Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Á Airbus til Dóm- iníkana VEGNA frétta af flugslysi í Karíbahafínu undan ströndum Dóminíkana viil Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Heims- klúbbs Ingólfs og Ferðaskrif- stofunnar Prima, koma eftirfar- andi_ á framfæri. „í umfjöllun um þetta slys hefur þess verið látið getið að Dóminíkanska lýðveldið hafi ekki réttindi tii flugs til og frá Bandaríkjunum. Farþegar Heimskiúbbs Ingólfs og Ferða- skrifstofunnar Primu hafa fjöl- mennt til Pueyto Plata og á fleiri baðstrendur eyjunnar Dóminík- ana undanfama vetur og þó einkum nú frá áramótum. Þeir fljúga með vélum Flugleiða til New York og áfram þaðan með flugfélaginu APA Intemational Air til Puerto Plata eða Santo Domingo. Þetta flugfélag flýgur aðeins á nýjum Airbus 300 fiug- vélum undir stjóm bandarískra flugstjóra og er þar gætt fyllsta öryggis. Flugfélagið er einnig skráð í Bandaríkjunum og höf- uðstöðvar þess eru í Miami. Málsmetandi gestir okkar, sem dvöldust í Puerto Plata þeg- ar hið hræðilega flugslys átti sér stað, hafa látið í ljós undrun sína á því hvemig fréttir hafi verið túlkaðar hér þar sem gefíð hefur verið í skyn að íbúar frá strönd- inni hafí rænt lík, að líkin hafi verið hákarlsbitin og svo fram- vegis. Allar fréttir af þessu tagi hafa nú verið bomar til baka meðal annars af bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Vélin sökk það langt úti í hafi að þang- að er ekki fært nema á stærri bátum. Ekkert staðfest dæmi er um það að nokkurt iíkanna hafi komið upp úr sjó með áverka eftir hákarlsbit. Að sjálfsögðu em allir harmi slegnir þegar slík slys eiga sér stað og vafalaust hefur nálægð- in við þessa hörmulegu atburði orðið meiri vegna þess að fiug- vélin hafði flutt ísienska farþega á annarri flugleið á vegum ann- arrar ferðaskrifstofu skömmu áður en slysið átti sér stað. Við- skiptavinir Heimsklúbbsins hafa tekið fréttunum með stillingu og enginn hefur afturkallað pöntun sína til Dóminíkana af þessum sökum. í Puerto Plata er nýr flugvöllur með fullkomn- um tæknibúnaði og flugöryggi þar er engu síðra en hvar sem er annars staðar í heiminum. Því verður flugslysið ekki rakið til aðstæðna á staðnum en ein- ungis til ástands flugvélarinnar eða mannlegra mistaka sem væntanlega kemur síðar í ljós.“ Eldur út frá hleðslutæki SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var í gærmorgun kaliað að Álfatúni 20 í Kópavogi þar sem mikinn eld lagði frá bílskúr. Kviknað hafði í út frá hleðslu- tæki sem notað var til að hlaða rafgeymi. Að sögn Bjöms Gísla- sonar, varðstjóra hjá slökkvilið- inu, náði eldurinn ekki að breið- ast út og tjón varð ekki á öðru en hleðslutækinu. Bjöm segir að öðm hveiju kvikni í hleðslu- tækjum og brýnir fyrir fólki að skilja þau ekki eftir í notkun. Ályktun fr amkvæmdaslj órnar VSÍ um breytingar á vinnulöggjöfinni Sljórnvöld axli ábyrgð á að skapa eðlilegan ramma STJÓRNVÖLD hljóta ein að axla ábyrgð á því að skapa eðlilegan ramma um saniskipti á vinnu- markaði úr því að verkalýðshreyfingin hafnar sam- komulagi um nauðsynlegustu breytingar á lögum um samskipti launþega og vinnuveitenda, segir í ályktun framkvæmdastjórnarfundar Vinnuveit- endasambands íslands. í ályktuninni er lýst stuðningi við það meginefni tillagna að nýjum lögum um sáttastörf í vinnudeil- um, sem komið hafí fram í nefnd á vegum félags- málaráðherra, að auka skiivirkni við gerð kjara- samninga, efla ábyrgð samtaka á samningsgerð og setja skýrari reglur um lágmarksþátttöku í at- kvæðagreiðslum um samninga og vinnustöðvanir. Tilbúnir til samninga um samningagerð Þá segir: „Meðan félög fara lögum samkvæmt með samningsumboð fyrir starfsfólk og fyrirtæki telur stjórnin rétt að undirritaðir samningar félaga öðlist gildi nema marktækt hlutfall félagsmanna hafni þeim. VSÍ styður einnig hugmyndir um auk- ið verkstjómarhlutverk