Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 31
30 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLADIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 31 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSLAND OG NATO JAVIER Solana, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins kemur í dag hingað til lands í opinbera heimsókn og ræðir við íslenzk stjórnvöld. Solana tekur við embætti á tím- um mikilla breytinga. Atlantshafsbandalagið hefur aldrei staðið í öðrum eins umsvifum og þessa dagana vegna friðargæzluverk- efnisins í Bosníu, sem ríki heims hafa falið bandalaginu að hafa með höndum. Sömuleiðis ræðir bandalagið nú við um það bil tug ríkja um möguleika þeirra á aðild að bandalaginu. Atlantshafsbandalagið hefur því áfram mikilvægu hlutverki að gegna, þótt hlutverkið hafi breytzt mikið á undanförnum árum. Raddir um að þetta varnarbandalag vestrænna lýðræðis- ríkja hafi glatað tilgangi sínum eru hjáróma. Atlantshafsbandalagið og skipulag öryggismála í Evrópu eru engu að síður í örri þróun. Þannig hafa ýmis sjónarmið verið uppi í umræðum um aukið frumkvæði og sjálfstæði Evrópuríkja í varnarmálum. Sjónarmið þeirra, sem hafa viljað auka varnar- samstarf Evrópuríkjanna á kostnað tengslanna við Bandaríkin, hafa valdið nokkrum áhyggjum hér á landi vegna stöðu íslands, sem Evrópuríkis utan Evrópusambandsins en í nánu varnarsam- starfi við Bandaríkin. Javier Solana bendir á það í viðtali við Morgunblaðið síðastlið- inn sunnudag, að straumhvörf hafi orðið í þessum umræðum vegna stefnubreytingar Frakka, sem hafa nú ákveðið að taka þátt í hernaðarsamstarfi NATO á ný og vilja aukið varnarsam- starf Evrópuríkjanna innan NATO en ekki utan þess. „Sem fullgilt aðildarríki NATO hefur ísland . . . enn ríkari ástæðu en áður til að hafa ekki áhyggjur af þróun tengsla og sam- skipta Evrópusambandsins og NATO,“ segir framkvæmdastjór- inn og hvetur íslendinga til að líta stefnubreytingu Frakka já- kvæðum augum. Ummæli framkvæmdastjórans um að mikilvægi íslands í varn- arskipulagi NATO hafi sízt minnkað, koma ekki á óvart. Það segir sig sjálft að ísland er hernaðarlega mikilvægt legu sinnar vegna. Solana ítrekar að sú aðstaða, sem ísland geti boðið upp á, sé ómetanleg fyrir öryggi Evrópu. Hann fekur hins vegar fram að sá varnarviðbúnaður, sem nú sé talið nauðsynlegt að hafa hér, sé vel skilgreindur. „Heimurinn er öruggari í dag en í gær og það hefur ekki eingöngu verið dregið úr herafla á íslandi, heldur alls staðar," segir Solana. Þessi ummæli bera því vott, að ríki Evrópu innan Evrópusam- bandsins viðurkenni mikilvægi íslands og séu tilbúin að taka tillit til varnarhagsmuna íslendinga og nauðsynjar þess að hing- að sé á skömmum tíma hægt að færa aukið lið, ef válega horfir á alþjóðavettvangi. Þau eru hins vegar jafnframt ábending um það að íslendingar, rétt eins og aðrir, taki á sig niðurskurð í varnarmálum með breyttum aðstæðum í alþjóðamálum. Slíkt ætti raunar að vera íslendingum fagnaðarefni, eins og Morgun- blaðið hefur ítrekað bent á. Vera varnarliðs hér á landi er ekki einn af atvinnuvegum þjóðarinnar. EINSTAKT MÁL ITENGSLUM við forsetakosningarnar í júnílok hefur nokkur umræða sprottið upp um valdsvið forsetaembættisins. Skoð- anir manna, þar á meðal fræðimanna, virðast skiptar um það efni og ekki allt á hreinu um