Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIti
JÓHANNES
GUÐMUNDSSON
+ Jóhannes Guð-
mundsson fædd-
ist á Auðunarstöð-
um í Víðidal, V-Hún.
13. febrúar 1916.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Akraness 8.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar Jóhann-
esar voru Guð-
mundur Jóhannes-
son, bóndi á Auðun-
arstöðum, og kona
hans Kristín Gunn-
arsdóttir. Systkini
Jóhannesar voru
sex: 1) Ingibjörg, f.
16. apríl 1914, búsett í Rvk. 2)
Sophus Auðunn, f. 6. apríl 1918,
búsettur í Rvk. 3) Kristín, f. 20.
júlí 1919, d. 29. sept. 1944. 4)
Erla, f. 28. apríl 1921, fyrrum
húsfreyja á Auðunarstöðum nú
búsett í Rvk. 5) Gunnar, f. 10.
sept. 1923. Búsettur í Rvk. 6)
Hálfdán, f. 24. júlí 1927, búsett-
ur í Mosfellsbæ.
Jóhannes kvæntist 14. okt.
1941 Ingibjörgu Olafsdóttur, f.
5. ágúst 1917. Foreldrar hennar
voru Ólafur Jónsson bóndi á
Stóru-Ásgeirsá í Víðidal og
kona hans Margrét Jóhannes-
dóttir. Börn Jóhannesar og
Ingibjargar eru fjögur: 1)
Kristín, f. 9. marz 1942, hús-
freyja í Gröf á Vatnsnesi. Maki:
Tryggvi Eggertsson bóndi þar.
2) Margrét, f. 27. apríl 1945.
Búsett á Hvammstanga. Maki:
Guðmundur E. Gíslason slátur-
hússlj. hjá K.V.A. Börn þeirra
eru þrjú: María, Ingibjörg og
Jóhannes. 3) Guðmundur, f. 29.
jánúar 1953, veiðieftirlitsmað-
ur hjá Fiskistofu. Maki: Kristín
Björk Guðmundsdóttir. Dóttir
þeirra er Ingibjörg Auður en
sonur Kristínar er Guðmundur
Sigurjón. 4) Ólöf, f. 27. ágúst.
Búsett á Hvammstanga. Maki:
Björn Þorvaldsson
bifreiðastjóri hjá
K.V.H. Synir þeirra
eru Þorvaldur og
Jóhannes Ingi.
Jóhannes ólst upp
á heimili foreldra
sinna á Auðunar-
stöðum. Hann út-
skrifaðist frá
Bændaskólanum á
Hvanneyri vorið
1936. Vorið 1942
hófu Jóhannes og
kona hans sjálf-
stæðan búrekstur á
Auðunarstöðum og
hafa búið þar síðan. Jóhannes
starfaði mikið að félagsmálum,
bæði fyrir sveit sína og hérað.
Meðal annars form. Umf. Víðis
1937-45, form. og gjaldkeri
Sjúkrasamlags Þorkelshóls-
hrepps 1945-72, er það var
lagt niður, í byggingarnefnd
Félagsh. Víðihlíðar og form.
meðan bygging stóð yfir, í
hreppsnefnd Þorkelshóls-
hrepps 1952-86 og oddviti
1974-86, fulltrúi Þorkelshóls-
hrepps á þingum Fjórðungs-
sambands Norðlendinga
1974-86, form. skólanefndar
1950-58, í skólanefnd Lauga-
bakkaskóla 1972-74 og í fram-
kvæmdanefnd skólans
1974-86, fulltrúi á aðalfundum
K.V.H. 1944-64 og í sljórn
K.V.H. 1963-81. í stjórn Veiði-
félags Víðidalsár í áraraðir,
form. Búnaðarfélags Þorkels-
hólshr. 1966-78 og í stjórn
Búnaðarsambands V-Hún. um
árabil. Var í Karlakór Miðfirð-
inga yfir 20 ár. Jóhannes starf-
aði í áratugi í samtökum Sjálf-
stæðismanna í V-Hún. og sat á
Alþingi sem varaþingm. 1971.
Utför Jóhannesar fer fram
frá Víðidalstungukirkju í dag
og hefst athöfnin kiukkan 14.
Föðurbróðir minn, Jóhannes Guð-
mundsson á Auðunarstöðum í Víði-
dal, verður til moldar borinn í dag.
Jóhannes fæddist á Auðunarstöðum
og bjó þar til dauðadags. Þar höfðu
áður búið foreldrar hans og á undan
þeim amma hans og afi, Ingibjörg
Eysteinsdóttir og Jóhannes Guð-
mundsson. Að Jóhannesi standa
sterkir húnvetnskir stofnar í báðar
ættir.
