Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp til breyttra tóbaksvarnalaga gerir ráð fyrir takmarkaðri aðgangi að tóbaki Bannað bömum innan sautján ára NÚGILDANDI tóbaksvarnalög eru frá 1984, en frumvarp til nýrra heildarlaga um tóbaksvarnir var lagt fram á þingi fyrir tveimur árum; Unnið hafði verið að því allt frá 1988, en það hlaut ekki af- greiðslu þingsins. Nýja frumvarpið, sem heilbrigðisráðherra hefur nú lagt fram, er að hluta byggt á þessu tveggja ára frumvarpi, en í athuga- semdum við það segir, að í ljósi neikvæðrar þróunar varðandi reyk- ingar unglinga sé nú lögð áhersla á að breytt verði ákvæðum um að- gengi að tóbaki, um auglýsingar og um reykingar á ýmsum stöðum, svo sem í skólum, með það að markmiði að styrkja baráttuna gegn reyking- um þessa aldurshóps. Tóbaksneyslu verði útrýmt í athugasemdum með frumvarp- inu er vísað til heilbrigðisáætlunar, sem Alþingi samþykkti árið 1991, þar sem segir að draga skuli úr og helst útrýma neysiu tóbaks með því að fá fólk til að byrja ekki að reykja og þá sem reykja til að hætta. Til þess að ná þessu takmarki verði að auka bæði upplýsingar og áróður og athuga sérstaklega tengsl milli reykinga og annarra lífshátta. Koma þurfi í veg fyrir að fólk, sem ekki reyki, þurfi að líða tóbaksreyk. Þá ætti verð á tóbaksvörum að hækka umfram almennar verð- hækkanir og útiloka beri áhrif inn- flytjenda á útsöluverð tóbaks. íslensk myndbönd sýni ekki reykingar í samræmi við þessi markmið eru ýmis nýmæli í tóbaksvarnafrum- varpinu. Merkjaskal sígarettupakka með upplýsingum um tjöru- og nik- ótíninnihald, í samræmi við tilskip- anir Evrópuráðsins, en áfram verða pakkar, sem seldir eru hér, með við- vörunum um skaðsemi reykinga. Þá Aldurstakmörk til tób- akskaupa hækka úr 16 í 17 ár og munntóbak og fínkorna tóbak verð- ur bannað. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér frumvarp heilbrigð- isráðherra til breyttra tóbaksvarnalaga, en lögin eiga að taka gildi 1. júlí næstkomandi. er bann við tóbaksauglýsingum, sem fyrst var komið á 1971, útfært nán- ar og kveðið á um að ekki megi framleiða tónlistarmyndbönd hér á landi þar sem tóbaksneysla sé áber- andi. Eitt helsta baráttumál tóbaks- varnanefndar og annarra þeirra, sem starfað hafa að tóbaksvörnum, er í höfn verði ákvæði um hækkuð aldursmörk til tóbakskaupa sam- þykkt. Nú er miðað við 16 ár, en frumvarpið gerir ráð fyrir 17 ára aldurstakmarki. Með þessari hækk- un nær bannið til allra grunnskóla- nemenda, sem talið er mikilvægt, eigi að útrýma tóbaksreykingum unglinga. Þá bannar frumvarpið með öllu reykingar á leikskólum, í grunnskólum, framhaldsskólum, sérskólum, dagvistum barna (þ.e. skóladagheimili, sumardvalarheimili og sambærilegum stofnunum og hjá dagmæðrum), og húsnæði til félags- og tómstundastarfs barna og ungl- inga. Þeim, sem selja tóbak, er skylt að auglýsa með áberandi hætti bann við sölu til unglinga undir 17 ára aldri. „Leiki vafi á um aldur kaup- andans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 17 ára,“ segir í frumvarpinu og jafnframt er bannað að flytja inn, framleiða og selja leikföng eða sælgæti sem er eftirlíking af sígarettum, vindlum eða reykjarpípum eða er ætlað að minna á tóbak með öðrum hætti, svo sem myndskreytingu. Þá er ýmis annar varníngur, sem sýnir meðferð tóbaks, bannaður, s.s. myndir af reykjandi fólki, til dæmis frægum kvikmyndaleikurum, á fatnaði. Reyklaus aðgangur að reyklausum svæðum Frumvarpið setur bann við munn- tóbaki og fínkoma neftóbaki, en neysla þess hefur verið áberandi hjá unglingum og er það þá oftar en ekki undanfari reykinga. Reykingar á veitingastöðum, þar sem megináhersla er á kaffiveiting- ar og matsölu, eru takmarkaðar nánar og skýrt kveðið á um að þar skuli ávallt vera reyklaus svæði, ekki síðri en reyksvæðin, og tryggja skuli að aðgangur að þeim liggi ekki um reyksvæði. 18 milljónir til tóbaksvarna Fjárveitingar til tóbaksvama eru tvöfaldaðar frá því sem nú er, þ.e. reiknað er með að tóbaksvamanefnd fái 0,4% af brúttósölu tóbaks til umráða, í stað 0,2% nú. Miðað við núgildandi ákvæði hefur tóbaks- vamanefnd haft tæpar 9 milljónir króna til umráða á ári, en fær nú um 18 milljónir. Frumvarpið kveður á um að veita skuli fræðslu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, svo og aðstoð við þá sem vilja hætta að nota tóbak. Er vit í vísindum? Of lítið fjallað um forsendur vísinda í HI SAGT ER að vísindin efli alla dáð. Vísindin eru hins vegar ekki það óskoraða vald, sem hafið er yfir gagnrýni og efa. Er vit í vísindum? er yfírskrift sex fyrirlestra, sem Anima, félag sálfræði- nema, heldur um vísinda- hyggju og vísindatrú í Há- skólabíói um þessar mund- ir. Fyrsti fyrirlesturinn var á laugardag og heldur röð- in áfram næstu timm laug- ardaga. Einar H. Guð- mundsson, dósent í stjam- eðlisfræði, mun á laugar- dag fjalla um heimsmynd stjamvísinda og velta fyrir sér spumingunni hvort þau séu sannleikur eða skáld- skapur. 