það. Á það hefur verið minnzt í sambandi við hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu, að forseti lýðveldisins gæti beitt svonefndu neitunarvaldi sínu, eða málskotsrétti, til að láta málið fara til þjóðaratkvæða- greiðslu. Engum hefur dottið í hug að ísland geti orðið aðili að Evrópu- sambandinu án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það. Ástæðan fyrir því, að Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru aðilar að Evrópusambandinu eru sú, að aðildin var samþykkt af þjóðunum í atkvæðagreiðslu. Norðmenn höfnuðu hins vegar aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu var til umræðu var krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning- inn. Slíkt var ástæðulaust, því þar var um milliríkjasamning úm viðskiptamál að ræða. Aðild að Evrópusambandinu felur hins vegar i sér afsal fullveldis í ýmsum málum til Brussel. Aðild að ESB fæli í sér slíka grundvallarbreytingu á stöðu lands og þjóðar, að óhugsandi er annað en þjóðaratkvæðagreiðsla mundi fara fram um slíka aðild. Fjölmargir stuðningsmenn aðild- ar Iandsins að EES-samningnum telja að öðrum máli gegni um þjóðaratkvæði um aðild að Evrópusambandinu, þar á meðal forustumenn Sjálfstæðisflokksins. Alþingi, sem léti sér detta í hug að samþykkja aðild að Evr- ópusambandinu án þjóðaratkvæðagreiðslu, væri ekki í sambandi við umhverfi sitt og engin ástæða til að ætla Alþingi slíka fá- sinnu. Ekkert Alþingi. getur lagt það á forseta lýðveldisins að undirrita slík lög án þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo einfalt er þetta í raun og veru. Aðild að Evrópusambandinu er einstakt mál og ólíkt ölium þeim málum öðrum, sem hér hafa verið rædd á undanförnum misserum. • Embættið var ætlað öðrum presti* Forverinn sinnti aukaverkum fyrir sóknarbörn* Orgel kirkjunnar er eign kórsins* Kórnum blöskraði fálæti prestsins* Greinargerð kirkjulistarnefndar olli straumhvörfum • Deilt um aukagreiðslur • Vísitasía í fjarveru klerks SÉRA Flóki tók við embætti í Langholtskirkju sumarið 1991 af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni. Flóki segist hafa lýst áhuga á að sækja um brauð- ið og leitað ráða hjá Jóni Stefánssyni örganista, sem hann þekkti frá námsárum sínum í Háskólanum. Flóki segir Jón hafi ráðið sér frá því að sækja því starfið væri ætlað öðr- um. Þeir Sigurður Haukur og Jón höfðu þá mælt bréflega með því við sóknamefnd að séra Jón Helgi Þórar- insson yrði ráðinn að kirkjunni. Hann væri presta líklegastur til að svara væntingum safnaðarins og buðust þeir til að beita sér fyrir umsókn hans. Tveimur dögum áður en um- sóknarfrestur rann út komst Flóki að því að Jón Helgi hefði dregið sig til baka og lagði þá inn umsókn. Umsækjendur voru aðeins tveir. Heilbrigðisvottorð Daginn fyrir kjörfund bauð Jón Stefánsson organisti Flóka til morg- unverðar. Þar var fyrir Guðmundur E. Pálsson, þá varamaður í sóknar- nefnd, nú formaður. Flóki segir að á þessum fundi hafi hann verið spurður spjörunum úr um viðskilnað sinn við fyrra embætti, áhuga á söngmálum og afstöðu til messuhalds. Hann seg- ist hafa fengið heilbrigðisvottorð á þessum fundi. Að kosningu lokinni hafi það hvorki verið prófasturinn né sóknamefndin sem tilkynntu um úrslitin, heldur Jón. Flóki segir hann hafa óskað sér til hamingju og hann hafi mátt skilja að Jón hefði lagt