Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Harpa Rós fegurðar- drottning Reykjavíkur HARPA Rós Gísladóttir, 18 ára Garðbæingur, var kjörin fegurðardrottning Reykja- víkur í fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 1996 á Hótel íslandi í gærkvöldi. Harpa Rós var jafnframt kjörin ljósmyndafyrirsæta keppn- innar. I öðru sæti varð Bergljót Þorsteinsdóttir, 22 ára stúd- ent frá Reylqavík. Bergljót var einnig kjörin vinsælasta stúlkan. I þriðja sæti varð María Helga Gunnarsdóttir, 20 ára nemi í HÍ frá Sel- tjarnarnesi. ÁTVR 1,5 milljarðar frá áramótum SALA áfengis nam ríflega 1.455 millj. kr. fyrstu þijá mánuði þessa árs. Mest var sala í vínbúð ÁTVR í Kringlunni, um 12,80% af heildar- sölu. Næst á eftir er vínbúðin í Holta- görðum. Á þessu tímabili nam heildarsala áfengis að meðtöldum bjór tæpum 1,8 milljónum lítra eða 1.792.074 lítrum alls, sem jafngildir 173.721 alkóhóllítrum. Heildarsala nef- og munntóbaks nam 3.212 kílóum sem er 0,7% aukning frá sama tíma í fyrra, heildarsala reyktóbaks nam 2.824 kílóum sem er 11,35% sam- dráttur frá fyrra ári. Heildarsala vindlinga jókst um 0,4% frá fyrra ári og heildarsala vindla um 0,53%. Mest magn var selt af bjór, 1.346.495 lítrar, þá af rauðvíni, 108.566 lítrar, af vodka 85.752 lítr- ar, hvítvíni 56.869 lítrar, rósavíni 25.239 lítrar og viskíi 22.850 lítrar. Noregnr gefur í fyrsta sinn eftir í síldardeilunni en ekki nóg að mati íslands Samkomulag um veiðar þessa árs úr sögunni NORSK stjómvöld gáfu í fyrsta sinn eftir í deilunni um norsk- íslenzka síldarstofninn og buðust til að lækka eigin kvóta lítillega á samningafundi íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja, sem lauk í Moskvu í gær. ísland taldi tillögu Noregs óaðgengilega og lauk því viðræðunum án samkomulags. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segist telja að þar með hafi síðasta tækifærið til að ná sam- komulagi um síldveiðarnar á þessu ári farið forgörðum. Á fundinum í Moskvu gerðu Norðmenn tillögu, sem gerði ráð fyrir að Færeyjar og ísland fengju sameiginlegan síldarkvóta upp á 245.000 tonn, en löndin hafa nú þegar ákveðið sér 330.000 tonna kvóta. Af þessu hefði ísland fengið 181.000 tonn miðað við það skipti- hlutfall, sem gildir samkvæmt samningi við Færeyjar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gerðu Norðmenn hins vegar tillögu um sameiginlegan kvóta til að komast framhjá kröfu Rússa um að fá sama kvóta og íslendingar. Þá lagði norska sendinefndin til að Rússland fengi 165.000 tonn í stað þeirra 150.000, sem því hefur verið úthlutað, og að Evrópusam- bandið fengi 60.000. ESB hefur lýst yfir að náist ekki samkomulag um síldarkvóta muni það einhliða taka sér 150.000 tonna kvóta og eru danskir bátar nú þegar byijaðir að veiða í Síldarsmugunni. Aukinheldur buðust Norðmenn til að lækka eigin síldarkvóta úr 725.000 tonnum niður í 695.000 tonn. Samkvæmt þessari tillögu hefði heildarkvótinn orðið 1.165.000 tonn, sem er 165.000 tonn umfram þau milljón tonn, sem fiskifræðingar hafa lagt til. Saman- lagðar kvótakröfur síld veiðiríkj - anna nema nú hins vegar 1.355.000 tonnum og stefnir allt í að sú verði veiðin á komandi sumri takist ríkj- unum að ná öllum kvóta sínum. Fyrst og fremst ísland og Færeyjar sem lækka Þorsteinn Pálsson segir að vissu- lega hafi verið um skref í áttina að ræða. „Þegar menn skoða þetta, sjá þeir hins vegar að það eru fyrst og fremst við og Færeyingar, sem lækkum, en Rússar og Norðmenn lækka mjög óverulega saman. Auk þess teljum við að Evrópusamband- ið fái óeðlilega mikinn hlut. Niður- staðan varð sú að við gátum ekki fallizt á þetta, Evrópusambandið gat það ekki heldur og ekki Færey- ingar. Það voru því aðeins Rússar og Norðmenn, sem studdu tillög- una.