Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 37 Þórð og Hildi. Allmörgum árum eftir þetta eru erfiðleikar hjá bróð- ursyni þeirra systkina, Ólafí Hálf- dánssyni, og þá taka þau í fóstur tvö af börnum hans, Rögnvald og Helgu Svönu. Þar með eru fóstur- systkinin á Skarði orðin sex að tölu, öll náin að frændsemi. Af þessu má ráða hvaða hugarfar réð ríkjum á heimilinu. Þar var sem sé sjálf- sagt að rétta hjálparhönd, ef með þurfti. Fátæktin var fylgikona flestra heimila við Djúp á þessum árum, en með nýtni og vinnusemi tókst að hafa nóg að bíta og brenna. Okkur skorti ekkert bömin á Skarði - ekkert nema orðið mamma, það var ekki í okkar daglega orðaforða. Þó efni væru ekki mikil var það áhugamál fóstra míns að börnin nytu einhverrar menntunar. Stína fór í Kvennaskólann í Reykjavík. Minntist hún dvalarinnar þar ætíð með mikilli ánægju og var gaman að hlusta á hana segja frá þeim árum. Eftir það stundaði hún kennslu um skeið og þykir mér trú- legt að hún hafi notið sín vel á þeim vettvangi. Árið_ 1928 giftist Stína frænka Þórði Ólafssyni frá Strandseljum. Þau byggðu hús í Odda í Ögurvík og eignuðust hlýtt og myndarlegt heimili, sem var annálað fyrir gest- risni, glaðværð og greiðvikni. Þó hún eignaðist eigið heimili og böm gleymdist ekki „litla systir" á Skarði. Um jól og afmæli komu sendingar frá Odda og öll okkar samskipti fyrr og síðar einkenndust af því að hún var veitandi en ég þiggjandi. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur stóð heimili þeirra Qölskyldu minni opið hvenær sem við þurftum með, enda eigum við hjónin og bömin okkar margar góð- ar minningar frá heimsóknunum á Njálsgötuna. Börnunum var ávallt tekið opnum örmum, eins og þau væru þeirra eigin barnabörn. Stína frænka var mjög vel greind kona, með afbrigðum minnug og átti gott með að miðia af þekkingu sinni. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og hafa margir notið góðs af þekkingu hennar á því sviði. Það er margs að minnast, en fyrst og fremst minnist ég fóstur- systur minnar sem góðrar konu sem hafði svo óendanlega mikið að gefa. Það er mannbætandi að kynnast og þekkja fólk eins og Kristínu og Þórð. Af þeirra fundi fór maður jáfnan glaður og að ýmsu fróðari en maður kom. Fyrir allt það skal hér þakkað um leið og þeim er beð- ið blessunar Guðs, henni á nýjum slóðum, honum í hárri elli. Helga Svana. Það hefur alltaf stafað ljóma af nafninu Stína frænka í hugum okk- ar systkina. Við höfum þekkt hana frá því við fórum að muna eftir okkur. Hún bjó á Njálsgötunni fyr- ir sunnan. Seinna þegar við fórum að koma til borgarinnar á unglings- árunum var heimili þeirra Þórðar okkar athvarf og þar bjuggum við í lengri og skemmri tíma. „ Þá voru þau komin á sjötugsald- ur en öll þeirra framkoma og við- horf voru með þeim hætti að við undum vel í návist þeirra og áttum það til að drífa vinina með okkur heim til þess að hitta þetta ágæta fólk sem tók öllum sem jafningjum en voru þó i senn góðir fulltrúar sinnar kynslóðar og traustir vinir okkar unglinganna. Kristín S. Helgadóttir var um æargt sérstæð kona og bar þokka og viðmót sem engum sem kynntist henni gleymist. Yfir henni var ein- hver heiðríkja og góðvild sem bar vott um innra jafnvægi og trú. Trú sem ekki var höfð