lóðið sem til þurfti á vogarskálina. Guðmundur segir að fundurinn hafi verið einkaframtak þeirra Jóns og ekki að frumkvæði sóknarnefnd- ar. Þeir hafí ákveðið að koma hreint fram og ræða við Flóka um sögu- sagnir sem þeir höfðu heyrt úr fyrra prestakalli hans. Þeir hafí spurt og Flóki gefíð, að þeim fannst, fullnægj- andi skýringar á sögunum. Guð- mundur segist hafa tilkynnt sóknar- nefnd síðar að þeir hafí átt þennan fund. Jón Stefánsson segir að vel hafi verið tekið á móti Flóka í Langholts- sókn, ekki síst af sér. Hann segir Flóka hafa nefnt hið öfluga tónlistar- starf kórsins sem eina helstu ástæð- una fyrir áhuga sínum á að sækja um brauðið. Fyrsta haustið söng Flóki með kómum um nokkurra vikna skeið, auk þess sem hann hélt fræðsluerindi fyrir kórinn. Átök um aukaverk Flóki segir að þegar hann tók við 1991 hafi sóknarnefndin enn verið í sárum eftir sundmngu 1989 þegar umsjónarmaður kirkjunnar var látinn fara að kröfu Jóns Stefánssonar. Ella myndi Jón hætta. Flóki segir að sér hafi fljótt fund- ist að viðskilnaður forvera hans við embættið væri ekki nógu góður. Hann áréttar að á milli þeirra Sigurð- ar Hauks sé ekki óvinátta. Hins veg- ar hafi sér þótt miður að fá ekki nokkra daga með fráfarandi sóknar- presti til að komast inn í daglegan rekstur og málefni safnaðarins. Eng- ar bréfamöppur hafí verið fyrir hendi til að hægt væri að átta sig á hlutun- um. Sigurður Haukur segist hefði verið fús að setja Flóka inn í málin, éf hann hefði óskað eftir því. Sú ósk hefði aldr- ei borist. Flóki segir að embættis- leg atriði varðandi Sigurð Hauk hafi gert sér erfitt fyrir í byrj- un. Sigurður Haukur vann mikið af aukaverkum á borð við útfarir, hjóna- vígslur og skírnir. Flóki segir að lítið lát hafi orðið á þessu eftir að Sigurð- ur lét af embætti þótt þessi embættis- verk verði að vinna í umboði starf- andi sóknarprests. Það hafi tekið fólk ein þrjú ár að átta sig á því að það var kominn nýr prestur í sókn- ina. Inn á skrifstofu Flóka bárust bunkar af útfylltum eyðublöðum varðandi skírnir, giftingarogjarðarf- arir frá Sigurði Hauki. Þessi verk átti Flóki að færa til bókar í presta- kallinu. Plöggin skyldu berast Hag- stofu mánaðarlega en dráttur varð á því að Flóki skilaði á réttum tíma og fékk hann ákúrur frá Hagstofu fyrir drátt á skilum. Þá brá svo við að eyðublöðin frá Sigurði Hauki hættu að berast í Langholtskirkju. Greiðslur fyrir aukaverk geta verið stór liður í launum presta, ekki síst í fjölmennum prestaköllum. Það varð úr að Flóki ræddi það við Sigurð Hauk að hann reyndi að hafa hóf á aukaverkunum og ganga ekki inn á lögkjör sín. Sigurður Haukur segist hafa hald- ið að sér höndum um tveggja mán- aða skeið. Samt hafi aukaverkum ekki fjölgað hjá Flóka. Það taki tíma fyrir ungan prest að vinna sér sess meðal fólks, þar með talið að afla aukaverka. Flóki segir að á meðan Sigurður Haukur var þjónaði í Langholtskirkju hafí hann verið „tískuprestur" og önnum kafínn við aukaverk. Safnað- arstarf utan messuhalds hafi liðið fyrir það. Við það hafi myndast tóma- ním sem einhver hafi hlotið að fylla. í þessu tilviki kórinn. Organistinn og kórinn hans hafi verið allsráðandi í safnaðarstarfinu. Kórinn og tónlistarstarfið Kór Langholtskirkju þjónar tvenns konar hlutverki: Að syngja í messum og fyrir það þiggur hann laun sem lögð eru í kórsjóð. Hins