Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÖRN yfir pottunum. Morgunblaðið/Þorkell Hrísgrjón, grænmeti og krydd uppistaðan í tælenskri matargerð HANN kom við á markaði í Bang- kok fyrir rúmlega viku og keypti bæði krydd og grænmeti til að taka með sér til íslands. Eina kvöldstund leyfði hann síðan gest- um véitingastaðarins Á næstu grösum að njóta matreiðslu sinnar úr þessu hráefni. Hann var gestakokkur mánaðarins og mat- reiddi tælenska bauna-, og græn- metisrétti fyrir gesti. „Ég hef farið nokkrum sinnum til Tælands á undanfömum árum og þá kynnst á ferðum mínum tælenskri matargerð", segir Örn Karlsson sem er aðstoðarkokkur á veitingahúsinu Við tjörnina alla jafna. „Ég er hrifinn af sterkum mat, er orðinn alveg vitlaus í chili og tælenskur matur er mjög góð- ur. Mikið grænmeti er notað við matseld og yfirleitt er reynt að hafa allt hráefni ferskt. Kryddin eru spennandi og vinsælust chili, engifer, galanga, lemongras, basil og mynta. Ég ákvað að kaupa fersk krydd og grænmeti á markaði í Bangkok og koma með til að nota í matreiðsluna fyrir þetta kvöld.“ Annars er uppistaðan í fæðu Tælendinga hrísgijón og grænmeti og krydd er borið fram sem meðlæti með þeim. „Þeir eru að mestu lausir við hvítt hveiti og því lítið um brauðmat og kökur þarna. Sæt- indi eru sjaldséð og yfirleitt sinna þeir sætindaþörf með ávöxtum. Með matnum drekka þeir gos, vatn en ekki mikið vín, það er dýrt í Tælandi. Örn segir að Tælendingar séu borðandi allan daginn en það eru þá aðallega salöt sem þeir eru að narta í, ekki kök- ur og sætindi. Örn eldaði súpu úr engi- ferstönglum, lótusrót og fleiru, var með karrírétt þar sem uppistaðan var eggaldin, kjúklingabaunir og sérstakt tælenskt krydd. Þá bauð hann upp á nýrnabaunir matreiddar að hætti Tælendinga. Hann gefur lesendum uppskrift að graskersrétti. Grasker að hætti Tælendinga 350 g grasker (fæst oft í Hagkaup) 1 msk limesafi 125 g rækjur 2 skalott-laukar 2 stk lítil chili 1 stórt glas vatn 3 bollar kókosmjólk (fæst í Kryddkofanum) pipar eftir smekk 1 bolli basillauf Graskerið er flysjað og stein- arnir hreinsaðir úr og skorið í teninga. Limesafanum er dreift yfir. Rækjur, laukur og chili er maukað í matvinnsluvél. Helm- ingur af kókosmjólk og rækju- mauki er látið sjóða saman og hrært í með trésleif. Graskerinu bætt út í og soðið í 10 mínútur. Afganginum af kókosmjólkinni og vatni er bætt út í og pipar. Lokið sett á pottinn og látið sjóða í um það bil tíu mínútur eða þang- að til graskerið er orðið mjúkt. Það á ekki að vera komið í graut. Basillaufum er hrært saman við og súpan borin fram. I uwujpnuni 'Si/ ORLOFSHUS Umsóknareyðublöð um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar verða afhent á skrifstofu félagsins á Lindargötu 9 frá og með mánudeginum 15. apríl. Umsóknum skal skilað aftur á sama stað eigi síðar en 1. maí 1996. 2 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnsfirði 1 hús Hvammi í Skorradal 3 íbúðir á Akureyri Húsin eru: 2 hús á Illugastöðum, Fnjóskárdal 2 hús á Einarsstöðum á Héraði 1 hús í Úthlíð, Biskupstungum 5 hús í Ölfusborgum Vikuleiga er kr. 9.000,- nema að Hvammi í Skorradal kr. 11.000,-. Verkamannafélagið Dagsbrún. HVERJUM hjólreiðahjálmi fylgja tvær til þrjár stærðir af svömpum. Mjög mikilvægt er að velja þá svampaþykkt sem fær hjálminn til að sitja þétt og vel á höfðinu. Svamp- arnir eiga líka að vera festir