Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGIJR 15. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Framkvæmdastj órn VMSÍ Vaxtahækkunum mótmælt Byggingasjóður verkamanna Fyrsta áfanga í sölu húsnæðis- bréfa lokið FYRSTA áfanga í sölu á húsnæðis- bréfum Byggingasjóðs verkamanna er lokið og hafa verið seld skulda- bréf fyrir 1.300 milijónir króna, en upphaflega var gert ráð fyrir að sal- an í þessum fyrsta áfanga stæði til 15. mars næstkomandi. Að undangengnu útboði var samið við Verðbréfamarkað íslandsbanka um sölu skuldabréfanna fyrir hönd Byggingasjóðs verkamanna. Gert er ráð fyrir að sala úr öðrum áfanga heíjist um mánaðamótin mars/apríl. ----------» ♦ ♦--- Lífeyris- þegar mót- mæla kjara- skerðingu STJÓRN Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja lýsir mikilli óánægju með þróun kjaramála hjá lífeyrisþegum, öryrkjum og öðrum styrkþegum ríkis og bæja og mótmælir harðlega þeim kjaraskerðingum sem þeir hafa orðið fyrir undanfarið, t.d. með afnámi 15% reglu í skattaálagningu, afnámi þess að bætur almannatrygginga fylgi launaþróun og hækkun ýmiss sjúkrakostnaðar. í fréttatilkynningu segir að stjórn- in vænti þess að breytingarnar verði sem fyrst afnumdar og unnið verði að því að bæta kjör þessa fólks en skerða þau ekki. FRAMKVÆMDASTJÓRN Verka- mannasambands íslands mótmælir þeim vaxtahækkunum sem hér hafa orðið að undanförnu og skorar á stjómvöld, banka og aðra sem ráða á fjármagnsmarkaðnum að snúa þessari þróun við. í ályktun sem Morgunblaðinu hef- ur borist segir ennfremur: „Á undan- förnum vikum hafa vextir farið hækkandi. í desember sl. hækkaði Seðlabankinn vexti á peningamark- aði og eftir áramótin hafa bankar og sparisjóðir hækkað vexti bæði á skammtíma- og langtímaskuldbind- ingum. Meðalvextir á almennum víxillán- um hafa hækkað úr 11,8% í desem- ber í 12,8% um miðjan febrúar, sem er 8,5% hækkun. Þá hafa meðalvext- ir á almennum verðtryggðum skulda- bréfum banka hækkað úr 8,8% í 9% nú eftir áramótin, þó svo að vextir ríkisskuldabréfa og húsbréfa hafi ekki hækkað. í skjóli frumskóga vaxtaálaga á skuldabréfum, sem bankarnir tóku upp fyrir nokkru, hafa þeir haldið uppi vöxtum á skuldabréfum, þvert á það samkomulag sem gert var við kjarasamninga í apríl 1992, að vaxtamunur á skuldabréfavöxtum og ríkisskuldabréfum yrði ekki meiri en 2%.“ Átt þú erfitt meö að sjá hvað hentar þér eða viltu hressa upp á útlitið? ín Einkatimar 21/2—3 tímar * Ótbúin verður 50 bls. bdk með 200 leikningum fyrir þín mál. -'k- Kem í heimahús, kiki f falaskápinn og aðstoða við samsetningu fata, ef þú villl -æ Tönallitgreining -'k- Förðunarnámskeið. Nánari upplýsingar og skráning f síma 587 2270 eða 892 8778 Námslceið Námskeið verður haldið í hugleiðslu - heilun - næmni - árum - hlutskyggni Innritun stendur yfir í byrjunar- og framhaldsnámskeið. Kem út á land ef óskað er. Skráning í síma 564 4770 milli kl. 10.00-12.00 Aðalfundur Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 15. mars 1996 í Hvammi Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins, 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tiliögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með hádegi 8. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Að loknum aðalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa með léttum veitingum f Setrinu á sama stað Opið virka daga 10.00-18.30 - Laugardaga 10.00-16.00 - Matvöruverslun 10.00-23.00 BORGARKRI 30 til allt að 81% disláttxMr FRAM A GANG • ALLT Á AÐ í Borgarkringtunni LJAST áLLT Gefðu þér tíma og litiu inn • Gerðu góð kaup núna 10 fyrstu viðskiptavinir hverrar verslunar á útsölunni fimmtudag og föstudag fá auka 15% afsl. við kassa af heildarupphæð. Utsölulok fimmtudagur Utsölulok föstudagur Útsölulok laugardagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.