vegar er tón- leikahald kórsins sem ekki er á veg- um safnaðarins, að sögn Jóns Stef- ánssonar, heldur sjálfstæð starfsemi. Jón var ráðinn organisti Lang- holtskirkju 4. apríl 1964, þá aðeins 17 ára gamall. Hann segir kórinn hafa orðið meira en hefðbundinn kirkjukór árið 1973. Á 20 ára af- mæli kórsins það ár voru haldnir hátíðartónleikar og í framhaldi af því kviknaði löngun til að takast á við stærri tónverk. Kórinn stækkaði úr 16 manns í 40 á stuttum tíma og styrktarfélag var stofnað. Tónlist- arstarfið tekur nú til tveggja kóra, Kórs og Gradualekórs Langholts- kirkju auk kórskóla þar sem starfa tveir kennarar auk Jóns. Kirkjukórinn stofnaði orgelsjóð þegar árið 1953. Orgel kirkjunnar er eign Kórs Langholtskirkju en til afnota fyrir kirkjuna. Árið 1975 lán- aði kórinn orgelsjóðinn, 400 þúsund krónur, til kirkjubyggingarinnar og var lánið þá bókfært sem skuld við kórinn. Jón segir að þeir séra Sigurður Haukur hafi alltaf starfað mjög náið saman. Séra Árelíus hafi verið öðru- vísi persónuleiki en Sigurður Haukur og samstarfið við hann hafi verið á annan hátt. Jón segir að Sigurður Haukur hafi verið aðdáandi kórsins númer eitt. Hann hafi farið með í tónleikaferðir, ávallt setið á fremsta bekk og stutt kórinn í hvívetna. Ekki hafí verið hægt að ætlast til þess að fá annan prest jafn áhugasaman um kórinn og Sigurð Hauk. Sigurður Haukur sagði aldrei hafa borið skugga á samstarf þeirra Jóns. Hann hafi alltaf litið á Jón sem sam- starfsmann sinn, en ekki undirmann. Jón hafi hringt og spurt um hvað hann ætlaði að tala og valið síðan sálmana. Söngfólk, organisti og aðrir starfsmenn hafi unnið saman. Sig- urður Haukur segir vinfengi sitt við kórinn stafa af því hve fúst kórfólkið var að taka þátt í kirkju- starfinu. Það hafi aldrei neitað nokkurri bón. Við byggingu Lang- holtskirkju var stefnt að því að gera hana sem best úr garði fyrir tónleikahald. Jón segir að Stefán Guðjohnsen hljóðtækni- fræðingur, fyrrum gjaldkeri sóknar- nefndar og sóknarnefnarmaður, hafi mætt á öllum byggingarstigum kirkj- unnar með tól og tæki til að mæla út hljómburðinn. Á þeim forsendum hafi efni til innréttinga verið valið. Þegar kirkjan var fullbúin hafí hljóm- burðurinn jafnast á við það besta sem gerist. I kirkjunni sé búnaður fyrir heyrnarskerta og hátalarakerfi með seinkunarbúnaði til að koma í veg fyrir of mikinn enduróm. Við þann búnað hafi ekki þurft að bæta nema upptökutækjum til að komið væri hljóðver. Síðar var bætt við snældu- Viðskilnaður forvera ekki nógu góður Morgunblaðið/Myndbreyting: Mátturinn og dýrðin DEILT hefur verið um staðsetningu orgels í Langholtskirkju handan altaris. Steinþór Sigurðsson listmálari gerði skreytingu í mynd orgels á gaflinn. Á hinni myndinni er búið að setja inn tillögu að barokkorgeli sem hugmyndin er að kaupa í kirkjuna. HNÚTUKAST í IIKLGIDÓMINUM Aðdragandi átakanna í Langholtssókn í Reykjavík um síðustu jól er orðinn langur. Mest hefur borið á sóknarpresti, organista og sóknamefnd í umræðunni. Að málinu hafa einnig komið helstu forystumenn Þjóðkirkj- unnar og presta. Málið snertir þó fyrst og síðast söfnuðinn. Lyktir þess munu ráða því hvort hann kemur heill eða sundraður út úr átökunum. Guðni Einarsson kynnti sér þessa margþættu deilu og sá að aðilar ekki einu sinni sammála um hvort tekist er á um menn, málefni, mannleg