Jóhannes lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri árið
1936. í framhaldi af því var hann
í tvö sumur hjá Sveini Sigurðssyni,
bónda og útgerðarmanni í Amardal
við ísafjarðardjúp, en stundaði
verzlunarstörf á Hvammstanga um
vetrartímann. Árið 1942 hóf hahn
búskap ásamt eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Ólafsdóttur frá Stóru-
Ásgeirsá í Víðidal. Þau hjónin eign-
uðust fjögur börn.
Þegar við Jóhannes hittumst fyrir
tveimur mánuðum, daginn fyrir átt-
. ræðisafmæli hans, hvarflaði ekki að
mér að það yrði okkar síðasti fund-
ur. Hann var hress að vanda, þegar
við ræddum saman í stofunni heima
á Auðunarstöðum eins og við höfð-
um gert svo oft áður. Ég fann, að
hugur frænda míns var bundinn við
ýmsan fróðleik úr héraðinu, sem
hann var að grúska í þá stundina.
Hann var vel að sér um sögu sveit-
ar sinnar og sveitunga. Það var því
jafnan tilhlökkunarefni að hitta Jó-
hannes og spjalla við hann um menn
og .málefni.
Ég átti því láni að fagna að vera
í sveit hjá Ingibjörgu og Jóhannesi
á Auðunarstöðum í sjö sumur. Mér
er það í minni hve erfitt var að bíða
eftir að prófum lyki á vorin. Það lá
á að komast norður. Auðunarstaðir
voru því annað æskuheimili mitt og
þaðan á ég góðar minningar í hópi
frændfóiks og vina. Síðar naut Stef-
án, sonur minn, þess einnig að dvelj-
"* ast á Auðunarstöðum í mörg sumur
og þroskast þar í starfi og leik.
Jóhannes á Auðunarstöðum var
félagslyndur maður. Hanri tók alla
tíð mikinn þátt í félagsstörfum og
var valinn til fjölda trúnaðarstarfa
í sinni sveit enda naut hann óskor-
aðs trausts sveitunga sinna. Hann
sat lengi í hreppsnefnd og var um
árabil oddviti Þorkelshólshrepps.
Ungur gekk hann til liðs við Sjálf-
stæðisflokkinn og var í hópi þeirra
ungu manna, sem sóttu stjórnmála-
skóla Sjálfstæðisflokksins undir
stjórn Gunnars Thoroddsens í lok
fjórða áratugarins. Jóhannes var á
framboðslistum flokksins í Norður-
landskjördæmi vestra og sat á Al-
þingi sem varaþingmaður um hríð
haustið 1971.
Samvistir mínar við Jóhannes og
skyldfólkið á Auðunarstöðum
styrktuþær rætur, sem ég á í Húna-
þingi. Á Auðunarstöðum var gest-
kvæmt og gestrisni mikil. Jóhannes
var frændrækinn með afbrigðum og
hafði frumkvæði að því að halda
ættarmót afkomenda ömmu sinnar
og afa, Ingibjargar og Jóhannesar
á Auðunarstöðum.
Eitt sinn sagði Gunnar Dal í
blaðaviðtali: Öll heimspeki veraldar
getur ekki breytt venjulegum Hún-
vetningj. Sjálfsagt er eitthvað til í
þessu. í mínum huga var Jóhannes
hinn dæmigerði Húnvetningur.
Hann hélt fast á skoðunum sínum,
fylgdi málum fast eftir, en var
sveigjanlegur og sáttfús, þegar því
var að skipta. Hann elti ekki dægur-
stefnur, en var trúr uppruna sínum
og málstað. Og hann var glaður á
góðri stund.
Að ferðalokum er margs að minn-
ast og hugurinn leitar til liðins tíma.
Missir náinna samferðamanna er
mikill, en sárastur verður söknuður
ástvina. Megi góður Guð sefa sorg
Ingibjargar, barna og barnabarna.
Minningin um traustan frænda,
staðfastan vin og góðan dreng mun
lifa.
Friðrik Sophusson.
Föðurbróðir minn Jóhannes á
Auðunarstöðum er fallinn frá. Hann
tók við hálfu búi foreldra sinna á
Auðunarstöðum þegar þau fluttu
til Hvammstanga og ásamt Lillu
konu sinni bjuggu þau sér og 4
börnum sínum mikið og gott heim-
ili. Á hinum helming jarðarinnar
bjó Erla, systir Jóa, ásamt Birni
manni sínum, þar var ég svo lán-
samur að komast í sveit á sumrin
á mínum unglingsárum.
