Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 23 LISTIR Fyrirlestur um Alvar Aalto Brautryðjandi nútímahönnunar og -arkítektúrs DR. ÁSDÍS Ólafsdótt- ir, listfræðingur, hélt fyrirlestur um hús- gagnahönnun fínnska arkítektsins Alvars Aalto (1898-1976) síð- astliðinn sunnudag. Fyrirlesturinn var haldinn í Norræna hús- inu í Reykjavík en Aalto var einmitt arkí- tekt að því. Ásdís varði doktorsritgerð um út- breiðslu hönnunar milli stríða með sérstaka áherslu á húsgögn Aaltos við Sorbonne- háskóla í París á síð- asta ári. Ásdís sagði í samtali við Morgunblaðið að Aalto hafi að vissu leyti verið brautryðjandi nú- tímabyggingalistar og -hönnunar. „Millistríðsárin voru mótunarár hans og í húsgögnum hans frá þeim tíma má fínna drætti sem áttu eftir að sjást í byggingum hans og annarra seinna. Hann út- skrifast árið 1923 úr Tækniháskó- lanum í Helsinki og byijaði að vinna í nýklassískum anda; teiknar bæði hús og húsgögn sem eru mjög ólík því sem hann gerir seinna. Árið 1927 flyst hann til Turku í Finnlandi og kemst í samband við alþjóðlega strauma eða það sem ég kalla nýtistefnuna í gegnum sænska starfsfélaga. Þá gjörbreyt- ast byggingarnar hans og hann fer að hanna húsgögn í þessum nýja stíl. Hann fer að gera tilraunir með beygðan við. Það er á árunum 1931-32, þegar kreppa var í Finn- landi og lítið um nýbyggingar, sem hann hannar flest sín kunnustu húsgögn úr þessu efni. Fljótlega var farið að flytja hús- gögn hans út um allan heim og stofnað var fyrirtæki sem annaðist dreifingu á þeim. Þetta er í raun mjög merki- legur frami svona ungs manns á þessum tíma.“ Ásdís segir að á þessum tíma hafi Aalto verið að gera ýmsar tilraunir með form og efni í húsgagnahönnun Dr. Ásdís sinni. „Hann var að Ólafsdóttir gera tilraunir með bogadregin form, sem sjá má í mörgum húsum hans líka, til dæmis í berklahælinu í Paimio í Finnlandi sem hann vann að árin 1929-32. En ég held að hann hafi þróað arkítektúrstíl sinn í hús- gagnahönnuninni á þessum árum.“ Ásdís segir að bæði þessi boga- dregnu form og viðurinn sem efni hafi verið nýjungar í hönnun og arkítektúr á þessum tíma. „Um þetta leyti voru módernistarnir að- allega að vinna í stál og allar línur voru beinar og fletir voru hreinir, yfirbragðið allt mjög bjart. En inn í þetta kemur Aalto með mannlega þáttinn, hin lífrænu form, form sem hafa skírskotun til lífsins og náttúr- unnar. Þessar nýjungar hans áttu til dæmis eftir að hafa mikil áhrif á bandaríska hönnuði sem og evr- ópska; eftir stríð verða þessi mjúku form mjög ráðandi í hönnun og arkítektúr. Áhrif Aaltos eru því mjög mikil á þróun bæði hönnunar og arkítektúrs á öldinni.“ Einu sinni var... KVIKMYNDIR Iláskólabíó SABRINA ★ ★ Leikstjóri: Sidney Pollack. Handrit: Barbíira Benedek og David Rayfield byggt á sanuiefndri mynd Billy Wild- ers. Framleiðendur: Sidney Pollack og Scott Rudin. Kvikmyndataka: Giuseppe Rotmmo. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Julia Ormond, Greg Kinnear, Nancy Marchand og John Wood. Paramount. 