Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn PI styrkir Flóka STJÓRN Prestafélags íslands samþykkti fyrir skömmu að ábyrgjast 200 þúsund króna greiðslu vegna lögfræðikostn- aðar séra Flóka Kristinssonar, sóknarprests í Langholtskirkju. Greiðslan er vegna greinargerð- ar sem iögfræðingur séra Flóka lagði fram áður en úrskurðað var í Langholtskirkjudeilunni. „Séra Flóki sendi erindi til stjómar Prestafélagsins um hvort félagið gæti verið honum bakhjarl í undirbúningi sinnar málsvarnar í Langholtskirkju- málinu. Málið var tekið fyrir á stjómarfundi með venjulegum hætti og gerð einróma sam- þykkt um að félagið tæki að sér að tryggja greiðslu að tiltek- inni upphæð. Lögfræðiaðstoðin til handa Flóka er til þess að undirbúa greinargerð hans vegna úrskurðar í málinu,“ sagði séra Geir Waage, formað- ur Prestafélagsins. Geir sagði að mörg fordæmi væm fyrir því að Prestafélagið greiddi lögfræðikostnað fyrir félagsmenn sína. Þessi liður í útgjöldum félagsins hefði raun- ar farið vaxandi á undanförnum ámm. Sömuleiðis bæri félagið orðið vemieg útgjöld vegna starfsemi siðanefndar Prestafé- lagsins. Séra Baldur Kristjáns- son biskupsritari sagði að herra Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, hefði ekki sent Prestafé- laginu ósk um aðstoð vegna lögfræðikostnaðar sem hann hefði þurft að bera á undanförn- um vikum. Biskup greiddi lög- fræðikostnaðinn sjálfur. Séra Flóki áminntur SÉRA Ragnar Fjalar Lámsson prófastur hefur áminnt séra Flóka Kristinsson fyrir ósæmi- leg ummæli sem hann hafði um Jón Stefánsson í útvarpsþættin- um Þriðja manninum. Séra Flóki líkti í þættinum starfsleyfi sem Jón fékk um síð- ustu jól við hryðjuverk. Jón kærði þessi ummæli_ til séra Ragnars Fjalars. „Ég hafði samráð við séra Bolla Gústafs- son vígslubiskup um þetta mál og við vomm sammála um að senda út áminningu um það að séra Flóki viðhefði ekki svona ummæli um samstarfsfólk sitt,“ sagði séra Ragnar Fjalar. Fyrirgreiðsla í framboði RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita frambjóðendum í komandi kosningum fyrirgreiðslu. Samkvæmt upplýsingum for- sætisráðuneytisins fá frambjóð- endur sömu fyrirgreiðslu og stjómmálaflokkar fá fyrir þing- kosningar, leiti þeir eftir því. Sú fyrirgreiðsla felst í að fram- bjóðendurnir fá afrit af kjör- gögnum og þeir eiga einnig rétt á afslætti af símagjöldum. Ekki er um fjárframlög að ræða. Ríkisendurskoðun um framkvæmd fjárlaga 1995 44 stofnanir fóru 5 millj. eða meira fram úr heimildum „Viðkomandi ráðuneyti þurfa að grípa inn í reksturinn“ „STOFNARNIR eða fjárlagaliðir sem voru yfir fjárheimild á árinu 1995 voru alls 191 (af 492). Stofn- anir og fjárlagaliðir sem fóru 5 m.kr. eða meira yfir fjárheimild á árinu voru 44. Af þeim var helmingurinn einn- ig yfir þessum mörkum á árinu 1994,“ segir í niðurstöðum Ríkis- endurskoðunar í nýútkominni skýrslu um framkvæmd fjárlaga á seinasta ári. „Almennt má segja að greiðslu- halli stofnana sem þannig er ástatt um sé að aukast fremur en hitt. Þrátt fyrir að hallinn sé fluttur yfir á næsta fjárlagaár virðist sem stjórnendur hafi ekki gripið til nauðsynlegra sparnaðarráðstaf- ana og má ljóst vera að viðkom- andi ráðuneyti þurfa að grípa inn í reksturinn gagnvart þessum stofnunum," segir í skýrslunni. Sjúkratryggingar 107 millj. jdfir heimild Stærstu frávik stofnana og fjár- lagaliða sem voru yfir fjárheimild á seinasta ári voru í sjúkratrygg- ingum sem fóru 107 millj. kr. fram