sáttasemjara við undirbún- ing og gerð samninga og lýsir sig reiðubúið til samninga um skipulag samningaviðræðna, eins og lagt er til. Þá telur VSI einnig rétt að skýra miðlun- arhlutverk sáttasemjara. VSÍ sér hins vegar ekki rök fyrir því, að lægra hlutfall félagsmanna þurfi hér á landi en í Danmörku til að fella miðlunartil- lögu, þar ætti sama regla um 35% félagsmanna að gilda. VSI saknar þess hins vegar að engin ákvæði em í frumvarpinu sem ætlað er að tryggja rétt manna til að standa utan stéttarfélaga og hafna kröfum um greiðslu gjalda til félaga sem menn eru ekki í. Þá hefði einnig verið eðlilegt og í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjómar að tryggja með löggjöf lýðræðisleg vinnubrögð við kosningu stjóma stéttarfélaga. Framangreind mál- efni snúa að einstaklingsbundnum réttindum starf- andi fólks en lúta einnig að samskiptum fyrir- tækja, starfsmanna og stéttarfélaga og því nauð- synlegt að taka á í löggjöf. VSI telur sjálfsagðar þær tillögur sem binda lögmæta vinnustöðvun því skilyrði að kröfur hafi veríð lagðar fram og samningaleið reynd til þraut- ar áður en leitað er samþykkis fyrir boðun vinnu- stöðvunar. VSÍ telur hins vegar að ganga eigi harðar eftir því að fullkominn stuðningur sé við boðun vinnustöðvunar og þá þannig að fullur helm- ingur þeirra sem þátt eiga að taka í vinnustöðvun styðji hana í leyniíegri atkvæðagi'eiðslu. Þetta gildi jafnt um verkföll og verkbönn. Þessu til viðbótar er nauðsynlegt að setja í lögin ákvæði sem tor- veldi smáhópum verkfallsaðgerðir til að knýja á um sérhagsmuni langt umfram aðra. Takmarkanir á rétti smáhópa eru í þágu heildarhagsmuna og stuðla að stöðugleika og minnkandi tjóni af völdum verkfalla. Loks kann að vera tímabært að kveða skýrt á um rétt starfsmanna einstakra fyrirtækja og stjórnenda þeirra til að semja sjálfir um kaup og kjör án milligöngu samtaka atvinnurekenda og launþega. Einkaréttur stéttarfélaga til gerðar kjarasamninga verði þannig takmarkaður. Tillögur um breytingar á lögum um sáttastörf í vinnudeilum voru unnar með það að markmiði að um þær gæti orðið víðtæk sátt. Það skýrir að VSÍ hélt ekki til streitu framangreindum tillögum. Þeirra sér því eðlilega ekki stað í frumvarpi eða tillögum nefndarinnar." Innbrot í bíla um alla borg LÖGREGLUNNl í Reykjavík var í gær tilkynnt um að brotist hefði verið inn í þrjá bila við Klappar- stíg. Daginn áður var einnig brot- ist inn í bíl þar. Þá var tilkynnt um innbrot í bíla við Skildinga- nes, Seljugerði, Skeiðarvog, Rofabæ og Stíflusel. Ymsum verð- mætum var stolið úr bifreiðunum. Brotist var inn í íbúð við Hjalta- bakka í fyrrinótt og þaðan stolið sjónvarpstæki meðal annars. Hús- ráðandi var erlendis. Til innbrots- þjófsins sást skammt frá skömmu síðar og var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Lögregla fór í fyrrakvöld í hús við Ásvallagötu og handtók 6 manns og færði til yfirheyrslu á lögreglustöð. Hald var lagt á áhöld til fíkniefnaneyslu, sem fundust á staðnum. Á þriðjudag upp úr klukkan 13 veittist bílstjóri að stöðuverði í Bankastræd á móts við Ingólfs- stræti. Bílstjórinn ók af vettvangi en stöðuvörðurinn hélt á lög- reglustöð og lagði fram kæru á hendur manninum. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum um klukkan 8 í gærmorgun á Sætúni og lenti á umferðar- merki. Bílstjórinn slapp ómeidd- Ekið á svarta Toyotu LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af ökumanni, sem þk bifreið sinni utan í kyrrstæða bifreið við Seljabraut á þriðjudag. Bíllinn, svört Toyota Corolla með númerinu Y-628, stóð skammt frá „Þinni verslun" við Seljabrautina. Óhappið hefur orðið milli kl. 17.30 og 17.50 og er vinstri afturhurð bílsins skemmd. Sá sem olli tjóninu eða vitni að óhappinu eru beðin um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar. ÁREKSTUR tveggja bíla varð á