1995. EINU sinni var ... Þannig byrja öll fallegu ævintýrin og þannig byijar nútíma Öskubuskuævintýrið Sabrina með Harrison Ford. Ef það er eitthvað sem Hollwyood-kerfið leggur áherslu á, er það að við- halda gömlu ævintýrunum og setja þau í nútímabúning. Þannig er Jul- ia Ormond, sem fer með titilhlut- verk myndarinnar, ekki dóttir skó- arans heldur bílstjórans og Harri- son Ford er prinsinn. Konungsríki Fords er fjármálaheimurinn á Wall Street og móðir hans er einskonar drottning. Yngri bróðir hans kemst aldrei til valda og er því vingull og glaumgosi. Og Sabrina dýrkar hann. Sabrina reyndar dýrkar allt sem við kemur hinum ofurríku og það er kannski mesti gallinn við persónuna og þar með myndina. Það er gert svo lítið úr Sabrinu að það verður hálf vandræðalegt. Það eina sem hún gerir er að dýrka hina ríku og fallegu. Hún er haldin svo geðveikislegri þráhyggju að ef þetta væri spennutryllir væri hún bijálaði morðinginn. Leikstjórinn, Sidney Pollack, undirstrikar þetta við hvert tæki- færi. Ung og ótótleg Sabrina klifr- ar upp í tré fyrir utan fallega garð- inn ríku vinnuveitendanna og horf- ir löngunaraugum á dýrðina og heitir því að komast einhverntíma inn. Hún flýr til Parísar að „finna sjálfa sig“ og snýr heim glæsileg kona en haldin sömu þráhyggj- unni. Yngri bróðirinn fellur flatur fyrir henni nú þegar hún er orðin fallegri en flestar fyrirsætur. Hún er komin inn. Vandamálið er að bróðirinn er trúlofaður og stór við- skiptasamningur er tengdur þeirri trúlofun sem stóri bróðir ætlar ekki að tapa af. Sabrina er svona innihaldslaust, gamaldags og rómantískt léttmeti sem býður uppá fullkominn veru- leikaflótta og gætir þess að skilja ekkert eftir sig i huga áhorfenda. Ford er skemmtilega þurr á mann- inn alla myndina og kaldhæðinn mjög í hlutverkinu sem Humphrey Bogart lék í Billy Wilder myndinni frá 1954 og þessi er gerð eftir (William Holden lék yngri bróður- inn og Audrey Hepburn Sabrinu). Það er gaman að sjá hvernig Ford vaknar hægt til lífsins í nálægð Ormond og verður æ mannlegri eftir því sem líður á myndina. Greg Kinnear er sömuleiðis góður í hlut- verki yngri bróðurins og aukaleik- arar eins og Nancy Marchand, John Wood og Richard Crenna fylla vel út í myndina. Handritið geymir góð samtöl og myndin er létt stundar- gaman fyrir þá sem vilja sjá ástar- sögu fulla af þeim glamúr og glæsi- leik sem draumaborgin ein getur framleitt og hefur lifað á í gegnum tíðina. Arnaldur Indriðason OSiAOG SMIÖRSAIANSF Opið virka daga kl. 10 -18, laugardaga kl. 10 -14 og Janga laugardaga" kl. 10 -17. á&eótaótað ífkmum! Velkomin í Ostabúðina okkar að Skólavörðustíg 8. Við bjóðum fjölbreytt úrval gæðaosta ífallegu og þægilegu umhverfi á besta stað í bænum. Dýrindis ostar í miklu úrvali Þú finnur örugglega ost að þínu skapi því úfvalið er ótrúlegt. íslensku ostarnir í allri sinni fjölbreytni eru að sjálfsögðu í hávegum hafðir. Einnig er á boðstólum úrval erlendra osta. Þér er að sjálfsögðu velkomið að bragða á ostunum. Auk þess bjóðum við gæsalifur, andalifur, frönsk paté og sósur, sérbakaðar ostakökur og ostabökur, rjómaostaábæti o.fl. Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi Sérþjálfað starfsfólk er þér innan handar, boðið og búið að veita þér allar þær ráðleggingar sem þú þarfnast. Veisluþjónustan - allt sem til þarf Veisluþjónustunni er gert hátt undir höfði hjá okkur enda nýtur hún sívaxandi vinsælda meðal viðskiptavina. Þú getur komið og ráðfært þig við okkur um magn osta, tegundir og-meðlæti. Ef þú vilt útbúa pinnana sjálf(ur), skerum við ostinn í teninga. Hjá okkur færð þú allt sem þarf til pinnagerðar. Einnig færðu alls kyns smávöru, gjafavöru, skreytingar, ostaáhöld, uppskriftarbækur, bæklinga o.fl. Ostabökur í hádeginu! Líttu til okkar í hádeginu og gæddu þér á ostabökunum okkar, heilum eða í sneiðum, heitum eða köldum. Verið hjartanlega velkomin i Ostabúðina að Skólavörðustig 8. St'minn er: 562 2772. ÍSLENSKIR OSTAR, 0 BÚÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.