Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 43 íslendingar í andliti Jóns forseta MJÓLKURSAMSALAN í Reykja- vík hefur g-efið út veggspjald sem um þessar mundir er verið að senda til allra grunnskóla lands- ins. Á því eru ljósmyndir af 625 Islendingum sem í sameiningu mynda andlit Jóns Sigurðssonar og er með því lögð áhersla á þátt tungumálsins í sjálfstæði þjóðarinnar. Flestar myndanna eru af þjóðkunnum íslendingum; rithöfundum, leikurum, söngvur- um, stjórnmálamönnum o.fl. sem mikið hafa notað íslenska tungu í starfi sínu og listsköpun. Á bak- hlið veggspjaldsins eru nöfn allra einstaklinganna, fæðingarár þeirra o.fl. tíunduð. I fréttatilkynningu segir að veggspjaldið sé liður í því verk- efni Mjólkursamsölunnar, sem unnið er í samráði við Islenska málnefnd og Málræktarsjóð, að hvetja landsmenn til þess að standa vörð um móðurmálið þeg- ar ógn steðjar að því úr jafn mörgum áttum og raun ber vitni. Sérstaklega má gera ráð fyrir að tungan eigi í vök að verjast á meðal skólabarna og ungs fólks og einmitt þess vegna er með þessu veggspjaldi gerð tilraun til þess að koma skemmtilegri og lifandi hvatningu til skóiafólks á framfæri. Samhliða veggpspjaldinu er gefið úr sérstakt tilraunahefti fyrir kennara. í því er m.a. að finna nöfn allra einstalinga á veggjispjaldinu, bæði í stafrófs- röð og eftir staðsetningu í hnita- kerfi. Jafnframt hafa einstakling- ar verið flokkaðir saman eftir því á hvaða vettvangi þeir hafa starf- að. Einnig eru gefin nokkur dæmi um hvernig hægt er að nýta vegg- spjaldið til verkefna fyrir náms- fólk. Veggspjaldið er hannað af GSP almannatengslum og auglýs- ingastofunni Hvíta húsinu. Minjagangan - ný raðganga Ferðafélagsins NÝ RAÐGANGA Ferðafélagsins í 8 ferðum hefst sunnuaginn 14. apríl. Markmiðið í göngunni er að kynna áhugaverða sögu- og minjastaði inn- an borgarmarka Reykjavíkur og í næsta nágrenni borgarinnar. í fyrstu ferðina er mæting við fé- lagsheimili Ferðafélagsins að Mörk- inni 6 og rútuferð þaðan kl. 13 út í Laugarnes þar sem gangan hefst. Þar verður litast um og fræðst um minjar og staðhætti af Birgiett Spur en síðan verður gengið upp í Laugar- dal og áð við þvottalaugarnar sem er sérlega skoðunaiverður staður eftir að þær voru endurgerðar nýver- ið. M.a. má lesa um sögu lauganna á mörgum skýringamyndum. Göngunni lýkur um fjögurleytið við Mörkina 6. Þátttakendur geta einnig mætt úti í Laugarnesi. Þetta er auð- veld og skemmtileg ferð fyrir alla. Ekkert þátttökugjald í þennan fyrsta áfanga. Sunnudaginn 21. apríl mun Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, segja frá fornmunum í Elliðaárdal m.a. minjurn frá tímum Innréttingana. Leið raðgöngunnar liggur síðan áfram upp að Elliðavatni, Þingsnesi, Hólmi, um Lækjarbotna, Elliðakot, Almannadal og Grafarsel í Grafard- al. Raðgöngunni lýkur 23. júní. Skólar í Horsens kynna starf sitt Á UPPLÝSINGAFUNDI á Hótel Sögu í Reykjavík þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 19 munu Eli Ellendersen og Peder Larsen frá Horsens Polytec- hnic ásamt Anders Möller frá Hors- ens Handelsskole kynna nám þessara tveggja skóla. Nú eru um 25 íslendingar í námi við Horsens Polytechnic skólann. Langflestir eru við nám í byggingar- iðnfræði eða byggingarfræði. Islend- ingafélagið á staðnum telur um 120 meðlimi. Á fundinum á Hótel Sögu mun Horsens Polytechnic kynna nánar það framhaldsnám er skólinn hefur upp á að bjóða. lðnsveinar, tækni- teiknarar og stúdentar geta í Hors- ens lært véltæknifræði, korta- og landmælingatækni, byggingariðn- fræði og byggingarfræði. I bygging- ariðnfræði og byggingarfræði geta nemendur sérhæft sig annars vegar á byggingalínu og hins vegar á fram- kvæmdalínu. FRÉTTIR Fornleið gengin úr Leiruvogi að Illaklifi í SJÖUNDA áfanga landnáms- göngunnar, raðgöngu Utivistar 1996, verður gengin fornleið frá vaði á Úlfarsá með Leiruvogi og upp Mosfellsdal, Bringluleið að Illaklifi. Gefinn verður kostur á að stytta leið- ina en hún er um 18 km. Vegna votviðris er rétt að vera vel skóaður. Farið með rútu frá Umferðarmið- stöðinni að vestanverðu kl. 10.30 á sunnud. 