Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 43
SIGRÚN
ÓSKARSDÓTTIR
+ Sigrún Óskars-
dóttir fæddist í
Reykjavík 9. júní
1931. Hún lést í
Landspítalanum 7.
febrúar sl. Foreldr-
ar hennar voru Ey-
þór Óskar Sigurðs-
son bakarameist-
ari, f. 1906, d. 1967,
og Hulda Skúla-
dóttir, saumakona
og" húsmóðir, f.
1907, d. 1962. Þau
bjuggu lengst af á
Sunnuhvoli á Sel-
Ijarnarnesi. Systk-
ini Sigrúnar eru: Sigurður, f.
1933, Herdís, f. 1937, Guð-
mundur Rúnar, f. 1945, og Ey-
þór Örn, f. 1949. Dætur Sigrún-
ar eru Hildur Jónsdóttir, f.
1958, og Eyrún
Jónsdóttir, f. 1967.
Maki Hildar er Jón
Ágúst Þorsteinsson,
f. 1958, og börn
þeirra eru Sigrún
H., f. 1984, og Þor-
steinn Svanur, f.
1987. Sigrún var
ógift en bjó um tíma
með barnsföður sín-
um, Jóni Bjarna
Norðdahl. Hún var
við nám í Kaup-
mannahöfn sem ung
kona en vann mesta
sína starfsævi hjá
Pósti og síma, nú síðast sem
fulltrúi í póstmiðstöðini Ármúla.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
MIG LANGAR að minnst kærrar
vinkonu sem allt of fljótt var tekin
frá okkur. Margt kemur upp í hug-
ann. Ég minnist gleði okkar þegar
við uppgötvuðum að við hefðum
fest okkur kaup á íbúðum í sömu
blokk, á sömu hæð og meira að
segja hlið við hlið. Það fannst okk-
ur alveg frábært. Ég man líka hve
vel hún reyndist föður mínum sem
bjó hjá mér. Hún gaf sér alltaf tíma
til þess að drekka með honum kaffi
og spjalla við hann og ekki voru
dætur hennar síðri, enda saknaði
gamli maðurinn þeirra mikið þegar
þær fluttu í stærri íbúð. En sam-
bandið slitnaði ekki, því þær fluttu
sig bara yfir í næstu blokk. Ég
minnist líka sunnudagstúranna til
Hveragerðis og Stokkseyrar í kaffi
til Rúnars og Siggu. Þá má ekki
gleyma stóru ferðinni okkar, þegar
við keyrðum frá Kentucky til Niag-
ara-fossa. Frá Toronto vestur til
Gimli og Winnipeg. Sigrún naut
ferðarinnar út í æsar. Hún var svo
mikið náttúrubarn. Hún sá fagurt
landslag og falleg vötn alls staðar.
Við höfðum á orði að við mættum
til með að endurtaka þessa ferð.
Við eigum það bara eftir síðar.
Sigrún var mikil fjölskyldumann-
' eskja og bar hún hag systkina sinna
og fjölskyldna þeirra fyrir btjósti.
Hún gladdist yfir velgengni þeirra.
Það má ekki gleyma augasteinun-
um hennar, barnabörnunum elsku-
legu Sigrúnu og Þorsteini, sem voru
henni sem lífið sjálft og átti hún
alltaf nægan tíma fyrir þau. Þeirra
missir er mikill.
Elsku Hildur og fjölskylda og
I Eyrún mín, missir ykkar er mikill
, en minningin um yndislega móður
mun geymast í hjörtum ykkar. Ég
bið Guð að styrkja ykkur, systkini
hennar og fjölskyldu þeirra, einnig
Svövu móðursystur hennar, sem
Sigrúnu þótti svo vænt um.
Far þú í friði. Takk fyrir allt.
Þín vinkona,
Guðlaug.
Það leið aðeins örstuttur tími frá
því að Jón bróðir Torfa kynnti kær-
ustuna sína Hildi fyrir okkur að við
kynntumst Sigrúnu móður hennar.
Þessari ljúfu, hæglátu en duglegu
konu sem af elju og ástúð hafði ein
alið upp tvær dætur og búið þeim
gott heimili. Til þess að standa ein
undir íbúðarkaupum og heimilis-
rekstri hefur þurft langan vinnudag
og margar fórnir. En markmið Sig-
rúnar að koma dætrum sínum til
manns tókst með ágætum, erfiðið
krafðist samstöðu og það er vand-
fundið nánara samband milli
mæðgna en var á milli þeirra
þriggja Sigrúnar, Hildar og Eyrún-
ar. Þegar Jón Ágúst og Hildur fóru
að vera saman var Jón tekinn inn
í þetta litla samfélag. Seinna fædd-
ust barnabörnin Sigrún og Þor-
steinn sem voru augasteinar ömmu
sinnar.