við orð, heldur endurspeglaðist í öllu hennar dag- fari og viðhorfí til lífsins. Ekki svo að skilja að allt væri gott og fólki gæti ekki orðið hált á lífsins svelli, heldur hitt að flestum mætti koma til einhvers þroska. Orð eins og vönduð manneskja eða gott fólk var oftar en ekki einkunn sem hún gaf fólki sem hún talaði um. Fólk og ættir voru lengi hennar skemmti- legasta umræða og skipti ekki öllu hver aldur þess var eða á hvaða öld það var uppi. Það var með ólíkindum hversu góð skil hún kunni á ættum Djúpmanna, afkomendum þeirra og örlögum. Að ógleymdum hennar eig- in ættum. Og hún sagði svo lifandi og skemmtilega frá að margt það fólk sem henni var hugleiknast varð nánast eins og kunningjar eða vinir okkar sem hlýddum á og hefur þetta orðið til þess að auka okkur skilning á lífínu við Djúpið í upphafí aldarinn- ar og baráttu fólks fyrir afkomu sinni. Það er happ að hafa kynnst og verið samvistum við fólk á borð við Stínu og Þórð. Góðleiki og hlýja þeirra hefur alltaf fylgt okkur og eftir að við fórum sjálf að eignast böm þá hefur það verið einstaklega ánægjulegt að koma með bömin til þeirra. Minningar um gott fólk lifa eins og oft kom glögglega í ljós í allri umræðu Stínu frænku um ættmenni sín og vini. Eins fer okkur, minning- amar og kynnin af þessari góðu, hreinlyndu konu gleymast ekki. Við vottum þér, kæri Þórður, og afkom- endum dýpstu samúð. Börn Helgu Svönu og Hraunbergs. Það var bjartsýni í bijósti ungs fólks í Ögurheppi á ámnum eftir fyrri heimsstyijöld. Þegar Þórður, móðurbróðir minn, var rétt rúmlega tvítugur brauzt hann í því að eign- ast trillu og stofna til útgerðar í Ögurvík og var það í samvinnu við Hermann á Barði. Þórður og kona hans, Kristín S. Helgadóttir frá Skarði, reistu sér hús þar í víkinni og kölluðu að Odda. Það mun hafa verið árið 1929. Þórður sótti sjóinn af kappi. Það mæddi því mikið á konu hans, Kristínu, sem varð að sjá um allt sem gera þurfti í landi, þegar maður hennar var á sjó. Þar var ekki setið auðum höndum. Krist- ín hélt þeim sið að fara ætíð á fæt- ur kl. 6 að morgni og sjálfsagt hafa henni orðið dijúg morgunverkin. Aldrei sá ég neitt fum eða fát á henni, aldrei sá ég hana byrsta sig, en ætíð voru öll þau verk unnin sem vinna þurfti á heimilinu. Ætíð hafði hún tíma til að sinna gestum og gangandi, en það mátti heita fastur siður að fólk sem kom í land í Ögri úr Djúpbátnum kom til Kristínar í Odda og þáði góðgerðir. Þar stóð skáli' um þjóðbraut þvera. Kristín var þannig skapi farin, að allir löðuð- ust að henni. Öllum leið vel í návist hennar, ekki sízt bömunum. Hún tíðkaði ekki umvandanir og hélt engar ræður yfír hausamótum manna. En það var öllum ljóst hvað hún vildi og öllum leið vel í návist hennar. Það mun hafa verið vorið 1943 að lagt var af stað frá Strandseljum út í Ógurvík á skektu. Við Matti (Matthías Helgason) remm bátnum, en Árni móðurbróðir okkar sat í skut og stýrði. Þegar við komum fyrir Ógurhólana stóð Árni upp í bátnum og sagði: Hvar er húsið í Odda? Við Matti svömðum sem svo að það hlyti að vera á sínum stað. Það hafði bmnnið um nóttina. Mér verður ætíð i minni með hvílíku a^mleysi þau Kristín og Þórður frændi tóku þessu áfalli. En upp úr þessu fluttu þau burt úr Ögurvík- inni, fyrst til