Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RlTSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TENGSLIN VIÐ KÍNA SAMSKIPTI íslands og Kína hafa verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðustu tveimur árum hafa meðal annarra forseti íslands, forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og fulltrúar Alþingis farið í opinberar heim- sóknir til Kína. Kínverjar hafa endurgoldið heimsóknirnar og í vikunni kom Tian Jiyun, fyrsti varaforseti kínverska þingsins, hing- að til lands ásamt fjórtán manna föruneyti, en hann er með valdameiri áhrifamönnum í Kína. Efling tengslanna við Kína opnar margvíslega möguleika fyrir íslendinga. Hagvöxtur hefur verið ótrúlega mikill í Kína á undanförnum árum, samhliða opnun kínverska hag- kerfisins, og möguleikar á viðskiptum fyrir erlend fyrirtæki í framtíðinni nær óþrjótandi. íslendingar og Kínveijar hafa þegar tekið upp samstarf á fjölmörgum sviðum og allt bend- ir til að frekara samstarf sé í uppsiglingu. Jiyun sagðist m.a. hafa í hyggju að hvetja kínversk fyrir- tæki í sjávarútvegi til að beina augum sínum að íslandi og einnig hafa Kínverjar lýst áhuga á að setja hér á laggirnar álbræðslu, þótt enn ríki mikil óvissa um hvort þau áform verði að veruleika. Kínamarkaður gæti reynst athyglisverður fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, og þá ekki einungis vegna stærðar markaðarins. Sjávarafurðir eru mikilvæg neysluafurð um gjörvalla Asíu og þar gætu til dæmis opnast möguleikar á nýtingu áður ónýttra afurða. Kínverjar hafa hins vegar einnig sætt vaxandi gagnrýni Vesturlanda vegna hótana í garð Tævan og stöðu mannrétt- indamála. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa upp á síðkastið vakið athygli á því að staða mannréttindamála fari stöðugt versnandi í Kína. Pyntingar séu algengar og allt að tvö þúsund einstaklingar séu teknir af lífi árlega. Pólitísk andstaða við stjórnvöld er ekki liðin. Samtökin hafa áhyggjur af því að mörg vestræn ríki kjósi að líta framhjá þessum mannréttindabrotum í þeirri von að það geti orðið til að glæða viðskipti þeirra við Kínverja. Það er mikilvægt að íslendingar gleymi ekki þessum stað- reyndum í samskiptum sínum við Kínverja og geri grein fyrir því að við teljum afstöðu þeirra til mannréttindamála óviðunandi. VEIKUR GRUNNUR VERKALÝÐSFÉLAGA GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðingur Alþýðusambandsins, gerir í Morgunblaðinu í gær lítið úr athugasemdum sérfræðinganefndar Evrópuráðsins við það að réttur manna til að standa utan stéttarfélaga sé ekki tryggður í íslenzkri löggjöf. Eins og Morgunblaðið hefur fært rök fyrir, jafngilda ákvæði kjarasamninga um forgangsrétt félagsmanna í verka- lýðsfélögum til vinnu og um skyldu manna til að greiða í sjóði stéttarfélaga, skyldu til aðildar að félögunum. Það er einfaldlega gert að skilyrði þess að menn haldi vinnunni, að þeir séu í stéttarfélagi og greiði því gjald. í lögum eru aukinheldur ákvæði um að vinnuveitanda beri að draga af launum starfsmanna sinna iðgjald til stéttarfélaga, sem sam- ið er um í kjarasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir í Morgunblaðinu í gær: „Það eru engin ákvæði um skylduaðild að stéttarfélögum í okkar kjara- samningum en forgangsrétturinn er ákveðinn í samningum og það mætti himinn á jörð hrynja áður en atvinnurekendur fengju þá kröfu í gegn að hann yrði afnuminn úr kjarasamn- ingum. Við teljum að það ákvæði sé einn þeirra veigameiri þátta sem tryggja frið á vinnumarkaðnum og er grundvöllur að starfsemi stéttarfélaga.