Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Betri að- stöðu strax! Guðríður Margrét Sigurðardóttir Leósdóttir ÞEGAR Þjóðarbók- hlaðan var opnuð 1994 vonuðust stúdentar til þess að lausn væri fundin á lesaðsstöðu- vandræðum þeirra. Annað kom á daginn því að sá böggull fylgdi skammrifi að húsið er aðeins opið hluta sólar- hrings og þá á þeim tíma sem flestir stúd- entar eru í skólanum. Þannig hafa háskóla- nemar þurft að sitja heima kvölds og um helgar, á meðan bók- hlaðan stendur auð og uppljómuð. Þessu mikla óhagræði hefur frá upphafi verið mótmælt af stúdentum en hingað til hefur verið talað fyrir daufum eyrum landsbókavarðar. Sinnuleysi meirihluta Stúdentaráðs hefur vakið athygli en mótmælaað- gerðir hans hafa hingað til verið máttlaust hjal sem engum árangri hefur skilað. Til að mæta þessu hefur Vaka f.l.s. tekið málið upp á sína arma og nú fyrir skömmu stóð félagið fyrir undirskriftasöfnun um greiðari aðgang að hlöðunni meðal háskólastúdenta og starfsfólks skól- ans sem skilaði tæpum 2.500 und- irskriftum. Listarnir voru afhentir menntamálaráðherra sem kvaðst mundu taka málið til alvarlegrar athugunar. Þegar málið er skoðað nánar kemur í ljós að kröfur stúdenta kosta ríkið ekki mikið. Rekstrar- kostnaður Þjóðarbókhlöðunnar er um 250 milljónir króna á ári en reiknimeistarar stofnunarinnar hafa reiknað út að 5 milljónir kosti að halda hlöðunni opinni á kvöldin og um helgar og er þá miðað við að starfsemi sé í fullum gangi á öllum hæðum. Tölur stúdenta eru reyndar nokkru lægri því þar er t.d. gengið út frá að nægilegt sé að hafa aðeins ljórðu hæðina opna og stúdentar séu reiðubúnir að gegna þjónustustörf- um fyrir lítið fé. Hér eru því raunsæjar kröfur á ferð sem hljóta að verða teknar til greina sé þeim fylgt eftir af festu og dug. I þessum kosningum setur Vaka lengingu afgreiðslutíma Þjóðarbók- hlöðunnar á oddinn. Þetta mál snert- ir flest okkar og við erum því flest sammála um að hér verði að gera bragarbót á. Það hlýtur að vera krafa okkar stúdenta að tekið verði mið af þörfum okkar fremur en að fagurfræðileg sjónarmið verði látin ráða í ákvörðunum um fjárveitingar. Bætum tölvukostinn Pottur er viðar brotinn en í les- aðstöðumálum nemenda. Tölvumál eru ofarlega á baugi í þeirri um- ræðu því í þeim efnum er háskólinn mjög aftarlega á merinni. Tölvuver eru enn of fá og ekki öll nettengd og tækjakosturinn er sums staðar talsvert á eftir sinni samtíð. Engin tölvuver eru í aðalbyggingunni og Læknagarði svo dæmi séu tekin og það var ekki fyrr en á þessu skóla- ári sem tölvur komu í Lögberg. Ef að líkum lætur koma tölvur til með endur sem þar starfa fái hann strax svo og að nettengingu verði komið alls staðar á. Vaka vill nýtt stúdentaheimili Sem betur fer er til líf utan bók- anna og háskólastúdentar eiga margt sameiginlegt eftir skólatíma. Því miður hefur vantað einhvern sameiginlegan vettvang fyrir þá til að hittast á háskólasvæðinu en nú I þessum kosningum, segja þær Guðríður Sigurðardóttir og Margrét Leósdóttir, setur Vaka lengingu afgreiðslutíma Þjóðar- bókhlöðunnar á oddinn. hefur kviknað Ijós í myrkrinu. Fyrir jól lýsti Þjóðminjasafnið áhuga sín- um á því að kaupa húsnæði FS við Hringbraut undir starfsemi sína. Verði af þessum viðskiptum, sem allar likur eru á, losna fjármunir sem ■nota má til að fjármagna byggingu nýs Stúdentaheimilis. Vaka sér fyrir sér að húsakynni á borð við þessi geti hýst margs konar starfsemi sem hingað til hefur vantað verulega í skólann. Kjörbúð þar sem nemendur geta keypt sér brýnustu nauðsynjar hefur verið nefnd svo og samkomu- salur sem nýst getur fyrir hina ýmsu viðburði: tónleika, leiksýning- ar, fundi o.fl. Skyndibitastaður og kaffihús eru ekki síðri hugmyndir en slíkt hefur gjörsamlega vantað á háskólasvæðið hingað til. Rétt er að taka strax fram að þessar fram- kvæmdir koma ekki á nokkurn hátt niður á fjárveitingum til háskólans eða byggingarsjóðs garða. Vaka vill að leitað verði allra leiða til þess að nýtt Stúdentaheimili verði að veruleika. Nú er sóknarfæri sem við höfum einfaldlega ekki efni á að sleppa. Af hveiju ekki að nýta sér það? Höfundar sitja í 2. og 3. sæti á listn Vöku til Stúdcntaráðs. í framtíðinni að skipta enn meira máli í starfi skólans en þær gera nú þegar. Ber að minnast á hug- myndir Vöku um námsnet í því sam- bandi en ekki er farið nánar út í það í þessari stuttu grein, en meginfor- sendan fyrir því.er að allir nemend- ur hafi greiðan aðgang að tölvu með nettengingu. Bættur tölvukost- ur er því eitt brýnasta hagsmuna- mál stúdenta og mikilvægt er að haldið verði rétt á spöðunum í því. Stúdentaráð sem hagsmunafélag allra stúdenta hlýtur að beita sér enn frekar en þegar hefur verið gert í þessum málum og forgang- skrafa er að þær byggingar sem ekki búa yfirtölvukosti fyrir nem- * Rcropriinit® TIME RECORDEB CO. Stimpilklukkur fyrir nútíð og framtið J. RSTVRLDSSON HF. Skipholti 33.105 Reykjavík. sími 552 3580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.