úr heimild, grunnskólar á Reykja- nesi fóru 67 millj. kr. fram úr heimild, fjárveiting til Þjóðarbók- hlöðu varð 56 millj. kr. umfram heimild og liðurinn „launa og verðlagsmál" fór 53 millj. kr. fram úr fjárheimild. Þá voru grunnskólar í Reykjavík 34 millj. kr. yfir heimildum og Ríkisspítal- ar 34 millj. kr. Stærstu fjárlagaliðir sem voru undir fjárheimild seinasta árs voru viðhald og stofnkostnaður fram- haldsskóla eða sem nam 312 millj. kr., vextir af lánum ríkissjóðs voru 190 millj. kr. lægri en áætlað var, ríkisábyrgðir og tjónabætur 166 millj. kr., greiðslur vegna sauðfjár- framleiðslu voru 144 millj. kr. undir fjárheimild og húsnæði og búnaður dómstóla um 119 millj. kr. Afkoma ríkissjóðs versnaði um 270 millj. kr. Fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðunar að í samanburði við árið 1994 jukust tekjur ríkissjóðs um 4,8 milljarða kr. eða 4,4% á seinasta ári. Gjöld hækkuðu hins vegar um 6,4 milljarða eða 5,4%. Á föstu verðlagi versnaði afkoma ríkissjóðs um 270 milljónir kr. eða sem nemur 3,1%. _ Stofnanir og fjárlagaliöir—^ sem fóru mest fram úr Greitt umfrart r Hlutfall af fjárheimildum ársins 1995 fjárheimildir, millj. króna fjárheimild, % Sjúkratryggingar +107,0 1,0% Grunnskólar, Reykjanesi +67,2 6,0% Þjóðarbókhlaða +56,3 141,9% Grunnskólar, Reykjavík +34,4 2,5% Ríkisspítalar +33,6 0,5% Ýmis rekstrarkostn. sýslum. +29,8 37,2% Húsameistari ríkisins +28,6 - Húsnæði og búnaður sýslum. +24,7 15,4% Biskup íslands +24,6 5,3% Lögregiustjórinn í Reykjavík +24,3 2,6% Stofnanir og fjárlagaliðir þar sem mest var eftir af ónýttum fjárheimildum 1995 Ónýtt Hlutfall af fjárheimild, fjárheimild, millj. króna % Alm. framhaldssk., stofnkostn. og viðhald -311,9 -30,5% Ýmis lán ríkissjóðs, vextir -190,2 -1,5% Ríkisábyrgðir og tjónabætur -166,0 -51,7% Greiðsiur vegna sauðfjárframleiðslu -143,6 -5,0% Húsnæði og búnaður dómstóla -119,0 -45,1% Alþjóðastofnanir -104,5 -23,4% Sjúkrahús með fjölþætta starfsemi -91,0 -68,0% Skýrsluvélakostnaður -85,5 -17,1% Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum -82,2 -96,4% Þróunarmál og alþjóðlegar hjálparstofnanir -81,4 -45,7% Heimild: Ríkisendurskoðun Dagvistun bama getur aukið tíðni asmatilfella MÖGULEIKI er á að nábýli ungra barna á dagvistunarstofnunum geti valdið aukinni tíðni asma hjá þeim vegna tíðra sýkinga, ef marka má rannsóknir sem íslensk- ir læknar hafa gert undanfarin átta ár á íslenskum börnum allt frá fæðmgu þeirra. Að sögn Björns Árdais, læknis á barnadeild Landspítalans, leikur grunur á að ung börn svari veirusýkingum á þann hátt að frekar myndist bólgusvörun heldur en að ónæmis- kerfið losi líkamann við veiruna, með þeim afleiðingum að asma- bólga myndist í lungnapípunum. „Það eru hugmyndir uppi um að ef börn eru mikið útsett fyrir veirusýkingu á fyrstu skeiðum ævinnar geti þessi breyting orðið, að minnsta kosti tímabundið, á ónæmiskerfinu. Þá veltir maður fyrir sér hvort að óheppilegt sé að hrúga börnum saman á fyrstu mánuðum lífsins, eins og við erum að gera alls staðar á Norðurlönd- um hjá dagmæðrum eða dagheim- ilum. Þetta getur verið óheppi- legt, en við höfum ekki beinar sannanir," segir Bjöm. Sýnt fram á háa tíðni „Börnin smitast og svara veiru- sýkingum á rangan hátt, enda em þau smittæk öfugt við fullorðna fólkið sem myndað hefur ónæmi gegn veirunum. Kannski emm við að sjá meiri tíðni asma hjá ungum bömum en vera myndi ef málum væri ekki hagað með þessum hætti, að ógleymdum