samskipti eða peninga. tækjum til fjölföldunar á upptökum. Orgelkaup undirbúin í janúar 1992 var skipuð sérstök orgelnefnd að beiðni sóknarnefndar og henni afhentur orgelsjóðurinn, sem áður var í rekstri safnaðarins. í nefndinni voru Jón Stefánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Sigurður Haukur. Leitað var til einstaklinga utan sóknarinnar og innan til að vinna að málinu og hittist fullskipuð orgelsöfnunarnefnd fyrst þann 31. janúar 1992. Formaður hennar var kjörinn Gunnar M. Hansson. Gerð var áætlun um fjáröflun til orgelsins og rætt um tónleikahald, útgáfu á hljóðritunum og styrktar- mannakerfi í því sambandi. Sam- þykkt var að safna 50 milljónum króna og stefnt að því að kaupa 30 radda orgel, sem síðar varð 33 radda, og mun kosta nálægt 45 milljónum. Seinnihluta október sama ár voru haldnir tónleikar til styrktar orgel- söfnuninni og kirkjan troðfyllt í þrí- gang. Teflt var saman óperusöngv- urum og dægurlagasöngvurum. Tón- leikarnir voru hljóðritaðir og diskar seldir. Jón segir að sér og kórfólki hafi þótt séra Flóki undarlega af- skiptalaus um þetta átak. Hann mætti hvorki á blaðamannafund né á neina tónleikanna. Jón segir að kórfólkið, sem gaf þarna vinnu sína í þágu kirkjunnar, hafi viljað ræða þetta fálæti hrein- skilnislega við prestinn. Á þeim fundi hafi komið fram að séra Flóki var ósáttur við tónlistina sem var flutt, að það var klappað í kirkjunni og að flytjendur voru sumir þekktir fyr- ir söng á öldurhúsum. Jón segir kórfólkið hafa verið orð- laust. Hann segist hafa sagt við Flóka að þessi afstaða væri ekki í samræmi við það sem Flóki hefði mátt vita að hann gengi að í kirkj- unni. Á fundinum sagði Jón það slá sig mjög að maður með þessar skoð- anir væri orðinn sóknarprestur í kirkjunni. Kirkjulistarnefnd kölluð til Fljótlega eftir að söfnunin hófst af krafti var farið að leita að orgelverk- smiðju til að smíða hljóðfærið. Allar teikningar sem bárust gerðu ráð fyrir staðsetningu orgelsins við austurgafl kirkjunnar, bakvið altarið. Voru teikn- ingamar sýndar í fréttabréfum orgel- nefndar og hengdar upp í kirkjunni. Flóka segir að sér hafi bmgðið þegar hann sá þessi áform og hann sagt við Jón Steíánsson að þessi stað- setning orgelsins gæti ekki gengið. Það þyrfti að fá sérfræðinga til að ræða staðsetningu orgelsins, fyrst og fremst af litúrgískum ástæðum. Þetta sé lúthersk kirkja sem leggur áherslu á sakramentin, skím og kvöldmáltíð. Flóki segir að í slíkum kirkjudeildum sé altarið ávallt í brennipunkti, allt sem dragi athyglina frá því sé til óþurftar. Flóki kallaði kirkjulistarnefnd Þjóð- kirkjunnar á fund seint í nóvember 1992. í henni sátu séra Gunnar Krist- jánsson, Sverrir Norðfjörð arkitekt og Þóra Kristjánsdóttir Iistfræðingur. Nefndin hélt fund með sóknamefnd, orgelsöfnunamefnd, presti og organ- ista og skilaði síðan greinargerð 23. nóvember 1992 um orgelið í Lang- holtskirkju. Kirkjulistamefnd taldi eðlilegra og áhættuminna að orgelið fengi nútíma- legt form en að sækja útlit orgelsins til barokks eins og hugmyndir orgel- nefndar gerðu ráð fyrir. Þá fjallaði nefndin allítarlega um staðsetningu orgelsins við austurgafl handan altar- is. „Þar er um að ræða óvenjulega staðsetningu orgels ef miðað er við íslenska kirkjuhefð. Hið sama gildir um kirkjur nágrannalanda okkar... Vandinn hvað staðsetningu