Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 37 í störfum sínum stóð Jóhannes ekki heldur einn því við hlið hans stóð eiginkona hans, Ingibjörg Ól- afsdóttir frá Stóru-Asgeirsá í Víði- dal. Jóhannes leitaði þannig ekki langt eftir lífsförunaut og það varð þeim báðum mikið gæfuspor því samhentari og elskulegri hjón og heimili var ekki hægt að hugsa sér. Frá því að undirritaður kom heim frá námi erlendis fyrir um þremur áratugum hefur ekki liðið það sum- ar að ekki hafi verið farið norður að Auðunarstöðum og þá þelst dval- ið í nokkra daga hafi því orðið við komið. Þetta hafa verið slíkar fróð- leiks- og ánægjustundir að við sem nutum þess að vera gestir þeirra hefðum ekki fyrir nokkurn mun viljað fara á mis við þær. Það var von okkar að Jóhannesar mætti lengi njóta við en enginn veit sitt skapadægur og þegar mað- urinn með ljáinn kemur verður ekki undan flúið. Við sem höfum átt því láni að fagna að vera samvistum með Jó- hannesi munum sakna vinar í stað en minningin um góðan dreng mun ekki gleymast. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar frá Reykjum í Ölfusi þakka allar liðnu samveru- og ánægjustundirnar. Hugur okkar allra er nú hjá þér, kæra Lilla frænka, börnum ykkar, tengdabörnum og barnabörnum sem hafa veitt ykkur svo mikla gleði og sem nú sjá á bak kærum afa sínum. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Grétar J. Unnsteinsson. Andlátsfregnin kom á óvart. Hann virtist heilsugóður og sýndist furðu lítið hafa elst, þótt orðinn væri áttræður. Þegar ég hitti hann síðast var yfirbragðið að mestu óbreytt, hlýjan og glampinn í augum hans hinn sami og áður. En skyndi- lega var gesturinn kominn sem að lokum sækir okkur öll heim. Jóhannes á Auðunarstöðum var bóndi, alinn upp á grónu myndar- heimili og bar uppi hróður stéttar sinnar með reisn langa ævi. Hann var forystumaður í sveit og héraði, traustur, rökvís og góðgjarn. Hann sagði skoðun sína umbúðalaust og drengskap hans efaði enginn. Hvert það verk sem hann tók að sér var í góðum höndum. Jóhannes var í forystusveit sjálf- stæðismanna í sínu héraði þegar ég kom til leiks á þeim vettvangi fyrir þijátíu árum. Þá hófust kynni okk- ar, þótt ég hefði oft séð hann áður. Hann skipaði Ijórða sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins hér í kjördæminu 1971 og sat um hríð á Alþingi sem varaþingmaður. Síðar hvarf hann af framboðslistanum að eigin ósk. Hann vann mikið starf í samtökum okkar sjálfstæðismanna. Þar sem annars staðar munaði um það sem Jóhannes lagði til mála. Ég á honum gríðarlega mikið að þakka frá þeim árum. Minnisstæðastur er hann mér þó heima á Auðunarstöðum. Þegar hann kom til dyranna var sem hann fyilti upp í þær, hæglátur, yfir- bragðsmikill og þreklegur. Bros lék um varirnar og hlýjan stafaði af honum er hann bauð til stofu og síðan í eldhúsið, þar sem Ingibjörg húsfreyja reiddi fram veitingar af rausn. Okkur varð oft skrai'dtjúgt. Við vorum vaxnir úr svipuðum jarð- vegi, skoðanir okkar fóru yfirleitt saman, hvort sem rætt var um menn eða málefni. Hann var mér ráðhollur vinur og svo bjargtraustur að engan vissi ég sannari. Aðrir gátu staðið jafnfætis en tæplega framar. Nú er hann allur. Hugurinn fyll- ist söknuði en jafnframt þakklæti fyrir vináttu hans og þær dýrmætu minningar sem hann skilur eftir. Hans mun ég minnast er ég heyri góðs manns getið. Við Helga sendum Ingibjörgu, i börnum þeirra hjóna og þeirra fjöl- skyldum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhannesar á Auðunarstöðum. Pálmi Jónsson. DAGNY DANÍELSDÓTTIR + Dagný Daníels- dóttir fæddist að Merkigili í Eyja- firði 23. nóvember 1975. Hún lést í Reykjavík 3. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðný Guðlaugs- dóttir starfsmaður í Garðaskóla og Daníel Björnsson leigubifreiðasljóri. Guðný er frá Merk- igili, dóttir hjón- anna Guðlaugs Halldórssonar bónda og Öldu Krisfjánsdótt- ur. Daníel er sonur Björns Júlíussonar pípulagninga- meistara og bónda úr Svarfað- ardal og Snjólaugar Hjörleifs- í dag kveðjum við Dagnýju Daní- elsdóttur sem lést aðfaranótt 3. apríl aðeins tvítug að aldri. Þótt hún hafi legið undanfarið á Land- spítalanum þá kom andlát hennar sem reiðarslag. Hún hafði átt að fá að fara heim um páskana til að vera við fermingu bróður síns, en veiktist hastarlega og var látin tveim dögum síðar. Minningar koma fram í hugann og þá fyrst frá Merkigili í Eyjafirði þar sem Dagný átti heima fram á 14. ár. Þar bjuggu foreldrar henn- ar, Daníel Björnsson og Guðný Guðlaugsdóttir, rausnarbúi. Fyrst félagsbúi með foreldrum Guðnýjar en síðar ein með barnaskaranum sínum. Börnin urðu sex, fimm stelp- ur og einn strákur. Það var einstak- lega gaman að koma í heimsókn að Merkigili. Alltaf þegar bíll kom akandi upp brekkuna komu krakk- arnir hlaupandi á móti og manni fannst sem þau hefðu beðið mánuð- um saman, svo glöð voru þau og kát og föðmuðu mann ákaft. Dagný var ljóshærð, brúneyg og falleg. Hún var líka vel gefin og afar lífleg stúlka, sem hafði ævin- lega frá mörgu að segja og margt dóttur, konu hans. Dagný var þriðja barn foreldra sinna. Hin eru: Ey- gló, fædd 1969, maki Agnar Sverr- isson, sonur Hall- dór Björn. Anna Dóra, fædd 1974, unnusti Sævar Ilallsson. Fanney, fædd 1980. Heimir, fæddur 1982 og Inga Sif, fædd 1983. Fjölskyld- an bjó fyrst að Merkigili en flutti til Garðabæjar í júlí 1989, þar sem hún býr á Hagaflöt 6. Utför Dagnýjar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. að sýna. Það voru nýir kálfar, lömb eða kettlingar og ýmislegt fleira merkilegt. Hún var mjög söngelsk og þau öll systkinin eins og báðir foreldrarnir. Þau kunnu ógrynni af lögum og textum og það var unun að hlusta á þau syngja saman. Bernskan var falleg og björt, en svo syrti í álinn. Rétt fyrir tíu ára afmæli sitt fór Dagný að fá mikla verki í mjaðmirnar. Þeir ágerðust svo ört að á afmælisdaginn sjálfan var hún flutt til Reykjavíkur á Landspítalann og var orðin alveg lömuð fyrir neðan mitti á nokkrum dögum. Það tók um 3 ár og ótal ferðir á sjúkrahús, meðal annars langdvalir í Svíþjóð, áður en endan- lega var vitað að hún myndi ekki stíga aftur í fæturna. Fjölskyldan flutti búferlum suður í Garðabæ vegna breyttra aðstæðna. Allur þessi tími hafði verið afar erfiður, en Dagný bar sig vel. Hún trúði því statt og stöðugt að sér myndi batna. Því var mjög sárt fyrir hana, aðeins 13 ára gamla að þurfa taka því að verða alla ævi bundin hjóla- stól. Það getur verið erfitt að vera unglingur, en að vera lamaður ung- MARGRÉT SIG URÐARDÓTTIR + Margrét Sig- urðardóttir fæddist á Eiðsstöð- um í Blöndudal 3. janúar 1904. Hún Iést á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jóns- son, síðar bóndi á Vöglum í Vatnsdal, og Þorbjörg Jósa- fatsdóttir, ættuð frá Litlu-Asgeirsá. Systkini Margrétar voru Anna hús- freyja í Brekkukoti í Sveins- staðahreppi, Lárus bóndi á Tindum í Svínavatnshreppi, Soffía húsfreyja á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, Ingibjörg húsfreyja á Neðra-Skarði í Leirársveit. Hálfbróðir þeirra er Jón Sigurðsson, póstmaður í Reykjavík, og hálfsystir Sig- ríður Sigurðardóttir, búsett í Bandaríkjunum. Sigurður Jóns- son var af hinni kunnu og fjöl- mennu Steinárætt og í beinan karllegg kominn af Jóni Jóns- syni bónda á Steiná, sem sú ætt er rakin frá. Margrét var að hluta til alin upp hjá þeim hjónum Sveini Geirssyni og Sigrúnu