Á þeim árum var þörf fyrir marg-
ar vinnandi hendur á sveitaheimil-
um. Við nutum þess systkinabörn
þeirra hjóna og fengum að koma
norður um sauðburð á vorin og
vorum fram yfir réttir á haustin.
Þessi ár sem ég var þar í sveit var
alltaf nóg að gera því mikill búskap-
ur var á báðum heimilunum. Á
búunum voru liðlega 500 fjár, á
þriðja tug kúa og vel það í stóði.
Nægt var ræktarlandið, beitilandið
var gjöfult, stutt var í heiðarvötnin
að sækja silung og um dalinn rann
ein gjöfulasta laxveiðiá landsins.
Tími hestavélanna var að líða undir
lok þegar ég var á Auðunarstöðum
og fyrstu dráttarvélarnar voru að
koma. Heyskapur krafðist mikillar
vinnu og langs vinnudags. Þess á
milli var stungið út úr fjárhúsum,
fjósi sinnt, kýrnar handmjólkaðar
eða staðið í fjárragi. Það var okkur
borgarbörnum mikill og verðmætur
lærdómur að vera í návígi við nátt-
úruna og ekki var vinnan síðri lær-
dómur eða þau mannlegu samskipti
sem fram fóru í svo stórum hóp sem
var á báðum búunum. Þetta var
besti félagsmálaskóli sem ég hef
kynnst. Enda kom úr þessum hóp
fólk sem sinnt hefur félagslegu
starfi á nær flestum sviðum þjóðfé-
lagsins.
Á þessum árum óð allt á súðum,
stunduðu stjórnvöld mestu eigna-
upptöku sem þekkst hefur frá upp-
hafí byggðar þessa lands, verðbólga
var í eða við þriggja stafa tölu.
Verkalýðsfélögin sömdu árlega um
nokkurra tuga prósenta launa-
hækkanir. Bændur stækkuðu bú sín
sem þeir frekast gátu. Sjómenn
höfðu vart undan að stækka skip
sín, alltaf stækkaði landhelgin. Hús
voru byggð af svo miklum krafti
að byggingariðnaðarmenn voru
helst í vinnu á tveim ef ekki þrem
stöðum samtímis.
Jói var áberandi í félagslífi og
stjórnun sveitarinnar. Hann var
mikill og einlægur sjálfstæðismaður
og var varaþingmaður flokksins um
tíma auk margra annarra trúnaðar-
starfa sem hann tók að sér. Hann
hafði mikla og góða söngrödd og
tók virkan þátt í sönglífi í héraðinu.
Jói var mjög stríðinn og hafði gam-
an að fá okkur til þess að deila við
sig _um landsins gagn og nauðsynj-
ar. I eldhúsinu á kvöldin voru tekn-
ar rimmur um hvort það sem stjórn-
völd væru að gera væri rétt, hvaða
stjórnmálaflokkur væri bestur,
hvaða stjórnmálamaður væri snjall-
astur. Tekist var á um þessi mál
af öllum lífs og sálarkröftum og
þá naut Jói sín og það geislaði af
honum kátínan.
Ekki þekktust eiturefna- eða
unglingavandamál. Allir aldurshóp-
ar unnu saman og fóru saman á
skemmtanir. Þar var dansað þar til
svitinn bogaði og sungið var af öll-
um lífs og sálarkröftum og sumir
slógust þess á milli til þess að halda
á sér hita. Undir morgun var hald-
ið heim og niður á tún í heyskap.
Þá þurftu menn ekki að velta fyrir
sér hvort þeir væru að bijóta reglu-
gerðir sem samdar eru af skrif-
stofumönnum i Brussel sem aldrei
hafa vaðið mýrar og heiðarvötn um
sumarnætur með net og fulla poka
af silungi á öxlum eða stungið út
úr ijárhúsum eða hamast í 14 tíma
til þess að ná heyjum saman er hlé
varð á ótíð.
Nú sjáum við ekki lengur stóra
hópa fólks líða um túnin, hlátra-
sköllin eru þögnuð, fjárhúsin og
fjósin eru tóm og stórbændur hverfa
hver af sjónarsviðinu hver af öðrum.
Ég þakka margar góðar stundir og
við hjónin og börnin sendum Lillu,
börnum og barnabörnum innilegar
samúðaróskir.
Guðmundur Gunnarsson.
Haustlaufið fýkur - Fyrr en veit
fölriar skógurinn allur.
Hlynur, sem gnæfði í hlýjum reit,
horfði mót sól og var prýði í sveit,
stóð af sér veðrin, unz stormi lostinn
stofninn prúði var brostinn.