orgels í Langholtskirkju varðar felst í því að hér er langkirkjuform, tiltölulega þröngt, þar sem útkoma yrði sú að presturinn sneri ekki frá söfnuði og til austurs sem er tákn fyrir átt uppri- sunnar heldur sneri hann við altaris- þjónustuna í átt til orgels og organ- ista. Slík uppsetning fær illa staðist,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Nefndin bendir á fjórar lausnir, að prestur messi „versus populum“ eða gegnt söfnuði. Sú lausn er ekki talin fullnægjandi vegna staðsetningar söngkórsins. Önnur lausn er að frnna orgelinu nýjan stað í kirkjunni, til hliðar eða aftast. Þriðja lausnin er sú málamiðlun að orgelpípur verði við austurgafl, eins og búið var að ákveða, en byggður veggur handan altarisins til að skyggja á organista og kórinn standi til hliðar. Sú fjórða og róttæk- asta gerir ráð fyrir að altari verði fært nær söfnuðinum, skilrúm byggt til að fela organistann og kórinn lát- inn standa til hliðar á kórsvæði. Flóki segir greinargerðina hafí valdið straumhvörfum í samskiptum þeirra Jóns Stefánssonar. Síðan hafí aldrei gróið um heilt þeirra í milli. Jón Stefánsson mótmælir þvi ekki að skil hafi orðið í samstarfí þeirra Flóka við þennan fund með kirkjulistamefnd. Hann segir fundinn hafa verið ótrú- lega vandræðalegan, því flestir fund- armanna hafí ekki vitað tilefnið. Sjálf- ur hafi hann álitið að fundurinn ætti að snúast um listræna umgjörð org- elsins og skreytingar í kirkjunni. Það sé orgelnefndar Þjóðkirkjunnar að fjalla um orgelið en kirkjulistamefnd- ar um listskreytingar. Guðmundur E. Pálsson segir að þetta mál hafi opnað augu manna fyrir því að Flóki væri að vinna gegn orgelnefnd og sóknamefnd í orgelmálinu. Það hafi þó ekki valdið röskun á starfinu í söfnuðinum. Staðsetning löngu ákveðin Jón segir að greinargerð kirkjulist- arnefndar hafi komið sér á óvart. Byggingarnefnd kirkjunnar hafí löngu áður verið búin að taka ákvörð- un um staðsetningu orgelsins við austurgafl kirkjunnar í samráði við dr. Róbert Abraham Ottósson, þáver- andi söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, og prestana séra Sigurð Hauk og séra Árelíus. Jón segir miður að ekk- ert hafi fundist bókað um þessa ákvörðun, en dr. Róbert Abraham hafi látist 1974, og fundurinn líklega verið haldinn síðla árs 1973. Jón segir að fyrsta tilboð i orgel kirkjunnar hafí borist frá tékkneskri verksmiðju 1974 og þar sé gert ráð fyrir orgelinu við austurgaflinn. Jón segir þetta ekkert einsdæmi - að staðsetja orgel handan altaris. Hann hafi undir höndum teikningar af kirkjum lútherskra, kaþólskra og biskupakirkjumanna þar sem þetta fyrirkomulag sé. Jón dregur heldur ekki dul á að við staðsetningu orgels- ins hafí verið horft til Langholts- kirkju sem tónleikahúss. Hjá Húsameistara ríkisins fengust þær upplýsingar að á endurskoðaðri aðalteikningu frá því um 1970 séu teiknuð sæti fyrir áheyrendur á svöl- um aftast í kirkjunni en ekki gert ráð fyrir orgeli eða sönglofti þar. Á sömu teikningu er sýnt nótnaborð orgels hægra megin við kór, en að sögn Birgis Breiðdal, sem vann með Herði Bjarnasyni húsameistara ríkis- ins að teikningum kirkjunnar, voru menn ekki á eitt sáttir um þá stað- setningu nótnaborðsins. Á teikningu frá þessum tíma eru rissaðar orgel- pípur á austurgafl, sem sýnir að hugmyndin um að færa orgelið fram í kirkjuna var