Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 31 Þorsteinn Siglaugsson virðist bi; kirkjunnar, ef um væri að ræða skipulega að- för að biskupi í tengsl- um við nýleg deilu- mál. Einnig er fram- burður kvennanna með þeim hætti, að mjög erfitt er að trúa því, að um uppspuna sé að ræða. Biskup hefur lýst því að ásak- anir á hendur honum séu ósannar. Höfum við einhveija ástæðu til að vefengja trú- verðugleika hans? Framferði hans und- anfarið segir mér að svo sé. í fyrsta lagi ap hafa ákaflega lítinn fremur en aðrar slík- ar. Hún er að auki afar ósennileg, þegar litið er til þess, að umræddar ásakanir hafa verið að velkjast innan kirkjunnar árum saman. 4. Krafa um rannsókn. Sú skoðun sem á við sterkust rök að styðjast er, að biskupi beri að víkja tíma- bundið meðan málið verði rannsakað innan kirkjunnar. Rökin fyr- ir þessari skoðun eru, að óþolandi sé að sið- ferðilegur leiðtogi þjóðarinnar sé sakaður um slíka glæpi án þess að þeir séu rannsakaðir. Ennfrem- ur virðist svo stór hluti þjóðarinn- ar taka mark á þessum ásökunum, að biskup hefur ekki traust al- mennings fyrr en nafn hans hefur verið hreinsað. Hvers vegna hefur biskup ekki traust? En hvers vegna hefur biskup ekki meira traust meðal þjóðarinn- ar en svo, að meirihluti fólks virð- ist trúa því sem á hann er borið? Ég ætla mér ekki þá dul, að reyna að kveða upp úr um sekt eða sakleysi biskups. Ég vil hins vegar lýsa því, hvers vegna ég sjálfur hallast heldur að því að fótur sé fyrir því, sem á hann er borið. Mér þykir það í hæsta máta ólíklegt, að konurnar sem um ræð- ir hefðu reynt, árum saman, að koma málum sínum fram innan áhuga á því, að málið verði rann- sakað. Réttarkerfíð getur að vísu ekki tekið á því, en vel mætti hugsa sér að rannsóknarnefnd yrði skipuð innan kirkjunnar til að taka á málinu. Biskup gerðist, í kringum síð- astliðin áramót, sekur um ósann- indi og dulbúnar hótanir og dylgj- ur á hendur þjónandi presti. Það eitt og sér er trúnaðarbrot, sem ætti að nægja til afsagnar. Nýlega barst íjölmiðlum símbréf frá bisk- upsstofu um fund sr. Flóka Krist- inssonar og Sigrúnar Pálínu Ing- varsdóttur, sem er eitt af meintum fórnarlömbum biskups. Því hefur eflaust verið ætlað að renna stoð- um undir samsæriskenninguna sem áður var lýst. Gerð þessa bréfs og útsending er mjög alvarlegt trúnaðarbrot af hálfu biskups og bréfritara sjálfra. Sigrún Pálína hefur jafnframt lýst því, að á sáttafundi sem hún átti með biskupi hafi hann hótað því að bera út róg um hana, drægi hún ekki mál sitt til baka. Þetta er refsivert athæfi og fram hefur komið að vitni voru að þessum hótunum. Eins og áður segir eru ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni ósannað- ar. Ekki er hægt að krefjast endanlegrar afsagnar hans á þeim grunni. Eftir stendur, að hann hefur gerst sekur um ósannindi, dylgjur, dulbúnar hótanir og hót- anir um rógburð, sem eru refsi- vert athæfi. Honum ber að segja af sér af þessum sökum einum, og óháð öðru. ... þegar hún Skálholts- kirkja brann Mörgum hefur blöskrað at- hafnaleysi þjóðkirkjunnar í þessu máli. Manni kemur í hug kjafta- kerling nokkur í Skálholti fyrir margt löngu. Kerling var ekki vön að liggja á vitneskju sinni um náungann, en þegar hún varð þess vör einn daginn að kirkjan var að brenna varð henni orða vant. Var henni lögð í munn vísa, sem heim- færa má upp á marga í presta- stétt nú, en hún endar svo: „En þagað gat ég þá með sann / þeg- ar hún Skálholtskirkja brann.