Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Heitt eða ekki heitt Frá Valberg, Árna og Hauk: VIÐ fögnum mjög umræðu þeirri er hinn „heiti“ heilagi vandlætari, hefur hafið um gildi íslenskrar tungu. Okkur þykir „svalt“ að standa vörð um íslenska tungu og misnotkun umræddrar auglýsinga- stofu á orðinu heitur er „bömmer". Nokkrar spurningar vöknuðu hjá okkur við lestur síðustu greinar Jóns „heilaga“ Jónssonar. I fyrsta lagi, er hægt að gera kröfu til aug- lýsingastofa um vandað málfar? Í öðru lagi, hver eru áhrif misnotkun- ar af þessu tagi? Og í þriðja lagi, hvert er gildi íslenskrar málvernd- ar? Með þessari grein viljum við lýsa stuðningi við framtak Jóns og hvetja aðra til að taka ekki öllu gagnrýnislaust. Varðandi rök þau er fram komu af hálfu fulltrúa auglýsingastofunn- ar er nokkuð augljóst að þau eru ekki gild. Eins og hinn heilagi vand- lætari segir þá getur leikurinn sjálf- ur ekki verið heitur ef samlíkingin er úr leiknum að „fínna hlut“, því eins og allir vita þá er það leikmað- urinn sem er heitur eða kaldur. Slag- orðið „heitt happadrætti“ hefur því augljóslega enga samsvörun í ís- lenskri málvenju. Þetta eru bein áhrif frá amerískri tungu. „Heitasta happdrættið ár eftir ár“ er af sama toga og er hér um að ræða beina tilvísun í notkun Ameríkana á orðinu „hot“ í merkingunni flott, vinsælt, skemmtilegt eða jafnvel kynæsandi. Það slæma hér er að auglýsinga- stofan hefur í auglýsingum sínum fyrir Happdrætti Háskóla íslands, sem hafa mikil mótunaráhrif á ís- lenska tungu vegna áróðurseðlis síns, ákveðið að nota slagorð sem ekki samrýmast íslenskri málvenju og þannig hvatt til þess að orðið „heitur“ verði í tungu okkar notað sem sambærilegt samheiti og nefnt var að ofan. Þetta er óásættanlegt vegna þess að þegar erlendar mál- venjur eru teknar beint inn í ís- lenska tungu þá missir tungan okk- ar hluta af sjálfstæði sínu. Þegar tungan missir sjálfstæði sitt þá hefur það áhrif á sjálfsmynd okkar sem heildar og grefur þannig'undan samheldni og sjálfstæði sjálfrar þjóðarinnar. Þó að happdrætti Há- skóla íslands sé ekki hluti af beinni starfsemi háskólans þá viljum við benda á að allt það er stofnanir, sem bera merki hans, senda frá sér hefur meira fordæmisgildi en það sem kemur frá flestum öðrum aðil- ium í þjóðfélaginu. Forystumenn Happdrættis Háskóla íslands fá hér því stóran mínus fýrir kæruleysi og auglýsingastofan sömuleiðis fyrir ófrumleika. Þá komum við að spurninguni um það hvort við getum gert kröfu til auglýsingasofa um vandað mál- far. Ef við viljum raunverulega vernda íslenska tungu þá hljótum við að gera þá kröfu á alla aðila í þjóðfélaginu að þeir misnoti hana ekki. Þeir aðilar sem gegna lykil- hlutverkum í mótun og viðhaldi ís- lenskrar tungu hljóta því að eiga að sæta meiri gagnrýni en aðrir sökum ábyrgðar sinnar og jafn- framt er okkur skylt að veita þeim það aðhald. Niðurstaðan er því sú að við ekki bara getum, heldur eig- um að gera þá kröfu á starfsmenn auglýsingastofa að þeir vandi mál- far sitt. VALBERG LÁRUSSON, viðskiptafræðinemi, ÁRNIVALUR ANTONSSON, nemi við