þá þegar vöknuð. Hörður Bjarnason fékk Steinþór Sigurðsson listmálara til að teikna stalla fyrir sætaraðir á svölunum. Áður en kirkjan var vígð 1984 var Steinþór beðinn um að gera skreyt- ingu á gluggavegginn, kross, hljóð- skerm og altari. Skreytingin var til bráðabirgða, til að veggurinn yrði ekki auður, því þarna var ráðgert að setja orgel, að sögn Steinþórs. Steinþór segir skreytinguna meira að segja svolítið líka orgeli og í henni megi sjá pípur. Flóki segir slæmt að að engin plögg finnist um þessa ákvörðun byggingarnefndar. Það eina sem hann vissi um áform um orgel hand- an altaris hafi verið framtíðarmynd af kirkjunni innandyra sem gerð var fyrir vígsluna 1984. Flóki telur að gömul ákvörðun um staðsetningu orgelsins geti ekki verið bindandi fyrir seinni tíma. Það hljóti að vera eðlilegt að málið sé tekið upp og skoðað áður en orgel er keypt. Sú málamiðlun náðist síðan að orgelið skyldi staðsett handan altaris, en milliveggur skýla organistanum svo hann bæri ekki í altarið. Tekist á um orgelsjóð Flóki segist ekki hafa sett sig á móti söfnun til orgelsins. Hann lítur svo á að orgelnefnd hafí verið stofn- uð að tillhlutan sóknarnefndar og sé því undirnefnd hennar. Þeir fjármun- ir sem safnist hljóti því að lúta með- ferð sóknamefndar. Lög kveði á um að fjárreiður safnaðarins og reikning- ar skuli lagðir fyrir aðalfund á hveiju ári. Flóki segist hafa gert athuga- semd við það að reikningar orgelsöfn- unarnefndar hafí aldrei verið lagðir fram með reikningum safnaðarins. Jón segir orgelnefndina hafa gefið skýrslu á aðalsafnaðarfundi, reikn- ingar orgelsjóðs hafi alltaf verið end- urskoðaðir, en ekki bornir upp til samþykktar. Hann segir Flóka aldrei hafa beðið um reikningana. Daginn sem hann hafí farið með þetta í blöð- in hafi reikningarnir verið sendir honum. Guðmundur E. Pálsson sókn- amefndarformaður sagði að á síðasta aðalsafnaðarfundi hafi reikningar orgelsjóðs legið fyrir en hreinlega gleymst að bera þá upp. Flöki hefur gagnrýnt að Orgelsjóð- ur Langholtskirkju var skráður hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti sem sjálfstæð stofnun 27. nóvember 1995. Að sögn Guðmundar E. Páls- sonar hófst undirbúningur skráning- arinnar síðsumars 1993. Hann segir þetta hafa verið gert til þess að framlög fyrirtækja til orgelsins yrðu frádrátt- arbær frá skatti. Flóki gagnrýnir einnig 9. grein í skipulagsskránni þess efnis að verði orgelsjóðurinn lagður niður skuli eignir hans renna til eflingar tónlistarstarfs í landinu, að ákvörðun sjóðsstjórnar. í stjórn eru Jón Stef- ánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Stefán Guðjohnsen. Jón segir Flóka hafa látið þau orð falla að peningarnir í orgelsjóðnum væru betur komnir í að laga steypu- skemmdir á kirkjunni og lagfæra lóðina. Orgelnefndin hafi hins vegar sett sér að gefa kirkjunni orgelið. Sennilega sé innan við helmingur styrktarmanna sóknarbörn. Fólk hringi og segist ekki hafa verið að gefa til steypuviðgerða heldur orgels. Jón segir að í sumar hafí verið haldinn fundur með sóknarnefnd og fulltrúum úr orgelnefnd. Þar óskaði ■ formaður orgelsöfnunamefndar eftir því að fá hreinar línur um hvort sókn- > arnefndin og sóknarpresturinn væru sammála um að kaupa orgel í ljósi i' deilna í söfnuðinum. Vegna þess að ekki ríkti einhugur treysti orgel- nefndin sér ekki til að