“ Óhætt er að segja að verkalýðsfélögin standi á veikum grunni, ef þau telja sig ekki geta starfað nema fólk sé þving- að til aðildar að þeim. Ef launafólk telur að verkalýðshreyf- ingin starfi í þágu þess og að það hafi einhvern hag af starf- semi hennar, þá skráir það sig í stéttarfélag. Þannig myndi fijáls félagsaðild veita launþegum tækifæri til að láta álit sitt á frammistöðu verkalýðsforingjanna í ljós. Það eru sjáif- sögð mannréttindi að fá að standa utan félaga, ef einstakling- ar telja það henta hagsmunum sínum. DEILURNAR um veiðar smá- báta virðast nú í hámarki eftir að tekizt hefur sam- komulag með ríkisstjórn- inni og Landssambandi smábátaeig- enda um nýtt fyrirkomulag veiðanna. Samkvæmt því fá krókabátar utan aflamarks árlega 13,9% af heildarþor- skafla á íslandsmiðum, þó ekki minna en 21.500 tonn, og verður veiðum þeirra auk þess stjórnað með §ölda sóknardaga á hveiju fiskveiðiári. Með þessu er talið að komið sé böndum á veiðar þessa bátaflokks og hann veiði ekki langt umfram heimildir eins og verið hefur undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn í einn og hálfan ártug, sem samkomulag hefur orðið um veiðistjórn milli eigenda smábáta og stjórnvalda. Landssam- band íslenzkra útgerðarmanna telur á hinn bóginn að krókabátunum séu færðar aflaheimildir langt umfram allt velsæmi og á kostnað þeirra sem innan aflamarkskerfisins hafa þurft að taka á sig mikla aflaskerðingu á undanförnum árum. Hefur LÍÚ skorið upp herör gegn þessu samkomulagi og hafa samtökin hótað að hætta stuðningi sínum við aflamarkskerfið vegna þessa. Stofnun Landssambands smábátaeigenda Hér á eftir verður reynt að varpa ljósi á það, hvernig veiðum þessara báta hefur verið stjórnað og hvern árangur það hefur borið. Þessar deiiur hefjast í raun snemma á síðasta ára- tug, þegar veiðum smábátanna var stjórnað með aflahámarki og bann- dögum. Deilurnar í upphafi leiddu til stofnunar Landssambands smábáta- eigenda árið 1985. Þegar kvótakerfinu var komið á árið 1984 var útgerð smábáta undir 10 tonnum utan við kerfið og var áfram stjórnað með banndögum og aflahámarki og fjölgun bátanna var lengst af óheft. Alþingi kaus fijálsræði Stjórnun þessara veiða kom reglu- lega til umfjöllunar á Alþingi, enda giltu lögin um fiskveiðistjórnun aðeins til eins árs í senn fyrstu ár kvótakerf- isins. Forystumenn Landssambands smábátaeigenda beindu því mjög snemma til stjórnvalda að Qölgun þessara báta yrði heft, þannig að þeir, sem veiðarnar stunduðu, gætu haft af því lífsviðurværi innan þeirra tak- markana á sókn og afla, sem skyn- samlegar gætu talizt. Alþingi kaus hins vegar að hafa sem mest frjáls- ræði við þessar veiðar. Afleiðingin varð eðlilega gífurleg fjölgun bátanna og margfölduð hlutdeild þeirra úr þorskaflanum. Á nokkrum árum fjölgaði smábát- um úr um 800 í 2.200 og hlutdeild þeirra úr þorskaflanum fór úr örfáum prósentum í tæp 30%. Á sama tíma var fjölgun annarra fiskveiðifara heft og kvóti þeirra hefur dregizt verulega saman frá upphafi kerfisins. Veiðistjórnunin gekk ekki upp Þróunin var sú, að veiðistjórnunar- kerfið gekk einfaldlega ekki upp. Þeg- ar