ísafjarðar og síðan til Reykjavíkur. Og það var ætíð jafn gott til hennar að koma, fyrst á Grettisgötu og síðan á Njálsgötu. Þar var ætíð rúm fyrir einn gest í viðbót, því að þar sem er hjartarými þar er húsrými. Ég kveð Kristínu með einlægu þakklæti. Arnór Hannibalsson. Næsti bær við bemskuheimili mitt á Svalbarði í Ögurvík við Djúp vestur var Oddi. Lítill lækur skildi bústaðina að, þaðan sem vatni var veitt í bæina, en þau þægindi ein mátti heita að þau heimili væra búin sem gátu talizt til nokkurra nýjunga, fyrir utan að búin vom byggð úr timbri en ekki torfi og gijóti. Þar var ekkert af neinu tagi sem nú er talið til frumstæðustu lífs- þæginda. Kolaeldavél til upphitunar og matargerðar og þar með var allt upptalið. Nema til hafí verið tau- rulla, handsnúin. í bemskuminningunni er Oddi ögn stærri og reisulegri bær en Svalbarð, þótt ekki hafí miklu mun- að. Víst er um það, að þar hefír verið þröng á þingi, þegar vertíð stóð sem hæst, og fjórir eða fimm vermenn heimilisfastir auk íjölskyld- unnar. Og æmar annir húsmóður- innar, sem þurfti að annast allt inn- anstokks, alein um áraraðir meðan flögur böm hennar uxu úr grasi. Hafí húsakynni í Odda þótt þröng bætti hjartarými húsbændanna það upp. Mér er til efs að á öðmm bæj- um við Djúp hafí búið hjón, sem samhentari vom í hvívetna um góð- vild og greiðasemi við gesti og gang- andi og þau Þórður og Stína í Odda, án þess þó að á aðra sé hallað. Og glaðsinni húsfreyjunnar við brugðið á bæ sem af. Nú er þessi góða kona gengin fyrir ættemisstapann, södd lífdaga. Þegar ég kvaddi hana á Þorláks- messu bauð mér í gmn að fækka myndi fundum okkar um sinn, svo mjög var lífskraftur hennar þorrinn. Kristín Svanhildur Helgadóttir var fædd á Skarði í Skötufírði 9. janúar 1904 og ólst þar upp. Á ní- ræðis afmæli Kristínar setti undirrit- aður eftirfarandi saman um lífshlaup hennar: „Foreldrar hennar vom hjónin Karitas María Daðadóttir, bónda á Borg í Skötufirði, Hallssonar, Ara- sonar í Skálavík. Móðir Kristínar var Ásgerður Einarsdóttir, Magnússon- ar, bónda á Garðsstöðum í Ögurvík og Karitasar Ólafsdóttur, hattamak- ara á Eyri í Seyðisfírði vestra, syst- ir Þuríðar í Ögri. Bróðir Ásgerðar var Jón Einarsson á Garðsstöðum, faðir Jóns Auðuns, alþm., og þeirra systkina. Faðir Kristínar var Helgi Guðjón Einarsson, Hálfdanarsonar, bónda á Hvítanesi, Einarssonar prests á Eyri í Skutulsfírði. Bræður sr. Einars vom Helgi lektor faðir Jóns biskups og sr. Guðjón faðir Hálfdanar vígslu- biskups. Bræður Helga á. Skarði vom m.a. Guðfínnur á Litlabæ, fað- ir Einars í Bolungarvík, Vernharður á Hvítanesi og enn fleiri og er mik- ill ættbogi þessa fólks vestur þar og víða um land. Eins og fyrr segir ólst Kristín upp í foreldrahúsum, en missti móður sína aðeins þriggja ára gömul. Miðað við þeirra tíma aðstæður naut Krist- ín góðrar menntunar. Fimmtán ára að aldri fer hún til Reykjavíkur og er þar lengst af á snæmm frænda síns, Jóns biskups. Biskup hvatti hana og studdi til náms í Kvennaskó- lanum, sem þá þótti ekki lítill frami fátækri stúlku frá Skarði í Skötu- fírði. Kristín stundaði kennslu í nokkra vetur við Djúp, en vorið 1927 ráðast örlög hennar þegar hún gerist fanggæzla á Óbótatanganum í Ögurvík hjá ungum sægarpi frá Strandseljum, Þórði Ólafssyni. Þau giftust 15. september 1928 og reistu sér hús á Skothúsnesi í Ögurvík og nefndu Odda. Oddi brann til kaldra kola á örskotsstundu vorið 1943. Árið eftir fluttu þau til ísafjarðar en 1947 flytjast þau búferlum til Reykjavíkur þar sem heimili þeirra stóð til 1984 að þau fá inni hjá Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem þau vom sjálfs sín allt til sl. vors 1993.