“ Ætla nú prestar að standa að- gerðalausir hjá og horfa á þjóð- kirkjuna brenna til grunna vegna þrákelkni eins manns, fjórum árum fyrir 1000 ára afmæli kristni í landinu? Höfundur er heimspekingur og franikvæmdnstjóri. INNLENT Drög að Suðurlands- skógaáætlun kynnt LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Guðmundur Bjarnason var á ferð um Suðurland fyrir skömmu ásmt fulltrúum frá Félagi skóg- arbænda á Suðurlandi, alþingis- mönnunum, Guðna Ágústssyni og ísólfi Gylfa Pálmasyni, fulltrúum Búnaðarsambandsins og fleiri aðilum. Komið var við í starfsstöð Skógræktar ríkisins á Tumastöð- um í Fljótshlíð þar sem Björn Jónsson, skógræktarráðunautur og hans aðstoðarmenn kynntu fyrstu drög að Suðurlands- skógaáætlun en landbúnaðar- ráðuneytið hefur ákveðið að leggja 2 millj. kr. til undirbúnings verkefninu á þessu ári. I tilefni af heimsókninni og væntanlegu framlagi landbúnað- arráðuneytis aflienti Jón Lofts- son, skógræktarstjóri, landbún- aðarráðherra grenifjöl sem unnin var úr tré úr Lýðveldislundinum við Tumastaði. Að missa þvag á ekki að vera feimnismál en er vandi þriðjungs kvenna einhvemtíma ævinnar, segir Agústa Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari en hún er í faghópi um sjúkraþjálfun, sem tengist meðgöngu og fæðingu. Missirðu oft þvag? VAGLEKI er ósjálfráður leki á þvagi og veldur bæði félagslegu og hrein- lætislegu vandamáli. Þvagleki er mjög algengur en að mestu falinn og lítið sem ekkert ræddur. Veldur þar bæði feimni og skömm sjúklingsins og þau almennu viðhorf, að þvagleki tilheyri aðeins því að eiga börn og eldast. Viðfangsefni okkar að þessu sinni hefur fram til þessa verið feimn- ismál eða eins og kennarinn minn sagði fyrir mörgum árum þegar ég átti að skrifa ritgerð um grindarbotnsvöðva og fannst efnið tyrfið. „Þetta eru minnst þekktu vöðv- ar líkamans, lítið rannsakaðir og enn minna um þá talað“. Ein helsta ástæða vistunar á öldrunarstofnun Þvagleki er mjög algengur hjá konum á öllum aldri. Karlar geta líka átt við þennan vanda að stríða, þó mun sjaldnar en kon- ur. Ein algengasta ástæða þess að eldra fólk fer á öldrunarstofnanir er m.a. sú að það getur ekki hjálparlaust brugðist við þvagleka. Niðurstöður rannsókna sýna, að áttunda hver kona á við ótímabæran þvag- leka að stríða. Þriðja hver kona fær þvag- leka við tíðahvörf og hann er algengur fyrstu þijá mánuðina eftir fæðingu, Þriðja hver kona missir þvag við sérstaka áreynslu svo sem í íþróttum og veigrar sér þess vegna við að stunda leikfimi, hlaup eða aðra líkamsrækt. Tegundir þvagleka 1. Áreynsluþvagleki er algengasta gerð þvagleka og verður við skyndilega þrýst- ingsaukningu í kviðarholi, t.d. við hósta, hopp, hlaup, hlátur eða við að lyfta þungu. Lekinn getur verið í dropatali eða smá bunum. Áreynsluþvagleka er öftast hægt að minnka eða lækna með grindarbotnsæf- ingum. 2. Bráðaþvagleki verður oftast vegna bráðrar þvaglátsþarfar sem ekki er hægt að hemja. Oftast vegna ofvirkni í blöðru eða ávana. Með markvissri blöðruþjálfun er oft hægt að laga og bæta ofvirka blöðru. 3. Blandaður þvagleki, sem er sambland af áreynslu- og bráðaþvagleka. Orsakir þvagleka og hvað er til varnar Ein algengasta orsök þvagleka er slapp- ir grindarbotnsvöðvar. Grindarbotnsvöðv- arnir mynda vöðvaskál, líkt og hengirúm, neðst í mjaðmagrindinni. Vöðvarnir liggja kringum þvagrás, leggöng og endaþarm ásamt öðrum hringlaga vöðvum, sem saman stjórna opnun og lokun þessara þriggja opa og styðja að auki við líffæri grind- arhols við aukinn þrýsting. Grindarbotns- þjálfun Þjálfun grind- arbotnsvöðva er einföld, kostar