kvótakerfinu var komið á‘ stóðu smábátarnir þar fyrir utan. Bátar yfir 10 tonn fóru inn í kvótakerfið og þeg- ar að þeim svarf vegna minnkandi þorskveiðiheimilda seldu eigendur þeirra kvótann og bátinn og keyptu bát undir 10 tonnum og gátu þá veitt nær að vild. Næsta skref stjórnvalda var að setja alla smábáta sem stunduðu neta- veiðar á aflahámark eða bjóða þeim upp á kvóta samkvæmt aflareynlsu þeirra síðustu þijú árin þar á undan. Þeim, sem einungis stunduðu króka- veiðar, var stjórnað með banndögum. Þessi veiðistjórnun stóð yfir í þijú ár, 1988 til 1990. Að þessu tímabili loknu var enn ákveðið að breyta veiðistjórn- un smábáta. Allir bátar, 6 tonn og Aldrei hefur tekizt að koma böndum á veiðar smábátanna Frjálsræðið í veiðunum virðist dýru verði keypt Deilur um veiðistiómun fyrir krókabáta virð- ast í hámarki eftir að samkomulag hefur náðst milli stiómvalda og Landssambands smábátaeigenda um 13,9% hlutdeild króka- báta úr leyfilegum heildarafla. Hjörtur Gísla- son kynnti sér hvemig veiðistjórnunin hefur verið undanfarin ár. Niðurstaðan er sú að Alþingi hafi aldrei til þessa tekizt að koma böndum á sókn og veiðar þessar báta. Breska tímaritið The Economist um ^ Reuter ÞYSKIR verkamenn krefjast þess að afkoma þeirra verði tryggð. Atvinnuleysið er almennt talið einn stærsti vandi Evrópuríkja en ýmsir hafa efasemdir um lausnir þær sem stjórnmálamenn í álf- unni virðast ætla að sameinast um. Efasemdir um gildi starfs- þjálfunar Kannanir gefa til kynna að starfsþjálfun á vegum ríkisins bæti hvorki afkomu manna né möguleika þeirra á að fá vinnu. stærri, voru settir á aflamark, en bát- um undir 6 tonnum var gefinn kostur á að velja á milli aflamarks og króka- veiða. Mikill meirihluti þeirra kaus að velja krókana eða rúmlega 1.100 bátar. Þróunin varð síðan sú, að kvótinn hélt áfram að skerðast. Þeir sem völdu kvótann voru skornir niður og hinir, sem völdu króka og banndagakerfi, tóku sífellt meira til sín þar sem nýir og afkastamiklir bátar komu inn í kerfið í stað gamalla. Því hélt áfram sú þróun, að menn seldu kvótann sinn og bátinn og keyptu nýja og afkastam- ikla krókabáta og juku þannig afla sinn enn. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ákveðið að fjölga krókaleyfum ekki láðist þeim að setja reglur til að stemma stigu við aukinni afkastagetu bátanna. Mikil fjölgun báta Enn reyna stjórnvöld að koma böndum á útgerð krókabátanna. Ákveðið er að hefta fjölgun þeirra, en gefinn langur aðlögunartími og á þeim tíma fjölgar krókabátum úr rúm- lega 700 í rúmlega 1.100. Loks er ákveðið, 1991, að krókabátarnir fái ákveðna hlutdeild úr heildarþorskaf- lanum, rúmlega 2%. Fari þeir meira en 25% umfram það á árunum 1991 til 1993 verði settur á þá kvóti 1. september árið 1994, sem miðist við aflareynslu þeirra þessi árin. Þetta ákvæði laganna varð ekki til þess að menn hikuðu við að láta smíða fyrir sig nýja báta upp á 12 til 15 milljónir króna. Þeir treystu því að lögunum yrði breytt. Því varð sú raun- in, að kvótabátarnir héldu áfram að auka hlut sinn og veiðin fór langt fram úr því sem stjórnvöld höfðu áætlað. Otti manna við það, að á bátana yrði settur kvóti innan þriggja ára, þýddi einungis að sókn bátanna jókst gífurlega. Allt snerist um að að afla sér sem mestrar aflareynslu áður en kvótinn yrði settur á. Róið var í verri veðrum en áður og