“ Nýr fundur hefur ekki verið boð- aður í deilunni. Þorsteinn segir hins vegar að nauðsynlegt sé að reyna að frekari samræður til þess að fjalla um stjóm síldveiðanna á næsta ári. Aðspurður hvort búið sé að gefa slíkt samkomulag upp á bátinn fyrir árið í ár, segir hann: „Mér sýnist að þetta hafi verið síð- asti möguleikinn til að ná utan um það. Því miður tókst það ekki, þótt þetta hafi verið hreyfing í áttina.“ Brynjar og Sesselja sigruðu Blackpool. Morgunblaðið. BRYNJAR Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir sigruðu og Benedikt Einarsson og Berg- lind Ingvarsdóttir urðu í öðru sæti í úrslitakeppni í jive á óop- inberri heimsmeistarakeppni bama og unglinga í dansi í Black- pool í gærkvöldi. Davíð GiU Jóns- son og Halldóra Halldórsdóttir urðu í 5. sæti í flokki 12 ára og yngri þar sem keppt var í öUum suður-amerísku dönsunum. Fjárframlög samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar á árinu 1995 84 milljónir kr. í ólík viðfangsefni í FYRRA var, samkvæmt ákvörðun ríkisstjómarinnar, veitt fé að upp- hæð samtals um 84 millj. kr. til mismunandi viðfangsefna. Ráðstöf- unarféð er af sérstökum fjárlagalið til áð mæta ýmsum útgjöldum sem em á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allr- ar. Auk þess höfðu einstakir ráðherr- ar samtals 18 millj. til ráðstöfunar vegna óvæntra útgjalda. Framlögin voru um 5 millj. kr. lægri en útgjaldaheimild fjárlaga. A sundurliðuðum lista yfir fram- lög ríkistjómarinnar, sem birtur er í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga 1995, kemur fram að stærstu upphæðirnar voru 21 millj. kr. framlag vegna stofn- kostnaðar við stækkun á glasa- fijóvgunardeild Ríkisspítala og tíu millj. kr. framlag í sjóð til styrktar Féþagi hrefnuveiðimanna. Á listanum kemur m.a. fram að Olympíunefnd Islands fékk 3 m. kr. framlag, 2,5 m.kr. styrkur var veitt- ur Kiwanishreyfingunni vegna land- kynningar erlendis, 8 m.kr. voru veittar til undirbúnings og viðræðna við önnur ríki um gerð tvísköttunar- samninga, 2 m.kr. til Ara Trausta Guðmundssonar vegna útgáfu bókar um Guðmund frá Miðdal og 5,5 m.kr. vegna viðgerða á ráðherrabú- staðnum á Þingvöllum. Veittar voru 2 m.kr. til styrktar samstarfs Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands við háskólann í Tromsö, 2 m.kr. til neyðaraðstoðar vegna flóttamannavanda í Rúanda og nágrannaríkjum, 1,5 m.kr. til greiðslu kostnaðar af útgáfu rits um stefnu ráðherranefndar um ríkisfjár- mál, 5 m.kr. til að efla Nýsköpunar- sjóð námsmanna og 1 m.kr. til greiðslu helmings kostnaðar við lokahóf HM í handbolta. Sjávarútvegsráðherra ákveður á mánudag* hvort þorskkvótinn verði aukinn ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra mun eiga fund með fulltrúum hagsmunaðila í sjávarútvegi um helgina þar sem fjallað verður um hvort tilefni sé til að auka þorskveiðiheim- ildir á þessu fiskveiðiári. Hann segist í fram- haldi af fundinum taka ákvörðun í málinu nk. mánudag. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, segir að ef ríkisstjórnin taki ákvörðun um að auka þorskveiði á þessu fisk- veiðiári sé hún að bijóta nýtingarreglu sem stjómin samþykkti fyrir ári um að nýta árlega 25% af veiðistofninum. Forsætisráðherra sagði í Morgunblaðinu í gær að í ljósi niðurstöðu togararalls Hafrann- sóknastofnunar virtist óhætt að auka þorsk- veiðikvóta á þessu fiskveiðiári. Þorsteinn var spurður um þessa yfirlýsingu, en hann sagðist einungis ítreka það sem hann hefði áður sagt um mælingar Hafrannsóknastofnunar. „Þorskstofninn er mjög að styrkjast. Venju samkvæmt á ég samráðsfundi með sjómönnum og útvegsmönnum áður en ákvarðanir eru teknar á grundvelli gagna frá Hafrannsókna- stofnun. Þessi samtök hafa flest staðið mjög fast með þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið á undanfömum árum. Þess vegna vil ég ekki taka endanlega ákvörðun nema að höfðu samráði við þessa aðila. Þarna geta vitaskuld ýmis sjónarmið komið til álita. Mér er ljóst að það eru skiptar skoðan- ir innan atvinnugreinarinnar. Sumir telja óhætt, á þessum grundvelli, að leyfa nokkra Hagsmunaaðilar boðaðir til fundar um aukinn kvóta Jakob Jakobsson segir stjórnina brjóta nýtingarreglu þorsks verði kvótinn aukinn hækkun. Aðrir vara við því af ýmsum ástæð- um. Þetta vil ég vega og meta með þeim sem þama eiga hlut að máli svo sem venja er áður en ákvarðanir eru teknar,“ sagði Þorsteinn. Virða ber 25% nýtingarhlutfallið „Við höfum lagt fram niðurstöðu úr togara- rallinu og jafnframt því höfum við gert bráða- birgðaathugun á því hvaða áhrif þetta hefði á úttekt á ástandi þorskstofnsins fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár. Niðurstaða okkar er að stofn- inn virðist nokkru stærri en við gerðum ráð fyrir í síðustu úttekt sem er að verða árs göm- ul,“ sagði Jakob Jakobsson. „Samkvæmt samþykktri aflareglu ríkis- stjómarinnar átti aflinn á yfírstandi fískveiði- ári að vera 140 þús. tonn, en vegna ákvæðis um lágmarksafla varð niðurstaðan 155 þús. tonn. Þessi nýjasta mæling gefur til kynna að óhætt sé að veiða 155 þús. tonn ef miðað er við reikniregluna. Ég sé því ekki að þessar niðurstöður gefi tiiefni til að auka núverandi kvóta miðað við þá aflareglu sem samþykkt var í 'ríkisstjóminni í fyrra. Ef menn ætla að fara að bijóta hana strax á fyrsta ári sér maður tæplega tilganginn í þessari samþykkt." Jakob sagði að sú ákvörðun ríkisstjórnar að nýta árlega 25% af veiðistofni byggðist á ýtar- legum athugunum sérfræðinga á Hafrann- sóknastofnun og Þjóðhagsstofnun á hag- kvæmestu leið við að byggja upp og nýta þorsk- stofninn. Þegar ákvörðun var tekin hefði ríkis- stjórnin haft í höndum skýrslu sem var afrakst- ur 2 'h árs vinnu þessara stofnana Meðafli vandamál Jakob sagðist geta tekið undir að erfitt væri fyrir sjómenn að nýta veiðiheimildir í öðrum botnfiskstegundum vegna mikils þorsks sem meðafla. Það væri hins vegar ekki við veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að sakast nema að litlu leyti vegna þess að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði tekið ákvörðun um að veiða meira af grálúðu, karfa og ýsu en stofnunin mælti með. Stofnunin hefði að vísu mælt með aukinni sókn í ýsu fyrir 2-3 árum. Það hefði verið gert á grundvelli upplýsinga um sterka árganga sem væru að koma inn í veiðina. Síð- ar hefði komið á daginn að árgangarnir hefðu ekki skilað sér eins og vænst var. Jakob sagði að færa mætti rök fyrir því að nær væri að minnka veiðar á öðrum botnfiski til samræmis við eðlilega nýtingu þorskstofnsins frekar en að auka veiðiheimildir í þorski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.