(S.E.)
Mig langar í örfáum orðum að
minnast föðurbróður míns, Jóhann-
esar Guðmundssonar. Æskuminn-
ingar mínar eru ekki hvað síst
bundnar við þann tíma sem ég
dvaldist í sveit hja Jóa og Lillu á
Auðunarstöðum. Ég kom til þeirra
fyrst átta ára gömul, borgarbarn,
fákunnandi með öllu um skepnu-
hald, náttúru landsins og búskapar-
hætti. Ég dvaldi hjá þeim heiðurs-
hjónum í fimm sumur í góðu yfir-
læti og lærði margt um lífið í sveit-
inni og hefur það reynst mér heilla-
dijúgt veganesti. Hejmilið var ann-
álað myndarheimili. Á Auðunarstöð-
um var oft margt um manninn og
gleðin ávallt í fyrirrúmi.
Ég er frænda mínum þakklát
fyrir að hafa notið umönnunar hans
í æsku og minnist hans með hlýju
og virðingu. Við fjölskyldan sendum
Lillu og frændsystkinum mínum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Krisín Auður Sophusdóttir.
Elsku Jói frændi.
Þegar kveðjustund er runnin upp
er gott að minnast allra þeirra góðu
stunda sem ég átti hjá þér og Lillu
á Auðunarstöðum. Ég man hvað ég
var stolt þegar ég fékk að fara ein
á hestbak og „hjálpa“ þér við dags-
verkin. Alltaf varstu líka þolinmóður
þegar ég elti þig á röndum þar sem
þú varst að sinna bústörfunum. Það
varst þú sem kenndir mér að um-
gangast dýrin og þér að þakka að
ég fékk að njóta návistar við þau.
Þakka þér fyrir að leyfa mér að
kynnast þér og náttúru Auðunar-
staða.
Þín,
Sigurveig.
Víðidalur í Vestur-Húnavatns-
sýslu heldur reisn sinni og fegurð
en íbúar dalsins hafa orðið fyrir
miklum áföllum nú á vormánuðum
þegar tveir bústólpar og systkina-
synir hafa horfið yfir móðuna miklu.
í mars var það Teitur Eggertsson
í Víðidalstungu II og nú á páskum
sveitarhöfðinginn Jóhannes Guð-
mundsson á Auðunarstöðum. Það
kom snemma í ljós að Jóhannes var
vel til foringja fallinn. Við sem vor-
um ungt fólk í Víðidal fyrir og um
1940 litum á hann sem ókrýndan
foringja.
Á sunnudögum sumarsins var
lagt á reiðhestinn og haldið að Auð-
unarstöðum þar sem gleðskapur frí-
dagsins var skipulagður og fram-
kvæmdur undir forystu Jóhannesar
og systkina hans. í ólgu stríðsár-
anna dreifðist hópurinn en Jóhannes
hélt tryggð við sína sveit og tók við
búsforráðum á Auðunarstöðum
ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu
Ólafsdóttur frá Stóru-Asgeirsá.
Þannig varð Jóhannes þriðji ættlið-
urinn sem bjó á landnámsjörðinni.
Jóhannes gegndi ótal trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína og verða
þau eflaust talin upp í minningar-
greinum manna er hafa fylgst betur
með þeim en ég hef gert, en fram
að síðasta degi var hann í forystu-
sveit bænda í dalnum. Þegar tímar
liðu fram misstum við brottfluttir
Víðidælingar mjög sambandið við
æskustöðvarnar en ég og fjölskylda
mín áttum þó alltaf einn fastan
punkt til að snúa okkur að, en það
var heimili Jóhannesar og Ingibjarg-
ar á Auðunarstöðum og það erum
við þakklát fyrir. Eftir að Jóhannes
dró saman búskapinn fór hann að
nota frístundirnar til ritstarfa. Þeg-
ar niðjatal ættarinnar frá Auðunar-
stöðum var gefíð út árið 1992 skrif-
aði hann í það æviágrip þeirra Ingi-
bjargar Eysteinsdóttur og Jóhann-
esar Guðmundssonar sem voru for-
móðir og -faðir þeirra sem telja sig
til Auðunarstaðaættarinnar. Það
síðasta sem ég sá á prenti eftir Jó-
hannes var minningargrein um Teit
í Víðidalstungu sem fyrr er nefndur.
Fyrir skömmu hringdi Jóhannes
til mín og var að leita frétta af
byggingu laxastiga í Kerafossum.
Hann hafði þá frétt að ég hefði
unnið að byggingu fyrsta laxastig-
ans þar undir forystu Óskars Teits-
sonar í Víðidalstungu.