ekkert en krefst einbeitingar og þolinmæði. Grindarbotnsæf- ingar koma öll- um konum að notum. Þær eru bæði fyrirbyggj- andi og geta stöðvað þvagleka sem hafinn er. Æskilegt er að grindarbotnsþjálfun sé hluti af leikfimikennslu hjá stúlkum strax frá fermingaraldri. Einnig þarf að fræða þær um þessa vöðva og þýðingu þeirra. í því sambandi má m.a. ræða um hin ýmsu þvagvandamál svo sem það að væta rúmið, hláturleka og um hvað óhollt er „að halda í sér“ of lengi o.s.frv. Fræðsla getur auð- veldað stúlkum með vandamál af þessu tagi að ræða þau, því oft er þvagleki mikið feimnismál eins og áður sagði. Gindarbotnsþjálfun bætir kynlífið Meira reynir á vöðva grindarbotns hjá konum en körlum vegna þess að mjaðma- grind kvenna er breiðari og flatari en karla. Konur ganga með og fæða börn sem er mikið álag á grindarbotninn og einnig verða ákveðnar breytingar við tíðarhvörf. Mikil- . vægt er að halda kjörþyngd og meltingu í lagi því offita og hægðatregða auka þrýst- ing niður á grindarbotninn. Sterkir og þjálfaðir grindarbotnsvöðvar geta aukið ánægju af kynlífi beggja aðila. Þessir vöðvar starfa bæði meðvitað og ómeðvitað. Með æfingu getur konan náð betri stjórn þeirra og aukið þannig full- nægju sína og rekkjunautar síns. Upphaf æfinga í byijun er mikilvægt að æfa sig í að finna réttu vöðvana. Dæmi um hvernig má finna spennu í grindarbotnsvöðvum: a. Stöðva þvagbunu í stutta stund við þvaglát. b. Standa með fætur sundur og styðja annarri hendi við grindarbotnsvöðva. Við rétta spennu má finna grindarbotninn lyft- ast frá hendinni en síga niður í lok spennu. Ekki á að þrýsta vöðvunum niður, aðeins slaka á þeim. Æfingar Við grindarbotnsæfingar á að spenna vöðva kringum endaþarm, leggöng og þvagrás, spenna síðan vöðvana upp á við eins og eitthvað lyftist upp. Varast skal að spenna samtímis aðra vöðva eins og magavöðva, rassvöðva eða innanlæris- vöðva. Öndun á að vera jöfn og róleg. 1. Gott er að byija að spenna rólega og halda síðan spennunni í 6-8 sek.og hvíla jafnlengi á milli. Endurtaka 5-8 sinnum. 2. Þegar fyrri æfingu er náð, má reyna nokkrar hraðari spennuæfingar 3-4 sinnum í röð, áður en slakað er á. Þessar æfingar ættu allar konur að gera daglega til að fyrirbyggja hugsanlegan þvagleka en oftar ef þörf krefur og þá helst 3-4 sinnum á dag, í 8-12 skipti í hvert sinn. Einnig þarf alltaf að spenna grindar- botnsvöðva við þjálfun kviðvöðva og við það að lyfta þungu. Ástæðulaust er að hætta líkamsþjálfun vegna þvagleka. Aðeins þarf að velja áreynsluminni hreyfingu t.d. röska göngu, sund, hjólreiðar eða leikfimi en sleppa frekar erfiðum æfingum. Fræðsla er í boði Það krefst mikillar einbeitingar og þolin- mæði að þjálfa grindarbotnsvöðvana en skilar árangri ef það er gert reglulega. Fyrir barnsburð þarf sérstaklega að stunda æfíngarnar og þá ekki síður að fæðingu lokinni. Hafið þó hugfast að aldrei er of seint að byija!!! Ýmsir sjúkraþjálfarar hafa sérhæft sig í fræðslu um grindarbotnsvöðva og þjálfun þeirra. Haldin eru námskeið víðsvegar um land þar sem sjúkraþjálfarar veita leiðsögn um þennan vanda. Væntanlegur er bækl- ingur um grindarbotnsþjálfun, sem gefinn verður út á vegum íþróttasambands ís- lands. Við gerð þessarar greinar var m.a. stuðst við rannsókn sem Sigríður Kjartansdóttir sjúkraþjálf- ari og Guðrún E. Eggertsdóttir hjúkruinarfræð- ingur framkvæmdu. Niðurstöður birtust í Lækna- blaðinu 1995, nr. 81 og tímaritinu Hlauparanum 3 tbl. 1995. Höfundur er yfirsjúkraþjálfari á EIIi- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.