Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ ■4« Óli Þór Hjalta- * son fæddist í Sandgerði 25. apríl 1935. Hann lést í Hafnarfirði 6. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar Óla voru Hjalti Jónsson, verksljóri, f. 6. október 1912, d. 5. október 1983, og Ingibjörg Eyþórs- dóttir, f. 22. júlí 1916, dáinn 28. júní 1937. Móðurfor- eldrar, er voru jafnframt hans uppeldisforeldrar, voru Ólafía Ólafsdóttir og Eyþór Einars- son. Óli Þór kvæntist 31. desem- ber 1955 Sigurveigu Þorleifs- dóttur, f.14. feb. 1933. Börn: 1) E[jalti Örn, f. 4. ágúst 1956, k. Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, f. 6. júní 1957, börn Þóra Sigrún, f. 12. febrúar 1977, Hólmfríður María, f. 8. desember 1978, Óli Þór, f. 5. maí 1984. 2) Ólafur MIG langar að minnast frænda míns Óla Þórs Hjaltasonar og æsku- áranna í Sandgerði. Þar var aðal- leiksvæðið fjaran, bryggjumar, beitingaskúrarnir og athafnasvæði Miðness og Garðs hf. Þar var fólk- ið og þar var fjörið. A þessum árum var talsverð fátækt, en fólk hafði nóg að borða, þegar vel fiskaðist, en fískisæld var mikil fyrir landi. Svo höfðu margir rófu- og kartöflu- garða. Bílar voru ekki almennings- eign, þá var gengið hvert sem þurfti að fara. Það var nokkuð langt hjá flestum krökkum að fara í skólann. Óli Þór lét að sér kveða strax í barnaskóla, tók þátt í leikjum af fjöri og drengskap og var oft fremstur í flokki. Hann varð fljótt stór og þrekinn, enda ekki sparað við hann fískmeti og bræðingur virka daga, og svo kjöt og sveskju- grautur á sunnudögum. I frímínút- um í skólanum lét hann sig ekki muna um að hlaupa heim og þar beið amma með tilbúið volgt mjólk- urbland og svo var bleytt í með skonroki. Ómmu var mikið í mun að drengurinn væri fínn á sunnu- dögum og víst var hann sætur í matrósafötunum og með kaskeiti, en um miðjan dag var sá stutti kominn í „Framtíðar“peysuna, gúmmískóna og með krossband um hárið. Það kom fljótt í ljós að hann kunni ekki við sig spariklæddur. Eins og áður kom fram var aðalleik- völlurinn athafnasvæði hafnarinn- ar. Þó fórum við stundum upp í heiði, með nesti og drykk í flösku sem geymd var í vel þæfðum ullar- sokk. Þar ræddi unga fólkið um drauma sína og framtíðarvonir. Barnastúka var starfrækt og allir krakkar voru virkir þátttakendur. Ólafur Ólafsson kristniboði kom og hélt samkomu og ræddi um kristni- boðsakurinn, en hann var þá á leið 4,51 Kína. Hreifst unga fólkið mjög áf frásögum hans og eldmóð. Unglingar voru mikið í boltaleik á sumarkvöldum og við þau _yngri fengum oftast að vera með. Á vet- urna í frosti og logni var Skólatjörn- in í Sandgerði heimur út af fyrir sig. Okkur fannst ekkert geta verið skemmtilegra en að renna sér á Eyþór, f. 20. apríl 1960, k. Jóhanrta Reynisdóttir, f. 26. janúar 1958. 3) Ingi- björg, f. 24. maí 1963, m. Steingrím- ur Pétursson, f. 28. október 1959, börn Sveinn Þór, f. 1. desember 1984, Stella, f. 8. desem- ber 1989, Hulda Sif 19. júlí 1995. Seinni kona Ola Þórs: Reynheiður Aðalbjörg Runólfs- dóttir, f. 5. júlí 1930. Börn: 1) Sigurósk Hulda Svan- hólm, m. Magnús Pétursson. 2) Sigurgeir Halldórsson. 3) Sig- urdór Halldórsson, k. Kristín Ásgeirsdóttir. 4) Sigurbjörg Gunnarsdóttir, k. Guðmundur Arnarson. 5) Erla Björk Sig- mundsdóttir. Utför Ola Þórs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. skautum, fylgjast með þeim eldri draga sig saman, liggja í leyni og hlera hvað hvíslað var í hólmum tjarnarinnar. Krakkar og unglingar „skiptu liði“, það var feluleikur sem farið var í á haustin þegar fiskhús og verbúðir stóðu auð. Svo kunnu margir P-mál. Það var sérstakt mál sem eldri krakkar komu sér upp og héldu að þau yngri réðu ekki við, en við vorum fljót að læra. Svo kom herinn! Krakkarnir fylgdust með úr fjarlægð þegar Bretarnir komu, svo vandist þetta og sumir eignuðust góða vini meðal