FB, HAUKUR J. HÁLFDÁNARSON, myndlistanemi. Opið bréf til fjármálaráðherra Geg-n þátttöku í skaf miðaleik Sjónvarps Frá Pálínu Jónsdóttur: KÆRI Friðrik. Þú ert alltaf að keppast við að reyta í tóma ríkiskassann þinn, en lítið gengur. Enda finnst mér þú alltaf byrja á öfugum enda, hjá þeim sem hafa úr litlu að moða en hinir sleppa með milljónirnar sínar út um allskyns göt í skatta- og greiðslukerfinu. Jafnvel alla leið til útlanda eftir að hafa svikið út 40 milljónir úr kassanum þínum - okk- ar - með virðisaukaskattsvikum. Hvernig gat slíkt gerst? Það er eins og eftirlitinu sé eitthvað áfátt þegar kemur að stóru tölunum, ég þekki dæmi þess að kerfið eltist af ótrú- legri þrautseigju við smáupphæðir. Nú, en þetta var aðeins inngang- ur. Hér koma nokkrar hugmyndir um spamað: • Eg legg til að þingmönnum verði fækkað um þriðjung. Þeir hafa starfsfólk til að afla upplýs- inga og undirbúa mál og svo má dreifa vinnuálaginu yfír lengri tíma ársins en nú er. • Einfalda lifeyrissjóðakerfi op- inberra starfsmanna þannig að eng- inn geti þegið lífeyrisgreiðslur nema úr einum sjóði. • Afnema bifreiðakaupafríðindi ráðherra og annarra „toppa" í þjóð- félaginu. Þeir geta keypt sínar einkabifreiðir eins og hver annar - nú eða gengið/hjólað í vinnuna, sem gæti sparað þeim að kaupa heilsu- ræktartíma. Þegar þeir þurfa að taka á móti tignum gestum, er bara hægt að semja við bifreiðastöð í einkageir- anum um að skutla gestunum bæj- arleið á viðeigandi bifreið. • Fækka seðlabankastjórum í einn. Mætur maður, sem hefur meira vit á bankastjóm en ég, hef- ur sagt að það sé alveg nóg. •Afnema bankaráðin. Að fá sæti í þeim virðist bara vera póli- tískur bitlingur. Einu sinni þegar bankahneyksli brast á var talað við bankaráðsmann og hann spurður hvernig þessi afglöp hefðu getað átt sér stað. Ég heyrði hann segja að hann hefði ekki vit á eða yfírsýn yfir hvað var að gerast í bankanum. Til hvers þá bankaráð? Mér er spurn, útlánatöp bankanna upp á milljarða benda nú ekki til þess að þeim sé vel stjórnað. Að ekki sé nú minnst á sjóðasukkið. • Minnka stórlega risnu og ferðalög ráðamanna. Hefur þú ekki heyrt um tölvusamskipti og síma- fundi sem mætti nota í stað ferða- laga? Er yfirleitt ástæða til að ís- land sé aðili að öllu því evrópska og alþjóðlega samstarfi sem stendur til boða? Ég get t.d. ekki skilið nauðsyn þess að senda fjölmenna sendinefnd á þing Sameinuðu þjóð- anna, þar sem fluttar eru einskis- nýtar ræður í stríðum straumum, ræður sem mætti fá til aflestrar ef þær eru þess virði. • Svo leikur mér forvitni á að vita hvað allar auglýsingarnar kosta, sem dynja á þjóðinni frá lána- sýslu ríkisins. Það hlýtur að lenda á börnum okkar og barnabörnum að greiða allar þessar lántökur rík- isins. Mér finnst þetta ábyrgðar- laust athæfi. • Ég skil heldur ekki að fámenn þjóð hafí ástæðu til og efni á að reka alla þá verðbréfastarfsemi sem auglýst er. Hvernig er það mögu- legt að verslun með peninga, sem aðeins fáir hafa handa á milli, geti borið sig? Hvernig er hægt að binda lúxus-húsnæði, mannafla, tækja- kost o.fl. í þessari