Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Ekkiég I MORGUNBLAÐ- INU um síðustu helgi birtist athyglisvert viðtal við iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þar víkur hann meðal annars að lífeyris- sjóðakerfinu og því óréttlæti sem hann telur þar ríkja. Mér er það minnisstætt að fyrr í vetur heyrði ég ráðherrann taka þannig tii orða að hann vildi efla lýðræð- ið í stjórnkerfi lífeyris- sjóðanna. Tryggja að sjóðsfélegar hefðu tækifæri til þess að velja stjórnar- menn og með því væri hann að veija sjóðsfélagana fyrir verka- lýðsforystunni!!. Þetta er í sjálfu sér göfugt markmið, en okkur sjóðsfélögum finnst reyndar nokkuð undarlegt að ráðherra skuli ráðast á verka- lýðsforystuná, því það nú þannig að við borgum 10% af okkar laun- um til sjóðanna, en fáum einungis að nýta okkur helming réttar okk- ar til vals á stjórnarmön'num. Sá helmingur sem stéttarfélögin velja er kosinn á lýðræðislegan hátt, hinn helmingurinn er valin af framkvstj. Vinnuveitendasam- bandsins sem einhendis velur helming allra stjórnarmanna í alla almennu lífeyrissjóð- ina, án þess að sjóðs- félagar fái að koma þar nærri. Þar finnst okkur að ráðherrann ætti að beita sér og veija rétt okkar. Reyndar finnst okkur miðað við mál- flutning og rök ráð- herrans, að hann ætti einnig að beita sér fyrir því að við sem greiðum iðgjöld til tryggingarfélaganna ættum að hafa rétt til Guðmundur þess ag RjóSa stjórnar- Gunnarsson menn í þeim. í viðtalinu víkur ráðherrann að því hv.ersu miklum órétti þeir sem greiði til lífeyrissjóða séu beittir, sem dæmi tekur hann ógifta og VSÍ velur einhendis, segir Guðmundur Gunnarsson, helming allra stjórnarmanna al- mennu lífeyrissjóðanna. barnlausa sjóðfélaga. Þeir eru þvingaðir til þess að borga hærri iðgjöld svo hægt sé að greiða makalífeyri og barnalífeyri falli giftir sjóðsfélagar í valinn. Þessir einstaklingar og reyndar aðrir sjóðsfélagar eru einnig beittir þeim órétti að vera látnir greiða hærri iðgjöld vegna örorkulífeyris og lengri lífaldurs kvenna. Ráðherrann vill fara inn á það kerfi að lífeyrissjóðir geti flokkað sjóðsfélaga. Þeir sem vinna störf þar sem líkur eru á að þeir verði öryrkjar greiði hærri iðgjöld, þeir sem vilja giftast og eiga börn greiði enn hærri iðngjöld og kon- ur, sakir þess að þær lifa 8 árum lengur en karlmenn, greiði lang- hæstu iðgjöldin. Reyndar er næsta víst að þessir hópar myndu að öll- um líkindum vera hraktir úr líf- eyriskerfinu og þá yfir á skatt- borgarana. Mig langar til þess að benda ráðherrranum á að ef samtrygg- ingarkerfi lífeyrissjóðanna yrði lagt niður, þá þarf heilbrigðisráð- herra að loka allmörgum deildum til viðbótar eða þá að hækka skatta um 3-4%. Sem betur fer á ráðherr- ann mjög fáa skoðanbræður meðal sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna. Einu skoðanabræður hans eru fjár- magns- og tryggingafélagaeig- endur. Sagan sem við vorum öll látin lesa í barnaskólunum um litlu gulu hænuna á vel við þau sjónar- mið sem ráðherrann og skoðana- bræður hans beijast fyrir. Þegar að því kemur að standa saman og hjálpa lítilmagnanum, þá kveður kór úr því horni; „EKKI ÉG“, ég vil ávaxta peningana mína betur. Höfundur er form. Rafiðnaðar- sambands íslands. MIÐALDRA? Álag. Stress. Ofþreyta. IVleira og minna hluti af daglegu lífi. Þess vegna Gericomplex. Það er sérstaklega samansett til að halda þér í líkamlegu og andlegu toppformi fram eftir öllum aldri. Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið frábæra Ginseng þykkni Ginseng G11S. Áhrifin? Aukin líkamleg og andleg vellíðan. Bætt úthald. Árangurinn? Þú lítur vel út. Þér líður vel. Þú glæðir líf þitt lífi. Éh Ellsuhúsið LADA getur verið raunhæfur kostur fyrir þig Skólavörðustíg & Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.