang- amma kom í dóttur stað. „Hún verð- ur fóstruð,“ sagði amma þegar dótt- ir undirritaðs fæddist. Það var hugsað fyrir öllu. Árin á Njálsgötunni voru barna- börnunum mikilvæg en barna- barnabörnin náðu því einnig að kynnast langömmu sinni og er það þeim mikils virði. Jafnvel þótt gamla konan hafi verið nokkuð gleymin á köflum undir það síðasta mundi hún ávallt eftir börnunum sínum. Gangur lífsins er að allt tek- ur enda og eitt tekur við af öðru og amma bjó böm, bamabörn og barnabarnaþörn undir það sem koma skyldi. Hún sinnti sínu. Langri lífsgöngu er lokið. Hún var oft erfið og áföllin miskunnar- laus en saman stóðu hjónin af sér mótlætið. Á nokkmm árum hefur afi misst þijár af nánustu konum sínum í lífinu, dætur tvær og nú eiginkonuna, en sem fyrr stendur hann æðrulaus í brúnni og veit hvert stefnir. „Svona er gott að fara,“ sagði hann við andlát ömmu. Þannig held ég að amma hafi líka hugsað, þetta hefðu eins getað ver- ið hennar hinstu orð. Steinþór Guðbjartsson. Hún amma er dáin. Við systkinin vomm svo lánsöm að hafa mikið saman við hana að sælda allt til síðustu stundar. Hún hafði þann hæfileika, sem kannski allar ömmur hafa, að láta afkomendur sína finnast þeir vera sérstakir í hennar huga. Fyrir tilstilli ömmu kynnt- umst við ýmsu úr fortíðinni vestan KRISTÍN SVA NHILDUR HELGADÓTTIR REGÍNA HELGADÓTTIR + Regína Helga- dóttir var fædd 8. maí 1921. Hún lést 17. janúar síð- astliðinn. Regína var gift Ingólfi Guðjóni Ólafssyni prentara sem lést 4. maí 1974. Þau áttu fjórar dætur; Björgu, gift Stein- grími Leifssyni, Birnu, gift Ólafi Reimari Gunnars- syni, Ólöfu, í sam- búð með Hannesi Ragnarssyni og Unni, gift Oddi Ólafi Jónssyni. Barnabörnin voru orðin tíu og barnabarnabörn fimm. Regína var dóttir hjónanna Hólmfríðar Björns- dóttur og Helga Björnssonar frá Borgarfirði eystra. Eftirlifandi systkini hennar eru Aðalheið- ur Elísabet og Vig- fús. Útförin hefur farið fram i kyrrþey. ELSKU amma. Nú ertu farin til afa sem þú elskaðir svo mikið og saknaðir svo sárt. Það er mikil huggun í þeirri trú nú þegar við höfum misst þig. Þær eru margar gleðistundirn- ar sem við höfum átt saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Minningarnar um þig streyma lát- laust í gegnum hugann. Það er þakkarvert að eiga svo margar og góðar minningar til að ylja sér við. Með þessu ljóði sem þér þótti svo fallegt kveðjum við þig, elsku amma. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðard.) Elsku mamma, Birna, Ólöf og Unnur, guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Stella, Regína, Sverrir, Ing- ólfur og Steingrímur Orri. úr Djúpi þar sem hún var fædd og uppalin. Forfeðrum hennar; móður- foreldrunum Daða á Borg og Ás- gerði Einarsdóttur, Kristínu ömmu sinni og Svanhildi ömmusystur, séra Hálfdani Einarssyni prófasti á Eyri við Skutulsfjörð sem var lang- afi hennar og Einari snikkara syni hans, en þeir feðgar fjánnögnuðu og byggðu ísafjarðarkirkju. Fyrir nokkrum árum grandaði eldur þeirri kirkju, þá ákvörðun að rífa kirkjuna tók amma afar nærri sér. Hún riij- aði líka oft upp æskuárin á Skarði og minntist þess þegar hún þriggja ára gömul missti móður sína. Kvennaskólaárin í Reykjavík vora hennar þroskaár og ekki síður dvöl- in í Biskupshúsinu við Tjarnargötu hjá Jóni biskupi Helgasyni, frænda henanr. Gullaldarárin