Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Sveinn Harald- ur Magnús Ólafsson, fyrrver- andi aðalvarðstjóri í Slökkviliði Reykja- víkur, var fæddur í Hafnarfirði 18. jan- úar 1909 og ólst þar upp til tólf ára ald- urs er hann fluttist ásamt móður sinni til Reykjavíkur. Hann lést í Reykja- ■m- vík 8. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Theo- dóra Sveinsdóttir, matreiðslukona í Reykjavík, og Ólafur Þorvaldsson þingvörður frá Herdísarvík. Systir Sveins var Eyvör, en þau voru tvíbur- ar. Önnur systkini sammæðra voru: Björn og Valdimar Steff- ensen sem eru látnir og Sólveig og Áslaug Árnadætur. Eina systur átti hann samfeðra, Önnu, en hún er látin. Sveinn kvæntist Ástu Jennýju Sigurðardóttur, hár- greiðslumeistara, f. 14. október 1914, d. 22. maí 1990. Þau eign- uðust eina dóttur, Theodóru, HANN Svenni er dáinn. Ekki get ég sagt að það hafí komið mér verulega á óvart, því fjölskyldan vissi að hveiju stefndi. Það verður erfitt að hafa Svenna ekki til að tala við því svo nátengdur hefur hann verið minni fjölskyldu. í mörg ár höfum við Ásta Hulda komið á Bústaðaveginn að loknum vinnu- degi og drukkið með honum kaffi og spjallað um allt milli himins og * jarðar. Hann fylgdist mjög vel með því sem var að gerast í fréttum og var hafsjór af fróðleik. Einkan- lega tókst honum vel upp þegar hann rifjaði upp „gamla daga“. Það var eins og að kynnast ann- arri veröld að heyra hann segja frá. Svenna kynntist ég fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi þegar ég kom í fyrsta skipti á Bústaðaveginn að heimsækja Ástu Huldu, seinna eig- inkonu mína. Svenni tók mér strax vel og varð okkur fljótt vel til vina. Svenni hafði mikinn áhuga á íþróttum, handbolti og knattspyrna voru þó í sérstöku uppáhaldi hjá honum þannig að áhugamál okkar voru þau sömu þótt aldursmunur- inn væri þó nokkur en það kom ekki að sök. Með árunum jókst vináttan og ferðirnar á knatt- spyrnuvöllinn urðu tíðar, ég hélt með Víkingi en hann með Val. Sérstaklega þykir mér vænt um stundirnar fyrir framan sjónvarpið þegar við horfðum á ensku knatt- spyrnuna á laugardögúm, þar sem svo undarlega vildi til að við héld- um sjaldnast með sama liðinu. Árið 1990 missti Svenni eigin- konu sína, Ástu Jennýju Sigurðar- dóttur. Við þann missi er ég ekki frá því að Svenni hafí leitt hugann æ meira að trúnni, ferðum hans í , kirkju fjölgaði og þátttaka hans í starfi aldraðra í Bústaðakirkju gaf honum mikið. Hann hlakkaði til að fara í kirkjuna sína á miðviku- dögum þar sem hann tók í spil og spjallaði við kunningjafólk sitt. Ekki voru síðri stundirnar þegar gömlu vinirnir úr slökkviliðinu hitt- ust í kaffi á Slökkvistöðinni einu sinni í mánuði nú síðustu árin. Þannig hélt hann sambandi við fyrrverandi starfsfélaga og kynnt- ist ungu strákunum í slökkviliðinu, en það þótti honum mjög vænt um. Engum manni hef ég kynnst sem var jafn hreykinn af starfi sínu í slökkviliðinu. Hann var sífellt að segja mér hvað á dagana hafði drifið, miklir eldar, slys, erfiðir flutningar og allt sem hent gat í þessu starfi. Seinustu árin fylgdist hann vel með framförum í tækni- málum slökkviliðsins með því að heimsækja Slökkvistöðina og fylgj- f. 15. mars 1936, gift Sigurði Sveins- syni Hálfdanarsyni, brunaverði. Þau