Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 17 116felldir í Súdan FULLTRÚAR stjórnarand-. stöðuflokksins Umma í Súdan sögðu í gær að 116 manns hefðu fallið og vel á annað hundrað særst í bardögum stjórnarhermanna við liðs- menn uppreisnarhreyfingar í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum. 35 hinna föllnu voru úr liði stjórnvalda og var yngri bróðir Omars Hassans al-Bashirs forseta meðal þeirra, að sögn Umma. Borg- arastríð hefur verið í landinu í 13 ár og talið að allt að hálf milljón manna hafí fallið. Jafntefli í þriðju skákinni ÞRIÐJU' skákinni í einvígi Garrís Kasparovs við IBM- skáktölvu er nefnist Dimmblá, lauk með jafntefli á þriðjudag eftir 39 leiki. Teflt er í borg- inni Philadelphiu í Bandaríkj- unum og er staðan jöfn, hvor keppandi með hálfan annan vinning. Áfram deilt um plúton- smygl LEYNIÞJÓNUSTA Rússlands vísaði því á bug i gær að hún hefði staðfest .að plúton sem smyglað var til Þýskalands 1994 hafi verið frá Rússlandi. Ekki hefði enn verið afhent plútonsýni sem rússneskir vís- indamenn þyrftu til að kanna málið. í fyrradag fullyrtu þýsk stjórnvöld að Rússar hefðu staðfest upprunannn en þýska leyniþjónustan hefur verið sökuð um að hafa sett smygl- ið á svið. Fjöldagröf reyndist frá 19. öld FJÖLDAGRÖF, sem fannst í grennd við Lambach í Austur- ríki nýlega og var talin varð- veita líkamsleifar gyðinga úr helförinni á valdaskeiði nas- ista, reyndist vera frá 19. öld, að sögn sérfræðinga í gær. Eru líkur á að um sé að ræða bein hermanna í styijöldum Napóleons Frakkakeisara í upphafi síðustu aldar. 18 Pólverjar meðal fórnar- lamba í Birg- enair-vél AÐ SÖGN yfirvalda í Dómin- íska lýðveldinu voru 18 Pól- veijar í hópi 189 manna sem fórust er Boeing-þota tyrk- neska flugfélagsins Birgenair hrapaði undan strönd landsins í liðinni viku. Aðrir farþegar voru flestir þýskir. Enn er beðið eftir bandarískum tæknibúnaði sem nota á til að reyna að finna svarta kassann svonefnda með upplýsingum um flug vélarinnar. Flakið er talið vera á allt að 2.000 metra dýpi um 19 kílómetra frá landi. Mannfall fyrir kosn- ingar í Bangladesh FJÓRIR menn létu lífið og 150 særðust í sprengingum þegar alda ofbeldis vegna kosninganna í Bangladesh reið yfir landið í gær. Mikill öryggisviðbúnaður var í Bangladesh og hefur herinn verið sendur út um allt land til að kveða niður ofbeldi. Stjórnarandstaðan, undir forystu Sheikh Hasina, hefur skorað á fólk að hunsa kosningarn- ar og er búist við lítilli kosninga- þátttöku. A.K.M. Sadeque, yfir- stjórnandi kosninganna, sagði að ráðist hefði verið á kosningaskrif- stofur og starfsmenn um allt land. 16 manns hafa týnt lífi og 500 særst í átökum vegna kosninganna í febrúar. Stjórnarandstaðan hefur líkt kosningunum við gamanleik og saka Begum Khaleda Zia forsætis- ráðherra um spillingu og kosninga- svik. Flokkur hennar er eini stóri flokkurinn, sem tekur þátt í kosn- ingunum. Forystumenn annarra stórra flokka hafa ákveðið að snið- ganga þær. Þeir krefjast þess að Khaleda feli völdin óflokksbundinni stjórn til að tryggja að kosningar geti farið vel fram. Útilokar ekki aðrar kosningar Khaleda útilokar ekki að halda aðrar kosningar innan skamms, en sagði að hún myndi sitja áfram þótt þátttaka yrði aðeins tíu af hundraði. Mikil þátttaka var í tveggja daga verkfalli, sem stjórnarandstaðan boðaði til á þriðjudag. Einu farar- tækin í boði voru vagnar dregnir af reiðhjólum. í Dhaka og öðrum stórum borgum voru fyrirtæki lok- uð. Dyr stjórnarskrifstofa voru opn- ar, en starfsfólk var fátt. Járnbraut- arteinar voru rifnir upp og tálmar reistir á þjóðvegum. Óttast er að gripið verði til ofbeldis á kjörstöðum og víða hafa kosningastarfsmenn látið leggja sig inn á sjúkrahús til að þurfa ekki að mæta til vinnu í dag. Hér sjást hermenn á götu í Dhaka. Braust inn og baðst hælis í rússneska sendiráðinu í Pyongyang N-kóreskir verðir féllu í átökunum Moskvu, Haag. Reuter. VOPNAÐUR maður braust inn í rússneska sendiráðið í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í gær og hefur hann farið fram á pólitískt hæli í Rússlandi. Talið er, að nokkr- ir n-kóreskir verðir hafi fallið í átök- um við manninn. Fréttir eru um, að fyrrverandi eiginkona Kim Jong- ils, leiðtoga N-Kóreu, sé í Hollandi en búist er við, að hún biðji um hæli í Suður-Kóreu. Samkvæmt fréttum Itar-Tass- fréttastofunnar var maðurinn vopn- aður skammbyssu og hótaði að svipta sig lifi ef hann fengi ekki hæli. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Moskvu sagði það vera í stöð- ugu sambandi við sendiráðið í Py- ongyang vegna þessa máls og haft er eftir öðrum heimildum, að ósk mannsins sé til athugunar. Haft er eftir Rússum í Pyongy- ang, að maðurinn hafi klifrað yfir Sagt að fyrrver- andi eiginkona Kim Jong-ils sé í Hollandi tveggja metra háa girðingu og kom- ist inn í byggingu rússnesku versl- unarnefndarinnar. Hafi síðan nokkrir n-kóreskir verðir, þrír að sögn Interfax-fréttastofunnar, fall- ið í átökum við hann. Erfitt mál Rússneskir sendimenn og fulltrú- ar N-Kóreustjórnar áttu í viðræðum við manninn í gær en atburðurinn átti sér stað tveimur dögum fyrir afmæli Kim Jong-ils, leiðtoga N- Kóreu, en það er almennur frídagur. Tass sagði í gær, að þetta mál væri mjög snúið fyrir rússnesk yfir- völd vegna samnings frá 1957 milli Sovétríkjanna og N-Kóreu. Sam- kvæmt honum ber að afhenda fólk, sem biður um hæli, hafi það gerst sekt um einhvern glæp. Sung í Hollandi? Talsmaður hollenska utanríkis- ráðuneytisins kvaðst í gær ekki geta staðfest, að Sung Hye-rim, fyrsta eiginkona Kim Jong-ils, leið- toga N-Kóreu, væri í Hollandi en vildi ekki útiloka það. Það var hins vegar fullyrt í suður-kóreska dag- blaðinu Dong-A Ilbo, sem sagði, að Sung og þijár konur aðrar væru væntanlegar til Suður-Kóreu síðar í mánuðinum. Annað dagblað, Chosun Ilbo, sagði á mánudag, að Sung og föru- neyti hennar hefði komið til Sviss frá Moskvu og hygðust sækja um hæli í Suður-Kóreu. Reuter Gagnrýna sam- komulag um vatn Amman, Osló. Reuter. JÓRDANAR gerðu í gær lítið úr samkomulagi um vatnsnotkun, sem samningamenn ísraela, Jórdana og Palestínumanna staðfestu með fangamarki í Osló á þriðjudag. Sögðu þeir að þar væri ekki tekið tillit til þarfarinnar til að skipta vatni á milli sín. „Það sem þeir settu saman var hálfvolgur, lauslegur texti, sem hef- ur enga merkingu," sagði dr. Munth- er Haddadin, sem stjómaði samning- um fyrir Jórdaníu í Osló og samdi einnig um vatnsmál í friðarsáttmála ísraela og Jórdana. „Það er ekkert í textanum um skiptingu vatns svo ég myndi ekki gera jafn mikið úr þessu og gert var í fréttum." Norðmenn tilkynntu á þriðjudag að ísraelar, Jórdanar og Palestínu- menn hefðu staðfest samkomulag um notkun vatns í Mið-Austurlönd- um. Norðmenn sögðu að búist væri við að samkomulagið yrði undirritað í Osló í mars eftir að viðkomandi yfirvöld hefðu staðfest það. Haddadin kvaðst hins vegar efast um að það yrði samþykkt. Þróa hljóðfráa þotu Tókíó. Reutcr. JAPANIR hafa ákveðið að hefja rannsóknir og tilraunir í því skyni að leika lykilhlutverk við þróun og smíði næstu kynslóðar af hljóð- fráum farþegaþotum, að sögn emb- ættismanna. „Átta ára verkefni fer í gang á fjárlagaárinu 1997 með það að markmiði að þróa tækni til smíði hljóðfrárrar farþegaþotu. Verður 12,5 milljörðum króna varið til þess,“ sagði talsmaður japönsku vísinda- og tæknistofnunarinnar. Verður miðað við að þróa tækni til að smíða 300 sæta farþegaflug- vél sem flogið getur allt að 10.000 kílómetra á tvöföldum hljóðhraða. Bresk-franska þotan Concorde, er eina hljóðfráa farþegaþotan í þjónustu flugfélaga. Hún flýgur á tvöföldum hljóðhraða, ber um 100 farþega og getur flogið þeim á fjórða þúsund kílómetra. Japanir veðja á, að mikil þörf verði fyrir nýja hljóðfráa þotu snemma á næstu öld. PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.