standa lengur í þessu, söfnunin liggur niðri og org- elið ópantað. Þetta telur Flóki ekki síst ástæðuna fyrir hinni miklu spennu sem myndaðist um jólin. j Deilt um aukagreiðslur Fjárhagur Langholtssafnaðar var | bágur þegar Flóki tók við og skuldir ! um 50 milljónir króna. Þessa erfíðu fjárhagsstöðu má rekja til lána sem ' tekin vora til að ljúka kirkjubygging- unni 1984. Söfnuðurinn skuldar nú um 25 milljónir sem ætlunin er að greiða á 15 árum. Tekjur af sóknar- gjöldum nema um 15 milljónum króna á ári. Eftir áramótin 1993 var kjörin ný sóknarnefnd. Guðmundur E. Pálsson tók við formennsku og Ólöf Kolbrún Harðardóttir varð gjaldkeri. Guð- mundur segir að þá hafi komið upp á borð sóknarnefndar aukagreiðslur til Flóka. Samkvæmt bókhaldi safn- aðarins hafi Flóki fengið greiðslur frá í september 1992 sem vora færð- ar sem önnur laun og greiðslur vegna öldrunarstarfs, æskulýðsstarfs og fleira. Þessar greiðslur hafi verið frá 20 þúsund krónum upp í 40.600 á mánuði. Guðmundur segir að ekkert hafi verið bókað um þessar greiðslur í fundargerðarbækur sóknarnefndar og þær ekki ræddar á fundum. Að sögn Guðmundar kallaði fyrr- um formaður saman aðalstjórn sókn- arnefnar til að ræða málið. Sóknar- nefnd samþykkti síðan á fundi að þessar greiðslur yrðu reglulegar frá mars 1993. Þessi fundur var ekki bókaður fremur en hinn, að sögn Guðmundar. Hann segir að nefndar- *. menn hafi viljað að aukagreiðslan yrði eymamerkt ákveðinni starfsemi og Flóki skilaði vinnuframlagi á móti en Flóki ekki viljað bæta við sig verkefnum. Jafnframt var ákveð- ið að samkomulag um gi-eiðslurnar yrði endurskoðað í maí 1993. Þá voru greiðslurnar felldar niður vegna greiðsluerfiðleika safnaðarins. Tekist á um verkstjóra Aðspurður um þetta mál sagði Flóki að á þessum tíma hefðu prestar staðið í kjarabaráttu og fjárhagur hans svo aumur að hann hafí ekki getað framfleytt sér og fjölskyldu sinni. Hann hefði haft sama og eng- ar aukatekjur og föstu launin ekki hrokkið til. Þá segist Flóki hafa kom- ið að máli við formann sóknarnefnd- ar og tjáð honum að hann sæi sér ekki annað fært en að leita sér auka- vinnu utan safnaðarins. Formaðurinn hafi boðið sér greiðslu fyrir þýðingar sem hann vann vegna safnað- arstarfsins og fyrir önnur aukastörf. Flóki segir það ekkert einsdæmi að prestum sé greitt fyrir slíka auka- vinnu. Hann hafi viljað fá þetta upp á borðið og rætt greiðslurnar á sókn- arnefndarfundi. Þar hafi hann verið beðinn um að leita sér ekki að auka- vinnu utan safnaðarins. Flóki segir að þessi aukagreiðsla hafí verið tekin af sér um leið og söfnuðurinn réð Hauk Jónasson til æsku- lýðsstarfs í söfnuðinum. Flóki segist þá hafa sagt að svipting aukagreiðsl- unnar kæmi sér ákaflega illa, en sóknarnefndin hafi krafist þess að hann tæki að sér aukin störf ef hann vildi halda greiðslunni. Meintar hótanir um að leggja stein í götu sóknarnefndar vegna þessa telur Flóki mega rekja til deilna við nefndina um hver hefði forráð yfir nýja starfsmanninum. Flóki segist hafa krafist þess að hann heyrði undir sína stjóm, en sóknamefnd hefði viljað ráða yfir honum. Þá hefði hann efnislega sagt að sóknarnefndin yrði að átta sig á því að ef hann kysi að draga hælana væri nefndin komin í klandur. SJÁNÁNARBLS. 34 Langholts- kirkja gott tónleikahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.