24. febrúar talar Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði, um vísindin, söguna og sannleikann. Þorvaldur Sverrisson, M.A. í vísindaheimspeki, mun 2. mars fjalla um vísindalega sál- fræði, og 9. mars ræðir Sigurður J. Grétarsson um sálfræði í samfé- lagi vísinda og veltir fyrir sér hvað greini að vísindi og fræði. Þorsteinn Gylfason mun síðan halda lokalest- ur 16. mars og bregðast við fyrri fyrirlestrum og verða að því loknu haldnar pallborðsumræður með öll- um fyrirlesurunum, sem hér á und- an voru nefndir, auk Atla Harðar- sonar, sem síðasta laugardag flutti erindi um heimspekilega efahyggju og færði rök að þvi að menn vissu miklu minna en þeir teldu sig vita. Torfí Sigurðsson, sálfræðinemi við Háskóla íslands, skipuleggur fyrirlestrana ásamt Andra S. Björnssyni og Vigfúsi Eiríkssyni. Torfi var tekinn tali og lá beinast við að spyija: -Er vit í vísindum? Það er erfitt fyrir mig að svara því, en fyrirlestrarnir verða von- andi til þess að fólk geti dregið eigin ályktanir um eðli vísinda. Ætlunin er að taka jafnt á öllum vísindagreinum og fjalla um það hvort vísindi séu ávallt reist á traustum grunni. Hver fyrirlesari mun nálgast efnið á sinn hátt, út frá fræðum sínum má segja. Fyrirlestramir eiga að vera þverfaglegir og henta almenningi og áhugamönnum um öll vísindi. Þetta er mikilvægt innlegg í um- ræðuna um vísindi því að bæði í Háskóla íslands og meðal almenn- ings er að minni hyggju ekki nógu mikið fjallað um forsendur vísinda. Skynsamlegur efi og gagnrýnin hugsun um það, sem maður er að iðka, er alltaf af hinu góða. -Fyrirlestraröðin hófst á því að Atli Harðarson fjallaði um efa- hyggjuna og gaf í skyn að í raun gætum við ekki verið viss um að neitt væri marktækt. Atli fjallaði um þekk- ingu yfir höfuð og sagði “”“ að sumir hlutir væru þannig að við gætum aldrei komist að sann- leikanum um þá, en við yrðum að lifa í sátt við óvissuna hvort sem hún væri í vísindum eða hinu dag- lega lífi. Það má taka sem dæmi að við gætum rétt eins verið heilar í krukku, sem væru örvaðir með rafboðum. Ef svo væri þá væri heimurinn blekking, við lifðum við sýndarveruleika og öll vísindaleg þekking því einskis virði. -Það er hægt að gagnrýna vísindi án þess að bera brigður á alla vitn- eskju. Tilhneigingar gætir til að láta sem allir spytji sig sömu Torfi Sigurðsson Gætum rétt eins verið heilar í krukku ► Torfi Sigurðsson fæddist í Reykjavík árið 1973. Hann út- skrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1993 og hóf nám í sálfræði við Háskóla Islands sama ár. Torfi er einn þriggja skipu- leggjenda sex fyrirlestra um vísindahyggju og vísindatrú, sem fluttir verða í Háskólabíói næstu laugardaga. spurninga í vísindum og skrifa söguna út frá þekkingu sam- tímans. Newton hafí verið á hött- unum eftir sömu svörum og Gal- ileó og um sé að ræða sameigin- legt átak allra vísindamanna þegar sú er alls ekki raunin. Hvað .um þessa hlið málsins? Á henni verður tekið í tveimur fyrirlestrum. Þorsteinn Vilhjálms- son, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði, mun fjalla um vísindin í ljósi sögunnar og ræða kenninga- kerfi vísindanna, hvort þau séu endilega ákveðin og hvort þau gætu verið öðru vísi. Einar H. Guðmundsson, dósent í stjarneðlisfræði, hyggst á laug- ardag fjalla um grunnforsendur stjarnvísindanna og á hve traust- um fótum þau standi. -Er ætlunin að þessir fyrirlestrar leiði til einhverrar niðurstöðu? Vonandi. Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, heldur loka- erindi þar sem hann mun bregðast við fyrri fyrirlestrum. Að því loknu verða pallborðsumræður og má búst við að ýmislegt komi fram, en niðurstöðurnar geta orðið ólík- ar. -Þessi fyrirlestraröð á sér fyrir- mynd. Hvað getur þú sagt okkur um það? Árið 1992 hélt félag heimspeki- nema röð fyrirlestra um andann og efnið og í framhaldi voru þeir gefnir út á bók. Við sótt- um hugmyndina þangað og nutum aðstoðar Ein- ars Loga Vignissonar, sem átti þátt í að skipuleggja fyrirlestr- anna. Mikael Karlsson heimspekingur veitti okkur góð ráð um val fyrir- lesara og við héldum fund með þeim, meðal annars til að tryggja að fyrirlestraröðin myndaði eina heild. Við stefnum að því að gefa fyrirlestrana út á bók og erum að safna áskrifendum. Fynrlestramir fara mjög vel af stað. Á laugardag fylltist rúmlega 200 manna salur og urðu margir frá að hverfa. En ég vil hvetja fólk til að sækja fyrirlestrana og minni á að aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.