Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 47
staögreitt
FRÉTTIR
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Rit um krabbamein
STYRKTARFÉLAG krabba-
meinssjúkra barna hefur gefið út
bæklinginn Þegar bróðir þinn eða
systir er með krabbamein.
í frétt frá félaginu segir: „Þeg-
ar barn fær krabbamein er al-
gengt að systkin þess verði útund-
an á meðan meðferð stendur yfir.
Líðan sjúklingsins og afdrif eru í
brennidepli en þarfir annarra fjöl-
skyldumeðlima eru jafnan settar
til hliðar. Þetta getur valdið mikl-
um erfiðleikum og jafnvel skaða
hjá viðkomandi systkini.
Eins og ljóst má vera af heiti
bæklingsins er innihaldinu beint
til systkina barns sem fengið hef-
ur krabbamein og verður honum
dreift í samræmi við það. Öðrum
sem áhuga hafa á bæklingnum
er þó velkomið að hafa samband
við skrifstofu SKB.
Útskýringar og ráðleggingar
Innihaldið er að mestu leyti
útskýringar og ráðleggingar til
systkina og foreldra þeirra ásamt
nokkrum dæmisögum.
Bæklingurinn kom upphaflega
út á vegum American Cancer
Society í Bandaríkjunum, en fé-
lagið hefur veitt SKB góðfúslegt
leyfi til að þýða hann á íslensku
og dreifa hér á landi.“
Heimsferðir
semja við Viva Air
MORGUNBLAÐINU hefur borist
fréttatilkynning frá Heimsferðum:
Heimsferðir hafa gengið frá
samningum við Viva Air flugfé-
lagið um flug fyrir ferðaskrifstof-
una til Spánar í sumar. Viva Air
sem er virtasta leiguflugfélag
Spánar, er í eigu Iberia flugfélags-
ins og flýgur nýjum flugflota Bo-
eing 737-300 þonta. Iberia sér um
alla þjónustu við félagið á flugvöll-
um sem og allt viðhald og eftirlit
og er það samkvæmt ströngustu
kröfum um öryggismál sem sett
eru í heiminum í dag. Viva Air
flaug nokkrar ferðir fyrir Heims-
ferðir á síðasta ári við góðan
orðstír og býður rómaða þjónustu,
bæði hvað varðar allar tímaáætl-
anir sem og þjónustu um borð.
Heimsferðir skipta þar að auki
við Air Europa flugfélagið sem í
dag er stærsta leiguflugfélag
Spánar og eitt stærsta leiguflug-
félag Evrópu í dag, á 23 Boeing
þotur. Air Europa sér um flug
Heimsferða til Kanaríeyja með
Boeing 757 vélum sínum og er
þetta þriðja árið sem félagið flýg-
ur fyrir Heimsferðir en á meðal
viðskiptavina Air Europa eru
stærstu ferðaskrifstofur í Bret
landi, Skandinavíu og Þýska
landi.
109.500J
staögreitt
ÞYSK
HAGÆÐA
Bsjonvörp
LOEWE Profile 870 Nicam 28"
Fullkomin fjarstýring meS öllum
aSgerSum ó skjá. Myndlampi
(Super Black Line). Flatur skjár
Beint inntengi (SCHART) sem gerir
mynd frá myndbandstæki eða afruglara
mun skarpari.i Hljóðmagnari Nicam
víSóma (STEREO) 2 x 25 W.‘ Textavarp
Tveir innbyggSir hátalarar eru i tækinu.
ORION VH-1105
1 Tveggja hausa myndbandstæki
1 Fjarstýring meS aSgerSaupplýsingui
■ Scart inntenging • „ShowView"
búnaSur sem breytir upptökutíma
ef breyting verSur á dagskrá
1 Sjálfvirk hreinsun á myndhaus.
36.900
staögreitt
28" twin TL1
Fullkomin fjarstýring með
öllum aðgerSum á skjá.
Islenskt textavarp • Myndllampi
(BLACK MATRIX) flatur skjár.
HljóSmagnari Nicam víðóma
(STERÍÓ) 2x15W eSa 30W.
Tveir hátalarar eru í tækinu.
Hægt er aS tengja auka
hátalarasett viS tækið.
Beint inntertgi (SCART) sem
gerir mynd frá myndbandstæki
og/eða afruglara mun skarpari.
vrsA
EUR0 ogVISA
raðgreiðslur
BRÆÐURNIR
CmíSSONHF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Umbobsmenn u m a 111 Ia n d
Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin,
Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík.
Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfirði.
Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu.
Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjun. Reykjanes: Stapafell,
Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Helgarskák-
mót hjá
Taflfélagi
Reykjavíkur
TAFLFÉLAG Reykjavíkur
heldur helgina 16.-18. febrúar
helgarskákmót og verða tefld-
ar sjö umferðir eftir Monrad-
kerfi. í fyrstu þremur umferð-
unum verða tefldar atskákir
en í fjórum síðustu eru tefldar
kappskákir með umhugsunar-
tímanum 1 'A klst. á 30 leiki
og til viðbótar 30 mínútur til
að ljúka skákinni.
Verðlaun verða breytileg.
Grunnverðlaun verða: 1. sæti
20.000 kr., 2. sæti 12.000
kr., 3. sæti 8.000 krónur. Fyr-
ir hvetja 20 þátttakendur um-
fram 35 bætast við 15.000 kr.
við verðlaunasjóðinn (5000 kr.
á hvert sæti).