eiga tvær dætur, Áslaugu Öddu og Helgu Hönnu, en Theodóra átti dótt- ur áður, Ástu Huldu, sem ólst upp þjá Sveini og Ástu. Barnabarnabörn Sveins eru fimm. Snemma fór Sveinn til sjós og var kokkur á togur- um hjá Alliance og Kveldúlfi í nokkur ár. Árið 1932 hóf Sveinn störf á viðgerð- arstofu Utvarpsins og hafði hann meistararéttindi í út- varpsvirkjun, en 1943 hóf hann störf hjá Slökkviliði Reykjavík- ur eftir að hafa verið í varalið- inu frá árinu 1938. Hann gegndi flestum störfum í Slökkviliðinu þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1979. Útför Sveins fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ast með því sem þar var efst á baugi. Fyrr á árum fékkst Svenni tals- vert við uppsetningu á loftnetum og skipti engu í hvaða hæð eða við hvaða aðstæður hann þurfti að vinna. Einn af eiginleikum Svenna var sá að hann vissi ekki hvað lofthræðsla var. Mér er minn- isstætt að fyrir u.þ.b. tíu árum bað hann mig að koma með sér upp á þak og lagfæra sjónvarpsloftnetið sem hafði v^erið í ólagi. Það var hvasst úti og dálítið hafði rignt þannig að aðstæður til þess að dunda uppi __ á þaki hefðu getað verið betri. Ég hygg að ég sé ekki lofthræddari en gengur og gerist en tók þó þann kostinn að halda mér fast við skorsteininn til að detta ekki. Með báðar hendur á skorsteininum tók ég frekar lítinn þátt í viðgerðinni á sjónvarpsloft- netinu á meðan gamli maðurinn á áttræðisaldri stóð klofvega á mæni þaksins og lauk viðgerðinni einn síns liðs. Þegar niður var komið þakkaði Svenni mér kærlega fyrir hjálpina svo aðrir heyrðu. Árið 1995 veiktist Svenni alvar- lega og náði ekki heilsu á ný. Hann dvaldi á sjúkrahúsi frá því í byijun desember sl. og stöðugt versnaði líðanin. Hann hélt þó góða og létta skapinu þar til yfir lauk þó líkaminn væri að þrotum kom- inn. Hann var sáttur við lífshiaup sitt og var ekki laust við að hann biði spenntur eftir næsta leik al- mættisins. Sérstakar þakkir færi ég öllu starfsfólki á deild B-7 á Sjúkra- húsi Reykjavíkur fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Það var ómetanlegt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Að lokum þakka ég þér, kæri vinur, fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar. Far þú í friði og megi Guð almáttugur vera með Þér- .. Ogmundur Kristinsson. Hann Svenni afi er dáinn. Ég var skírður í höfuðið á honum og kallaði hann alltaf Svenna afa og ömmu mína kallaði ég líka Ástu ömmu þótt þau hafi_ verið langafi minn og langamma. Ég var fyrsta langafabamið hans og þegar hann lést bar það upp á 21. afmæl- MINNINGAR isdaginn minn. Fyrstu minningarn- ar eru tengdar honum og ömmu á Bústaðaveginum, þar sem ég bjó með foreldrum mínum fyrstu æviárin. Eftir að við fluttum þaðan var ég tíður gestur á Bústaðaveg- inum. Eftir að amma lést bjó afi einn. Aldrei varð ég var við að honum leiddist að vera einum. Fyrstu árin komum við Guðjón frændi til afa í hádeginu eftir að skóla lauk og fengum að borða hjá honum. Á Bústaðaveginum áttum við alltaf skjól, sváfum stundum um helgar eða komum bara í heim- sókn. Afi var góður kokkur og hafði mjög gaman af að bjóða fólki í mat. Hann starfaði m.a. sem kokkur á Alþingishátíðinni á Þing- völlum árið 1930 með móður sinni. Þegar ég var yngri fékk ég