Gunnars- dóttur, sem um nokkurt skeið bjuggu í Sléttárdal í Svínavatnshreppi og leit jafnan á þau sem fósturforeldra sína. Ung að árum fór Margrét til Isa- fjarðar og lærði þar karlmannafata- saum, en segja má að ævistarf hennar upp frá því væri saumaskapur. Að námi þessu loknu flutti hún til Reykjavíkur og vann þar að iðn þessari þar til starfsævi lauk, lengst af hjá Klæðaverslun Andrésar Andréssonar. Eftir það flutti hún í öldrunaríbúð við Héraðshælið á Blönduósi ásamt Soffíu systur sinni sem þá var orðin ekkja, og héldu þær þar heimili saman. Útför Margrétar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Magga frænka, eins og við syst- urnar kölluðum hana gjarnan, gift- ist aldrei og á því enga afkomend- ur. Má því segja að hún hafi alla tíð litið á okkur sem dætur sínar, enda var samband hennar og móður okkar mjög gott alla tíð. Við minnumst þess frá æsku- árum okkar í sveitinni að alltaf á hverju sumri kom Magga í sumar- leyfi sínu og dvaldi þá jafnan í nokk- urn tíma. Var þá alltaf mjög skemmtilegt. Þegar við svo fluttum suður áttum við alltaf athvarf hjá lingur er auðvitað margfalt erfið- ara. Dagný fór að hegða sér ólík- indalega og virtist helst af öllu vilja forðast að horfast í augu við stað- reyndir, hvernig sem foreldrarnir reyndu óþreytandi að styrkja hana og styðja og hjálpa og leiðbeina á allan hátt. Loks var það haustið ’94 að ákveðið var að hún breytti um umhverfi. Hún fór vestur á Barða- strönd til sæmdarhjónanna í Stóra- Krossholti, Helgu Nönnudóttur og Torfa Steinson skólastjóra. Það var mikið gæfuspor. Hjá þeim fór hún að stunda fjarnám við fjölbrauta- skólann á Akranesi, hjálpaði til á heimilinu, naut þess að segja börn- unum þar sögur og lífsgleðin vakn- aði smám saman á ný. Dagný kom heim í jólafrí um síðustu jól og þurfti síðan að dvelja á sjúkrahúsi þar sem hún var er hún lést. Frá upphafi kom það í hlut Daní- els að fara með henni allar ferðirn- ar á sjúkrahúsin, bæði innanlands og utan. Guðný hafði meira en nóg að gera við að annast búið og öll hin börnin. Því skapaðist afar sterkt samband milli föður og dóttur. Hún gat alltaf leitað til pabba á hverju sem gekk. Elsku Danni bróðir, Guðný og allir krakkarnir. Við Kristinn og Inga Rún biðjum Guð að vera með ykkur í sorg ykkar. Jófriður Björnsdóttir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast bernskuvinkonu okkar hennar Dagnýjar á Merkigili eins og við kölluðum hana alltaf okkar á milli, nú þegar hún hefur kvatt þetta líf. Það er ekki langt á milli bæjanna Hranastaða, þar sem við systur erum fæddar og uppaldar, og Merkigils þar sem Dagný og Anna Dóra systir hennar áttu heima ásamt foreldrum sínum og systkin- um. Við þessar stelpur vorum allar á sama aldri, og við vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum að trítla yfir hæðina sem er á milli bæjanna til að heimsækja hver aðra, og þetta voru dýrðlegir dagar, lífið einn leikur og sífellt sumar. Stund- um vorum við útbúnar með nesti og fórum þá í langa göngutúra upp í fjall. Þar settumst við niður til að borða nestið og þar var margt spjallað um framtíðina eða lífið og tilveruna. í slíkum umræðum lét Dagný ekki sinn hlut eftir liggja, hún hafði alltaf sitt til málanna að leggja og var alls ófeimin að segja sínar skoðanir á þeim málum sem voru til umræðu hjá okkur hveiju sinni. Fram í hugann koma líka minningar um þau mörgu skipti sem við ákváðum að hittast í „merkjaskurðinum“ en það er skurður sem við nefndum svo og er nánast mitt á milli bæjanna. Þarna hittumst við oft og lékum okkur tímunum saman og nú þegar við systur lítum til baka finnst okk- ur það ótrúlegt hvað við vorum all- ar uppfindingasamar að finna upp leiki sem við