Sigrún var frábær amma, hún
var hlý og góð og það sem sjaldgæf-
ara er, hún var barnabörnunum
vinur og félagi sem fylgdist með
daglegu amstri þeirra, hlustaði á
þau og setti sig inn í hugðarefni
þeirra.
Það eru margar myndir sem
koma upp í hugann: Sigrún geisl-
andi af gleði við brúðkaup Jóns og
Hildar þar sem Sigrún litla var einn-
INGIMUNDUR
JÓNSSON
+ lngimundur Jónsson fædd-
ist á Klúku í Kaldrananes-
hreppi í Strandasýslu 29. nóv-
ember 1926. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suðurnesja hinn 30.
janúar síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju 3. febrúar.
ÞEGAR ég var um 12 ára hitti ég
oft mann sem kom stundum í kaffi
til mömmu. Þar sátu þau og spjöll-
uðu um lífsins gagn og nauðsynjar.
Aldrei hefðu mér dottið í hug þá
að þessi maður ætti seinna eftir að
verða afi barnsins míns og reynast
okkur svo vel sem hann gerði. Þetta
var Ingimundur. Hann kom ósjald-
an í heimsókn til okkar mæðgna í
kjallarann og þar sátum við og
spjölluðum saman um heima og
geima.
í huga mínum eru ótal margar
minningar um þennan góða mann
og ein þeirra er þegar hann hringdi
snemma einn sunnudagsmorgun og
bauð okkur mæðgunum í bíltúr
austur fyrir fjall með sér og Kidda
syni sínum. Þar átti að heimsækja
ættingja og vini. Ég þáði boðið og
af stað var brunað. Arndís mín var
ekki nema u.þ.b. eins árs þá og af
tillitssemi við hana stoppaði hann
bílinn í hvert sinn sem þeir feðgarn-
ir vildu reykja og fóru þeir út úr
bílnum til að blása sinn reyk. í
þessari ferð var barið að dyrum á
nokkrum stöðum og þar á meðal
hjá langömmu Arndísar, Oddnýju,
sem bjó þá í Hveragerði.
Okkur Arndísi þótti óskaplega
vænt um Ingimund og viljum með
þessum fáu orðum þakka honum
samfylgdina og biðjum góðan Guð
að blessa Steinunni og fjölskylduna.
Kolbrún og Arndis.
Okkur langar til að minnast
kærs tengdaföður okkar, Ingimund-
ar Jónssonar. Mundi, eins og hann
var kallaður af ættingjum og vinum,
var fjórði yngstur af ellefu systkin-
um. Snemma fór hann á sjó með
föður sínum og var sjómennska
hans lif og yndi. Mundi var véla-
vörður alla tíð eða þar til að hann
fór í land vegna veikinda. Árið 1959
MINNINGAR
ig skírð. í þau sex ár sem Jón og
Hildur bjuggu í Danmörku var sam-
band okkar við Sigrúnu mikið. Við
fórum oft til hennar í kaffi og
reyndum að vera hálfgerðir stað-
genglar þeirra sem hún saknaði.
Frá þeim stundum eru margar
minningar og þá sérstaklega þeirri
þolinmæði og hlýju sem hún sýndi
athafnasamri lítilli dóttur okkar.
Fleiri myndir koma upp í hugann,
Sigrún að hjálpa til við að byggja
hús Hildar og Jóns. Hjálp hennar
var ekki einungis fólgin í að passa
börnin, heldur taldi 'hún ekki eftir
sér að naglhreinsa og mála ef því
var að skipta. Það sem er sameigin-
legt þessum minningum er að alltaf
er Sigrún að hugsa um eða sinna
öðrum. Hún var ein af þeim fágætu
manneskjum sem alltaf setti ann-
arra hag í fyrirrúm. Dætur hennar
og tengdasonur höfðu oft af því
áhyggjur að hún gleymdi sjálfri sér
og sjálf urðu þau að setja mörkin,
því ekki gerði hún það.
