Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 23
VIKU m LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 23 Heitir pottar úr tré líka fyrir þá sem hafa ekki jarðhita # Viðarkyntir ♦ Öruggir ♦ Fallegir # Vistvœnir Hagkvœmir Pantið strax og gerið klárt fyrir sumarið Vlðarkyntir trépottar & sánur Box 201 ■ 121 líeykjavík • ttior@istondia.is ■ S 552 8440 & 588 5848 Goymið augiýsinguna ljóðskáld. Hápunkturinn hefur ef- laust verið þegar sellósnillingurinn Pablo Casals þáði boð frá Kennedy- hjónunum að leika í Hvíta húsinu, en hann hafði heitstrengt að koma aldrei fram í landi sem veitti Franco einræðisherra stuðning. Jerome Robbins sýndi listdans, leikarinn Fredric Mai’ch las upp úr verkum Hemmingway. Meðal heiðursgesta voru ólíkir menn eins og Igor Stravinsky, Aaron Copland og og Tennessee Williams. Þegar forsetahjónin heimsóttu Frakkland gagntók hún hug og hjarta Parísarbúa. Þeir kunnu að meta fegurð hennar og smekklegan klæðnað. Fólk hópaðist í kringum hana og heyrðist segja: „Elle est plus reine que toutes les reines." (Hún er drottningarlegri en allar drottningar.) André Malraux, menntamálaráðherra Frakklands, heillaðist svo af töfrum hennar, að hann lofaði að lána henni listaverkið Monu Lisu til að sýna í Banda- ríkjunum. De Gaulle sagði: „Jackie er sannkölluð stjarna.“ Arið 1961 sýndi skoðanakönnun Gallups að Jackie var dáðasta kona 1 Bandaríkjunum. Jackie var orðin fyrsta poppaða menningardrottning Bandaríkjanna. Eftir dauða Johns F. Kennedy flutti Jackie í íbúð sína á Fifth Avenue. Hún leitaði ráða hjá innan- hússarkitektnum Billy Baldwin. Hann sagði: „Þegar ég kom, sagði hún: „Eg ætla að sýna þér nokkra dýrgripi.“ Hún tók fram einn af öðrum, litlar grískar styttur og rómversk brot, allt fágæta hluti. „Veistu, Jack var byrjaður að safna þessu skömmu áður en hann dó, þetta er allt svo átakanlegt.“ Síðan hneig hún niður í stól og grúfði and- litið í höndunum og grét.“ Þegar hún giftist Aristoteles Onassis haustið 1968 féll goðsögnin ofan af stalli sínum. Fjölmiðlar um allan heim, allt til Vatikansins, lýstu vanþóknun á ráðahaginum. Átti í fjárhags- erfíáleikum Þótt undarlegt megi virðast átti Jackie alltaf í basli með fjármál. Líklega hefur það verið vegna þess að hún hafði aldrei það fé á milli handanna sem hún hefði kosið. Lífeyririnn, sem hún fékk frá Kennedy-fjölskyldunni, hrökk hver- gi nærri fyrir útgjöldum. Hjóna- bandið með Onassis var ekki farsælt og hún hellti sér út í taumlausa eyðslu. Hjónabandinu lauk með dauða Onassis 1975. Jafnvel eftir að hún datt niður í sjöunda sæti yfir best klæddu kon- urnar gaf hún enn tóninn varðandi tískuna. Sólgleraugun hennar, Pucci-síðbuxurnar og rykfrakkinn með beltinu og axlaspælnum voru stæld. Þegar hún birtist í mínípilsi 1966, fullyrti í New York Times, „að framtíð mínítískunnar væri tryggð“. Arið 1975 hóf hún hlutastarf sem aðstoðarritstjóri hjá Viking Press og starfaði síðar hjá útgáfufyrirtæk- inu Doubleday. Síðustu árin var hún í nánu sambandi við Maruice Templelsman, belgískan gyðing og kaupsýslumann. Þegar hún lést er talið að hún hafi látið eftir sig rúm- lega 200 milljónir dollara. Þótt tvö ár séu liðin síðan Jackie hvarf af sjónarsviðinu er hún jafn mikil ráðgáta og áður. Og reyndar skiptir það ekki meginmáli. Hún gat sér verðugan orðstír fyrir glæsi- leika, næman og öruggan smekk. Vann glæsilega sigra þótt hún hafi stundum þurft að synda á móti straumnum og stikla sína fossa fáliðuð. Og vist er, að boðnir hafa verið upp listmunir frægs fólks sem hafa átt ómerkilegri örlög en Jacqueline Kennedy Onassis. Mikill fjöidi dýrgripa Á uppboðinu verða 1.195 upp- boðsnúmer úr eigu Jacqueline Kennedy Onassis. Á þessu sögu- fræga uppboði fylgir