Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Dæmi um fjársvelti háskólans kemur í ljós þegar bókakostur Landsbókasafns-Háskólabókasafns er borinn saman við erlenda skóla. Það er mikil skömm að því hvað „bókaþjóðin" á veikburða háskóla- bókasafn. Stúdentar sýndu mikið framtak á síðasta ári en miklu meira verður að gera í þeim efnum. Hins vegar lýsir áratuga sinnuleysi fjár- veitingavaldsins til þessa mála- flokks vel afstöðu- og metnaðarleysi valdhafanna. Það er ekki einu sinni hægt að halda safninu opnu eins og eðlilegt er. Það verður að skiljast að fjárfest- ing í menntun, m.a. háskólamennt- un, er einn vænlegasti íjárfesting- arkostur okkar, mun betri en fjár- festing í virkjunum, álverksmiðju, fiskiskipum eða samgöngum. Hvað vilja stjórnmálamenn? Afskiptaleysi gagnvart háskólum skiptir máli ef almenningur sættir sig ekki við lakari lífskjör en annars staðar á næstu áratugum. Það er hins vegar ekki vilji manna í Há- skóla íslands að láta háskólanám drabbast niður í skítinn og að há- skólinn ,verði að annars flokks há- skóla á alþjóðavettvangi þótt stjórn- málamenn virðist vilja það. Nú háttar þannig til að undirrit- aður er bæði stjórnmálamaður og í leyfi sem kennari frá Háskóla Is- lands og þekkir því nokkuð til af- stöðu stjórnmálamanna. Alþingis- mönnum er langflestum ekki um- hugað um kennslu á háskólastigi og það endurspeglast í litlum fjár- veitingum. Alþingismenn hafa til dæmis miklu meiri áhuga á sam- göngumálum en menntamálum. Það er ekki til nein samræmd löggjöf um háskólanám þótt sú vinna sé reyndar nýhafin. Það hefur ríkt stefnuleysi í þessum efnum en nú eru 13 skólar starfandi á háskóla- stigi hérlendis. Margir stjórnmálamenn vilja meira að segja nota háskóla sem innlegg í byggðastefnu. Erlendis er talið að það þurfi um 2 milljónir manna til að búa einum rannsókn- arháskóla bærilegt umhverfi. Það sést best á þessu að Háskóli íslands er í reynd kraftaverk og hefur alltaf verið það. Auðvitað eiga að vera til tækni- háskólar og sérhæfðir fagháskólar hérlendis en það verður að vera til stefna í þessum málum, m.a. hvernig rannsóknir séu best skipulagðar. Nú eru nemendur í skólum á háskóla- stigi utan Háskóla íslands um 1.700. Skólar á háskólastigi hérlendis hafa því miður sáralitla samvinnu sín á milli en vitaskuid væri hægt hafa ein regnhlífasamtök háskólakennslu og að skólamir skiptust á námskeið- um, kennurum og nemendum með reglubundnum hætti. Núna ræður stefnuleysið ríkjum. Háskóli getur ekki starfað nema öflugur stuðningur hins opinbera komi til. Við höfum ekki viljað skóla- kerfí eins og þekkist víða erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, en þar em skólar víða einkareknir með mjög miklum skólagjöldum. Það hefur ríkt sátt um það hérlendis að menntun sé almenningseign og það er hluti af evrópskri menntahefð. Nýjar leiðir Ein af þeim hugmyndum sem nú eru ræddar innan háskólans er að gera skólann að sjálfseignarstofnun, laða þannig fleiri aðiia að skólanum og flytja stjórn eigin mála meira inn í skólann, m.a. fjármál og starfs- mannamál. Vitaskuld þarf samning við ríkisvaldið um slíka breytingu en það er mat mitt að þetta skref sé ekki einungis Háskóla íslands til heilla heldur lífsnauðsynlegt. Það verður að bijótast út úr núverandi farvegi stöðnunar og skeytingar- leysis. Almenningur þarf að vita að vonleysi er að grípa um sig í æðstu menntastofnun landsins. Það má ekki verða. Það var ekki að ástæðu- lausu að foringjar okkar á 19. öld vildu háskólamenntun inn í landið. Þeir skildu það, sem við höfum gleymt, að öflug æðri menntun er lykilatriði í sjálfstæði þjóðar, mark- ar sjálfsvirðingu hennar og lífskjör. Höfundur er alþingismaður oir prófessor. SL A st&SS&a. » m ■» 1 i 1 1 INN fimmtudag IIÖRURHAR ÚT Á 6QTU1 QtRÐlÐ MIOUR ÚR ÖLLR URLDl Opið til kl á laugardaginn gatan min
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.