Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Samtök um vestræna samvinnu - Varðberg Félögin Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg halda sameigin legan hádegisfund í Skála, Hótel Sögu, í dag, fimmtudaginn 15. febrú ar, og hefst fundurinn stundvíslega kl. 12.00. Ræðumaður fundarins verður Jamie Shea, talsmaður Atlants- hafs bandalagsins, og mun hann ræða um friðargæslu NATO í Bosníu. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnirnar. Húsbréf 1 Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. febrúar 1996. I.flokkur 1989: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 909.248 kr. 50.000 kr. 90.925 kr. 5.000 kr. 9.092 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 802.755 kr. 50.000 kr. 80.275 kr. 5.000 kr. 8.028 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.595.881 kr. 100.000 kr. 159.588 kr. 10.000 kr. 15.959 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.483.405 kr. 100.000 kr. 148.341 kr. | 10.000 kr. 14.834 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.546.318 kr. 1.000.000 kr. 1.309.264 kr. 100.000 kr. 130.926 kr. 10.000 kr. 13.093 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.039.445 kr. 1.000.000 kr. 1.207.889 kr. 100.000 kr. 120.789 kr. 10.000 kr. 12.079 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.594.747 kr. 1.000.000 kr. 1.118.949 kr. 100.000 kr. 111.895 kr. 10.000 kr. 11.189 kr. 3.flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.492.470 kr. 1.000.000 kr. 1.098.494 kr. 100.000 kr. 109.849 kr. 10.000 kr. 10.985 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMl 569 6900 ÍDAG SKAK Um.sjón Margeir I'étursson STAÐAN kom upp á öflugu móti í Pamplona á Spáni í janúar. Spánski alþjóða- meistarinn De la Villa (2.500) var með hvítt, en ungi nýbakaði stórmeistar- inn Júrí Sjúlman, Hvíta- Rússlandi, hafði svart og átti leik. 18. - Dh4! 19. Bxd5 (Leið- ir til taps, en eftir 19. Rxd5 - Dxc4 20. Re7+ - Kh7 má hvítur augljóslega ekki taka riddarann á f2) 19. — Rh3+! 20. gxh3 (Svartur hefur fórnað tveimur mönn- um, en linnir ekki látum fyrr en hann hefur unnið þá báða til baka og skákað í leiðinni:) 20. — Hxfl+ 21. Kxfl - Hf8+ 22. Bf4 - Dxf4+ 23. Kg2 — Dd2+ (Hvítur er lentur í hroða- legri svikamyllu) 24. Kgl — Dd4+ 25. Khl - Bxd5+ 26. Rxd5 - Dxd5+ 27. Kgl - Dd4+ 28. Khl - De4+ (Eftir að hafa skákað tíu sinnum í röð er svartur kominn með unnið tafl) 29. Kgl - Hf6 30. Db3+ - Kh8 31. Dd3 - Hg6+ 32. Kf2 - Df4+ og hvítur gafst upp. Þessi laglegi sig- ur dugði þó ekki til að bjarga Sjúlman frá neðsta sætinu: 1-2. Magem, Spáni og Granda, Perú 5'/2 v. af 9 mögulegum, 3. Illescas 5 v. 4-6. San Segundo, Spáni, Svjagíntsev, Rússlandi og Ljubojevic 4 V2 v. 7-9. De la Villa, Slobodjan, Þýska- landi og Izeta, Spáni 4 v. og 10. Sjúlman 3'/2 v. Svartur á leik HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Skilvís finnandi MIG LANGAR að senda konunni á Kvisthaganum sem fann veskið mitt og skilaði því mínar bestu kveður og þakklæti fyrir skilvísina. Sigurborg. Tapað/fundið Barnaskinnhúfa MJÖG sérstök skinnhúfa á barn fannst í Ljósheim- um á gamlárskvöld. Upp- lýsingar í síma 587-4463. Hálsmen tapaðist SILFURKROSS á silfur- keðju tapaðist í síðustu viku, líklega í líkams- ræktarstöðinni Mætti. Krossinn er teinóttur og er kúla framan á honum. Krossinn hefur mikið til- fmningalegt gildi fyrir eigandann. Finnandi vin- samlega hringi í síma 896-9696. Fundarlaun. Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR með þremur rauðum steinum tapaðist þriðjudaginn 6. febrúar sl., líklega í Kringlunni. Inn í hring- inn er letrað nafn og er hann eigandanum mjög kær. Upplýsingar í síma 5882925. íþróttataska tapaðist SVÖRT íþróttataska tap- aðist á leiðinni frá Ála- granda í Vesturbæ að Bollagörðum á Sel- tjamarnesi 12. febrúar sl. í töskunni var íþróttadót og linsur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 563-8108 eða 551-8797. Farsi Bgýgt ek±iSnuikbatí vtéþer &tt anctar£at(" Víkveiji skrifar... * IHVERT sinn sem fréttir koma í fjölmiðlum um fólk sem hefur tapað eigum sínum í eldsvoða, verð- ur Víkveija hugsað til þess að hann er með allt sitt innbú ótryggt. Um nokkurt skeið hefur hann haft uppi áform um að bæta úr þessu. Þegar tryggingasölumaður hringdi í hann fýrir nokkram dögum og bauð til sölu heimilistryggingu lagði Vík- vetji við hlustir, sem hann gerir annars ekki þegar símasölumenn hringja. Tryggingasölumaðurinn sagði að þetta væri góð og tiltölulega ódýr trygging. Sum félög byðu að vísu ódýrari tryggingu, en hún væri jafnframt með lægri bótaupphæð- um. Það væri ekki nóg að vera tryggður; tryggingin yrði að vera þannig að hún bætti raunverulegt tjón ef óhapp yrði. Þetta fannst Víkveija skynsamlega mælt. Þegar tryggingasölumaðurinn sagði að sín trygging bætti tjón sem börn ynnu á heimilum annarra varð honum hugsað til þess að deginum áður skemmdi yngsti fjölskyldumeðlim- urinn spil sem frænka hans var nýbúin að kaupa. Víkverji vildi hins vegar skoða alla þætti málsins og bað trygg- ingasölumanninn að senda sér upp- lýsingar um trygginguna. Hann sagði það sjálfsagt og sagðist bara koma með þetta sjálfur. Víkvetji hafði hugsað sér að íhuga þetta í ró og næði með fjölskyldunni, en kunni ekki við að afþakka boðið. Óvenju mikið var að gera hjá Vík- veija um helgina og næstu daga. Tryggingasölumaðurinn hringdi nær daglega í rúma viku og alltaf þurfti að fresta heimsókn hans. xxx AR KOM að skrifari fann tíma til að hitta tryggingasölu- manninn. Hann settist við eldhús- borðið og flutti ræðuna um ágæti heimilstryggingar sinnar, sem Vík- veiji var áður búinn að hlusta á í símanum. Jafnframt sagðist hann geta boðið hagstæðari bilatiyggingu en Víkveiji væri með og ágæta líf- tryggingu. Víkveiji sagðist vera þokkalega ánægður með bílatrygg- inguna og væri líftryggður af vinnu- veitanda, en spurði hvort hann ætti ekki einhveija bæklinga um trygg- inguna. Sölumaðurinn sagði að hann hefði verið á kynningarfundi degin- um áður og bæklingamir hefðu þvi miður klárast. Víkveiji dagsins var í miklum vafa um hvort hann ætti að hrökkva eða stökkva og eiginkona hans hafði miklar efasemdir, enda kostaði ið- gjaldið um 23 þúsund á ári. Eftir langa stund sá sölumaðurinn að ekki yrði lengra komist að sinni, en sagðist myndi hringja á morgun. A endanum ákvað fjölskyldan að skella sér á trygginguna. Þegar til undirritunar kom var sölumaðurinn búinn að útbúa blað um að Víkveiji færði bifreiðatryggingar sínar til sín. Víkveiji sagðist ekki hafa ætlað sér að skipta um tryggingafélag varð- andi bílinn, en sölumaðurinn, sem var búinn að hringja 10 sinnum í Víkveija og gera sér tvær ferðir til hans, leit þreytulega út og á endan- um skrifaði hann undir alla pappíra sem að honum vora réttir. xxx ANN 8. febrúar kom bréf frá tryggingafélaginu með ítar- legum upplýsingum um heimilis- trygginguna ásamt gíróseðli. Á gíróseðlinum stóð stórum stöfum. „Gjalddagi: 2. febrúar 1996. Drátt- arvextir reiknast frá gjalddaga, sé skuldin ekki greidd innan 15 daga frá gjalddaga.“ Hótað var dráttar- vöxtum yrði ekki borgað innan viku. Iðgjaldaupphæðin var ekki 23 þús- und eins og lofað hafði verið heldur 26 þúsund. 1 upplýsingum um trygginguna sagði að ekkert tjón undir 10.600 krónum væri bætt, en þetta hafði Víkveija ekki verið ljóst. Hann hafði einnig skilið sölu- manninn svo að ef óhapp henti yrði allt bætt eins og um nýja vöru væri að ræða. I tryggingaskilmálum stóð hins vegar að ef sjónvörp, út- vörp, myndbandstæki, hljómflutn- ingstæki, tölvur, rafmagnstæki, föt, gólfteppi, myndavélar og reiðhjól á heimilinu væru eldri en tveggja ára yrði þau ekki bætt nema að hluta. Daginn efir hringdi Víkverji í tryggingafélagið og sagði upp tryggingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.