dæmi voru um það að tvær áhafnir væru á bátunum, þannig að róið var nótt sem nýtan dag og fór þorskaflinn langleiðina í 40.000 tonn fiskveiðiárið 1994 til 1995. Það gekk eftir, sem margir króka- bátaeigendur álitu, að lögunum var breyt og enginn kvóti var settur á þá 1. september 1994. Þess í stað var ákveðið að fjölga banndögum úr 82 í 136 og draga áætlaðan afla þeirra frá úthlutuðu heildaraflamarki í þorski, ýsu og ufsa. Ákvæði var um, að færi afli umfram tilgreind mörk yrði bann- dögum fjölgað í réttu hlutfalli við afla- aukninguna. Miðað við aflann haustið 1994 var fyrirsjáaniegt að fjöldi banndaga yrði 230 á núverandi fisk- veiðiári ef farið yrði að lögum. Eitt mesta hitamálið í kosningunum 1995 var stjórnun veiða smábáta og keppt- ust stjórnmálaflokkarnir um að yfir- bjóða hver annan á þann hátt, að komið yrði í veg fyrir að gildandi ákvæði gengi eftir. Á forgangslista nýrrar ríkisstjórnar var sett ákvæði þess efnis, að lögum yrði breytt á þann hátt að banndögum íjölgaði ekki. Þorskaflahámark og viðbótarbanndagar Síðustu breytingar á stjórn þessara veiða árið voru svo þær, að krókabát- um var gert að velja á milli þorskafla- hámarks, sem miðaðist við aflareynslu þeirra tvö beztu árin á tímabilinu 1992 til 1994, eða að velja svokallað sóknardagakerfi þar sem sókn var heimiluð í 82 daga á ári. Þessum báta- flokki var jafnframt ætlaður ákveðinn þorskafli, 21.500 tonn. 404 bátar völdu þorskaflahámark, 677 sóknar- dagakerfið. Ekkert þak var á afla báts, sem valdi viðbótarbanndaga, en eigandi hans varð í staðinn að sætta sig við færri sóknardaga á komandi fiskveiðiári, færi afli fram úr viðmiðun bátanna, sem var 6.800 tonn. Enn kom sama staðan upp. Aflinn, sem ætlaður var þessum bátum miðað við afkastagetu þeirra og fjárfesting- ar, var allt of lítill. Almanaksárið 1993 var þorskafli þessara krókabáta 21.700 tonn, 33.400 árið eftir og 34.800 í fyrra. Á sama tíma minnkaði þorskafli landsmanna úr 261.000 tonnum í 215.000 og 169.000 tonn í fyrra. Flest krókaleyfin fullnýtt Ein veigamikil skýring á aflaaukn- ingu krókabáta er sú, að fyrir fáum árum var aðeins hluti þeirra í fullri útgerð. Mjög margir voru aðeins gerð- ir út að litlu leyti. Nú eru flest króka- leyfin fullnýtt og gert út á þau á af- kastamiklum bátum, sem ganga mjög hratt og eru búnir miklu öflugri línu- spilum og færavindum en áður var. Hver bátur fiskar því mun meira nú að meðaltali en áður var. Elta á sér skottið Eins og aðrar tilraunir til að koma böndum á afla bátana gekk þessi ekki upp. Bátarnir voru orðnir of margir til þess að svo þröngar skorður yrðu settar við sókn þeirra. Segja má að stjórnvöld hafi allan tímann verið að elta skottið á sér og aldrei gripið til þeirra ráðstafana, sem sátt gæti orðið um. Reynslan sýnir að afkastageta bátanna var langt umfram það, sem þörf var á til að sækja þann afla, sem var heimilaður hveiju sinni. Fyrir vik- ið jókst afli þeirra stöðugt á sama tíma og afli annarra útgerðarflokka var skorinn niður. Eðlilega sætta hinir sig ekki við slíka meðferð. í þessu tilfelli skiptir engu máli hvort talið er að ein veiðiaðferð sé betri eða hagkvæmari en önnur. Stór hluti smábáta stundar veiðar innan kvótakerfisins og hefur orðið að taka á sig skerðingu undan- farinna ára. Samkomulag í fyrsta sinn Nær allar tilraunir til að koma á skynsamlegri veiðistjórn