Þá hafði hann í smíðum sögu lax-
veiða í Víðidalsá og Fitjaá en þeirri
ritgerð hefur sjálfsagt ekki verið
lokið þegar kallið kom skyndilega.
Ég er hræddur um að mannlífíð
í Víðidal verði snauðara en áður við
fráfall Jóhannesar og persónulega
hef ég misst góðan vin og frænda.
Ég og fjölskylda mín vottum Ingi-
björgu, börnum þeirra Jóhannesar
og barnabörnum dýpstu samúð. Jó-
hannes er horfinn en minningin um
góðan dreng mun lifa í bijósti okkar
meðan okkur auðnast að varðveita
minningar.
Jónas Eysteinsson.
Á annan í páskum barst sú sorg-
arfregn að Jóhannes Guðmundsson
bóndi á Auðunarstöðum í Víðidal
væri látinn. Þó svo að Jóhannes
væri orðinn vel fullorðinn maður,
en hann varð áttræður í febrúar
sl., og hefði ekki gengið alheill til
skógar nú síðustu árin þá kom þessi
andlátsfregn á óvart, því Jóhannes
hafði verið við góða heilsu og engan
bilbug á honum að finna.
Jóhannes var af sterkum ætt-
stofnum í Húnaþingi og ólst upp á
Auðunarstöðum í hópi glaðværra
og tápmikilla systkina en þar
bjuggu foreldrar þeirra myndarbúi.
Hér verður lífshlaup Jóhannesar
ekki rakið í einstökum atriðum en
það er öllum ljóst ,sem nokkuð
þekkja til þar fyrir norðan að Jó-
hannes var einn af máttarstólpum
sveitar sinnar og héraðsins um ára-
tuga skeið.
Ungur valdi hann sér það lífs-
starf að verða bóndi og helgaði eft-
ir það bústörfunum krafta sína og
bjó alla tíð að Auðunarstöðum.
Hann sótti menntun sína að bænda-
skólanum að Hvanneyri og dvölin
þar og kynni af mönnum og málefn-
um veitti honum veganesti sem
hann mat síðan alla tíð mikils.
Jóhannes valdist snemma til
ábyrgðarstarfa í sveit sinni, Þor-
kelshólshreppi, því sveitungarnir
hafa fljótt séð að þar fór traustur
maður, viðræðu- og ráðagóður en
sem var um leið fastur fyrir ef svo
bar undir og sem gott væri að hafa
í forystu í málefnum sveitarinnar.
Jóhannes valdist einnig til trún-
aðarstarfa í ýmsum félögum enda
félagsmálamaður í eðli sínu og vildi
leggja góðum málum lið.
Jóhannes bar hag sveitar sinnar
mjög fyrir bijósti og vildi veg henn-
ar og íbúa hennar sem mestan eins
og svo glöggt má sjá í minningar-
grein sem hann skrifaði um sveit-
unga sinn nú nýlega.
Þeim sem þessar línur ritar varð
það fljótt ljóst er hann kom sem
unglingur til sumardvalar norður í
Víðidal, að Stóru-Ásgeirsá, að Jó-
hannes og Ingibjörg á Aúðunarstöð-
um nutu virðingar og vinsælda sam-
ferðamanna sinna og að heimili
þeirra var rausnarheimili þar sem
gott var að koma og vel var tekið
á móti öllum.
Myndin af Jóhannesi í göngum
frammi á Víðidalstunguheiði, í rétt-
um, við bústörfin og frá heimsókn-
um á heimili þeirra á Auðunarstöð-
um er skýr í minningunni því alls
staðar bar þessi myndarlegi maður
það með sér að þar færi traustur
maður og góðviljaður sem hvers
manns vanda vildi leysa og gott var
að vita af nálægt sér.
Jóhannes var mjög bókelskur
maður enda fróður um sögu lands
og þjóðar. Hann hélt einnig til haga
og safnaði ýmsum fróðleik um sveit
sína og málefni hennar og hafði
mikinn áhuga á ættfræði.
Hann naut þess einnig að vera
ekki einn í þessum áhugamálum
sínum því að Ingibjörg kona hans
deildi þessum áhugamálum með
honum og þau hjón voru búin að
koma sér upp mjög góðu bókasafni
sem þau höfðu mikla ánægju af.
Jóhannes naut þess að vera í
góðra vina hópi og ekki spillti ef
söngmenn væru til staðar svo að
hægt væri að taka lagið, því Jó-
hannes, eins og ættmenn hans fleiri,
hafði yndi af söng.