Sigrún hafði áhuga á piörgu og
þá sérstaklega andlegum málefn-
um. í þeim efnum var hún opin og
leitandi. Áður en hún veiktist var
hún farin að sjá fram á starfslok
sín og tíma til að sinna eigin hugð-
arefnum. Fyrstu viðbrögð okkar eru
að finnast hún hafa verið svikin um
ávöxt erfiðis síns, en þá má ekki
gleyma að verðmætustu launin
hafði Sigrún þegar fengið í þeim
Eyrúnu, Hildi, Jóni, Sigrúnu og
Þorsteini. Velferð þeirra var það
sem skipti hana mestu máli. Sigrún
fær ekki að fýlgja barnabörnunum
inn í fullorðinsárin en hún hefur sáð
fræi í sál þeirra sem með tímanum
mun bera ávöxt. Eyrúnu, Hildi og
Jóni fylgja dýrmætar minningar um
ástríka og ljúfa móður sem alltaf
bar hag þeirra fyrir bijósti. Við
vottum þeim sem og öðrum ástvin-
um Sigrúnar okkar dýpstu samúð.
Guð gefi þeim styrk til að takast á
við sorgina.
Frá því í haust þurfti Sigrún að
gangast undir erfiðar aðgerðir og
meðferð en um jólin leit út fyrir að
horfurnar væru betri. Þá átti hún
eftir eina aðgerð og sagði að nú
myndi hún fara að hressast með
vorinu. Lífskraftar hennar myndu
eflast þegar gróðurinn tæki að lifna.
Þess í stað varð atburðarás síðustu
þriggja vikna hröð. Sigrún fékk ekki
að njóta vorsins hér á jörð heldur
kvaddi fólkið sitt og gekk æðrulaus
til móts við nýja og bjartari tilvist.
Guð blessi minningu hennar.
Sólveig og Torfi.
Elsku Sigrún mín. Nú kveð ég
þig hinstu kveðju og vonast til að
þrautir þínar hafi tekið enda og þú
sért í góðum höndum þarna hinum
megin.
Ég minnist góðu stundanna sem
við áttum saman þegar þú leist yfir
í morgunkaffi um helgar og fékkst
okkur mömmu með þér í gönguferð
um nágrennið, ef þú varst þá ekki
að koma sjálf úr einni slíkri. Ægis-
síðan var oft gengin og víðáttur
hafsins barðar augum. Það var
notalegt að hafa þig hérna hinum
megin við götuna.
Þetta síðasta ár var þér ákaflega
erfitt vegna veikindanna og hvert
áfallið rak annað. Eftir hveija að-
gerðina reyndum við að hughreysta
þig eins og við gátum og biðja þig
að halda fast í vonina og segja þér
að þetta myndi allt lagast, þetta
væru bara tímabundnir erfiðleikar.
En enginn veit sína ævina fyrr
en öll er. Maður skilur ekki hver
tilgangurinn er með því að leggja
slíka byrði á eina manneskju. Við
viljum hins vegar trúa því að þetta
hafi allt ákveðinn tilgang og verði
til að þroska einstaklinginn sem
komi síðan til með að nýtast ann-
ars staðar til góðs.
Ég átti með þér yndislegar stund-
ir ásamt fjölskyldunni síðustu dag-
ana fyrir andlátið. Þú vissir að
hveiju stefndi og hafðir sætt þig
við það. Það var svo mikil ró yfir
þér og þú hræddist ekki dauðann.
Þú vissir að þú værir að fara að
hitta foreldra þína og önnur skyld-
menni. Þú gerðir að gamni þínu og
sagðir að það væri nú sniðugt ef
þú bara hættir við að fara.
Jæja Sigrún mín, ég vona að þér
líði vel og að heilsan sé komin í
lag. Elsku Eyrún og Hildur og fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Ég kveð þig, Sigrún mín.
Þín systurdóttir,
Hulda.
Nokkur orð langar mig að setja
á blað og minnast yndislegrar vin-
konu, Sigrúnar Óskarsdóttur. Það
er nær hálf öld frá okkar kynnum,
en þá var hún tíður gestur á vinnu-
stað mínum, Tannlæknastofu Halls
L. Hallssonar, en þar vann einnig
Hulda dóttir Halls, vinkona hennar
og hefur vinskapur okkar þriggja
varað síðan og minntumst við þess
tíma oft og þeirra ánægjustunda
er við áttum þá. Sigrún lauk gagn-
fræðaprófi og var síðan tvo vetur
í Tónlistarskólanum. Þá vann hún
við saumaskap, bæði hér heima og
í Danmörku, í eitt ár. Eftir það
réðst hún til Pósts og síma og hef-
ur starfað þar síðan, eða um fjöru-
tíu ára skeið.
