Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Efnt til sam- keppni um útlit evró-seðla EVRÓPSKA gjaldmiðilsstofnunin (EMI) gengst nú fyrir samkeppni á meðal hönnuða peningaseðla í ríkjum ESB um útlit á evró-seðlun- um, sem settir verða í umferð upp úr aldamótum ef áætlanir um evr- ópskt myntbandalag (EMU) ganga eftir. Hönnuðirnir eiga að hanna seðla fyrir sjö upphæðirj 5,10, 20, 50, 100, 200 og 500 evró. Þeir geta valið um tvenns konar hönnun. Annars vegar er gert ráð fyrir að útlit seðlanna sé í hefðbundnum stíl og tengist ákveðnum tímabilum í sögu og menningarlífi Evrópu. Þannig verði öðrum megin á seðl- inum mynd af einhveiju af stór- mennum Evrópusögunnar og/eða mynd af listaverki, hlut eða upp- finningu. Hinum megin verði mynd af byggingu, sem sé dæmigerð fyrir viðkomandi tímabil. Hvað er evrópskt og hvað er þjóðlegt? Búast má við deilum um það hvað sé sögulegt og evrópskt og hvað tengist fyrst og fremst ein- stökum þjóðum Evrópu. Þannig er ekki víst að mynd af Napóleoni vekti sömu viðbrögð í öllum vænt- anlegum aðildarríkjum EMU. Þess vegna býður EMI hönnuðunum einnig upp á annan kost; að útlit peningaseðlanna verði abstrakt og í anda nútímalegrar listhönn- unar. Hönnuðir benda á að slíkt Reuter ENN veit enginn hvemig evró- seðlar og -mynt, sem leysa mynt aðildarríkjanna af hólmi, munu líta út. sé ekki einfalt verkefni, meðal annars vegna þeSs að slík lausn gæti gert fölsurum auðveldara fyrir að líkja eftir evró-seðlunum. Þegar (og ef) EMI verður að Seðlabanka Evrópu árið 1999, mun stofnunin hafa lokaorðið um útlit evróseðlanna. Mörg önnur atriði þarf að leysa, til dæmis stærð seðlanna, en Evrópuríkin nota mjög misstóra peningaseðla. Aðeins reyndir seðlahönnuðir fá að taka þátt í samkeppninni og eru þeir valdir af seðlabönkum aðildarrikja Evrópusambandsins. Frönsk út- varpslög til athugunar Brussel. Reuter. TILRAUN franskra stjórnvalda til að draga úr ensku efni á öldum Ijós- vakans er nú til skoðunar hjá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. Embættismenn hjá framkvæmda- stjórninni sögðust hafa áhyggjur af því að frönsk lög sem kveða á um að 40% af leiknum lögum hjá út- varpsstöðvum skuli vera á frönsku, ella komi til hárra sekta, væru á skjön við ákvæði um fijálst flæði vöru og þjónustu innan Evrópusam- bandsins. „Við erum að kanna málið,“ sagði embættismaður og bætti við að mál- ið snerist um það hvort að þau hlut- föll sem lögin, er tóku gildi af fullum krafti í janúar, kvæðu á um væru réttlætanleg út frá því sjónarmiði að vemda franska menningu án þess að þau hefðu slæm áhrif á ftjáls við- skipti. Irar settu sambærileg lög á sínum tíma til að vernda írska söngvara gegn flóði enskrar tónlistar en var bent á það af framkvæmdastjórninni í fyrra að lögin mismunuðu eftir þjóð- emi. Franskar útvarpsstöðvar hafa mótmælt lögunum harðlega og segja að hreinlega sé ekki til nægjanlega mikið af tónlist á frönsku til að fylla dagskránna. Hafa samtök evrópskra útvarpsstöðva tekið málið upp við framkvæmdastjórnina. Philippe Douste-Blazy, menning- armálaráðherra Frakklands, mun í dag eiga fund með Karel van Miert, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórninni, en embættismenn sögðu ólíklegt að þetta mál myndi bera þar á góma. Ástæðan er sú að það er Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins, er hefur málið til rann- sóknar. Frakkar hafa um langt skeið hald- ið því sjónarmiði á lofti að Evrópa verði með einhverjum ráðum að veij- ast engiisaxnesku menningarflóði í tónlist og kvikmyndum frá Banda- ríkjunum. Þijú ný ríki í OECD • ÞRJÚ fyrrverandi kommún- istaríki í Austur-Evrópu, Pól- land, Ungverjaland og Slóvakía, munu fá aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) á næst.u mánuðum, að sögn framkvmdasljóra OECD, Jean- Claude Paye. Tékkland hefur þegar fengið aðild að OECD. Ríki Austur-Evrópu líta á OECD- aðild sem mikilvægan áfanga á leið til aðildar að Evrópusam- bandinu. • TYRKLAND hefur hafið diplómatíska herferð til að út- skýra sína hlið á Eyjahafsdeil- unni fyrir ráðamönnum Evrópu- sambandsins og NATO. Deniz Baykal utanríkisráðherra mun í vikunni funda með Malcolm Rif- kind, utanríkisráðherra Bret- lands, Hans van den Broek, utanríkismálastjóra ESB, og Javier Solana, framkvæmda- stjóra NATO. Tyrkir telja stuðn- ingsyfirlýsingu ESB við Grikk- land í deilu ríkjanna um skerið Imia eða Kardak hafa verið „óheppilega" og segir talsmaður utanríkisráðuneytisins að hún hafi verið kveikjan að ferð Bayk- als. ERLEINIT Deilt um nýja skoðanakönnun á Spáni Hægrimönnum spáð miklum kosningasigri Madrid. Reuter. TALSMAÐUR félagsfræðistofnunar ríkisins á Spáni, Joaquin Arango, sagði í gær að skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka sem birt var í dagblaðinu ABC í gærmorgun, hefði ekki verið gerð af stofnuninni. Samkvæmt niðurstöðunni fær stjórnarflokkur sósíalista (PSOE)að- eins 118 til 119 þingsæti en hægri- flokkurinn Alþýðufylkingin (PP) nýtur vaxandi vinsælda og er spáð 172 sætum. „Við gerðum enga heildarkönnun, allar tölurnar eru tilbúningur," sagði Arango. Stofnun hans er rekin af upplýsingamálaráðuneytinu og stundum sökum um hlutdrægni. „Ég skil Arango vel - það er hlut- verk hans að neita því að hann hafi stjórnað könnuninni, hann er stjórn- málamaður," sagði Jose Antonio Sentis, einn af ritstjórum ABC, sem styður PP af miklu kappi. Þingkosningar verða 3. mars. Sósíalistar hafa verið við völd frá 1983, þeir hafa nú 159 sæti og styðst minnihlutastjórn Feiipe Gonzalez forsætisráðherra við flokk Katalóna sem spáð er nokkru fylgistapi í könn- uninni. PP hefur nú 141 sæti en mun aðeins skorta fjögur sæti til að hafa meirihluta, 176 þingsæti, ef könnunin gengur eftir. Þekktur, fyrrverandi dómari og stuðningsmaður sósíalista, Francisco Tomas y Valiente, var skotinn til bana á háskólaskrifstofu sinni skammt frá Madrid í gær. Sögðu lögregluyfirvöld að allt benti til þess að einn af hermdarverkamönnum Baska í ETA-samtökunum hefði ver- ið að verki. Trúlofun Játvarðs prins á næsta leiti? Reuter Hvalabjörgun London. Daily Telegraph. TRÚLOFUN Játvarðs, yngsta sonar Elísabetar Bretadrottningar, og Sophie Rhys-Jones virðist á næsta leiti þar eð hirðin hefur nú tekið að sér að skipuleggja dagskrá hennar. Frá og með þessari viku verða þeir sem óska þess að fá Rhys-Jones til að vera viðstödd hvers kyns sam- komur eða viðburði að setja sig í samband við Sean O’Dwyer ofursta, einkaritara prinsins. Sú staðreynd, að starfsmaður hirðarinnar hafi með einkadagskrá hennar að gera, er sterkasta vís- bendingin um að prinsinn muni