14. apríl. Hægt verður að koma í rútuna við Árbæjarsafn eða slást í hópinn við Blikastaði kl. 11. Menningardagar í Hafnarfirði MENNINGARDAGAR standa nú yfir í félagsmiðstöðvunum Vitanum og Verinu í Hafnarfirði, en þeir hóf- ust á ljósmyndamaraþoni á fimmtu- dag. Einnig verður stuttmyndamara- þon sem hefst mánudaginn 15. apríl. Nokkrar smiðjur eru í gangi í dagsstarfinu, m.a. listförðunar- smiðja, teyjó-snú, snúsmiðja, teknó- smiðja, stuttmyndasmiðja, baksturs- smiðja, slagorðasmiðja og plakata- gerð svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá verður um kvöldið og m.a. afró/calypsó kennslu, keppni í list- förðun, kaffihúsakvöld, úrslit í stutt- myndamaraþoni og ball með Stjömukisa. BARNASTARFIÐ í Grensáskirkju. Lokapredikanir guðfræðinema FIMM guðfræðinemar flytja loka- predikanir laugardaginn 13. apríl í Háskólakapellunni. Athafnirnar verða tvær. Sú fyrri hefst kl. 13.30. Þá predika Einar Sigurbergur Ara- son, Guðmunda Inga Gunnarsdóttir og Hans Markús Hafsteinsson. Síð- ari athöfnin hefst kl. 15. Þá predika íris Kristjánsdóttir og Þorgils Hlynur Þorbergsson. Suzuki sýning SUZUKI bilar hf. í Skeifunni verða með bílasýningu um helgina. Þar verður meðal annars frumkynntur nýr tveggja sæta jeppi, X-90, sem þykir um margt sérstæður bíll. Einnig verða aðrir bílar Suzuki kynntir, boðið verður upp á mengun- armælingu og hemlamælingu á bílum gestum að kostnaðarlausu. Sýningin verður opin frá 12-17 í dag og á morgun. Erindi um hjóna- bandið 1 Neskirkju BENEDIKT Jóhannsson, sálfræðing- ur, flytur erindi sem hann nefnir Farsælt hjónaband - hvað þarf til? á fundi hjá hjónaklúbbi Neskirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Fundur- inn er haldinn í safnaðarheimili kirkj- unnar og er öllum opinn. Sunnudaga- skóli í Perlunni SUNNUDAGASKÓLINN í Grensáskirkju bregður út af venjunni og fer í gönguferð í Öskjuhlíðina nk. sunnudag. Ætl- unin er að hittast við Grensás- kirkju kl. 10.50 og fara þaðan á einkabílum í Öskjuhliðina við Perluna. j Þá er ætlunin að fara í göngut- 1 úr og í kaffiteríu Perlunnar með \ nokkurs konar sunnudagaskóla. \ Þar verður lagið tekið, sögur sagðar og sitthvað fleira. Allir eru velkomnir með en ætlunin er að hefja gönguferðina frá bíla- stæðinu við Perluna um kl. 11. ------»■ 4 ♦--- ■ LEIKRITIÐ Tanja Tatara- stelpa verður sýnt í dag í Ævintýra- Kringlunni, 3. hæð í Kringlunni. Leikritið hefst kl. 14.30 og kostar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverris- dóttir leikkona leikur Tönju en hún samdi þáttinn fyrir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgarinnar. Framvegis verða Ieiksýningar á laug- ardögum en á fimmtudögum kl. 17 verða leiklistarnámskeið eða eitthvað annað í boði Ævintýra-Kringlunnar. Ævintýra-Kringlan er opin frá kl. 14-18 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga. LlLUJ ’ j T mB-'Tj pr i JP §?§§ Upplýsingar um Honda Civic 5 dyra S9S: — kraftmikill 30 hestafla léttmálmsvél — 16 venta og bein innsprautun — hraðatengt vökva- og veltistýri — þjófavörn — rafdrifnar rúður og speglar — viðarinnrétting í mælaborði — 1-4 tommu dekkjastaerð — útvarp og kassettutaeki — styrktarbitar í hurðum — sérstaklega hljóðeinangraður — fóanlegur sjálfskiptur — samlassing á hurðum — sportseeti — rúðuþurrka fyrir afturrúðu — framhjóladrifin — 4ra hraða miðstöð með inntaksloka — hæðarstillanlegur framljósageisli — stafraen klukka — bremsuljós í afturrúðu — eyðsla 5,6 I ó 30 km/klst. — 4,31 metri ó lengd - boðar nýja tima - — pyðvönn og sknáning innifalir. (H) Gunnar Berahard hf., Vatnagöiðum 24, Reykjavik, sími 568 9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.