hermanna. Þegar Bandaríkjamenn komu, þá vorum við orðin vön. Þeir óku gegnum þorpið í stórum tjald- bílum og krakkaskarinn á eftir, „give me eandy, give me gum“. Þeir hentu úr bílunum ávöxtum, tyggigúmmí og súkkulaðiplötum, þvílíkt lostæti hjá börnum sem að- eins höfðu fengið epli um jól. Kan- arnir komu stundum á kvöldin á tjörnina okkar í hópum, allir með vasaljós, þetta var svo mikil til- breyting. Það var gaman að fylgj- ast með hvað þeir voru stinamjúkir við ungu stúlkurnar, þeir krupu fyrir framan þær og reimuðu á þær skautana, þvílíkir herrar. Ég hef nú rifjað upp ýmislegt sem krakkar höfðu fyrir stafni á þessum árum 1940-50 og er vel við hæfi í lok að minnast á ferming- ardaginn hans Óla. Fermingardagurinn 26. maí 1949 rann upp bjartur og fagur. Heið- ríkja var yfir Hvalsnesi þennan dag. Fermingarbörnin svolítið kvíð- in og kirkjan troðfull af fólki og allt ákaflega hátíðlegt. Séra Eiríkur Brynjólfsson var þá prestur á Suð- umesjum, þá nýkominn heim frá Kanada, þar sem hann þjónaði ís- lendingabyggðum. Hann uppfræddi okkur á ýmsan veg og fyrir utan hefðbundinn lærdóm og kunnáttu utanbókar, lét hann okkur_ syngja við altarið „Þú æskuskari á íslands- strönd“ og lét okkur svo öll standa upp þegar kom að „rís upp með fjöri og stíg á stokk“. Okkur þótti þetta mjög skemmtilegt og höfðum gaman af svip kirkjugesta. Séra Eiríkur kom heim frá Kanada með ferskan og hressandi blæ inn í kirkj- ur sínar. Guð bernsku okkar var mildur og alvitur og ungmennin treystu elsku hans og forsjá. Við lærðum hjá ömmu og afa að það ætti að halda hvíldardaginn heilag- an og leggja ekki nafn Guðs við hégóma. Við tókum þetta mjög al- varlega og létum ekki á okkur kræla þegar afi sat prúðbúinn við viðtæk- ið og hlustaði á jarðarfarir, sem útvarpað var stundum í hverri viku. Amma óg afi höfðu staðið í ströngu veraldarvafstri, eignast sex dætur, og sáu á bak þriðju dótturinni þeg- ar Ingibjörg, móðir Óla, lést, en hann var þá aðeins tveggja ára. Þeim fannst sjálfsagt og eðlilegt að drengurinn ætti heimili hjá þeim. Hann var augasteinn þeirra og upp- eldið mótaðist talsvert af dálæti þeirra á honum. Því varð hann tals- vert meira sjálfráða, en margir krakkar á hans aldri. Ég segi ekki starfssögu hans né rek margháttuð afskipti hans af pólitík, en hann var alla tíð Alþýðu- flokksmaður. Einnig starfaði hann með Karlakór Keflavíkur meðan hann bjó á Suðurnesjum. Hann var góður og fórnfús félagsmálamaður og tillögugóður. Rödd hans var hvell og hann kvað fast að og óhræddur sagði hann meiningu sína, en við sem vorum náskyld honum, vissum að undir hijúfu yfirborði var hann mildur og ljúfur drengur. Óli Þór kunni því best að hafa storminn í fangið og ganga á bratt- ann og slík varð hans hinsta ganga. Hann átti sínar erfiðu stundir í líf- inu eins og aðrir menn, en flest yfirvann hann. Síðustu árin áttu þau hjónin, Óli Þór og Reynheiður, heimili sitt á Hringbraut 11 í Hafn- arfirði, í sátt og í friði, og þar mætti góðvild velkomnum gestum. Ég átti þig frá bernsku að elskulegum frænda sem aldrei gleymdi mér. En andinn hennar ömmu í orði og kærleiksverki var ævilangt með þér. (K.R.) Guð blessi minningu Óla Þórs Hjaltasonar. Stefanía Lórý Erlingsdóttir. 23. sálmur Davíðs; Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum Iætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín- um; Þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. Nú er lífsbikar Óla Þórs Hjalta- sonar fylltur en hart var barist undir það síðasta. Svo fór sjötta þessa mánaðar að flaut yfir bar- mana og sól reis til nýs lífs handan móðunnar miklu. En líver er þessi móða, er þetta ekki kærleiksljós Guðs sem mætir sérhverju okkar á dauðastund? Þetta ræddum við viku fyrir andlátið en þá áttum við mjög fallega stund saman og er ég þakk- látur fyrir það. Ég vitna oft í kvæði Richards