þjónustu? Hver borgar brúsann? Peningaveldið er orðið eins og krabbamein á þjóðarlíkamanum. Læknir myndi skera svona æxli í burtu eða eyða því með öðrum hefð- bundnum aðferðum - eða óhefð- bundnum mín vegna. Viltu nú ekki taka niðurskurðar- hnífinn, Friðrik, og beita honum á bruðlið og fríðindi þeirra sem best eru settir? Þar væri eftir meiru að slægjast en í vösum öryrkja, aldr- aðra og sjúkra, sem þú ert alltaf að seilast niður í. PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR, Fannborg 5, Kópavogi. Frá Barnáheillum: BARNAHEILL lýsa andúð sinni á þátttöku barna í skafmiðaleik í þætti happdrættis háskólans, Happ í hendi, í Sjónvarpinu. Samtökin telja eðlilegt að börn séu látin í friði hvað varðar markaðssetningu og auglýsingar á fjáröflunarstarfsemi af þessu tagi og minna á ákvæði laga um bann við þátttöku barna og unglinga í fjárhættuspilum. Að mati Barnaheilla er það ósæmilegt með öllu að happdrætti háskólans og sjónvarp allra lands- manna skuli fara út á þessa braut. Með því að gera börn að markhópi í happdrætti er verið að nýta sér áhrifagimi þeirra og hvetja þau til þátttöku í leik, þar sem meiri þroska er krafíst en þau hafa yfir að ráða. Þar er ekki um saklausan leik að ræða heldur markvissa ijáröflunar- starfsemi gagnvart börnum. Bylting í fjölmiðlun og aukið mikilvægi bama og unglinga sem neyta vöru og þjónustu hefur skap- að uppalendum ný vandamál sem ekki hefur verið brugðist við með nauðsynlegum hætti. Mikilvægt er að vernda börn fyrir neyslutilboðum og setja skýrar reglur um ábyrgð þeirra aðila sem höfða vilja til barna og unglinga með vörur sínar og þjónustu. I þessu sambandi skal sérstaklega bent á sjónvarpsauglýs- ingar kvikmyndahúsanna, tilraunir til að virkja böm til þátttöku í fjár- hættuspilum og happdrættum og ofbeldisfulla tölvuleiki. Barnaheill hvetja því auglýsinga- stofur, kynningarfyrirtæki og fjöl- miðla sem kynna vilja vörur sínar og þjónustu börnum og unglingum, að sýna fýllstu aðgát. Ennfremur vilja Barnaheill hvetja foreldra og forráðamenn barna að sýna árvekni og hafa ætíð í huga hvað barninu er fyrir bestu. KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, framkvæmdastjóri Bamaheilla. Efni og tæki fyrir wiraé járngorma innbindingu. • HSM Pressen GmbH • Öruggir vandaðir pappírstælarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verð ^ -f m J. ASTVflLDSSON HF. SKIPHOLTI 33,105 REYKJAVIK, SÍMI552 3580 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabíb fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu -kjarni málsins! SERTILBOÐ* Alrammar: 20x25 cm 300 kr. SERTILBOÐ* Alrammar: Litir=silfur/guil/d.grár 24x30 ciri 550 kr. 30x40 cm 700 kr. 40x50 cm 800 kr. SERTILBOÐ* Trérammar: 13x18 cm 250 kr. 15x21 cm 300 kr. RAMMA SERTILBOÐ* Plaggöt: 40x60 cm 400 kr. 56x71 cm 500 kr. 60x90 cm 600 kr. SUPER-GLER GLER SEM EKKI GLAMPAR Á 15% afsláttur af plaggötum, speglum, tilb. römmum, innrömmun Sérverslun með innrömmunarvörur MIÐSTOÐIN Sóltún 10 (Sigtún), sími 511 1616. INNRÖMMUN U T L A 13.-20. FEBRÚAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.