Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samheiji hf. hættir viðskiptum við Eimskip Allir flutningar Samherja og dótturfyrirtækja til Samskipa „OKKAR samningi við Eimskip lauk nú um áramótin og í framhaldi af því ákváðum við að ganga til samn- inga við Samskip um flutningana," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija hf., í samtali við Morgunblaðið, en fyrir- tækið á hlut í Samskipum. Eigendur Samhetja hafa ákveðið að hætta öll- um viðskiptum við Eimskip sem hef- ur séð um 50% af öllum flutningi fyrirtæksins undanfarin ár. Auk þess að sjá um sjóflutninga fyrir Samheija hefur dótturfyrirtæki Eimskips, Dreki, séð um fiutninga á landi fyrir Samheija og einnig hafa starfsmenn Eimskips séð um löndun úr skipum fyrirtækisins. Samheiji hefur leigt aðstöðu í húsnæði Eim- skips í Oddeyrarskála til fjölda ára en flutti úr því húsnæði nýlega. Vissulega mikil vonbrigði „Það eru okkur vissulega mikil vonbrigði að sjá á eftir viðskiptum við Samheija, sem hefur verið einn okkar stærsti viðskiptavinur undan- farin ár. Ekki síst fyrir það að við höfum lagt mikið á okkur til að auka og bæta þjónstuna, m.a. með beinum siglingum frá Akureyri til erlendra hafna. Einnig eru það okkur mikil vonbrigði að ekki skuli leitað til okk- ar um hugsanlega endumýjun samn- ingsins," sagði Garðar Jóhannsson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri. Garðar sagði að þessi nýja sigl- ingaleið félagsins hefði getað hentað Samheija vel og stytt fyrirtækinu flutningstímann til Bretlands og meginlands Evrópu um 3-5 daga. „Varan hefði þá farið héðan á mið- vikudegi og verið komin út á mánu- degi, sem hefði getað aukið þeirra sveigjanleika í sölu- og markaðsmál- um verulega.“ Getur haft áhrif á starfsmannafjölda Garðar sagði að sú ákvörðun Sam- heija að hætta að láta Eimskip sjá um landanir úr skipum sínum gæti haft áhrif á þann starfsmannafjölda sem nú er í Oddeyrarskála. „Við er- um með 8 fastráðna starfsmenn í vöruafgreiðslu og til viðbótar em teknir inn lausamenn í landanir, sem fylla 2-3 stöðugildi á mánaðargrund- velli,“ sagði Garðar. Þorsteinn Már segir að það sé í þessu eins og öðru, að margir geti veitt þjónustu, hvort sem er í flutn- ingum eða öðru en Samheiji hafi tekið ákvörðun um að ganga til samninga við Samskip. „Við höfum verið í viðskiptum við Samskip sl. tvö ár og fyrirtækið séð um hluta af okkar flutningum. Það sem hins veg- ar gerist nú er einfaldlega það að við förum með alla okkar flutninga þangað, bæði fyrir Samherja, Strýtu og Söltunarfélag Dalvíkur." Sáttir við samninginn við Samskip Hefði ekki verið betra fyrir ykkur að láta þessi tvö stóru flutningafyrir- tæki bjóða í ykkar flutninga? „Við erum sáttir við okkar samn- ing við Samskip og hvaða aðferðir menn nota, verður hver og einn að gera upp við sig. Við erum hins veg- ar sáttir við þessa niðurstöðu," sagði Þorsteinn Már. Styrktarsjóður Heimahlynn- ing*ar STOFNAÐUR hefur verið sjóður til minningar um Bjama Sigurðsson prentsmiðjustjóra POB hf. Prentuð hafa verið minningarkort sem hönnuð voru af Kristjönu R. Tryggvadóttur ekkju hans. Þeir sem vilja minnast Bjama Sigurðssonar geta keypt minningarkort í öllum blómabúðum á Akureyri frá og með deginum í dag. Ágóði mun renna til Heimahlynningar á Akureyri, en starfsfólk hennar reyndist Bjama heitnum og fjölskyldu mjög vel í veikindum hans. ----♦ ♦ ♦--- Mælt með Eiríki Birni ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrarbæjar mælti með því samhljóða á fundi sínum í vikunni að Eiríkur Bjöm Björgvinsson, íþróttafulltrúi á Egilsstöðum verði ráðinn í stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa Akur- eyrarbæjar. Alls sóttu 15 manns um stöðuna en einn þeirra dró umsókn sína til baka. Fjögur fyrirtæki hlutu viðurkenningu atvinnumálanefndar Samherji fyrirtæki ársins á Akureyri SAMÍHERJI hf. er fyrirtæki