Wagners; Nú hýrnar geð ég sé heiminn í dal í himinsdýrð lít ég bláfjallasal. Ég vona að Óli Þór hafi litið í sinni fegurstu mynd bláfjallasalinn þegar lausnin fékkst frá hinum erf- iða sjúkdómi. Það var fyrir fjörutíu árum sem við kynntumst fyrst þegar hann gekk að eiga Sigurveigu systur mína. Þau eignuðust þijú börn, tvo drengi og eina stúlku, sem öll eiga sín heimili í dag. Óli Þór var hinn mesti dugnaðarforkur til allra verka. Við störfuðum í Karlakór Keflavíkur um margra ára skeið. Mér er eitt atvik mjög minnisstætt. Ég var að byrja að hlaða bálköst fyrir þrettándabrennu. Þetta var áður en Óli gekk í Karlakórinn. Félagar mínir voru vant við látnir og Óli kemur þar að og segir: „Kæri mágur,“ eins og hann ávarpaði mig í gegnum tíðina, „ert þú einn?“ og ég játti því. „Heyrðu, ég sæki mína menn,“ þá var hann með nokkra vaska menn í vinnu og bálkösturinn þaut upp. Svona var Óli, það varð allt að ganga mjög hratt og vel fyrir sig. En annan bálköst átti Óli eftir að reisa, en það var á andlega sviðinu. Það verður mér alltaf minn- isstætt þegar hann í öllu sínu veldi kynnti fyrir okkur teikningu sem Ragnar Emilsson arkitekt hafði gert. Og Óli sagði með sinni þrum- andi bassarödd, „og nú byggjum við hús“. Og það var byggt hús sem nú er félagsheimili Karlakórsins. En fáir njóta eldanna sem kynda þá, Óli yfirgaf kórinn vegna breyttra aðstæðna en hugsaði alltaf hlýtt til okkar félaganna. Við félagarnir í Kariakórnum sem störfuðum með Óla höfum oft sagt, að öðrum ólöstuðum, að hann hafi átt mestan þátt í því að farið var af stað. Ekki nóg með það, hann vann eins og berserkur í bygg- ingunni og var formaður bygginga- nefndar fyrstu árin. Minn vinnustaður var í áhalda- húsi Keflavíkurbæjar beint á móti Karlakórshúsinu, Þangað fór ég oft eftir vinnu á föstudögum meðan á byggingartímanum stóð til að kíkja á hvað búið væri að gera og var þá Óli ósjaldan þar. Svo lá leiðin oft seinnipart dags heim til Óla og Sigurveigar. Þá var undantekning- arlaust farið að tala um framvindu mála á Vesturbrautinni. Þá kom það ósjaldan fyrir að Óli tók símann og spjallaði við einhvern ráðamann úti í bæ ef það vantaði eitthvert efni í bygginguna. Kom svo bros- andi úr símanum og sagði: „Já, hann ætlar að láta okkur hafa þetta, en ég sagði honum að hann fengi borgað seinna." Það voru nefnilega engir peningar til. En nú skal staldra við á öðrum vettvangi. Hann hafði gaman af veiðiskap og unni íslenskri náttúru. Þau Sig- urveig fóru í marga skemmtilega veiðitúra. í sína síðustu veiðiferð fór hann síðastliðið sumar með börnuni sínum og var hún honum ánægjuleg en erfið að sama skapi vegna sjúkdómsins. Alþýðuflokksmaður var hann alla tíð. Óli fór upp í kirkjugarð í Hafn- arfirði nú fyrir nokkru og valdi sér grafreit. Ég trúi því að nokkrir kratar séu í nágrenni við þann reit. Seinni kona Óla, Reynheiður, hjúkr- aði honum á heimili þeirra í Hafnar- firði og er ég þakklátur henni fyrir það. Börnin þeir beggja voru við- stödd andlátið og þau sögðu að þetta hefði verið mjög hátiðleg stund því að vinur minn kvaddi á mjög virðulegan og friðsælan hátt. Mér finnst viðeigandi að enda þessi fátæklegu orð með kvæði eft- ir afa minn, Ásmund Jónsson. , Haf þökk fyrir allt far nú í friði framliðni vinur hinsta sofnuð blund. Ég veit að þú lifir ljós með engla liði og loks þér upprunnin fögur morgun stund. Ég þakka fyrir Óla Þór Hjalta- son. Vilhjálmur Þorleifsson. Og vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Mér komu til hugar þessar Iínur úr Ijóði Jónasar Hallgrímssonar er ég frétti það á þriðjudagskvöldið að Óli væri Iátinn, en lát hans kom engum á óvart, það vissu flestir að hveiju stefndi, þessi erfiði sjúkdóm- ur hafði náð yfirtökum eftir langa baráttu. Ég kom til Óla laugardag- inn 3. febrúar. Þegar ég gekk til hans sagði ég við hann „þú liggur bara og horfir út um gluggann og út í náttúruna". 