voru þó í Odda í Ögurvíkinni eftir að hún giftist útvegsbóndanum honum afa, eignaðist börn, sá fyrir stóru heim- ili þar sem margir sjómenn gistu oft heilu vertíðirnar og var með barnaskóla. Svo undarlegt sem það nú er, þá gerir maður ekki ráð fyrir því að konur eins og amma kveðji. Hún var alltaf til taks þegar á þurfti að halda og áhugasöm um okkar og annarra hagi, uppörvandi og hvetj- andi og við fundum fyrir einlægum áhuga á öllu sem okkur við kom. Meðan afi og amma bjuggu á Njáls- götunni var heimili þeirra miðstöð fyrir allt og alla. Hverri bæjarferð fylgdi undantekningarlaust heim- sókn til ömmu og afa, þar sem við vorum trakteruð á kókómalti, brauði og kökum. Þeir vinir og vin- konur sem oft fylgdu voru alltaf boðin velkomin og spurð út í ættir og uppruna. Fyrir klukkan tíu var hún búin með verkin og settist þá oftast í stólinn og prjónaði. Þá fóru fram kennslustundir þar sem yngri kynslóðinni voru kennd ýmis hand- tök í pijónalistinni. Handtök sem maður býr enn að. Amma var mjög skipulögð og nákvæm kona og óhjákvæmilega læðist að okkur sá grunur, að hún hafí fyrir nokkru vitað að hvetju stefndi. Síðustu mánuði lagði hún mikla áherslu á að láta frá sér ýmsa muni til afkomenda sinna sem hún vildi að þær ættu eftir sinn dag. Amma var gift afa í tæplega 70 ár og þau urðu nánari eftir því sem árin liðu. Við áföll stóðu þau þétt saman og missir afa nú er því meiri en allra annarra. Þegar þau afi og amma fluttu á Boðahleinina og síð- ar inn á Hrafnistu litu þau breyting- una jákvæðum augum eins og allt- af. Fýrsta daginn á Boðahlein sagði hún þegar hún opnaði dymar: „Þetta er alveg eins og í Odda, náttúran við dyrnar." Þá vissum við að hún var ánægð með ný heim- kynni. Amma var trúuð kona, við vitum því að hún er sátt við þau heimkynni sem bíða hennar nú. Kristín Svanhildur og Pétur Hjálmtýsbörn. i upphafi þessarar aldar voru lífs- hættir á íslandi enn með nokkuð fornum hætti. íslendingar höfðu litla hlutdeild í þeim framförum sem átt höfðu sér stað meðal nágranna- þjóða okkar sem við höfðum mest samskipti við. Störf í landbúnaði voru lítið breytt um hundruð ára, útgerð var á árabátum, húsnæði lítið og einfalt að allri gerð og þjóð- félagsgerðin allt önnur en sú sem við þekkjum nú. En það rofaði til um síðustu aldamót og ýmis teikn voru á lofti um breytta tíma. Fyrsti vélbáturinn var gerður út frá Skut- ilsfjarðareyri 1902, fyrsti bíllinn kom til íslands 1904, fyrsti íslenski togarinn kom til landsins 1905, sími var lagður til íslands 1906 og kon- ur fengu kosningarétt til Alþingis 1915. Á þessum tímum, nánar til- tekið 9. janúar 1904, fæddist amma okkar, Kristín Svanhildur Helga- dóttir á Skarði í Skötufirði við Isa- fjarðardjúp. Húsin á Skarði voru á uppvaxtarárum ömmu okkar góð á þeirra tíma mælikvarða en að öðru leyti var aðbúnaður allur mjög ein- faldur. Pabbi hennar, Helgi Guðjón Einarsson, var bóndi og sótti einnig sjóinn, hvort tveggja með hefð- bundnum aðferðum. Síðan er í sjálfu sér liðinn skammur tími en löng mannsævi og miklar breyting- ar hafa orðið. Einnig hafa merkir atburðir í mannkynssögunni átt sér stað. Amma okkar upplifði tvær heims- styijaldir, hún ólst upp við einfalda lifnaðarhætti en fylgdist með lend- ingu á tunglinu, hún fæddist inn í fornt samfélag en skildi við það í algleymi fijálsræðis