Ávallt hefur mikið af sterk-
um skákmönnum tekið þátt í
þessum mótum og sumir mæta
á næstum hvert einasta mót
eins og t.d. Sævar Bjarnason,
alþjóðlegur meistari og Torfi
Leósson, nýbakaður Skák-
meistari Reykjavíkur.
Meistara-
keppni í
frjálsum
dönsum
ÚRSLIT íslandsmeistara-
keppni unglinga í Fijálsum
dönsum (Freestyle) verður
föstudaginn 16. febrúar kl. 20
í Tónabæ. Keppendur á aldrin-
um 13-17 ára allstaðar að af
landinu keppa um Islands-
meistaratitilinn.
Mikill áhugi er fyrir keppn-
inni eins og undanfarin ár og
keppa um 90 keppendur í hóp-
og einstaklingsdansi. Kynnir
og skemmtikraftur _ verður
Magnús Scheving, íslands-
meistari í þolfimi, og unglinga-
landslið íslands í þolfimi verð-
ur með nýtt þolfimiatriði.
Keppt í
barnaflokki í
skák
KEPPNI í Barnaflokki á Skák-
þingi íslands 1996 verður dag-
ana 17. og 18. febrúar nk.
Mótið verður haldið í Faxafeni
12, Reykjavík, og þátttökurétt
eiga börn 11 ára og yngri (þ.e.
fædd 1985 og síðar).
Umferðartaflan er þannig:
Laugardagur 17. febrúar kl.
14 1., 2., 3., 4. og 5. umferð,
sunnudagur 18. febrúar 6., 7.,
8. og 9. umferð.
Þátttökugjald eru 500 kr.
Innritun fer fram á skákstað
laugardaginn 17. febrúar kl.
13.30-13.55.
Kópavogur
Fundur um
vímuefni og
varnir
FRÆÐSLUFUNDUR um
vímuefni og varnir gegn þeim
verður haldinn í kvöld,
fimmtudaginn 15. febrúar, í
Digranesskóla kl. 20.
Á fundinn mæta fulltrúar
frá forvarnadeild Fíkniefna-
lögreglunnar. Foreldrar og
forráðamenn barna í Digra-
nesskóla eru velkomnir.
NOKKRUM verðlaunahöfum var boðið í heimsókn
á Slökkvistöðina í Reykjavík.
Vinningshafar í
Brunavarnaátaki LSS
GÓÐ þátttaka var í eldvarnaget-
raun Brunavarnaátaksins sem
efnt var til jafnhliða heimsókn-
um í skólana í tilefni Eldvarnar-
dags þann 4. desember sl. Um
það bil 30 þúsund svör bárust.
Dregin hafa verið úr innsendum
lausnum nöfn barna, 21 að tölu,
sem búsett eru víðsvegar um
landið.
Hvert þessara barna hlýtur
eftirfarandi verðlaun: Fjöl-
skylduspilið Trivial Pursuit sem
inniheldur 4.800 fjölbreyttar
spurningar, BRK reykskynjara
sem bæði er optiskur og jónisk-
ur, bol merktan LSS og sérstakt
viðurkenningarskjal félagsins.
Sjóvá-Almennar hf. styrktu
átakið sérstaklega með því að
gefa verðlaunin sem munu á
næstunni verða afhent af
slökkviliði heimabyggðar hvers
vinningshafa.
Eftirtalin nöfn voru dregin
út: Olga Árnadóttir, Silfurgötu
4, 340 Stykkishólmi, Eva og
Gunni Steindórsbörn, Suður-
götu 111, 300 Akranesi, Hrund
Jóhannsdóttir, Laugabakka-
skóla, 531 Hvammstanga, Sigur-
veig Petra Björnsdóttir, Aðal-
götu 3,625 Olafsfirði, Davíð
Hjálmar Haraldsson, Flötusíðu
2, 603 Akureyri, Kiddý Hörn
Ásgeirsdóttir, Baughóli 10, 640
Húsavík, Sindri Sólheim, Mar-
bakka 7, 740 Neskaupstað, Gísli
Orn Reynisson, Silfurbraut 31,
780 Höfn, Fjölskyldan, Lauf-
haga 1, 800 Selfossi, Benedikt
Óskar Steingrímsson, Gerðis-
braut 1, 900 Vestmannaeyjum,
Ingvar Jónsson, Grundarvegi
17,260 Njarðvík, Ásgeir Braga-
son, Ljósabergi 34,220 Hafnar-
firði, Andri Már Enoksson, Vest-
urbraut 21, 220 Hafnarfirði,
Anton Ivar Róbertsson, Daltúni
27,200 Kópavogi, Björgvin
Ragnarsson, 107 Reykjavík,
Alexíus Jónasson, Nökkvavogi
37,104 Reykjavík, Brynja
Björnsdóttir, Sólheimum 25,104
Reykjavík, Sæunn Ósk Erlends-
dóttir, Hlaðbrekku 19, 200
Kópavogi, Rebekka Pétursdótt-
ir, Dverghömrum 40,112
Reykjavík, Árni Ingimundarson,
Hlíðarhjalla 72, 200 Kópavogi.
Vind- og vatnsheldar
Margir litir, st.: M-XXXL
Bamastærðir:
Nú: 4.990- Áður: 6.990.-
Fullorðinsst.: M -XXXL
Verð: 7.990.- Áður: 9.990.
Margir litir
Sendum í póstkröfu
whummél^
SP0RTBUÐIN
Nóatúni 17 sími 511 3555