mótum Holtavegar og Sæbrautar um klukkan níu í gærmorgun. Farþegi annars bílsins var fluttur á slysadeild. Davíð Oddsson um frumvarp 4 sjálfstæðismanna Místök að láta Fram- sóknarflokk ekki víta Lúxusíbúð við Garðatorg 3ja herb. 100 fm íbúð til sölu á besta stað við Garða- torg. Stórar svalir í suður. Bílageymsla í kjallara húss- ins. Öll þjónusta eins og best verður á kosið í miðbæ Garðabæjar. Gott verð. Góð kjör. Uppl. í síma 565-6560 alla daga, 565-7875 á kvöldin. ÞAÐ voru mistök af hálfu Sjálfstæð- isflokksins, að láta Framsóknar- flokkinn ekki vita af frumvarpi 4 sjálfstæðisþingmanna um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi áður en frumvarpið var lagt fram á Alþingi. Hins vegar mun flokkurinn tryggja framgang stjórnarfrumvarps um sama efni. Þetta sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra þegar hann svaraði spurningum frá stjórnarandstöðu- þingmönnum um afstöðu Sjálfstæð- isflokksins til stjórnarfrumvarpsins. Það gerir ráð fyrir að heimila tak- markaða óbeina eignaraðild útlend- inga í sjávarútvegi en frumvarp sjálfstæðisþingmannanna fjögurra gerir ráð fyrir að heimila allt að 49% beina erlenda eignaraðild. „Ég hef sagt að það væru flokks- leg mistök af hálfu míns flokks, gagnvart samstarfsflokknum, að láta ekki hæstvirtan viðskiptaráð- herra og samstarfsflokkinn vita hvernig málið væri vaxið. Okkur þykir fyrir því og við skiljum þá gagnrýni sem okkar samstjórnar- flokkur hefur sett fram. Að sjálf- sögðu styður Sjálfstæðisflokkurinn stjórnarfrumvarpið og mun fylgja því fram að það nái fram að ganga,“ sagði Davíð. Vilja ganga lengra Sighvatur Björgvinsson þingmað- ur Alþýðuflokksins spurði Davíð hvort umræddir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins myndu einriig leggja fram til samræmis frumvarp um breytingar á lögum um fiskveiði- landhelgi íslands, til að fylgja eftir frumvarpi sínu, eða hvort þeir hafi verið stoppaðir á miðri leið. Davíð sagðist ekkert geta sagt um hvað þingmenn flokksins gerðu í framhaldinu; það hefði ekki verið rætt, en ljóst væri að meginatriði umræddra fjögurra þingmanna væri að þeir vildu sýna vilja sinn til að ganga lengra en meginþorri þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, en styddu að öðru leyti stjórnarfrum- varpið. Finna mætti mörg dæmi þess að þingmenn hefðu með einum eða öðrum hætti lýst því yfir að þeir sætti sig við niðurstöðu, sem fengist innan flokka, þótt þeir hefðu kosið að málið gengi fram með öðr- um hætti. Flutningsmenn frumvarpsins gagnrýndu stjórnarandstöðuna fyrir að reyna að gera málið tortryggi- legt. Guðjón Guðmundsson sagði um að ræða ómálefnalegt karp og Pétur H. Blöndal sagði að upphrópanir um að frumvarp þeirra gengi þvert á stjórnarfrumvarpið og að þingflokk- ur sjálfstæðismanna væri klofinn í málinu ættu ekki við. Hann benti á, að mörg dæmi væru um að stjórn- arfrumvörp hefðu tekið breytingum í meðförum Alþingis. 1. umræðu enn ólokið Enn er ólokið á Alþingi fyrstu umræðu um stjórnarfrumvarpið og frumvörp sjálfstæðismannana og tveggja þingmanna Þjóðvaka um sama efni. Umræðunni var haldið áfram í gær en síðan frestað aftur. í gær tóku nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins til máls og lýstu stuðningi við stjórnarfrumvarpið. Einar Oddur Kristjánsson sagðist vera þeirrar skoðunar að ekki ætti að leyfa útlendingum að eiga hlut í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum sem eru eigendur aflakvóta. Hins vegar sagðist hann velta því fyrir sér, í ljósi þess að hér væri frjálst fiskverð, hvort nokkur munur væri á fiskvinnslufyrirtækjum, sem ekki ættu aflakvóta, og öðrum iðnaði hér á landi og því hugsanlega eðlilegt að heimila útlendingum að fjárfesta þar. Einar K. Guðfinnsson þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins tók undir þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.