sýningarski'á með 750 myndum í litum. Ljós- myndh' úr lífi Jacqueline Kennedy frá því að hún var barn og dögum hennar í Hvíta húsinu. Þá birtast í fyrsta skipti myndir af heimili henn- ar í New York. Málverkin sem verða á uppboðinu eru eftir gömlu meistarana og 19. aldar listmálara Evrópu og Ameríku. Um þrjú þús- und bækur verða boðnar upp en þær fjalla aðallega um listir, lista- sögu, listdans og leikhús. Margar af bókunum eru áritaðar til hennar af höfundum, eins og ljóðskáldinu Robert Lowell. Auk þess verða hús- gögn sem tilheyrðu fjölskyldunni frá dögum Hvíta hússins. Meðal þeiiTa er skrifborð frá 18. öld í stíl Lúðvíks XVI. Hápunkturinn er stólar í stíl Lúðvíks XVI frá seinni hluta 18. aldar, sem tilheyrðu Thomas Jefferson Bandai’íkjafor- seta, lítið skrin úr eigu Maríu Antonette og demantshringur, sem Onassis gaf henni meðan þau voru í tilhugalífinu. HEIMILI Jackie í New York. Stólarnir á myndinni eru í stíl Loðvíks XVI. frá seinni hluta 18. aldar. Þeir voru í eigu Thomasar Jeffersons Bandaríkjaforseta. Áætlað verðgildi 10-15 þúsund dollarar, eða 6,6-10 milljónir króna. hæfðu stíl hússins. Aubussonteppi frá Theodor Rooswelt og kínverskt postulín sem tilheyrði Abraham Lincon. Hún kom á fót fjölda nefnda skipuðum ráðgjöfum og sér- fræðingum til að afla fjár til framkvæmdanna. Markmið hennar var að gera Hvíta húsið að þjóðarstolti Bandaríkjamanna. Hún átti hugmyndina að sögufélagi Hvíta hússins og fékk Henry F. du Pont til starfa, en hann var manna fróðastur um fornminjar, sögu og menningu þjóðarinnar. Hún lét endurbæta bókasafnið og stóð fyrir því að gera heimildarmynd um Hvíta húsið sem var sjónvai'pað haustið 1962 og á hana horfðu rúm- lega 46 milljónir Bandaríkjamanna. Jackie las kynningu á frönsku og spænsku og þættinum var dreift til 106 landa. Annað sem viðkom áhuga Jackie á menningarsviðinu var að bjarga fornminjum í Abu Simbel í Egyptalandi þegar Aswanstíflan var byggð. Hún lét opna sýningu á munum úr gröf Tut-ankh-Amons í þjóðminjasafninu. I þakklætisskyni sendi stjórn Egyptalands allt Dendurmusterið í pörtum til New York þar sem það var sýnt í Metro- politan-safninu. Auk þess fékk hún að gjöf verðmæta kalksteinsstyttu og tvo vasa. Vasana skildi hún eftir í Hvíta húsinu en hélt styttunni, sem metin er á 250.000 dali. Veislurnar í Hvíta húsinu urðu brátt eftirsóknarverðari en nokkru sinni fyrr. Jackie bauð upp á margs konar skemmtanir, dró úr form- legheitum og viðhöfn, réð franskan matreiðslumeistara og var gagn- rýnd í blöðum fyrir að ráða útlendinga til starfa í Hvíta húsið. í stað langborðanna var komið fyrir kringlóttum borðum, hvert fyrir átta gesti. (Síðar tóku Carter-hjónin þennan sið upp.) Hefðbundnar blómaskreytingar hui'fu og í stað þeirra komu blómakörfur með marglitum blómum, eldur logaði í arninum og ljósin voru mýkt. Hvíta húsið var orðið annað og meira en virðulegur embættisbústaðm’; per- sónulegt umhverfi endurspeglaði stíl forsetahjónanna. Fékk heimsfræga listamenn í heimsúkn Og hún gerði meira, hún fékk heimsfræga listamenn til að koma fram í Hvíta húsinu. I kvöldverðar- boðunum skemmtu sinfóníuhljóm- sveitir, óperusöngvarar, ballett- dansarai', Shekespeareleikarar og RUGGUSTÓLL Johns F. Kennedy sem enginn sat í nema sjálfur forselinní Hvíta húsinu. Áætlað verðgildi 3-5 þús- und dollarar, eða 200-320 þúsund krónur. RUGGUHESTUR frá byrjun 20. aldar. Hann var í barnaherbergi Carolinu í Hvíta húsinu. Áætlað verðgildi 2-3 þúsund dollarar, eða 132-198 þúsund krónur. KOMMÓÐA sem var í bar- naherbergi Carolinu. Áætlað verðgildi 5-7 hundruð dol- larar, eða 33- 46 þúsund krónur. BORÐ FRA 1815. Aætlað verðgildi 35-45 þúsund dollarar, eða 2,3-3 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.