Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF.
Sími: 567 1000
HpVectraP^
<o>
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1996
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Loðnuafurðaverð hefur lækkað verulega á mjög skömmum tíma
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
HÓLMABORG SU hefur veitt vel að undanförnu. Hér er hún á landleið út af Berufirði með fullfermi, um 1.600 tonn.
Verð á loðnu
lækkar vegna
aukins framboðs
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
STARFSFÓLK Herðis vinnur við frystingu á loðnu.
MIKIL loðnuveiði og lækkandi
verð á loðnuafurðum, einkum lýsi,
hefur valdið lækkandi verði á
loðnu til sjómanna. Nú eru borgað-
ar um 5.200 krónur fyrir hvert
tonn til bræðslu á Austfjarðahöfn-
um, en verðið var um 6.000 krón-
ur fyrir skömmu. Verð á loðnu á
sama tíma í fyrra var 4.000 til
4.200 krónur á tonnið. í janúar
skilaði hvert tonn af loðnu upp
úr sjó afurðum að verðmæti um
12.000 krónur en aðeins 9.000
krónum nú.
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SR-Mjöls, segir að
verð á lýsi sé nú komið niður í að
minnsta kosti 470 dollara tonnið,
eða um 31.000 krónur, en þegar
það hafi verið hæst fyrir jólin,
hafi það verið 560 dollarar, eða
um 37.000 krónur. Hann segir
ennfremur að mjölverð hafi á
skömmum tíma lækkað úr 460
pundum tonnið í 445 og sé því nú
um 45.000 krónur.
SR-Mjöl greiðir 5.200 til
6.500 fyrir tonnið
SR-Mjöl greiðir nú 5.200 krón-
ur fyrir tonnið af óflokkaðri loðnu
í verksmiðjunum á Austfjörðum
en heldur hærra á Raufarhöfn,
5.800 kr., og í Siglufirði 6.500
krónur.
„Það er eðlilegt að verðið á
loðnu til vinnslu taki breytingum,
ekki aðeins breytingum á afurða-
verði, heldur fari einnig eftir fram-
boði og eftirspurn. í upphafi árs
var eftirspurn mikil en framboð
nánast ekkert. Nú er framboðið
mikið og eftirspurnin minni. Þá
hefur fituinnihald loðnunnar
minnkað. Þetta er ftjáls markaður
þar sem framboð og eftirspurn
ráða verðinu,“ segir Jón Reynir
Magnússon.
Loðnufrysting
á Egilsstöðum
Hjá Herði hf. í Fellabæ á Hér-
aði er nú unnið við frystingu á
loðnu. Búið er að frysta um 40 -
50 tonn en unnið hefur verið á
vöktum allan sólarhringinn síðustu
tvær vikur við þessa vinnslu. Fjór-
ir starfsmenn eru á hverri vakt.
Herðir selur í gegnum íslenskar
sjávarafurðir og fer loðnan á
markað í Rússlandi, Tævan og
Japan. Að sögn Pálma Krist-
mannssonar framkvæmdastjóra
hefur starfsemi Herðis að mestu
einskorðast við að framleiða herta
þorskhausa fyrir Nígeríumarkað,
en þetta er í annað sinn sem fyrir-
tækið vinnur við loðnufrystingu.
■ Veruleg verðlækkun/6
Verklags-
reglan tal-
in ólögleg
RÍKISBÓKHALD og Fasteignamat
ríkisins hafa fellt úr gildi verklags-
reglu við innheimtu skipulagsgjalda
fyrir nýbyggingar í eigu fleiri en
eins eiganda eftir athugasemd frá
Tómasi Inga Olrich alþingismanni.
Tómas Ingi taldi ólöglegt að inn-
heimta heildarupphæð skipulags-
gjalds af einum þinglýstum eiganda,
þ.e. fýrsta þinglýsta eigandanum í
stafrófsröðinni, án frekari skýringa.
Tómas Ingi óskaði skýringa fjár-
mála- og umhverfisráðuneytis á því
að skjólstæðingur hans væri krafínn
um heildarupphæð skipulagsgjalds
fyrir tengibyggingu í sameign ný-
legs húsnæðis fyrir eldri borgara á
Akureyri fyrir jólin.
í svarbréfi fjármálaráðuneytis
segir að samkvæmt upplýsingum
frá Ríkisbókhaldi og Fasteignamati
ríkisins hafi það verið verklagsregla
að þegar fleiri en einn eigandi sé
skráður að nýbyggingu sé skipu-
lagsgjald lagt á þann sem fyrst
komi fram sem þinglýstur eigandi
á fasteignamati sé þinglýstur eigna-
skiptasamningur ekki fyrir hendi.
Hafi eigendur hins vegar gert með
sér eignaskiptasamning sé gjaldið
lagt á eigendur í samsvarandi hlut-
föilum og eignaskiptingin segi til
um.
Skipulagsgjald lagt á
hvern eiganda
Fram kemur að á fundi Ríkisbók-
halds og Fasteignamats ríkisins, 23.
janúar, hafi verið ákveðið að gera
þær breytingar sem nauðsynlegar
séu í samráði við Skýrsluvélar ríkis'-
ins á þann veg að þegar fleiri sam-
eigendur séu um eina fasteign verði
skipulagsgjald lagt á hvern eiganda
fyrir sig en ekki á einn fyrir hönd
allra sameigenda.