á staði. SITJI hjálmurinn ekki rétt á höfinu er hann svo til gagns- Iaus og veitir falska öryggis- kennd. Alltof algengt er að hann sé hafður of laus og of aftarlega á höfðinu. Þannig stilltur kemur hann að litlum notum þegar á reynir. Hjálmanotkun er lífsnauðsyn „ÞAÐ ættu allir að nota hjálm, hvort sem um er að ræða ung- börn sem verið er að reiða, ungl- inga eða fullorðn", segir Herdís Storgaard hjá Slysavarnafélagi íslands. Hún segir að í Ástralíu og ýmsum fylkjum Bandaríkj- anna sé hjálmanotkun lögbundin og á íslandi liggur fyrir frum- varp til laga þar sem kveðið er á um að börn 14 ára og yngri skuli nota hjálma. „Vegna nor- skrar rann- sóknar sem gerð var á hjálmanotkun og ieiddi í ljós að frauðplast- hjálmar gerðu ekkert gagn hefur fjöldi fólks haft sam- band við okkur hjá Slysavarna- félagi íslands og lýst áhyggj- um sínum. Um er að ræða mik- inn misskilning og opinberar stofnanir sem vinna að slysa- vörnum í Nor- egi hafa varað við þessari könnun því mikla annmarka má finna á henni. Til dæmis voru ekki rannsakaðir þeir hjálmar sem fólk var með þegar það lenti í þeim slysum sem voru í um- ræddri könnun. Ekki var til dæmis athugað hvort þeir væru rétt stilltir og festir eða sætu rétt, og niðurstaðan er því ekki marktæk. Samkvæmt annarri og mun áreiðanlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum kom á dag- inn að eng- inn munur er á því hvort notaður er hjálmur með harðri skel, þunnri skel eða frauðplasti. Þeir veita vörn ef um er að ræða viðurkennda hjálma, þeir mátulegir, rétt fest- ir á viðkomandi og óskemmdir." Hjálmarnir eru ekki notaðir rétt „Því miður er það alltof al- gengt að hjálmar séu ekki notað- ir rétt. Ég hef gert lauslega könnun á leik- HJÁLMINN á að selja beint ofan á höfuðið. Aftara bandið skal stillt á móti fremra bandi, þannig að eyrað lendi í miðju V-forminu sem böndin mynda. Hökubandið á að stilla þannig að spennan sé til hlið- ar en ekki undir hökunni. Það má ekki vera lausara en svo að einn til tveir fingur komist á milli. skólum og kom- ist að raun um að í um 90% til- vika var um ranga notkun að ræða. Það vantaði svampa innan í hjálm- inn, hann var kannski sprunginn, böndin vanstillt þannig að hann lá ekki fram á ennið eða stærðin passaði ekki. Það er mjög mikilvægt að svampar séu innan í hjálmun- um því þá myndast rými sem gefur möguleika fyrir eðli- lega hreyfingu höfuðsins inni í hjálminum við fall. - Hvernig á fólk að velja góð- an hjálm? „Urvalið er orðið mjög mikið og það er um að gera fyrir fólk að fara á nokkra staði, skoða og máta. Til eru nokkrar tegundir gæðastimpla sem tilgreina hvort hjálmarnir hafa verið öryggis- prófaðir. En grundvallaratriði er að hjálmurinn passi og sitji rétt á hjólreiða- manninum." • EKKI líma auka-límmiða á hjálminn. Þeir geta haft áhrif á viðnám hjálmsins lendi hann í götunni. Krotið ekki heldur á hann, því í litunum er leysiefni sem eyði- leggur plastið í hjálminum. • Ekki kasta hjáiminum í gólfið og fylgjast þarf reglu- lega með hvort hjálmurinn sé rétt stilltur og hvort skipta þurfi um svampa. Hjálminn þarf að endurnýja á fimm ára fresti þar sem sólin brýtur hægt og bítandi niður piastið í honum. Verði hann fyrir hnjaski þarf að end- urnýja hann fyrr. í kulda má ekki vera með húfu eða eyrnaband heldur á að nota lamhúshettu sem fellur þétt að höfðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.