nútímans. Sjálf- sagt hefur engin kynslóð upplifað eins miklar breytingar og hennar. Það var unun að því að sitja með ömmu og tala um gamla og nýja tíma. Hún var hafsjór af fróðleik. Allt vissi hún um ættfræði og gat rakið sínar ættir og annarra. Þetta nýttu sér helstu ættfræðingar lands- ins. Hún hafði sem ung kona dvalið hjá biskupnum í Reykjavík meðan hún var í Kvennaskólanum og þekkti því höfuðstaðinn og mannlífíð þar. Hún gerðist síðan fanggæsla hjá afa þar sem hann gerði út frá Ögurvík við ísafjarðardjúp. Þau giftu sig og byggðu sér hús 1928, Odda. Þar bjuggu þau hamingjusöm ár og eign- uðust fjögur börn. En árið 1943 brann húsið. Þá gilti sú regla að ekki fékkst nema þriðjungur af tryggingarfjárhæð greiddur ef ekki var byggt á sama stað. Stríðið stóð yfir og ekki létt um aðföng. Einnig var fiskgengd í ísafjarðardjúpið orð- in miklu minni vegna togveiða og þyí lá leiðin að Eyri við Skutulsfjörð (Isafjarðar) 1944. Dvölin á eyrinni varð ekki löng og 1947 fluttust þau með allt sitt til Reykjavíkur. Þar tók við það verkefni að styðja ungviðið til mennta, þau urðu amma og afi og okkar tími gekk í garð. Þetta var viðburðarík ævi og það gefst ekki annað tækifæri til að fræðast af neinum um breytingar tímans eins og af kynslóð ömmu okkar. Amma var einstaklega geðgóð manneskja og alltaf glöð. Mótlæti lífsins virtist ekkert bíta á henni. Sennilega má þakka þessari léttu lund og glaðværð langt líf og góða heilsu. Hún gaf sér alltaf tíma fyr- ir okkur barnabörnin sín. Það mátti líka glögglega sjá og finna að hún hafði unun af að hafa okkur í kring- um sig. Hún horfði á hópinn full- viss um hvar æviverkið lá og gladd- ist yfir að vel hefði tekist tii. Allir voru við góða heilsu og „vel af guði gerðir" eins og hún orðaði það. Hún studdi okkur líka með ráðum og dáð í því sem við vorum að gera. Hún kunni að koma með hvatningarorð á réttum tíma. Að koma í mat til hennar í hádeginu voru kærkomnar hvíldarstundir í amstri dagsins bæði til að sækja líkamlega næringu og eins til að leiða hugann að öðrum viðfangsefn- um og ræða liðna tíma eða það sem efst var á baugi hveiju sinni. Amma varð níutíu og tveggja ára-. Hún lifði heilsuhraust alla tíð og við fulla andlega reisn. Hún var í skírnarveislu hjá langömmusyni sínum fyrir rúmri viku og gladdist yfir að kominn væri Helgi Guðjón, sá fjórði sem ber nafn föður henn- ar. Hún var á þorrablóti síðastliðið föstudagskvöld, glöð og reif. Hún átti langa ævi þar sem skiptust á skin og skúrir en tapaði aldrei, eins og áður sagði, heilsu eða kátri lund. Guð gefi sem flestum sömu gæfu og geymi hana. Þórður, Daníel, Hallur og Kristín Svanhildur Helgabörn ásamt fjölskyldum. Langri og farsælli vegferð er lok- ið. Vegferð Kristínar fóstursystur minnar eða Stínu frænku eins og ég og fjölskylda mín kölluðum hana ávallt. Þessi vegferð hófst á Skarði í Ögurhreppi við Djúp. Á fyrstu tugum þessarar aldar má segja að á Skarði hafi verið allsérstætt fjöl- skyldumunstur. Bóndinn Helgi G. Einarsson missti konu sína frá tveimur komungum dætrum, Krist- jönu og Kristínu Svanhildi. Þá flutti til hans systir hans Svanhildur og stóð fyrir búi með honum. Nokkrum árum síðar missir Hjalti bróðir þeirra konuna frá sex ungum börnum. Flytur hann þá að Skarði með tvö af börnum sínum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.