Tómas Ingi hefur varpað fram
þeirri fyrirspurn til fjármálaráð-
herra hvort umrædd verklagsregla
styðjist við lagaheimildir eða teljist
óiögleg. Hann spyr ennfremur hver
viðbrögð ráðherra verði við því ef
í ljós komi að einhveijir greiðendur
opinberra gjalda hafi borið fjár-
hagslegan skaða af framangreind-
um innheimtuaðgerðum.
■ Sá fyrsti í stafrófinu/4
Frumvarp kynnt í gær um breytingar á Pósti og síma í hlutafélag
Yrði alfarið
í eigu ríkisins
Lögmaður sr. Flóka
Biskup
vanhæfur
SIGURÐUR G. Guðjónsson, lögfræð-
ingur sr. Flóka Kristinssonar, fer
fram á að biskup úrskurði ekki í Lang-
holtskirkjudeilunni í greinargerð til
biskupsins.
Sigurður segir biskup vanhæfan til
að úrskurða í deilunni vegna afskipta
hans af henni á fyrri stigum. Hann
sagði, að deilan snerist um kaup á
orgeli. „Biskup hefur í tvígang sagt
á sóknamefndarfundum að málið
væri eingöngu mál sóknamefndarinn-
ar. Við teljum heldur ekki í takt við
"ánda kirkjulaganna að biskup vísiteri
sóknina í leyfí sóknarprests. Hann á
þar fundi með organista og mönnum
úr sóknamefnd og afleysingarpresti
þar sem mjög er vegið að prestin-
um,“ sagði Sigurður um afskipti bisk-
ups og tók fram að hann hefði sett
sr. Sigurð Hauk Guðjónsson í afleys-
-ingar í andstöðu við ósk sr. Flóka.
■ Hnútukast í helgidóminutn/30
SAMGÖNGURÁÐHERRA kynnti
í gær frumvarp til laga um að
breyta Pósti og síma í hlutafélag
fyrir ríkisstjórnarflokkunum sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Frumvarpið felur í sér að
stofnunin verði að hlutafélagi sem
greiði skatta og skyldur eins og
önnur slík og verði fijálst til að
kaupa hlut í öðrum fyrirtækjum
sem hún hefur ekki haft heimild
til áður án atbeina Alþingis.
Hlutafélagið yrði alfarið í eigu
ríkisins.
Þingmenn sljórnarflokkanna
samþykktu frumvarpið
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra viðurkenndi aðspurður að
hann hefði kynnt umrætt frum-
varp og að þingmenn stjórnar-
flokkanna hefðu fjallað um það
og samþykkt. Ráðherra kynnti
það efnislega fyrir formönnum og
stjórnum þeirra stéttarfélaga sem
starfa innan P&S í gærkvöldi.
„Þetta mál á sér mjög langan
aðdraganda en nú eru rúm fjögur
ár síðan ég lýsti því yfir að ég
teldi óhjákvæmilegt að þetta spor
yrði stigið og ástæðan er sú að
breytingar í fjarskiptaheiminum,
bæði örar tæknibreytingar og
mikil umsvif á markaðinum, hafa
valdið því að flest ríki Vestur-Evr-
ópu hafa breytt sínum gömlu
stofnunum í hlutafélög eða fyrir-
tæki sem starfa á einkaréttarleg-
um grundvelli en eru í eigum rík-
isins. Að minnsta kosti tvær þjóð-
ir, Danir og Bretar, hafa stigið
skrefið til fulls og selt hlutabréf
í sínum símafyrirtækjum á al-
mennum markaði. Enn fremur
liggur fyrir að síminn verður gef-
inn fijáls samkvæmt ákvörðun
ESB 1. janúar 1998 og það er
nauðsynlegt fyrir okkur að búa
okkur undir þá samkeppni sem
verður fyrst og fremst eriendis
frá,“ segir Halldór.
Símafyrirtæki sækja inn í
önnur lönd
Hann segir ekki lengur um að
ræða að símastofnanir eins og
t.d. á Norðurlöndum vinni saman
og veiti hver annarri upplýsingar,
heldur séu þær farnar að sækja
inn á önnur markaðssvæði.
„Þannig hefur danska félagið sótt
inn í Svíþjóð og Svíar eru að búa
sig undir að sækja inn í Dan-
mörku, sem segir að þessi heimur
er harðsóttari en áður og erfiðara
að reka svo flókið fyrirtæki sem
fjarskiptafyrirtæki á sama grund-
velli og venjulegar ríkisstofnan-
ir,“ segir Halldór.
Fái fijálsari hendur
Hann kveðst þeirrar skoðunar
að stofnanir á samgöngusviði eigi
að hafa fijálsari hendur en nú tíðk-
ast til að reyna fyrir sér á almenn-
um markaði með samvinnu um
vöruþróun, tæknivinnu og hluta-
bréfakaup í öðrum fyrirtækjum.
Ekki þó til að keppa við lítil inn-
lend fyrirtæki, heldur til að ýta
undir þróunar og markaðsstarf
fyrirtækja á þessu sviði og vera
þátttakandi í sókn þeirra út fyrir
landsteinana.