ársins 1995 á Akureyri og var forsvars- mönnum fyrirtækisins afhent við- urkenning atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar í hófi sem haldið var af því tilefni í gær. Þá voru fjögur fyrirtæki heiðruð sérstak- lega, en þau eru nokkurs konar þverskurður af akureyrsku at- vinnulífi. Nefndin ákvað á síðasta ári að taka upp þann sið að veita árlega því fyrirtæki sem skaraði fram úr viðurkenningu og er markmiðið að vekja athygli á ár- angri akureyrskra fyrirtækja og Akureyri sem athafnabæ. „Eftir nokkurra ára deyfð er atvinnuleysi nú minna en verið hefur um árabil og umsvif ýmissa fyrirtiekja eru að aukast auk þess sem ný skjóta upp kollinum. Það er þó mest um vert að andinn í bænum er allur annar en hann var fyrir aðeins fáum misserum," sagði Guðmundur Stefánsson, for- maður atvinnumálanefndar, við afhendingu viðurkenningarinnar. Gera út fjórtán skip Guðmundur rakti sögu Sam- herja, en fyrirtækið var stofnað árið 1983 þegar ísfisktogarinn Guðsteinn GK var keyptur, honum var siðar breytt í frystitogara og sem fékk nafnið Akureyrin EA. Skipunum hefur síðan fjölgað með ótrúlegum hraða, Samherji á nú 6 frystitogara hér á landi, tvo fersk-rækjutogara og eitt nóta- skip sem jöfnum höndum veiðir rækju og loðnu. Þá gerir fyrirtæk- ið út frystiskip frá Færeyjum og fjóra frystitogara frá Þýskalandi eða alls 14 skip. Aflaheimildir fé- lagsins eru yfir 17 þúsund tonn í þorskigildum hér við land auk aflaheimilda í Færeyjum og Þýskalandi. Samherji á einnig helmingshlut í Strýtu og á liðnu ári eignaðist félagið Söltunarfélag Dalvíkur. Þessi tvö fyrirtæki vinna árlega um 9.000 tonn af rækju og Strýta kaupir auk þess verulegt magn af grásleppuhrognum og síld til vinnslu í verksmiðju sinni. Þá hef- ur Samherji stofnað til samstarfs við Royal Greenland á Grænlandi. Starfsmenn Samheija og dótt- urfyrirtækja á íslandi og Færeyj- um eru yfir 400 og velta fyrirtækj- anna nam um 5 milljörðum á síð- asta ári. Velta í landvinnslu nam á sama tima 2,2 milljörðum. Starfsmenn í landi eru um 200 talsins. Þá er árlega velta Deutsche Fischfang Union um 2,2 milljarðar og starfsmenn um 240. „Mér finnst það vel til fundið hjá atvinnumálanefnd að vekja at- hygli á því sem er að gerast í at- vinnulífinu á Akureyri," sagði Þor- steinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samherja en að hans mati er atvinnulíf í bænum í sókn. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu á því að við og okkar starfsmenn séum að gera góða hluti.“ Fjögur fyrirtæki heiðruð Fjögur fyrirtæki voru einnig heiðruð en þau eru Kaupfélag Eyfirðinga einkum fyrir tvennt, starfsemi KEA Nettó sem stuðlað hefur að lækkun vöruverðs í bæn- um og framleiðslu og markaðs- setningar Mjólkursamlags KEA á svaladrykknum Frissa fríska sem seldur var í 4 milljónum lítra á liðnu ári. Þá hlutu PH-snyrtivör- ur, Purity Herbs, viðurkenningu, en fyrirtækið hefur vaxið úr nán- ast engu og dreifir nú snyrtivörum úr náttúrulegum efnum um land allt og í vikunni fór fyrsta send- ingin á erlendan markað. Sand- blástur og málmhúðun sem er umsvifamikill innflytjandi og leið- andi á sínu sviði fékk einnig viður- kenningu og loks Kjarnafæði en starfsemi fyrirtækisins hefur vax- ið mjög undanfarin ár og er nú eitt af stærstu matvælafyrirtækj- um landsins. „ÉG LEYFI mér að fullyrða að engir einstakl- ingar hafa nokkru sinni lagt neitt svipað til atvinnumála hér í bænum og þeir Samheija- frændur," sagði Guðmundur er hann afhenti þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni viðurkenninguna. Morgunblaðið/Kristján ÁSTA Sýrusdóttir framkvæmdasljóri Purity Herbs, Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri KEA, Eiður Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og Jón Dan Jóhannsson fram- kvæmdasljóri Sandblásturs og málmhúðunar. Laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hækkuðu