fyrir smábát- ana hafa verið gerðar í andstöðu við eigendur þeirra. Nú hefur tekizt að ná samkomulagi við forystu Lands- sambands smábátaeigenda um fisk- veiðistjórnun fyrir krókabáta til fram- tíðar. Þeim eru ætluð 13,9% af heildar þorskaflanum hvert ár, en þó ekki minna en 21.500. Rétt er að benda á að þarna er um að ræða um 1.100 báta af um 1.500 smábátum, sem skipta þessari aflahlutdeiid á milli sín. Hinir eru inni í kvótakerfinu. Ljóst er að ekki er full eining um þessa leið meðal eigenda smábáta, einkum þeirra, sem valið hafa aflamark á undanfömum árum og telja sig nú bera skarðan hlut frá borði. Spurning- in snýst um það, hvort þetta sam- komulag sé of dýru verði keypt. LÍÚ á móti Landsamband íslenzkra útvegs- manna telur að krókabátunum sé þarna færð á silfurfati allt of mikil hlutdeild úr heildarþorskaflanum. Út- gerðarmenn hafa meðal annars hótað því að hætta að styðja kvótakerfið vegna þessa. í nýjasta fréttabréfi LÍÚ segir Kristján Ragnarsson, formaður samtakanna, svo: „Útvegsmönnum er ekki að skapi að víkja frá aflamark- skerfinu, sem á margan hátt hefur reynzt mjög vel, en á meðan gefið er á garðann með þeim hætti, sem nú á að verða, er mönnum ofboðið. Þeir, sem höfðu 3,3% af aflareynslu í þorski, þegar kvótakerfið var sett á árið 1984, veiddu á síðasta fiskveiðiári 27% af heildarþorskaflanum á íslandsmiðum. Á þessu tímabili höfðu þessir aðilar þó selt 5,2% af heildaraflaheimildun- um með ærnum hagnaði. Á ellefu ára tímabili höfðu smábátarnir því komizt yfir nær þriðjunginn af þorskveiði- heimildum hér við land.“ Lausn er nauðsyn Ljóst er að LÍÚ teiur 13,9% hlut- deiid krókabáta í þorskaflanum og mikla. En það verður að líta á fleiri hliðar málsins. Núverandi fyrirkomu- lag hefur gjörsamlega brugðizt eins og aðrar til raunir til að koma böndum á veiðar smábáta. Það hefði leitt til þess að sóknardögum bátanna fækk- aði svo, að enginn gæti haft af því lífsviðurværi að gera út krókabát. Á þá staðreynd verður að líta að þessum bátum hefur fjölgað vegna ákvarðana stjórnvalda og þau verða að leysa þennan vanda. Vandinn verður varla leystur með því að gera eigendur um 700 báta gjaldþrota. Vandinn vegna þess yrði gífurlegur. Vissulega er allt of seint til þess gripið að koma á veiði- stjórn, sem getur haldið, en það er löngu tímabært. Hér skal ekki lagt mat á það, hvort þessi lausn er sú bezta fyrir alla aðila, en lausn er nauð- synleg eins og úr ofangreindu má lesa. TJÓRNMÁLAMENN eru al- mennt sammáia um að aukin starfsþjálfun sé heppilegasta leiðin til að draga úr atvinnuleysi. Reynslan gefur til kynna að svo auðveldlega verði þessi vandi ekki leystur." Þannig hefst grein í nýjasta hefti breska vikuritsins The Economist þar sem fjallað er um starfsþjálfun og atvinnuleysi. í greininni er sú skoðun sett fram í upphafi að fyllsta ástæða sé til að fyllast ákveðnum efasemdum þegar stjórnmálamenn taki að gerast sammála um eitthvert tiltekið atriðið. Það eigi við í þessu tilfelli. í greinni er vísað til fundar at- vinnuráðherra iðnríkjanna sjö í Lille á dögunum en þar lýstu þeir allir yfir stuðningi við aukna starfsþjálfun í því skyni að fækka þeim sem hafa framfærslu sína af atvinnuleysisbót- um. í blaðinu segir að þessi kenni- setning sé nú almennt viðurkennd. Rakin er rökin fyrir þessari skoðun og vikið að því að fjölmargir