9Já, ég horfi til himna,“ svaraði Öli. Það vantaði ekki húmorinn í Óla. Þegar ég kvaddi Óla stuttu síðar sagði hann „Þetta var stutt gaman, skemmti- legt“. Ég hugsaði með mér að lífið væri það líka, en hjá sumum styttra en annarra. Kynni okkar Óla hófust um miðjan ágúst 1958. Þá vorum við að innrita okkur í Iðnskólann í Keflavík. Það var mikil ánægja að hitta mann á svipuðu reki og ég, þar sem nemendur voru flestir yngri, og ekki var ánægjan minni þegar hann var einnig að læra múrverk. Við ræddum oft um að efla múr- arasamtökin, og strax að loknu sveinsprófi var hafist handa um að efla Múrarafélagið. Óli var kosinn formaður þess á fyrsta fundi. Við vorum mjög samhentir og virkir félagar næstu áratugina í stjórn múrarasamtakanna, eða þar til næsta kynslóð tók við uppúr 1980. Múrarameistarafélagið var stofnað þann 12. desember 1969. Tuttugu árum seinna eða árið 1989 var okkur veitt viðurkenning fyrir störf okkar í þágu samtakanna ásamt félaga okkar Ólafi Sigurðs- syni úr Grindavík. Óli var félagi í Karlakór Keflavík- ur sem var mjög virkur félagsskap- ur. Þau hjónin Oli og Sigurveig tóku okkur Erlu með sér á sumar- skemmtanir Karlakórsins. Meðal annars var ferð til írlands og ferð til Vestfjarða með Esjunni. Einnig áttum við margar góðar stundir saman á iðnþingum á vegum Lands- sambands iðnaðarmanna og á árs- fundum Meistarasambands bygg- ingamanna. Það var alltaf skemmti- legt að vera með Óla. Hann hreif aðra með sér með sínum skýra tal- anda, hressa hlátri og víðsýnum umræðum. Hann lét það flakka sem hann meinti. Þótt við værum á önd- verðum meiði í stjórnmálaskoðun- um hafði það engin áhrif á okkar félagsskap. Minnast má á árshátíð- ir, þorrablót, hjónaklúbba og af- mæli sem við nutum samvista við þau hjón Óla og Sigurveigu. Einnig voru heimsóknir til þeirra ávallt skemmtilegar, þar naut sín hressi- leiki Óla og Sigurveig sem var mik- il húsmóðir, þar vantaði sjaldan heimabakað ljúffengt kaffimeðlæti. * Árið 1974 stendur þó uppúr því þá fórum við hjónin með Óla og Sigurveigu á Norræna byggingar- daginn í Bergen og þaðan var hald- ið til Englands með skipi. Þar var dvalið hjá móðursystur ðla og fjöl- skyldu hennar í vikutíma. Land- helgisdeilan var í hámarki og þegar við gengum upp landganginn vorum við spurð af tollvörðum að því hvert erindi okkar væri í Englandi. Óli varð fyrir svörum og útskýrði það á sína vísu hvert erindi okkar væri og við svo búið var okkur hleypt í gegn. Á annan dag jóla sama ár fórum við til Kanaríeyja í þriggja vikna ferð. Þessi ferð var sú besta af nokkrum til þessara eyja, sökum þess hversu lífleg hún var og flest kvöld var sungið við gítarleik. Þar var Óli yfirleitt forsöngvari enda með góða söngrödd. Óli og Sigurveig eiga barnaláni að fagna og naut Óli þess ef hann gat orðið þeim að liði. Ég minnist fimmtugsafmælisveislu Óla sem haldin var í húsi karlakórsins. Hann bauð gesti velkomna, tók utan um konu sína og þakkaði sínum betri helmingi, eins og hann orðaði það, fyrir allt sem hún hafði gert fyrir hann. Óli og Sigurveig höðu yndi af útiveru, sumarbústaðaferðum og veiði, einkum var það silungsveiðin sem heillaði þau mjög. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og svo fór að þau slitu samvistum. Óli gekk að eiga Reynheiði Run- ólfsdóttur og fluttist til Hafnar- fjarðar. Óhjákvæmilega varð sam- gangur okkar minni síðari árin eins og gengur en ég kunni vel að meta þessa hæglátu og góðu konu, hana Reynheiði, sem reyndist Óla vel og var umhyggjusöm til þess síðasta. Þrátt fyrir hrjúft yfirborð Óla var hann mjög hlýr og tilfinninganæm- Skilafrestur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnu- dags-og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. OLIÞOR HJALTASON ® 2 « 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.