senn tilkynna um formlegra samband þeirra, sem staðið hefur í tvö ár. Líklega var það of mikil bjartsýni að búast við tilkynningu um trúlofun á Valentínusardeginum, degi elsk- enda, en vinir þeirra telja, að tíðinda sé að vænta fyrr en ella. Hvorki hertogaynjan af Jórvík né prinsessan af Waies fengu aðstoð af því tagi sem nú á við um Rhys- Jones fyrr en trúlofun þeirra við drottningarsynina Karl prins og Andrés hafði verið gerð opinber. Orðrómur um trúlofun fékk byr undir báða vængi í nóvember sl. er Sophie Rhys-Jones lét af starfi hjá fyrirtæki á sviði almannatengsla í London. Hún sinnir ráðgjöf fyrir fyrirtækið í hlutastarfi og lengi vel kom það boðum áfram til hennar. Nú hefur fyrirtækinu hins vegar verið bent á að beina öllum fyrir- spurnum beint til einkaritara Ját- varðs, að hennar eigin ósk, eins að sögn talsmanns hirðarinnar. HVALAVINUM á Nýja Sjálandi tókst í gær að bjarga 27 höfrung- um, sem fjarað hafði undan við Farewell Split á Suðurey, en sjö voru áður dauðir. Var þá mikil hvalavaða úti fyrir ströndinni og var óttast, að hún synti líka á land. Ekki er vitað hvað það er, sem ruglar hvali, einkum smá- hvali, svo í ríminu, að þeir synda á land en vísindamenn segja, að hvalir, sem eru dregnir út, endi yfirleitt aftur uppi á ströndinni skömmu síðar. Þýska flughetjan Ad- olf Galland látin London. The Daily Telegraph. ADOLF „Dolfo“ Galland hershöfðingi, einn þekktasti orrustuflugmaður Þjóðveija í síðari heimsstyijöldinni, lést nýlega, 83 ára að aldri. Gaiiand varð yngsti hershöfðingi orrustuflug- sveita í þýska fiughernum árið 1941 og skaut niður 104 óvinaflugvélar í stríðinu. Hann gat sér orð fyrir hugrekki í orrustum og þótti einn- ig mjög djarfhuga í samskiptum við yfirboðar- ana, Göring og Hitler, sem véku honum frá í janúar 1945. Þegar breski flugherinn fékk yfírhöndina í orrustunni um Bretland reitti Galland Göring til reiði með því að óska eftir breskum orrustuflugvél- um. Síðar kallaði hann einnig yfir sig reiði Hitlers þeg- ar hann bað nasistaleiðtogann um að láta hætta að rægja breska flugmenn í útvarpi. Vinur breskra flugmanna Galland lagði til orrustu við þekktustu flughetjur Breta, svo sem Bob Stanford-Tuck og Douglas Bader. Hann bar virðingu fyrir flugmönnum óvinahersins og varð vinur þeirra eftir stríð. Tuck, Bader og Galland héldu til að mynda fyrirlestra saman í Bandaríkjunum. Galland féll í ónáð hjá Göring vegna deilna um aðferðir í baráttunni við breska flugherinn. Göring sakaði hann um föðurlandssvik og setti hann í stofufangelsi. Galland hafði ákveðið að svipta sig lífí þegar Hitler skarst í leikinn og fól honum að stjórna úrvalsflugsveit, sem var búin nýrri gerð orrustuþotna, Me 262. Þotum- ar oliu mikium usla meðal bandamanna en margar þeirra voru þó skotnar niður. Galland fór í síðustu árásarferð sína skömmu fyrir lok stríðsins og neyddist til að nauðienda og var tekinn til fanga. Hann var ekki látinn laus fyrr en 1947 og ári síðar var hann fenginn til Argentínu til að byggja upp flugher landsins. Galland flutti aftur til Þýskalands árið 1955, hóf störf fyrir flugfélagið Air Lloyd og varð stjórnarformað- ur þess. Hann var einnig eftirsóttur sem ráðgjafi í flug- málum lengi eftir stríðið. Adolf Galland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.