þjóðfé- lagshópar, verkalýðsforystan, kenn- arar, foreldrar og fleiri séu hlynntir starfsþjálfun á vegum ríkisvaldsins. Með því móti megi með ýsum hætti bregðast við þeim neikvæðu þáttum sem atvinnuleysinu eru samfara. Niðurstaða OECD Síðan er vikið að sífellt vaxandi íjölda kannana sem fræðimenn hafa gert og tekið hafa til annars vegar fólks sem hlotið hefur starfsþjálfun á vegum ríkisvaldsins og hins vegar einstaklinga sem ekki hafa þegið slíka aðstoð. „I næstum öllum þess- um könnunum liefur komið í ljós að áætlanir þessar hafa hvorki orðið til þess að bæta afkomu þeirra sem þátt tóku í þeim né til að auka mögu- leika þeirra á að fá vinnu.“ Vikið er að niðurstöðu skýrslu sem OECD, Efnahags- og framfarastofnunin, birti 1994 en þar segir: „furðulega fátt bendir til þess að sú tilgáta standist að slíkar áætlanir skili ár- angri.“ í greininni eru síðan rakin nokkur dæmi m.a. frá Bandaríkjun- um, Bretlandi og Þýskalandi um opinberar starfsþj álfunaráætlanir sem virðast hafa mistekist. Hagsmunir einkafyrirtækja Greinarhöfundur hafnar þeirri kenningu að einkafyrirtæki séu ekki tilbúin til að láta sig starfsþjálfun varða með fullnægjandi hætti. Skil- yrðið sé hins vegar það að starfs- menn reynist þá tilbúnir til að koma til móts við fyrirtækið með því að stilla launakröfum sínum í hóf. Þetta eigi víða við enda fari slík starfsþjálf- un mjög víða fram án íhlutunar ríkis- valdsins. Dæmi séu að vísu til um starfs- þjálfun á vegum hins opinbera sem borið hafi árangur en þá sé um að ræða takmarkaðar og vel skilgreind- ar áætlanir sem einkum hafi miðast við aðstoð við að útvega starf eða þjálfun á mjög afmörkuðu sviði. Þótt reynslan t.a.m. frá þýskalandi gefi til kynna að ákjósanlegt sé að starfs- þjálfun fari saman við almenna menntun þá sé þess ekki að vænta að atvinnuleysið minnki að nokkru marki fyrr en launakostnaður fyrir- tækja og ábati starfsmanna hafi verið lagaður að lögmálum markað- arins. Tímapunktar í trilluútgerð Kvótakerfinu komið á. Veiðum smábáta stjótnað með banndögum og aflahámarki, alls 8.300 tonn at þorski. Fjölgun báta ekki takmörkuð. Veiðistjórnun svipuð næstu árin, en aíli langt umfram sett mörk. Allir netabátar undir 10 tonnum á aflahámark. Ákvæði í lögum sem hefta átti fjölgun báta yfir 6 tonnum. Aflahámark á vetrarvertið. T 1984 1985 I 1986 I 1987 I 1988 Allir bátar yfir 6 tonnum á aflamark. Bátar undir 6 tonnum velja á milli aflamarks og krókaleyfis, 1.041 völdu kvóta, 1139 völdu króka. Hlutdeild krókabáta í heildarþorskafla 2,18%. Ákveðið að hefta fjölgun bátanna. Þróun reglna um smábáta í kvótakerfinu, 1984-1996 Afli krókabáta Frumvarþ til laga í fyrsta sinn um 13,9% hlut- ákveðinn hluti deild krókabáta i heildarafla heildarþorskafla innan aflamarks. á hverju ári. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Fjöldi smábáta 1985-95 2.000 1985 1986 198? 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Afli smábáta 1985-95 □ SMÁBÁTAR 50.000 T0NN 40.000 30.000 KVOTABATAR KRÖKABÁTAR 400.000 TONN 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 Þorskafli í heild 1985-1995 Hlutur smábáta og aflahlutur smábátanna skv. frumvarpi 13,9% af heildarþorskafla Hugsanleg þróun á næstu árum miðað við aukningu á heildarkvóta 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 ~ír
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.