öðrum sýk- ingum á borð við eyrnarbólgu. Við höfum hins vegar ekki tíma- bil eða hóp til samanburðar þessu til sönnunar." Rannsóknin sýndi háa tíðni asma hjá þeim aldursflokkum sem hún nær til. Hún hófst árið 1987 þegar tekin vom sýni úr nafla- strengjum 750 nýbura og gerðar margskonar ónæmisfræðilegar rannsóknir á þeim, fylgst með þroska ónæmiskerfis barna og hvernig þau bregðast við sýking- um. Fram hefur komið að 14% átján mánaða gamalla barna þjást af asma og 16% við 3-4 ára aldur. Þetta þýðir að um 600 börn í þessum árgöngum þjást af asma. Á milli fjögurra og átta ára ald- urs er gert ráð fyrir að tíðni asma lækki. Aðeins ömgg asmatilfelli eru skráð, þ.e. börn sem hafa greinst með asma heilkenni þrisv- ar eða oftar. Hins vegar er ljóst að mati Björns að vandinn er víð- tækari, því fjölmörg börn hafa komið til meðhöndlunar einu sinni eða oftar og þau tilfelli eru ekki skráð. „Þegar ég kom heim til starfa fyrir tæpum 20 árum var asmi ekki talinn vandamál og gjarnan tekjnn í misgripum fyrir bronkít- is. Ég varð þó fljótlega var við að asmatiifelli voru ótrúlega mörg og vandinn miklu víðtækari en menn höfðu gert sér grein fyrir,“ segir Björn. Rannsóknarhópurinn sem er undir forystu Bjöms, Helga Valdi- marssonar prófessors, Ásbjörns Sigfussonar, læknis á ónæmisdeild Landspítalans, og Ásgeirs Har- aldssonar prófessors, valdi síðan 180 börn af handahófi til að fylgj- ast með og þegar þau voru eins og hálfs árs voru 179 börn skoð- uð, 167 þegar þau vom þriggja til fjögurra ára og nú þegar þau em átta ára er búið að ná að skoða 134 böm. Læknunum hefur tekist að sýna fram á að samband er á milli varn- armótefna og tíðni ofnæmissjúk- dóma og þegar gildi svokallaðs IgA varnarmótefnis er lágt aukast líkur á ofnæmissjúkdómum. Þessi uppgötvun hefur þótt merkileg til að auka skilning á ofnæmissjúk- dómum. IgA varnarmótefni áhrifavaldur „Við emm ekki búnir að vinna úr seinustu skoðunum, en rann- sóknin hefur til þessa Ieitt í ljós að þau börn sem höfðu lágt svo- kallað IgA-gildi höfðu hærri tíðni af ónæmissjúkdómum og þau sem höfðu hátt svo kallað IgE-mótefni og Iágt IgA höfðu alhæstu tíðnina. Svo má líka geta þess að þegar um sterka fjölskyldusögu var að ræða fengum við mikla fylgni af hárri tíðni ónæmissjúkdóma hjá börnum," segir Björn. Hann flytur fyrirlestur á alþjóð- legri ráðstefnu um asma sem hald- in verður í Háskólabíói í dag og nefnist erindi hans „Hveraig hnerri verður að asma“ og fjallar um tengsl veira og asma. Reglugerð fjármálaráðuneytisins Urvinnsla úr álagningarskrám bönnuð í REGLUGERÐ sem fjármálaráðu- neytið setti í seinasta mánuði er lagt bann við úrvinnslu upplýsinga úr álagningar-, virðisauka- og skatt- skrám. Eingöngu er heimilað að birta upplýsingarnar eins og þær koma fyrir í skránum og óheimilt er skv. reglugerðinni að umreikna álögð gjöld yfir í tekjur eða framreikna þau til núvirðis með vísitölureikningi. Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta endurskoða reglugerðina i kjölfar gagnrýni sem fram hefur komið. „Þessi reglurgerð var sett í samstarfi við Tölvunefnd en nokkur fyrirtæki hafa á undanförnum miss- erum sótt um til ráðuneytisins að mega vinna úr álagningarskrám. Vegna þeirrar gagnrýni á reglugerð- ina sem hefur komið fram, þá hef ég beðið starfsmenn ráðuneytisins og formann Tölvunefndar að skoða málið á nýjan leik, enda stóð aðeins til að fara að lögum,“ segir Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.