svo undum okkur við. Svona liðu fyrstu bernskuár okkar vinstúlknanna við leik og gleði. En skyndilega varð breyting á og syrti að, haustið 1985 þegar Dagný var tæplega 10 ára og við vorum allar byijaðar i skólanum fer Dagný að hætta að geta fylgt okkur eftir í leikjum okkar og kvartar um las- leika og á 10 ára afmæli sínu 23. nóvember er hún flutt á sjúkrahús og stuttu seinna berast þær fréttir að Dagný hafi hlotið alvarlega löm- un og yrði héðan í frá bundin við hjólastól. Fyrir okkur systur 11 og 12 ára gamlar voru þetta slíkar fréttir að við gátum ekki trúað þeim. Hvernig mátti það vera að hún Dagný sem kát og glöð hafði hlaupið með okkur um allt fyrir aðeins örfáum vikum síðan gæti það aldrei meir? Við gátum ekki trúað því að tilveran sem okkur hafði allt- af fundist svo góð gæti verið svona grimm við vinkonu okkar. En tíminn leið og að lokum urðum við að beygja okkur undir þá staðreynd að framtíð Dagnýjar yrði bundin við hjólastól. Síðan þetta gerðist eru nú liðin rúm 10 ár, örlögin hafa hagað því þannig til að nú síðustu árin hefur liðið langur tími milli þess sem við höfum hitt Dagnýju en við höfum fylgst með baráttu hennar úr fjarlægð. En nú er þeirri baráttu lokið og hún Dagný á Merk- igili komin til þeirra heima þar sem engir sjúkdómar eru til. Við syst- urnar geymum í huga okkar ljúfar minningar um þessa bernskuvin- konu okkar, blessuð sé minning hennar. Heiðdís Fjóla og Ásta Arnbjörg frá Hranastöðum. henni þar sem hún bjó lengst af við Laugaveginn. Um Möggu frænku má segja að hún var greind í betra lagi, hafði ákveðnar skoðanir, réttsýn og sann- gjörn í öllum málum. Hún var af- skaplega gjafmild og rausnarleg og höfum við og okkar íjölskyldur not- ið þess í ríkum mæli. Magga var þessi trausta kona sem aldrei brást, og ef eitthvað var að var hún ætíð fyrsta manneskjatil að rétta hjálp- arhönd. Elsku Magga, nú er kallið komið og þú ert horfin okkur í bili, en við erum þakklátar hversu lengi við fengum notið þinna samvista. Sjá nóttin er á enda, nú árdagsgeislar senda um löndin ljós og yl. í nafni náðar þinnar ég nú til iðju minnar, minn Guð, að nýju ganga vil. (H. Hálfd.) Að leiðarlokum kveðjum við þessa góðu konu og þökkum henni fyrir allt og allt. Guð blessi minningu hennar. Svala og Guðfinna Valgeirsdætur. Við fráfall Möggu, móðursystur minnar, er margs að minnast og margt að þakka. Hún, sem alltaf var svo lífsglöð og ungleg í hreyf- ingum, er skyndilega horfín yfir móðuna miklu. Á dimmum vetrar- degi í nóvember sá ég hana hressa að vanda. Ekki grunaði mig þá að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn. Það var hennar gæfa að þurfa ekki að bíða um lengri tíma eftir sínu lokadægri. Magga frænka var glæsileg kona. Fyrstu minningar um hana eru frá mínum bernskudögum þeg- ar hún kom í heimsókn til okkar að Hnausum. Síðan hafa kynni okk- ar aukist með árunum, einkum eft- ir að hún flutti norður. Það var okkur systkinunum mikið ánægju- efni hvað þær systur undu sér vel saman á Hnitbjörgum. Þar var prjónað og saumað, spilað og skraf- að saman. Alltaf var nóg að gera. Magga vann við saumaskap lengstan hluta ævi sinnar, fyrst á ísafirði og síðan í Reykjavík. Ég held næstum því að henni hafi aldr- ei fallið verk úr hendi. Allt fram á síðustu stund var hún óvenju frísk og létt í spori, enda hafði einn sýsl- ungi hennar orð á því hvað hún dansaði vel. Þá var hún komin fast að níræðu. Hún hafði létta lund svo öllum leið vel í návist hennar. Að endingu vil ég þakka fyrir okkar góðu kynni og óska henni gæfu á nýjum tilverustigum. Guðrún Hafstelnsdóttir. Sérlheðingar i blóiiiasliroyting'iini við öll Gokilæri Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.