mik- inn áhuga á golfíþróttinni. Það var eins og við manninn mælt, afi þurfti að prófa golf líka. Við sett- um upp lítinn púttvöll úti í garði og púttuðum allt hvað af tók. Seinna þegar þessi púttleikur nægði mér ekki lengur og mér fannst að nú væri kominn tími til að fara á alvöru golfvöll var úr vöndu að ráða. Golfvöllurinn sem ég hafði augastað á var í Grafar- holti og þangað var erfitt að kom- ast. Á þessum árum bar ég út Dagblaðið og þurfti auðvitað nauð- synlega að komast í golf eftir há- degi. Þá var afi til staðar, við sótt- um blöðin niður í Þverholt, ókum niður í Fossvog og bárum út sam- an og síðan var vinum mínum smalað saman og haldið á golfvöll- inn í Grafarholti. Fyrir allt þetta er ég þakklátur. Seinna þegar ég fékk bílpróf sjálf- ur gat ég endurgoldið afa að nokkru allar bílferðirnar þegar hann var hættur að keyra sjálfur. Hvíl þú í friði. Sveinn Kristinn Ögmundsson. Sveinn hóf stöf hjá viðgerðar- stofu útvarpsins 1932 og vann þar uns hann var ráðinn í Slökkviliðið í Reykjavík 1943, en hann hafði verið varaliðsmaður þar frá 1938. Sveinn var í slökkviliðinu frá 1979 og hafði þá gegnt flestum þeim störfum sem þar gefast, þ.e. brunavörður, varðstjóri og eld- varnaeftirlitsmaður. Það voru fjórir reyndir og roskn- ir menn sem gegndu störfum aðal- varðstjóra þegar undirritaður var skipaður slökkviliðsstjóri. Allir tóku þeir sínum unga yfirmanni vel, en Sveinn, sem var yngstur aðalvarðstjóranna flögurra, sýndi strax mikinn áhuga á því uppbygg- ingarstarfi sem þá var að hefjast eftir flutninga í nýju slökkvistöðina í Öskjuhlíð. í hönd fóru ýmsar nýjungar og nýjar áherslur svo sem líkamsþjálfun, starfsfræðsla bæði í brunavörnum og sjúkraflutning- um, sem Sveinn tók þátt í bæði sjálfur og við kennslu sinna manna. Sveinn var þá þegar fyrir þijá- tíu árum farinn að finna fyrir þeim sjúkdómi sem að lokum varð bana- mein hans, en með sínu góða skapi gerði hann grín að þessu og sagð- ist ganga fyrir dýnamíti. Hann gerði sér þó grein fyrir því að hið erfiða og ábyrgðarmikla starf aðal- varðstjóra hentaði honum ekki sem best og mæltist því til að fá létt- ari störf í liðinu, fyrst sem inni- varðstjóri og síðar sem eldvarna- eftirlitsmaður. Sveinn var vel máli farinn og kurteis maður og nýttust þessir eiginleikar hans mjög vel ásamt reynslu hans sem aðalvarðstjóri. Tókst Sveini með prúðmennsku sinni, sannfæringarkrafti og mála- fylgju að koma mörgu góðu til leið- ar í því starfi allt fram að starfslok- um 1979. Sem eftirlaunamaður síðastliðin 17 ár tók Sveinn virkan þátt í félagsskap eldri slökkviliðs- manna og hafði einnig áhuga á flestum máíum þjóðlífsins sem meðal annars birtist oft undanfarin ár með tjáningu hans í þjóðarsál Rásar tvö. Við félagar Sveins úr slökkvilið- inu þökkum honum vináttu og tryggð allt til síðasta dags og vott- um Theodóru, Sigurði, dætrum þeirra og langafabörnum dýpstu samúð. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Rúnar Bjarnason. Sveinn var fæddur „undir Hamrinum" í Hafnarfirði. Hann fluttist til Reykjavíkur 12 ára gam- all og bjó fyrst í gömlu „Bárunni“ við tjörnina, en fluttist seinna að Laufásvegi 4, þaðan sem hann stundaði sína bamaskólagöngu í Miðbæjarskólanum undir hand- leiðslu Mortens Hansen og Sigurð- ar Jónssonar. Sessunautur hans þar var Gunnar Thoroddsen sem síðar átti eftir að verða forsætis- ráðherra og honum átti hann að þakka einkunnir sínar, að eigin sögn. Sveinn lagði ávallt áherslu á að hann væri sannur „gaflari". Ég hins vegar læt það ósagt sem „sannur“ Reykvíkingur hvort það eru meðmæli með nokkrum manni að vera fæddur og upp alinn í „Firðinum“, en Hafnarfirði tel ég það hiklaust til tekna að hafa fætt öðling á borð við Svein og alið upp. Þau hjón, Sveinn og Ásta, ólu upp dótturdóttur sína, Ástu Krist- insdóttur, sem varð augasteinn þeirra enda átti gamli maðurinn greinilega stóran hlut í hjarta hennar. Ég átti því láni að fagna að starfa með Sveini í tæp 20 ár og jafnframt að liggja með honum á spítala um tíma er líða tók á ævi- kvöld hans og er mér í minni er hún heimsótti hann tvisvar á dag, hvern dag vikunnar, og mátti greinilega merkja hve vænt honum þótti um dótturdóttur sína er hana bar á góma í samtölum okkar. Sveinn hóf nám í loftskeyta- fræði, en lauk ekki formlegu prófi í þeim fræðum því hann varð að hætta námi á miðjum vetri vegna lungnabólgu. Þess í stað sneri hann sér að matreiðslunámi hjá móður sinni sem var kunn veitingakona og réðst síðan sem hjálparkokkur á togarann Egil Skallagrímsson og var í nokkur ár kokkur á togur- um útgerðarfélaganna Alliance og Kveldúlfs. Á árunum 1932 til 1943 starf- aði Sveinn hjá Ríkisútvarpinu, m.a.við uppsetningu loftneta, og á árinu 1937 var hann beðinn um að setja upp loftnet hjá þáverandi slökkviliðsstjóra, Pétri Ingimund- arsyni. „Þarftu ekki stiga,“ spurði Pétur. Það þótti Sveini óþarfi og klifraði upp þakið eftir „gesems- inu“. Vel hefur Pétri fundist fimi unga mannsins því þegar hann kóm niður bauð hann honum starf í varaliði slökkviliðsins sem Sveinn þáði enda talsverðir peningar í boði fyrir ungan fjölskyldumann, 6 kr. fyrir útkallið og 3 kr. fyrir seinni tímann. Hinn 30. mars 1943 réðst hann í fastalið Slökkviliðs Reykjavíkur. Vinsældir Sveins meðal samstarfs- manna má m.a. marka af vísu er Kjartan Ólafsson, þá aðalvarðstjóri og ljóðskáld, orti um hann fertugan og var Kjartan þó ekki allra. Harla glaður birkibeinn, blakkur á litinn hára. Margblessaður sértu, Sveinn, sagður 40 ára. Sveinn var skipaður varðstjóri árið 1959 og aðalvarðstjóri árið 1963. Þá tók hann stöðu innivarð- stjóra árið 1972 og starf eldvamar- eftirlitsmanns árið 1976 til ársins 1979 er hann fór á eftirlaun. Hann hafði því starfað að slökkvistörfum í samtals 41 ár og þekkti því starf og innviði slökkvistöðvarinnar í Reykjavík betur en flestir aðrir. Sveinn var allra manna hugljúfi, gamansamur í lund og bjó yfír þeim öfundsverða eiginleika að geta gert góðlátlegt grín að umhverfinu og samferðamönnum en þó fyrst og fremst að sjálfum sér. Slíka menn er þægilegt að umgangast og yndis- lejrt að skemmta sér með. Hann var fremur dökkur yfirlit- SVEINN HARALDUR MAGNÚS ÓLAFSSON um og suðrænn í útliti og viðmóti. Hann gat þess vegna hafa erft útlit sitt og sjarma frá einhveijum suður-evrópskum forföður sem hé_r hefur átt leið um á öldum áður. Á yngri árum Sveins var róstusamt í stjórnmálum um allan heim. Náði sú alda allt til íslands. Bar mest á tveimur róttækum fylkingum sem áttu sér sitt goðið hvor. Kommún- istar með Stalin að leiðarljósi og