Fyrir rúmu ári fórum við saman
til Skotlands og áttum ánægjulegar
stundir, en ekki gerði ég mér grein
fyrir því þá að hún „gekk ekki heil
til skógar“ því hún var jafnan glöð
og kát. Stuttu síðar bytjaði hennar
sjúkrasaga sem hefir verið mjög
erfið og í haust greindist hún með
krabbamein og hefir síðan verið í
mjög erfiðri lyfjameðferð. 16. jan-
úar fór hún á spítala og átti þaðan
ekki afturkvæmt. Þar gekkst hún
undir þijár erfiðar skurðaðgerðir
en ekki varð við neitt ráðið. Dætur
hennar, systkini, fjölskyldur og vin-
ir voru harmi lostin og gerðu allt
sem í þeirra valdi stóð og dvöldu
hjá henni sem þau máttu.
Dætrum sínum var hún einstök
móðir og umvafði þær kærleika sín-
um, dótturbörn, tengdasonur og
systkini hennar og íjölskyldur voru
henni afar kær, þá átti Svava, öldr-
uð móðursystir hennar, þar góðar
stundir og naut þar mikillar um-
hyggju. Óll hafa þau misst mikið
og Guð gefi þeim öllum styrk í sorg-
inni og megi allar þær gleði- og
kærleiksstundir er hún átti með
þeim, veita þeim huggun í harmi.
Ég vil þakka Sigrúnu vinkonu minni
fyrir allar þær gleðistundir er við
áttum saman á langri leið, það var
gæfa að eiga hann að vini og minn-
ingarnar mætar.
Þó jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól
þá fylgir þeim gæfa sem treysta
á ástina og vorið.
Með einum kossi má kveikja nýja sól.
Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið.
Hin innsta þrá getur eld til guðanna sótt.
Ein auðmjúk bæn getur leyst hinn hlekkjaða
fanga.
Svo fógnum þá - og fljúgum þangað í nótt,
sem frelsið rikir og sígrænir skógar anga.
' (D.S.)
Eyrúnu, Hildi og fjölskyldu, Svövu
og systkinum Sigrúnar og fjölskyld-
um þeirra, votta ég einlæga samúð
mína, minning um góða konu lifir.
Eirný Sæmundsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir,
GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR,
Vesturgötu 3,
Ólafsfirði,
verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 17. febrúar
kl. 14.00.
Sæmundur Ólafsson,
Hallgrímur Björnsson.
giftist hann eftirlifandi konu sinni,
Steinunni Snjólfsdóttur, þeim varð
sjö barna auðið, en stórt skarð var
höggvið í hópinn þegar sonur
þeirra, Jón Ingi, drukknaði aðeins
19 ára gamali.
Mundi hafði garnan af að ferðast
og áhugi á körfubolta var mikill og
ófáar ferðirnar voru farnar á leiki
til að fylgjast með sonunum. Kynni
okkar af Munda var góð, barnamað-
ur var hann og mikill fjölskyldu-
maður. Mundi var sterkur maður
og stóð uppi þrátt fyrir mörg áföll
í lífinu, hann naut mikillar hlýju og
góðs stuðnings frá konu sinni sem
hann sagði vera bestu konu í heimi.
Með þessum orðum kveðjum við
þig, elsku Ingimundur, og þökkum
fyrir samfylgdina. Við vitum að það
verður tekið á móti þér með opnum
örmum fyrir handan.
Elsku Steinunn, Guð styrki þig
og fjölskylduna í ykkar miklu sorg.
Þínar tengdadætur,
Guðný og Halldís.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 562 0200
+
Föðursystir okkar,
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Holtsgötu 16,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. febrúar
kl. 13.30.
Helga Guðrún Eysteinsdóttir,
Björg Hemmert Eysteinsdóttir,
Jóhanna Arnljót Eysteinsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns og föður okkar,
SIGURÐAR VIÐARS
SIGMUNDSSONAR,
Asparfelli,
Laugum.
Sérstakar þakkir færum við Nick Cariglia,
lækni, og öllu starfsfólki lyflækninga-
deildar 1 í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri fyrir frábæra umönnun..
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Þ. Helgadóttir,
Þröstur Jón Sigurðsson,
Björg Helga Sigurðardóttir,
Ingi Páll Sigurðsson.