Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 13
LANDIÐ
Urtönd í
Herjólfsdal
URT AND ARSTEGGUR kom við
á Heimaey um daginn. Hann hélt
sig á tjörninni í Ilerjólfsdal og
nágrenni. Steggurinn hafði
ágætis haga í Herjólfsdal enda
farið að grænka á tjarnarbakk-
anum.
Urtönd er sjaldséð í Eyjum og
raunar lætur hún lítið fara fyrir
sér víðast hvar. Hún er minnst
íslenskra anda og minnsta önd í
Evrópu. Urtöndin mun að mestu
leyti vera farfugl, en eitthvað af
stofninum dvelur hér vetrar-
langt.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
V erkalýðsfélag
Húsavíkur 85 ára
Húsavík - Verkalýðsfélag Húsa-
víkur varð 85 ára 10. þessa mán-
aðar og ætlar það að minnast
þess með sérstakri afmælis- og
hátíðardagskrá 1. maí nk. Fyrsti
formaður þess var kjörinn Bene-
dikt Björnsson, síðar skólastjóri
og oddviti.
Upphaflega var félagið nefnt
Verkamannafélag Húsavíkur en
Verkalýðsfélagið Von, sem stofn-
að var 1918, sameinaðist því 1964
og var nafni þess breytt og telur
félagið nú um 1.000 félaga. Fé-
lagssvæði Verkaiýðsfélags Húsa-
víkur er Húsavík og Suður-Þing-
eyjarsýsla, austan Vaðlaheiðar.
Félagið rekur í dag sameigin-
lega skrifstofu með öðrum stéttar-
félögum á Húsavík og í sýslunni
að Garðarsbraut 26 á Húsavík.
Núverandi formaður félagsins er
Aðalsteinn A. Baldursson.
SUZUKI
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ 12-17
SÝNING
HANN ER KOMINNl UM HELGINA
GETURÐU SÉÐ’ANN, SNERT’ANN,
SESTINN I’ANN...
X-90 - NÝISUZUKISPORTJEPPINN Á
ENGAN SINN LÍKA!
AÐ AUKISÝNDIR:
Baleno 1996 „BESTU KAUPIN",
verð frá kr. 1.140 þús.
• Vitara 1996 „ÖLL LÍNAN",
verð frá kr. 1.795 þús.
• Aflmeiri og sparneytinn Swift
verð frá 940 þús.
OPIÐ HUS A VERKSTÆÐINU
Ge
turðu
ert betrt
lakaupu
• Frí hemlaprófun
• Frí mengunarmæling
SUZUKI
• Afl og öryggi •
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
OG SÝNINGAR-
TILBOÐIÐ:
Geislaspilan, fjarstýrð
samlœsing og
mottusett ókeypis fyrir
þá sem staðfesta
pöntun á nýjum bíl
á sýningunni