“ Kristín hélt andlegum kröftum sínum ágæta vel fram á tíræðisald- ur. Það var siður okkar Helga sonar hennar í Þorláksmessuheimsóknum að spyrja hana spjömnum úr um menn og málefni fyrri tíma við Djúp. Það stóð ekki á svörum hjá Stínu og um ættir manna var hún einstak- lega fjölvís. Það var aðeins hin allra síðustu misseri að ellin mæddi hana að marki. Við systkinin frá Svalbarði minn- umst hjónanna frá Odda með virð- ingu og innilegu þakklæti. Drottinn gefí henni raun lofí betri. Ég sendi Þórði vini mínum kveðj- ur mínar og minna og bið honum blessunar og styrktar þess sem öllu ræður. Minningin um góða konu mun verða honum sól, sem vermir og lýsir fram að lokadegi. Sverrir Hermannsson. t Hjartkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR KLEMENSSON, Hrafnistu, Reykjavfk, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, miðvikudaginn 14. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Klemens Erlingsson, Sigríður Erla Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, NIELS HÖBERG-PETERSEN, Vesturgötu 20, lést í Landspítalanum 13. febrúar. Ingebjörg Höberg-Petersen. t Sambýlismaður minn, bróðir og mágur, STEINGRÍMUR Þ.D. GUÐMUNDSSON listmálari, andaðist í Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 13. febrúar. Steinunn G. Kristiansen, Guðfinna Hulda Jónsdóttir, Jóhannes Kristinsson og aðrir vandamenn. t PÁLL ÞÓRH ALLSSON frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 5. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Frændfólk og vinir. t Maðurinn minn, SVEINBJÖRN ERLINGSSON vélstjóri, Kambsvegi 35, Reykjavík, lést 8. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ég þakka starfsfólki á 3. hæð Skjóls fyrir hjúkrun og umönnun hins látna. Þeim, sem minnast vildu Sveinbjarnar, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Guðný Guðjónsdóttir. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN INGVARSSON skipstjóri frá Ekru, Neskaupstað, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Neskaup- stað, 13. febrúar. Ragnar Ingólfsson, Margrét Sigurjónsdóttir, Jón Lundberg, Jóhann Sigurjónsson, Valgerður Franklín, Sigþór Sigurjónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Benedikt Sigurjónsson, Jóna Katrín Aradóttir, Friðrik Pétur Sigurjónsson, Taina Otsamo, Hjálmar Sigurjónsson, Wendelin Suuring, Anna M. Sigurjónsdóttir, Ove Biilow Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn, stjúpfaðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR HALLDÓR JÓSEFSSON fyrrv. bóndi, Ólafsdal, Bergþórugötu 15A, Reykjavík, lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 10. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur J. Gunnarsson, Ingibjörg R. Guðjónsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Gunnar Jóhann Svavarsson, Sóley Kr. Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.