þjóðernisjafnaðarmenn er litu til Þýskalands með Hitler í farar- broddi. Margir mætir menn er uppi voru í blóma lífs síns á þriðja áratug- num og til í smá róstur gengu í þessa flokka, oft meira af áhuga á ungæðislegu tuski en stjórnmála- legum innblæstri. Sveinn gekk í flokk þjóðernisjafnaðarmanna og minntist þess oft við mig með bros á vör er þessum hópum laust sam- an í ærlegum slagsmálum. Ekki var vera hans í stjórnmálum þó löng, sumpart af því að stjórn- málaáhugi hans risti ekki djúpt, sumpart af því að slagsmál og fundarhöld eru leiðinleg til lengdar, eins og hann sagði, og sumpart af því að konuefni hans þótti málstað- urinn vafasamur og hætti Sveinn stjórnmálaafskiptum sínum árið sem hann giftist. Eftir 20 ára samvinnu er margs að minnast sem of langt væri upp að telja, en einstaka minningarbrot renna þó í gegnum hugann á með- an ég færi þessar línur. Eitt þeirra var er við fluttum konu nokkra af Landspítalanum. Sveinn var ekki hár vexti né holdmikill og var því fremur léttur, en nautsterkur. Sjúkrakörfurnar sem notast var við í þá daga voru ólíkar þeim sem notaðar eru í dag. Var höfðalagið kallað þyngri endinn, enda hvíldi mestur hluti líkamans í efri hluta körfunnar, en fótgaflinn sá léttari. Konan sem flytja átti var vel í hold- um, satt að segja afar vel. Sveinn vildi endilega halda undir þunga endann og lét' ég það guðsfeginn eftir honum. Okum við eins og leið lá austur í bæ og kviðum við mest fyrir að þurfa að bera konuna upp margar tröppur. Svo reyndist þó ekki. Aðeins var upp eina tröppu að fara og síðan beint inn í húsið. Þar sturtuðum við konunni úr körf- unni, eins og fargi úr hjólbörum, í tvíbreitt hjónarúm. Sveinn var kurteis maður með afbrigðum og þéraði ávallt fólk þegar honum þötti það við eiga. Þegar við höfðum lokið flutningnum, innheimt gjaldið og vorum á leiðinni út sneri Sveinn sér við í dyrunum og spurði: „Má ég spyija hvað frúin er þung?“ Hún svaraði alls ófeimin að bragði: „Ég er 132 kíló.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Sveinn brosandi út í annað munnvikið og við héldum eins og leið lá niður á stöð. Nú skildi ég af hveiju Sveinn hafði viljað halda undir þyngri endann. Þetta var að því best var vitað þyngdarmet í sjúkraflutningum á þeim dögum og Sveinn gat með stolti sagt: „Ég lét strákinn halda undir léttari end- ann.“ Sveinn naut mikillar virðingar og Vinsælda meðal vinnufélaga sinna, jafnt á meðan hans naut við í starfinu sem eftir að hann hætti og fór á eftirlaun. Það er því sannarlega skarð fyrir skildi nú þegar hann er horfinn á braut og söknuður við kaffiborðið á mánað- arlegum fundum okkar eldri starfs- manna í matstofu slökkvistöðvar- innar. Persónulega er hann mér mikill missir. Við áttum mörg trún- aðarsamtöl bæði í starfi og í sam- veru okkar á sjúkrabeð þar sem hann réð mér heilt í samskiptum við vinnufélaga og fólk almennt og ekki síst væntumþykju til sinna nánustu. Ég votta fjölskyldu hans allri, Theu, Sigga og dætrum þeirra og ekki síst Astu, mína dýpstu samúð og veit að minningin um hann er þeim bæði dýrmæt og hugljúf. Ég sakna Sveins og minningin um hann sem yarðveitast mun til ævi- loka er mér mikils virði. Þökk fyrir allt og allt. Tryggvi Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.