um 9% um áramót Einn nefndarmanna afþakkaði launahækkun Hlutabréf í Dagsprenti hf. Tilboði hafnað STJÓRN KEA hefi'i' hafnað til- boði hlutafélagsins Upphafs hf. í hlutabréf KEA og Kaffibrennslu Akureyrar hf. í Dagsprenti hf., sem gefur út dagblaðið Dag. KEA og Kaffíbrennsla Akureyrar, dótt- urfyrirtæki KEA, eiga rúm 52% í Dagsprenti. Jóhannes Sigvaldasori, stjórnar- formaður KEA, sagði að tilboð Upphafs hf. hefði verið of lágt. Hann sagði það ekki hafa verið mikið til umræðu innan KEA að selja hlutinn í Dagsprenti en hins vegar yrði það skoðað ef viðun- andi tilboð berst. Jóhannes sagði að endurskipulagning á rekstri Dagsprents væri að skila sér. Reksturinn á síðasta ári hafi geng- ið þokkalega. Þetta er í annað sinn sem þeir aðilar sem standa að Upphafi hf. gera tilboð í hlutabréf KEA og Kaffíbrennslunnar í Dagsprenti. ORÐIÐ hefur verið við ósk Odds Halldórssonar, sem situr í íþrótta- og tómstundaráði og bygginga- nefnd Akureyrar og er varamaður í bæjarstjórn, um að þóknun fyrir störf hans í þágu bæjarins hækki ekki. Laun bæjarfulltrúa og þeirra sem sitja í ráðum og nefndum á vegum Akureyrarbæjar hækkuðu um 9% um síðustu áramót, en þau miðast við þingfararkaup. Oddur lét bóka að hann væri mjög ósáttur við að á sama tíma og verið væri að leita allra leiða til að draga úr launakostnaði starfsmanna, m.a. í íþróttamann- virkjum bæjarins, fái fulltrúar í nefndum hækkun á sinni þóknun langt umfram hækkanir á almenn- um vinnumarkaði. Hann sendi launafulltrúa bæjarins erindi þar sem hann óskaði eftir að fá sömu greiðslu fyrir fundarsetu og gilti fyrir hækkun og hefur bærinn fall- ist á þá ósk. „Ég átti satt að segja ekki von á að orðið yrði við þessari beiðni og hafði því hugsað mér að láta mis- muninn renna til einhvers líknarfé- lags. Ég er ánægður með að hafa fengið þessu framgengt, það verða þá nokkrar krónur eftir í bæjar- sjóði," sagði Oddur, en hann lagði óformlega til á fundi bæjarstjórnar síðasta haust að laun bæjarfulltrúa yrðu lækkuð. Enginn afþakkað launahækkun áður „Ég man ekki til þess að menn hafí afþakkað launahækkun áður,“ sagði Karl Jörundsson starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar. „Ég fékk formlegt erindi frá Oddi þar sem hann óskaði eftir að fá sömu laun og fyrir hækkun. Vilji menn ekki taka þá launahækkun sem í boði er vil ég helst ekki ganga í berhögg við þeirra sannfæringu." Karl sagði að aðrir er málið varðaði hefðu ekki fylgt í fótspor Odds. Eftir hækkun eru greiddar 4.290 krónur fyrir hvern fund, en var áður 3.915 krón- ur. Fyrir um einu ári var samþykkt tilllaga um greiðslu til bæjarfulltrúa og annarra þeirra sem starfa í nefnd- um og ráðum á vegum Akureyrar- bæjar. Laun bæjarfulltrúa miðast við þingfararkaup alþingismanna, en það var 178 þúsund krónur fram til 1. september síðastliðinn þegar það hækkaði í 195 þúsund krónur. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar á liðnu hausti að fresta því að hækka laun bæjarfulltrúa, en hækkunin tók gildi um síðustu áramót. Forseti bæjarstjórnar hefur 35% af þingfararkaupi í föst laun á mán- uði, varaforsetar fá 25% föst laun og aðalmenn í bæjarstjórn fá 20% þingfararkaups í laun á mánuði. Fundarseta er innifalin í öllum tilvik- um. Aðalmenn í bæjarráði fá til við- bótar 20% föst laun á mánuði og 2,2% fyrir hvern fund. Fyrir setu í nefnd eru greidd 2,2% og til viðbót- ar fá varaformenn 50% álag á þá fundi sem þeir stjórna. Formenn með mishá laun Laun formanna nefnda eru nokk- uð mismunandi. Formenn félags- málaráðs, kjarasamninganefndar og kjaranefndar fá 15% föst laun á mánuði, formenn atvinnumálanefnd- ar, húsnæðisnefndar, íþrótta- og tómstundaráðs, stjórnar veitustofn- ana, skólanefndar og framkvæmda- nefndar fá l0% föst laun á mánuði en formenn annarra nefnda 5% föst laun á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.